Tíminn - 21.02.1990, Síða 5

Tíminn - 21.02.1990, Síða 5
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn 5 llutafjársjóður sem lýkur störfum á næstu vikum á eftir að ganga endanlega frá þemur malum, í tveimur tilfellum hefur sjóðurinn veitt hlutafé en stendur á heimamönnum: RÍKISÁBYRGÐ VANTAR ENN FYRIR TANGA HF. Hlutafjársjóður Byggðastofnunnar stefnir að því að Ijúka störfum á næstu vikum. Enn er eftir að afgreiða endanlega þrjú erindi sem borist hafa til sjóðsins. í tveimur af þeim tilfellum hefur Hlutafjársjóður afgreitt beiðnina, en heima- menn ekki enn framkvæmt sinn hluta málsins, þ.e. ekki getað staðið við hlutafjárskuldbindingar. Þar er um að ræða Hraðfrystihús Breiðdalsvíkur og Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Þriðja fyrirtækið, Tangi á Vopnafirði, lagði sína um- sókn seint inn til sjóðsins og er staðan þannig núna að sú ábyrgð sem ríkið veitti til hlutafjárkaupa er upp-urin. Þannig erekki Ijóst hvernig brugð- ist verður við fjárhagsvanda Tanga hf. á Vopnafirði, en samkvæmt heimildum Tímans hefur þeirri hug- mynd verið hreyft af heimamönnum að eldra láni sem fyrirtækið á hjá Atvinnutyggingasjóði útflutnings- greina verði breytt í hlutafé hjá Hlutafjársjóði. Enn er ekki að vitað hvað stórar upphæðir vantar til þess að koma skuldastöðu Tanga í viðun- andi horf. Hvernig heimamenn á Breiðdalsvík og Grundarfirði leysa sín mál er enn ekki að fullu Ijóst. Það verður hins vegar að gerast fljótlega því ljóst er að rekstrarlega séð eru fyrirtækin þrjú á flæðiskeri stödd, en fjármagnskostnaður þeirra er meiri en reksturinn getur staðið undir. Fjárhagsvandi tveggja annarra fyrirtækja hefur að undanförnu verið til skoðunar hjá Byggðastofnun, en þau eru Útgerðarfélag Norður-Þing- eyinga og Útver hf. á Ólafsvík. Hlutafjársjóður hefur það hlut- verk að hjálpa þeim fyrirtækjum, sem talist geta megin stoðir atvinnu- lífs í sínu byggðarlagi, með það að markmiði að koma skuldastöðu þeirra í það horf að reksturinn geti staðið undir fjármagnskostnaði og afskriftum. Sjóðurinn er fjármagnaður með útgáfu tvenns konar hlutdeildar- skýrteina, A - skýrteina með ríkis- ábyrgð og B - skýrteina sem eru án ríkisábyrgðar. Hutafjársjóður af- hendir lánadrottni viðkomandi fyrir- tækis hlutdeildarskýrteini til greiðslu á skuldum. Þar með hefur sjóðurinn greitt skuldir þessa fyrirtækis, og það þar af leiðandi orðið skuldugt Hlutafjársjóði um samsvarandi upp- hæð og hann greiddi. Þessa skuld greiða fyrirtækin síðan sjóðnum með því að afhenda Hlutafjársjóði hlutabréf. Landsbankinn, sem er stærsti lánadrottinn útgerðar og fisk- vinnslu í landinu, hefur keypt At- vinnutryggingarsjóðsbréf og tekið við hlutdeildarskýrteinum frá Hluta- fjársjóði fyrir um einn milljarð króna. Langstærstur hluti þeirra eru A - skýrteini. - ÁG Tillaga um byggingu fjölnota íþrótta- hallar til umræðu í borgarráði: „Þjóíarhéll" í Laugardal Á fundi borgarráðs í gær lagði Alfreð Þorsteinsson varaborgarfull- trúi Framsóknarflokks fram tillögu þess efnis að borgarráð lýsi áhuga sínum á að fjölnota íþrótta- og sýningarhús verði reyst í Laugardal. Bókasöfn: Eftir nokkurn samdrátt í útlán- um bókasafna eru nú horfur á að þessi þróun sé á enda og að framundan sé aukning í útlánum. Á síðasta ári jukust t.d. útlán hjá Bókasafni Kópavogs um 10%. Aukning í útlánum á barna- bókum var heldur meiri en aukn- ing á útlánum á bókum fyrir fullorðið fólk. Fleiri börn sóttu einnig sögustundir í Bókasafni Kópavogs en í fyrra. Þetta hlýtur að vera bókavörðum mikið gleð- iefni því þeir hafa haft nokkrar áhyggjur af því að börn séu að hætta að sækja söfnin. Á síðasta ári jukust útlán bóka- safnsins úr 108.478 árið 1988 í 119.725 í fyrra. Þetta eru um 10% aukning. Ríflega 50% aukn- ing varð í útlánum á myndbönd- um. Teiknimyndasögur eru mest lánaðar út. Teiknimyndabókin Háspenna lífshætta var lánuð 353 sinnum, sem þýðir að bókin hefur verið lánuð út næstum daglega. Reyndar eru fleiri en eitt eintak til af bókinni. Vinsælustu þýddu skáldsögurnar eru Leyndarmálið og Fórnareldur eftir Mary Steward. Af íslenskum höfund- um er Snjólaug Bragadóttir vin- sælust með bókina Setið að svik- ráðum. Snjólaug á fjóra titla meðal 30 útlánahæstu bóka ís- lenskra kvenhöfunda. Andrés Indriðason gerir hins vegar enn betur og á 8 titla af 30 efstu karlhöfundum. -EÓ Tillagan er svohljóðandi: „í tilefni af umræðum um staðsetningu fjöl- nota íþrótta- og sýningarhús vegna HM 1995, lýsir borgarráð áhuga sínum á að slíkt hús verði reist í Laugardal í Reykjavík. Jafnframt lýsir borgarráð sig reiðubúið til við- ræðna við ríkisstjórnina um fram- kvæmd þessa máls.“ Tillagan var nokkuð rædd, en borgarráð var ekki tilbúið til að afgreiða hana á þessu stigi og vildu fulltrúar hugsa sig um og var afgreiðslu bókunarinnar frest- að til næsta fundar. „Ég tel að mjög ganglegar umræður hafi farið þar fram um þetta mál. Ég held að menn vilji skoða það betur og tel því ekki lokið af hálfu Reykjavíkurborgar," sagði Alfreð. Aðspurður sagði Alfreð að vísu væri svolítið seint í rassinn gripið, en aðekki væri öll nótt úti enn. -ABÓ Hekla í nýtt húsnæði Fyrirtækið Hekla hf. hefur nú flutt hluta af starfsemi sinni í nýtt og glæsilegt húsnæði að Laugavegi 170-172. Nýja húsið eru um 4000 fermetrar að stærð sem þýðir að fyrirtækið hefur aukið húspláss sitt um helming. Hekla hefur lengi búið við of þröngan húsakost mið- að við umsvif fyrirtækisins. Um 150 starfsmenn vinna hjá Heklu. Elsti starfsmaðurinn er 92 ára en sá yngsti er 16 ára. Byggingunni er ekki enn fulllok- ið og því er óljóst hvað hún kemur til með að kosta. Rúmlega fjögur ár eru liðin frá því að framkvæmdi hófust. Myndin var tekin þegar nýja húsið var formlega opnað. Tímainynd Pjetur BYGGINGAVISITALA HÆKKADIUM 26,9% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 26,9%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,5% og sam- svarar það 28,7% árshækkun. Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan febrúar. Reyndist hún vera 168,2 stig eða 2,0% hærri en í janúar (júní 1987-100). Þessi vísi- tala gildir fyrir mars 1990. Samsvar- andi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982—100) er 538 stig. Hækkun vísitölunnar frá janúar til febrúar má að mestu leyti rekja til launhækkana. Er annars vegar um að ræða launahækkanir í kjölfar kjarasamninganna frá febrúarbyrjun sem ollu um 0,5% hækkun vísitöl- unnar. Hins vegar hafði aukning á mælieiningafjölda í húsasmíði, múr- verki, pípulögn, dúkalögn og raflögn, sem fram hefur komið undanfarna mánuði, í för með sér rúmlega 0,8% vísitöluhækkun. Verðhækkun ýmissa efnis- og þjón- ustuliða olli alls um 0,7% hækkun vísitölu byggingakostnaðar. Launa-og lánskjaravísitölur Launavísitala fyrir febrúarmánuð miðað við meðallaun í janúar er 113,3 stig, eða 0,5% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána frá 1. mars 1990 er 2.480 stig eða óbreytt frá fyrra mánuði. Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir marsmánuð nk. og gildir lánskjaravísitala 2844 fyrir þann mánuð. Hækkun láns- kjaravísitölu frá mánuðinum á und- an varð 1,35%. Umreiknuð til árs- hækkunar hefur breytingin verið sem hér segir: Síðasta mánuð Síðustu 3 mánuði Síðustu 6 mánuði Síðustu 12 mánuði 17,5% 19,2% 21,1% 21,2% SSH Borgin kaupir skíðasvæði KR Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær að kaupa og yfirtaka austurhluta skíðasvæðis KR í Skála- felli, hús og lyftur. Kaupverðið er 44,8 milljónir en frá dragast 11,3 milljónir sem eru styrkir Reykjavík- urborgar til skíðadeildar KR á árun- um 1983 til 1988 og eftir standa því 33,5 milljónir. Þá yfirtekur borgin skuld KR-inga við Landsbankann upp á 13 milljón- ir. 3,5 milljónir verða greiddar út við undirritun og eftirstöðvarnar, 17 milljónir eru greiddar með skulda- bréfum á tíu árum. Á þessu stigi er ekki vitað á hverra höndum Skálafellssvæðið verður en ekki ólíklegt að Bláfjallanefnd komi þar inní. Skíðadeild KR hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár, m.a. vegna snjóleysis og því litlar tekjur að hafa. -ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.