Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Umframtekjur borgarsjóðs Af ástæðum sem augljósar eru og ekki þarf að útskýra sérstaklega er fjárhagslegur styrkur Reykja- víkurborgar meiri en annarra sveitarfélaga. Tekju- möguleikar borgarsjóðs eru langt umfram það sem öðrum bæjar- og sveitarfélögum er léð, ekki aðeins í beinum fjárhæðum, heldur hlutfallslega og hvað fjáröflunaraðstöðu varðar. Sérstaða Reykjavíkur meðal íslenskra sveitarfélaga leynir sér ekki. Stærð- armunurinn er greinilegur og óumdeildur. Ef hag- kvæmni stærðarinnar má sín einhvers í rekstri sveitarfélaga, sem ekki þarf að draga í efa, þá nýtur Reykjavík stærðar sinnar og fjölmennis auk þess sem aðstöðumunur höfuðborgarinnar að öðru leyti kem- ur hér við sögu. Vegna þessarar góðu og tryggu tekjuöflunarað- stöðu fyrir borgarsjóð Reykjavíkur er ástæða til að gera aðrar kröfur um útgjaldastefnu borgarinnar en e.t.v. verður gert í bæjum og sveitarfélögum sem búa við önnur tekjuöflunarskilyrði og aðrar útgjaldaþarf- ir. Aðstaða langflestra íslenskra bæjar- og sveitarfé- laga er með þeim hætti að tekjuöflunargetan gerir ekki betur en að standa undir lögbundnum skyldu- verkefnum í þröngum skilningi, svo að ráðstöfunarfé til annarra hluta er oft sáralítið eða ekkert. Þessu er þveröfugt farið um Reykjavíkurborg. Vegna hinnar sterku tekjuöflunaraðstöðu höfuð- borgarinnar fer framkvæmdageta borgarsjóðs langt fram úr beinum skylduútgjöldum. Borgarstjórn sem slík hefur ekki búið þessa aðstöðu til, íhaldsmeiri- hlutinn hefur ekki gert Reykjavík að höfuðborg landsins og skapað þann styrkleika sveitarfélags- rekstrar sem sú aðstaða veitir. Hins vegar sýnist það vera eitt af mörgum loddarabrögðum íhaldsmeiri- hlutans að telja Reykvíkingum trú um að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík hafi nánast búið Reykjavík til, en þó umfram allt þá fjárhagslegu sérstöðu borgarinnar sem leggur borgarsjóði sjálfkrafa í hendur rýmri fjárráð en gerist í öðrum sveitarfélög- um og veitir ráðamönnum borgarinnar frjálsari hendur um ráðstöfun borgarsjóðstekna en öðrum sveitarstjórnarmönnum er fyrirbúið um sitt ráðstöf- unarfé. Pað sem Reykvíkingar þurfa að átta sig á er, að tekjuöflunaraðstaða Reykjavíkur er mjög sterk í eðli sínu. Borgin hefur möguleika til þess að afla miklu meiri tekna með léttari gjaldabyrði á einstakl- ing en almenn gerist í landinu. Borgarbúar þurfa að fylgjast með hvernig umframtekjum borgarsjóðs er varið. Þeir þurfa að átta sig á því að núverandi borgarstjórnarmeirihluti ver hinum miklu umfram- tekjum borgarsjóðs í óarðbær og hégómleg verkefni, kostnaðarsamar pjattbyggingar eins og ráðhúsið og minnismerki ómenningar og smekkleysu á borð við hálfkúluna á Öskjuhlíð. Þessum fjármunum er hægt að verja betur. Þeir væru betur komnir í félagslegar framkvæmdir, sem skortir í borginni, eins og fulltrú- ar minnihlutaflokkanna bentu rækilega á við af- greiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir skömmu. GARRI RÍKISBANKAR í umræðum um kaup Lands- bankans á Samvinnubankanum hefur komið fram að það er skoðun bankamálaráðherra að heppilegast væri að gera ríkisbankana að hluta- félögum. Þar sem bankamálaráð- herrann er alþýðuflokksmaður og þaulkunnugur völundarhúsum peningamála, líta menn upp þegar hann lýsir persónulegri skoðun sinni um hlutafélagabanka. Aldrei hefur fyrr komið rödd úr herbúð- um AÍþýðuflokksins, sem telur ríkisbanka óheppilegri en hlutafé- lagabanka, og er þar miðað við íslenskar aðstæður, fámenni þjóð- arinnar og fábrotna atvinnuvegi. Gjafafé til hluthafa Útþenslu í bankakerfinu virðist nú vera lokið eftir tímabil, sem einkenndist af stofnunum banka, svo sem Iðnaðarbanka, Samvinnu- banka og Verslunarbanka. Þessir bankar voru allir lausir við ríkis- eignina og hefðu því getað blómstr- að fyrir þær sakir. En stjórnmála- menn höfðu varia fyrr komið þeim á fót, en stjórnmálamcnn fóru að tala um sameiningu banka. Það kom nefnilega á daginn, að mönn- um fannst að bankar væru orðnir of litlir og of margir, og þess vegna þyrfti að steypa þeim saman í stærri heildir. Nú er alveg Ijóst, að fyrst þetta varð staðreyndin hefði verið hægt að spara sér allt banka- vafstrið á sínum tíma. Ekki tókst þó svo vel til. Vegna þess, sem talin var bágborin staða eins ríkis- bankans, Útvegsbankans, var fundin upp sú staða að heppilegast væri að fækka bönkum með því að steypa saman Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Útvegsbanka og mynda íslandsbanka, sem er hlutafélag. Ekki verður enn séð hvernig þeim banka vegnar, en þar sem hann er hlutafélagsbanki er ástæðulaust að búast við að hann taki þannig á málum sjávarútvegs, að útvegurinn eigi þar eitthvert sérstakt skjól, eins og hann hafði hjá Útvegsbankanum. Til viðbótar má svo geta þess, að ríkið greiðir að sögn 1,8 milljarða með þessum kaupum, en það mun ekki vera , fullnaðargreiðsla, og er talið að allt að einn milljarður sé ógreiddur. Með þessum hætti var hægt að selja Útvegsbankann ódýrt, en skattborgarinn sér um raunverðið. Hinn hái herra Þessi fyrsta sala á ríkisbanka gefur iitlar vonir um hagnað af sölu ríkisbanka í hendur hluthafa. En miðað við sölu á 52% í Samvinnu- banka virðist ríkja vilji til að láta Útvegsbankaverð ráða verðlagi á bönkum almennt. Mundi þá koma til kasta skattborgarans að standa undir því sem nemur verðfalli á ríkisbönkum. Væntanlegir hluthaf- ar byggju við umtalsverða hagnað- arvon, en þjóðin tapaði. Við höfum um sinn búið við mildar umbyltingar í peningamál- um. Menn sjá nú gróða, þar sem engin gróðavon var áður, og því getur eftir atvikum veríð eðlilegt að menn vilji komast yfír ríkis- banka með kaupum á hlutabréfum. En um leið og það gerðist væri horfínn sá grundvöllur félagslegra viðhorfa, sem þetta þjóðfélag byggir á líf sitt, og lagður hefur verið m.a. af kerfi ríkisbanka. Lítið þjóðfélag sem alfaríð væri Iagt á höggstokk frjálshyggju í peningamálum, þar sem híuthafa- bankar væru látnir ráða ferðinni. ætti litlum skilningi að mæta í þeim málaflokkum, sem hér eru taldir til nauðsynja. Það þjóðfélag sem við búum við í dag var risið á legg fyrir daga einkabankanna. Það hefur vaxið stöðugt í skjóli ríkisbank- anna og frjálslyndis í ríkisfjármál- um, þar sem mörg félagsleg nauð- syn hefur verið látin sitja í fyrir- rúmi. Hlutafélagabankar geta hugsanlega gefíð til líknarmála og Lions, en skyldur þeirra eru fyrst og fremst við arðinn. Hann er sá hái herra. Hitt draslið getur legið í fjöru eins og hvert annað vogrek án þess að halda vöku fyrir hluta- félögum. Alttffrá 1934... Það eru því pólitískar ástæður sem valda því að mönnum er ekki sama hvort banki er hlutfélag eða ríkiseign. Varla eru stærðargráður íslensks einkaíjárinagns slíkar, að erlend peningaviðskipti okkar verði ódýrari með tilkomu hlutafé- lagabanka. Tryggingin sem fylgir ríkisbönkum leiðir til þess að erlent fé sem fæst í gegnum þá er ódýrara en fé í gegnum einkaaðila. Það eitt og sér sýnir hvernig ríkisbankar eru metnir. Þetta eru staðreyndir sem vert er að hafa í huga. Einnig sú staðreynd að óþarfí var að selja Útvegsbankann, ef ekki hefði komið til áfergjan við að fækka bönkum með enn óvísum kostnaði fyrír skattborgarann en gróða fyrír nýja eigendur. Því hefur verið trúað, allt frá því að Alþýðufíokk- urinn settist fyrst í stjórn 1934, að hann myndi síðastur flokka vera fylgjandi því að býtta á rétti al- mannaeignar fyrir rétt þeirra, sem lifa fyrir arðinn. Garri IHIIIIHIIIiHII vlT-r og BREITT ...................................................................................................................... Við ysta haf Mjög er farið að dofna yfir alþjóðahyggju verkamanna, sem á íslandi birtist í þeirri undarlegu mynd að sósíalistar voru öðrum fremur þjóðernissinnaðair þegar þeir voru og hétu. En í þeim sósíalísku löndum sem nú eru að umbreytast hröðum skrefum í eitthvað allt annað er þjóðernis- hyggja drifkrafturinn í þjóðfrelsis- baráttu. Trúarbrögð greina þjóðir svo enn betur frá hvor annarri. Á Vesturlöndum er umræða um þjóðerni og menningararfleifð bönnuð þar sem sú opinbera trúar- vissa ríkir að allt sé þetta sami grautur í sömu skál og svo ekkert kjaftæði unt það meir. Þar sem heimssýn sósíalsimans er nú öll orðin í skötulíki eins og annað sem þeirri hugmyndafræði tilheyrir, hafa aðrir hugmynda- fræðingar hlaupið til og er nú alþjóðahræringur frjálshyggjunnar það góðmeti sem hvað ákafast er haldið að almúgafólki og því talin trú um að sú leið ein til bættra lífskjara sér fær, sem liggur bein og breið að kjötkötlum fjármagns- og iðnvelda samanlagðrar Stór-Evr- ópu. Að öðrum kosti býður framtíðin ekki upp á annað en sult og seyru og eilífa útskúfun úr Ríkramanna- landi. Útúrboruháttur Versiunarráð íslands er ein þeirra stofnana sem tekið hefur að sér að vera ríki í ríkinu og móta atvinnuvegi og framtíð þjóðarinn- ar eftir sínu höfði og miklu peningaviti. Loftskeytamiðlar voru þrungnir fréttum frá aðalfundi VÍ í fyrra- kvöld, enda bar þar margt til tíðinda. M.a. var fenginn peninga- fróður maður frá Luxemburg til að útlista fyrir eybyggjum hvílík gæfa og blessun fylgdi því fyrir smáríki að opna landamæri sín fyrir fjár- magni og viðskiptabralli hinna meiriháttar peningaþjóða. Talsmenn Verslunarráðs tóku heils hugar undir ábendingar Mið- Evrópumannsins og töldu það mik- inn útúrboruhátt íslenskra stjórn- valda að vera ekki búin að gefa öllu alþjóðlegu fjármálabraski lausan tauminn og koma íslandi inn í hringiðu allra þeirra alþjóðlegu viðskipta, sem stórþjóðir kæra sig yfirleitt ekkert um að hafa opin- skátt um heima hjá sér. Samanburður á íslandi og Lux- emburg var á þann veg, að löndin séu nánast alveg eins og því ætti ísland að eiga svipaða möguleika á alþjóðlega viðskiptasviðinu og Lux. Luxemborgarar segja sjálfir að þeir séu í hjarta Evrópu. Land- amæri þeirra liggja að Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu. Þýska og franska eru málin sem þar eru töluð og sumir hafa gaman af að spjalla saman á þýskri mállýsku, sem þeir kenna við land sitt. Menning Luxemborgara mótast af nágrannaþjóðunum og þeim tungumálum sem þar eru töluð. Þeir telia sig ekki þurfa að burðast með margar stofnanir sem íþyngja öðrum sjálfstæðum ríkjum. T.d. er enginn háskóli í Luxemburg, landsmenn hafa aðgang að nægum slíkum stofnunum í stuttri fjarlægð frá landamærunum. Útíhött Ekkert af því sem hér er talið er sagt Luxemborgurum til hnjóðs, enda hafa mikil og góð samskipti íslendinga við þá lengi verið báð- um þjóðunum til hagsbóta. En þarf að taka fram hve gjöró- lík hnattstaða íslands og Luxem- borgar er eða hve sérstæð menning íslendinga er og hve gífurlegur munur er á náttúrufari, auðlindum og atvinnuvegum landanna. Samanburður á högum þessara tveggja fámennu ríkja er út í hött. Þar sem íslandi sleppir tekur fiski- slóðin við og er engin landamæri að opna fyrir einum né neinum. Nágrannar eru víðs fjarri í austri og vestri og ísland er ekki í neinni alfaraleið heimsverslunar né fjár- magnsstreymis. Enda eru íslend- ingar dæmdir til að verða undir í þeirri Júróvisjónkeppni. Verslunarráðið er ákveðið í að strax á næstu misserum verði ís- lendingar að mæta opnara efna- hagslífi erlendra þjóða, eins og það heitir. Hér kveður við sama tón eins og hjá mörgum öðrum sem strekkja vilja í Evrópubandalag, að það er eins og að engan tíma megi missa. Það verður að grípa guð í fótinn eins og skot og hrapa inn í alþjóða- hyggju auðmagnsins ef allt á ekki að fara fjandans til í efnahagslíf- inu. Austur-Evrópa er nú öll á tjá og tundri og heimur Múhameðs spá- manns tekur skjótum stakkaskipt- um. Að ári vitum við lítið um hvernig mál skipast í Evrópu og ættu Isiendingar að geta haldið efnahagslegu sjálfstæði sínu enn um sinn án þess að rjúka til og fara að samsamast einhverju sem við vitum ekkert hvað verður. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.