Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 21. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Václav Havel forseti Tékkóslóvakíu hóf opinbera heimsókn sína til Bandaríkjanna með yfirlýsingu þess efnis að lýðræðishug- sjónin verði grundvallaratriði í utanríkisstefnu Tékka. Þá sagði hann að ekki væri lengur þöff á bandarísku herliði í Evrópu. MOSKVA - Nokkrir leiðtog- ar í Æðsta ráðinu hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að sovétlýðveldin geti sagt sig úr Sovétríkjunum með ein- faldri þjóðaratkvæðagreiðslu. KATMANDU - Mannrétt- indafrömuðurinn Debendra Raj Panday segist óttast að fórnarlömb ofbeldisöldunnar í Nepal verði enn fleiri en þegar er orðið, nema að lögreglan beiti minni hörku en verið hefur. Að minnsta kosti sex manns hafa fallið, þar af skaut lögreglan tvo menn til bana í gær. SEOUL - Stjórnarandstað- an í Seoul yfirgaf þingið til að mótmæla nýju stjornmála- bandalagi Roh Tae-woo for- seta, sem nú hefur meirihlut- ann í þinginu. JÓHANNESARBORG- Mikilsmetinn andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar í Suð- ur-Afríku ræddi við dómsmála- ráðherra landsins Adriaan Vlok um leiðir til að stöðva átök milli stríðandi fylkinga blökku- manna í Natalhéraði. Nclson MAndela eyddi helginni í Natal til að reyna að stilta til friðar. DYFLINNI - Douglas Hurd utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því að Bretar hygðust aflétta banni við fjárfestingum í Suður-Afriku. BEIRÚT - Hermenn Michel Aouns og liðsmenn Líbönsku hersveitanna börðust í tveimur bæjum utan við Beirút þrátt fyrir friðarsamkomulag hinna stríðandi fylkinga kristinna manna í Líbanon. Báðar fylk- ingar virðast búa sigi undir áframhaldandi átök. UTLOND DYFLINNI - Bretar höfn- uðu boði írska lýðveldishersins um friðarsamninga með þeim orðum að IRA verði að láta af öllu ofbeldi áður en hægt verði að semja um nokkum hlut. IRA lagði á mánudag fram tilboð um friðarsamninga án nokk- urra skilyrða. Friðargæsluliðar SÞ f elldir í S-Líbanon Tveir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru felldir og sex særðir í Suður-Líbanon í fyrrinótt. Sakar friðargæsluliðið vopnaðar sveitir kristinna Líbana sem njóta stuðnings ísraela um að hafa drepið friðargæsluliðana sem komu frá Nepal. Friðargæsluliðarnir létust þegar sprengja úr sprengivörpu féll á í verustað þeirra. Samkvæmt heimild- um innan SLA, hinna vopnuðu sveita kristinna manna í Suður-Líb- anon, þá var sprengjunni ætlað að granda skæruliðum múslíma sem gert höfðu sprengiárás á stöðvar kristinna manna. Timor Goksel talsmaður friðar- gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Lí- banon, UNIFIL, sagði hins vegar að einungis sveitir SLA hefðu varpað sprengjum á þessu svæði. -Bækistöðin var upplýst og greini- lega merkt UNIFIL. Allir vissu hvar hún var staðsett og hún hafði verið þarna í langan tíma. Hvernig stend- ur þá á því að bækistöðin verður fyrir sprengjuárás?, sagði Goksel. Goksel sagði að friðargæslusveit- irnar myndu senda ísraelum hörð mótmæli, en ísraelar halda SLA mönnum vopn og vistir. Sakaði hann ísraela og sveitir SLA um að taka fram fyrir hendurnar á friðargæslu- liðinu á þessum slóðum. Fimmtán sprengjum var skotið frá stöðvum SLA innan svokallaðrarr öryggislkínu fseaela og féllu þær á bækistöðvar hermanna frá Nepal sem eru í friðargæsluliði SÞ. Þá var skotið á bækistöðina úr vélbyssum SLA. Nú hafa 172 friðargæsluliðar fallið í suðurhluta Líbanon frá því sveit- irnar voru sendar þangað árið 1978 til að reyna að koma á lög og reglu eftir innrás ísraela. Tæplega 6 þús- und manns eru í friðargæsluliði SÞ í Líbanon. Friðargæsluliðar Sameinuðu Þjóðanna í varðstöð sinni í Libanon. Vopnaðar sveitir kristinna manna sem njóta stuðnings ísraela drápu tvo friðargæsluliða í S-Líbanon í gær og hafa þá 172 friðargæsluliðar fallið í Líbanon frá friðargæsluliðið var sent þangað árið 1978. Anqóla: Brottflutningar herja Kúbumanna hefiast að nýju Júgóslavía: Brottflutningi herliðs Kúbu í Ang- óla verður fram haldið á sunnudag. Hlé hefur verið á brottflutningi her- liðsins frá því 25.janúar vegna árása skæruliðasveita Unita á kúbanska hermenn þar sem fjórir Kúbumenn féllu. Herlið Kúbu á að hafa yfirgefið Angóla fyrir mitt ár árið 1991 í samræmi við friðarsamkomulag Angóla og Suður-Afríku sem tryggði sjálfstæði Namibíu. Ríkisstjórnir Angóla og Kúbu ákváðu að hefja aftur brottflutning eftir að Bandaríkjamenn og Suður- Afríkustjórn sem hingað til hafa stutt dyggilega við bak Unita, gáfu viðhlýtandi tryggingar fyrir því að ekki yrði ráðist á hermenn frá Kúbu í Angóla. Skæruliðar Unita segja að árásin á Kúbumennina hafi verið mistök og allt verði gert til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Samtökin segjast hins vegar ætla að berjast gegn herliði Angóla. Kúbumenn hafa haft um 50 þús- und hermenn í Angóla en nú þegar hafa þeir kallað 31 þúsund þeirra heim. Hernum skipað gegn kynþátta ólgu í Kosovo Ríkisráð Júgóslavíu skipaði hern- um að koma á lögum og reglu í Kosovohéraði þar sem mikil kyn- þáttaólga hefur ríkt að undanförnu og 27 manns hafa fallið í kynþáttaá- tökum síðastliðinn mánuð. Er hern- um fyrirskipað að brjóta andófs- menn á bak aftur. Þjóðernisflokkurinn á Tævan verður fyrir áfalli vegna harðra mótmæla almennings sem krefst lýðræðis: Þing Tævan sent heim vegna blóðugra átaka Blóðug átök fyrir utan þinghúsið í Taipei höfuðborg Tæwan urðu til þess að kjör nýs forseta þingsins var frestað í gærkvöldi. Reyndar hafði þingfundinum í gær oftsinnis verið frestað vegna aðgerða lögfræðinga stjórnarandstöðunnar sem dregur lögmæti skipan þingsins í efa. Að minnsta kosti sjötíu manns slösuðust alvarlega í átökum mótmælenda og lögreglu utan við þinghúsið. Eru þetta alvarlegustu átök á Tævan í fleiri ár. Átökin fyrir utan þinghúsið koma mjög illa við Þjóðernisflokkinn sem fer með völd á Tævan. Þingmenn Lýðræðislega framsóknarflokksins notuðu tækifærið til að ítreka kröfur sínar um að hinir öldnu meðlimir Þjóðernisflokksins sem kallaðir eru „Meginlandsfulltrúarnir" gæfu eftir þingsæti sín og að um þau verði kosið, en öldungarnir hafa haldið þingsætum sínum án kosninga í fjóra áratugi. Þjóðernisflokkurin gerir enn til- kall til valda á meginlandi Kína og halda þeir fulltrúar þingsins sem flúðu meginlandið eftir ósigurinn gegn herjum kommúnista 1949, fast í þingsæti sín sem þeim er tryggð í stjórnarskrá Tævan. Hafa þeir ekki látið undan þó þeim hafi verið boðnar vænar fjárfúlgur til að hætta afskiptum af stjórnmálum, enda hafa þeir lítið um dagleg mál á Tævan í dag að segja. Meginlandsfulltrúarnir eru ein- mitt ástæða þess að ekki hefur verið hægt að kjósa nýjan forseta þingsins þar sem lögfræðingar draga í efa rétt þeirra til að greiða atkvæði í slfku kjöri. Hins vegar átti að láta slag standa í gær, eftir endalausar tafir vegna aðgerða lögfræðinganna. Almenningur í Tævan er ekki par hrifinn af hinum gömlu þingfulltrú- um sem flestur þurfa á mikilli aðstoð að halda til að komast í þingið. Voru bifreiðar þingmannanna frá megin- Iandinu grýttar af mótmælendum er þeir komu til þinghússins. Fékk einn hinna öldnu þingmanna slag af geðs- hræringu vegna ólátanna. -Júgóslavneska ríkisráðið hefur ákveðið... að fela sveitum út júgó- slavneska hernum í Kosovo að halda uppi ákvæðum stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir ofbeldi, sagði í opinberri yfirlýsingu stjórnvalda. Albanski meirihlutinn í Kosovo hefur staðið fyrir víðtækum mót- mælaaðgerðum og krafist þess að háttsettir embættismenn segi af sér, frjálsar kosningar verði haldnar og að sjálfstjórn héraðsins verði aukin að nýju. Serbía fer nú með mál héraðsins þar sem einungis 200 þús- und kristnir Serbar og Svartfellingar búa á móti 1,7 milljón Albönum. Ákvörðunin um að skipa her- mönnum að grípa í taumana var tekin á sérstökum neyðarfundi for- sætisráðsins eftir að mótmælaað- gerðir bæði Serba og Albana hófust að nýju í Kosovo. Ríkisráðið sem skipað er átta fulltrúum, einum frá hverju ríki sem myndar sambandsríkið Júgóslavíu, hefur með yfirstjórn hersins að gera og hefur vald til að lýsa yfir neyðar- ástandi í landinu. Herinn hefur sýnt mátt sinn í Kosovo með því að sína herflokka, skriðdreka og orrustuþotur, en hefur að öðru Ieiti ekki gripið inn í málin. Hins vegar beitti lögregla táragasi gegn mótmælagöngum í tveimur bæjum í héraðinu. úódar veislur enda vel! Eftireinn -eiaki neinn UMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.