Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Páll Sigurjónsson: Hvað er f ramundan? Er ekki eðlilegt að sú spurning vakni og menn reyni að geta sér til um framhaldið? Ekki síst í Ijósi þess að miklu varðar ávinning almennings hverjar ráðstafanir fleiri sjá dagsins ljós. Nú þegar náðst hafa samningar um kaup og kjör milli aðila vinnu- markaðarins, þar með talið BSRB og viðsemjenda þeirra. Með góð- um stuðningi ríkisstjórnarinnar og umtalsverðri eftirgjöf af hálfu bænda. Með fyrirliggjandi loforð bankanna um hraða lækkun nafn- vaxta á þeim forsendum að verð- bólgan muni fara hratt niður í kjölfar samninganna. Þá eru einkum tvö atriði sem í raun setja tilgang og markmið samninganna í hættu. Þess vegna hlýtur þess að verða krafist af öllum þeim sem eiga beina og óbeina aðild að þessari stærstu og alvarlegustu tilraun til vitlegrar efnahagsstefnu (því samningagerð- in er í raun fyrst og fremst það) að þeir hópar sem enn standa utan við komi líka til liðs og ábyrgðar. En undanskot einstakra hópa frá þess- ari tilraun er önnur meginhættan sem að steðjar. Því verður vart trúað að óreyndu að nokkrir hópar eða starfsstéttir muni ganga í ber- högg við afstöðu fjöldans og skilji ekki þau gömlu sannindi „að kapp er best með forsjá". _ En ef nokkuð er að marka þann almenna orðróm, það er að segja að hugur fylgi máli, er allir úthrópa verðbólguna sem undirrót alls ills, hljóta þeir hinir sömu að taka þátt í tilrauninni en ganga ekki blind- andi gegn þjóðarhag. Hitt atriðið, sem ég tek alveg sérstaklega til, er stjórn peninga- málanna. En þar verður að gæta En ef nokkuð er að marka þann almenna orðróm, það er að segja að hugur fylgi máli er allir úthrópa verðbólguna sem undirrót alls ills, hljóta þeir hinir sömu að taka þátt í tilrauninni en ganga ekki blindandi gegn þjóðar hag. fyllstu varúðar, bæði í framkvæmd- um og eyðslu hvers konar. Því þensla á vinnumarkaðinum er lík- leg til að ýta undir örari verðbreyt- ingar en rammi samninganna þolir. Af umræðum um áhrif samning- anna á peningamarkaðinn má ráða að einum hópi landsmanna eigi að sleppa við þátttöku í „þjóðarsátt- inni" en það eru sparifjáreigendur. Raunar má skilja á sumum að með þessa vaxtalækkun eigi að fara eins og í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins undir forystu Steingríms Hermannssonar og Geirs Hallgrímssonar, síðar Þor- steins Pálssonar, á árunum 1983- 1987. En það er að nafnvextir lækki ekki fyllilega í takt við verð- bólguna, heldur hægar eða minna en hún. En með því móti haldast svo- nefndir raunvextir fyllilega svo ávinningur viðnámsins gegn verð- bólgunni Iendir hjá þeim sem ekki leggja sitt af mörkum í þessari annars stórmerku tilraun. En há- raunvaxtastefnan er að því leyti hættuleg efnahagsþróuninni að hún ýtir undir kröfur til hækkunar á launum, vörum og þjónustu. Vegna þess að allir, sem lán hafa tekið, verða að skila fleiri krónum í iðgjald peninganna en samning- arnir gefa tilefni til. Svo dæmi sé tekið er öllum ljóst að í 24% verðbólgu með 32% vexti er mis- munurinn 8 stig eða fjórðungur Páll Sigurjónsson tölulega tekið. En í til dæmis 4% verðbólgu 12% vexti er mismunur enn 8 stig en í þessu tilfelli tvisvar sinnum verðbólgan. Að öðrum forsendum jöfnum sýnist mér aug- ljóst hvert stefnir. Vegna þess að ef rekstrargrundvöllur var ekki fyr- ir hendi í fyrra tilvikinu þá er hann það þeim mun síður í því seinna, þar sem allar fjármagnshreyfingar verða hægari og bilið milli raun- vaxta og verðbólgu lengra. En megintilgangur samningsaðila var samkvæmt mínum skilningi sá að tryggja atvinnuöryggið, tilvist heimilanna og fyrirtækjanna í land- inu. Um leið og þessi markmið nást er tilvist gjaldmiðilsins líka varin. Ég hef spurt að því áður á þessum vettvangi hvers virði pen- ingarnir séu. Eða kannski réttara sagt reiknaður ávöxtur þeirra ef atvinnulífinu er látið blæða út í blindri oftrú á eðalgildi auranna. f útvarpsþætti þann 29.1. sl. kom fram að í Rómönsku Ameríku hafi kaupmáttur rýrnað að meðal- tali um 30% en um 50% í Mexíkó. Aðrir þættir, svo sem verðbólga o.fl. væri jafnan um 20% á móti 30% Mexíkó í óhag. Með öðrum orðum, lífskjörin í Mexíkó væru lakari sem þessu næmi eða að minnsta kosti hefði verið það um- fram önnur ríki þar um slóðir. Jafnframt var þess getið að þar hefðu menn elt kennisetningar al- þjóðaauðvaldsins mun tryggar og auðsveipar en aðrar þjóðir álfunn- ar (ath. orðalag er mitt). Ég minni á þetta hér vegna þess að óbreytt stefna í vaxta- og peningamálum leiðir til þess ófarnaðar sem alþýða Mexíkó á við að búa. Og ekki er unnt að ætla nokkrum þá firru að vilja slíkan mismun þegnanna sem er í því landi. En okurvaxtastefnan felur í sér þá eignatilfærslu sem er undirstaða viðlíka hyldýpis milli eymdar og auðlegðar. Til viðbótar er hún sá þátturinn sem mest áhrif hefur á framleiðslukostnaðinn innanlands. Og er þar með orðin andstæða sjálfrar sín á þann hátt að hún hvetur til innflutnings en letur innlenda framleiðslu. Um leið stefnir háraunvaxtatakan pen- ingagildinu og þar með atvinnu og lífshamingju alls almennings í voða. Er það ekki fullmikið gjald fyrir kennisetningar hagfræðinnar? Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga: Áhrif dulinna strauma í þjóðarbúskapnum Yið hernám íslands komst landið á einni nóttu í þjóðbraut og varð einn af mikilvægustu skurðarpunktum um yfirráð á norðanverðu Atlantshafi. Síðan hefur mikilvægi landsins aukist með vaxandi flutning- um í lofti á inilli heimshluta. Þessir flutningar vaxa hröðum skrefum m.a. vegna aukinna viðskipta inilli heimshluta. Eins og stendur háir það íslandi að ekki er alþjóðlegur varaflug- völlur í landinu, utan veðursvæðis Keflavíkur. Þetta kann að skipta sköpum um að flutningaflugfélög muni leita leiða til að sneiða hjá landinu, m.a. af hagkvæmnisástæðum. Svo væri ekki ef annars staðar á Iandinu væri varaflugvöllur á borð við Keflavíkurflugvöll. Laða mætti að þessum flugvelli flugumferð, sem nú yfirflýgur landið, og auka um leið gildi lands- ins sem umhleðslumiðstöðvar í heimshlutaflugi á milli Asíu og Evrópu. Þetta gæti einnig skapað skulyrði fyrir alþjóðlega viðskipta- starfsemi hér á landi, þar sem landið er skurðpunktur á milli hinnar fjarlægu Asíu og viðskipt- abandalaga Evrópu. Þetta eykur á möguleika til að laða að landinu starfsaðila á sviði alþjóðlegrar starfsemi. Með auk- inni umferð um landið eykst ferða- mannastraumurinn. Staða landsins í þeim efnum er dulin auðlind. Lega landsins í heimsmyndinni er sú dulda auðlind sem á eftir að breyta miklu í hagbúskap fslend- inga. Við verðum sem þjóð að kunna að hagnýta þetta til að bæta búsetuskilyrðin í landinu. Við megum ekki láta mistökin endurtaka sig sem fylgt hafa í kjölfarið á hinu erlenda fjárm- agnsstreymi og hefur valdið koll- steypu um búsetu í landinu. Byggt upp eitt svæði á kostnað allra hinna í landinu. Dulin atvinnugrein hefur búið með þjóðinni síðan á stríðsárun- um. Þar má nefna mikið fjár- streymi og atvinnuaukningu í gegn- um varnarliðsframkvæmdir á mis- munandi stigum allt til þessa dags. Þessi nýi atvinnuvegur hefur skap- að í senn búseturöskun og vaxandi tilfærslu margfeldisáhrifa til lítils hluta landsins, m.a. með stórfelldri uppbyggingu fyrir erlent lánsfé, s.s. stórvirkjunum og stóriðnaði. Við þetta bætist spenna í ríkis- búskapnum vegna viðvarandi greiðsluhalla sem mætt hefur verið með erlendum lántökum sem eflt hefur höfuðborgarsvæðið með vax- andi þenslu ríkiskerfisins. Samþjöppun margfeldisáhrifa á höfuðborgarsvæðinu, vegna til- færslu fjármagns frá landsbyggð- inni og áhrifa frá innstreymi er- lendra fjármagnsstrauma, hefur skapað nýtt afl í atvinnulífi höfuð- borgarsvæðisins, sem er áhrifa- valdur um búseturöskun í landinu. Þetta afl hefur fært þjóðinni menningar- og búsetuumgjörð sem er við hæfi sjálfstæðra þjóða en án tillits til þess að þjóðin er innan við kvartmilljón. Aukning opinberrar starfsemi hefur verið slík að nú nemur fjölgun opinberra starfs- manna hærri hundraðshluta en öll vinnuaflsaukningin er í landinu. Við þetta bætist hálfopinberi geir- inn sem tekur stór stökk um vinnu- aflsaukningu. Báðir þessir geirar valda tilfærslu í þjóðfélaginu. Allur þessi vöxtur er á höfuðborgarsvæð- inu. , Samdráttareinkennin, sem nú einkenna viðskipta- og þjónustu- starfsemina, virðast eingöngu vera í fyrirtækjageiranum. Það má færa rök að því að uppgangur ríkisgeir- ans sé sterkasta þróunarafiið á höfuðborgarsvæðinu. Þensla ríkis- kerfisins er slík að hún verður ekki stöðvuð nema með róttækum þjóð- félagsaðgerðum sem snerta allt þjóðfélagskerfið. í hnotskurn lítur efnahagsstaðan þannig út að skapast hefur varan- Iegt þjóðfélagslegt misvægi í land- inu. Það er reynt í senn að láta Áskell Einarsson viðskipta- og þjónustugreinar, ásamt samfélagsrekstrinum, búa við öryggi þrátt fyrir að undirstöðu- atvinnugreinarnar skili ekki næg- um afrakstri í þjóðarbúið miðað við æskileg lífskjör þjóðarinnar í heild. Sé litið á efnahagsþróunina til næstu aldamóta er ljóst að nýting orkulinda er meginatriðið í at- vinnuuppbyggingu þjóðarbúsins. Á þessum vettvangi eru mestu möguleikar um framfarir og aukinn hagvöxt. Því miður standa íslend- ingar frammi fyrir þeirri staðreynd að komi ekki upp veruleg aukning atvinnuveganna í kjölfar vaxandi nýtingar orkulindanna stendur þjóðarbúið ekki undir sér. Sú dulda auðlind, sem felst í legu landsins hnattfræðilega séð, getur einnig boðið miklum hættum heim ef framleiðslubyggðarlögin í landinu njóta ekki eigin afrakstrar. Erlendar fjármagnsinnspýtingar, sem í reynd skapa þenslu án varan- Iegs framleiðsluauka, geta stefnt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Þetta á einkum við um lántökuleið- ina sem er að verða varasöm. Það er svo komið að þjóðinni er nauðugur einn kostur að fá inn í landið fjármögnun í formi áhættu- fjármagns, sem þarf ekki að endur- greiða, með sama hætti og erlend lán. Islenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir slíkum vanda að efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar get- ur lent í tvísýnu. Staðreyndin er sú að þjóðarbúið verður að sætta sig við efnahagslegt umhverfi sem hæf- ir tilveru sjálfstæðrar þjóðar sem byggir lífskjör sín á því sem landið gefur. Þau átök, sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu undir formerkjum íandsbyggðarstefnu og þéttbýlis- stefnu höfuðborgarsvæðisins, eru í eðli sínu átök á milli yfirbyggðs samfélagskerfis og stöðu grund- vallaratvinnuveganna sem þrátt fyrir stóraukna framleiðni síðustu áratuga standa ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Hér verður að nást jafnvægi, ella stendur þjóðarhagur á brauðfót- um. Tveir meginatvinnukostir munu öðrum fremur standa undir þjóð- félagskerfinu, þ.e. sjávarútvegs- greinar og úrvinnslugreinar orku- lindanna. Á þessu verður framtíðin að byggjast. Landbúnaður, ásamt ýmiss konar almennum iðnaði, eru eins konar öryggisgreinar fyrir sjálfstæðri þjóðartilveru í landinu. Við þetta bætast hinir duldu landkostir sem mótast af hnatt- stöðu landsins með samgöngulegu og hernaðarlegu mikilvægi. Landið sjálft er undirstaða mikilla fram- fara. Það eru vafalaust fleiri spil í stokknum. Forsendur þessa alls eru heilbrigðurþjáðarmetnaður og vökult auga ráðamanna þjóðarinn- ar á sviðum atvinnu og þjóðlífs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.