Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Evrópskir bændur búa við harða f rari íslendingar eru ekki eina þjóðin í heiminum sem styrkir landbúnaðarfram- leiðslu sína. í Evrópubandalaginu er rekin umfangsmikil framleiðslustjórnun á nær öllum landbúnaðarafurðum. Kvótakerfi, niðurgreiðslur, fullvirðis- réttur og byggðastefna, allt eru þetta hugtök sem evrópskir bændur þekkja mæta vel. Þeir eru líka vel kunnugir styrkjum af ýmsum gerðum, en margir þeirra þiggja beina styrki frá ríkisvaldinu. Á ráðunautafundi Búnaðarfélags ís- lands sem haldinh var fyrir skömmu flutti Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðing- ur Stéttarsambands bænda, erindi um landbúnaðarstefnu Evrópubandalags- ins. Þar gerði hann ítarlega grein fyrir því hvernig stefna bandalagsins í land- búnaðarmálum hefur þróast undanfarin ár. í Evrópubandalaginu er búið á u.þ.b. 8,9 milljónum jarða, þar af eru um tvær milljónir sem eru minni en einn hektari lands, 3,4 milljónir sem eru 1-5 ha, og 2,2 milljónir upp á 5-20 ha. Jarðir sem eru stærri en einn ha eru að jafnaði 18,9 ha að stærð. Evrópskir bændur búa því á miklu minni jörðum en þeir íslensku. Sameiginlegt verðmyndunar- og markaðskerf i Hinn svokallaði Rómarsamningur, sem var undirritaður 1957, er sá grunnur sem tilvist Evrópubandalagsins byggist á. í 39. grein hans eru lagðar meginlínur fyrir þá landbúnaðarstefnu sem réði ríkjum innan EB á fyrstu árum þess. Þar er lögð áhersla á aukna framleiðni með tækniþróun og hámarksnýtingu fram- leiðslufanga, að tryggja þeim sem starfa við landbúnað viðunandi Iífskjör, að tryggja framboð landbúnaðarafurða og að tryggja neytendum landbúnaðaraf- urðir á viðunandi verði. Þegar framliðu stundir mótaðist hin sameiginlega landbúnaðarstefna banda- lagins. í henni var lögð áhersla á tvö meginatriði. í fyrsta lagi að hafa sameig- inlega stefnumótun í landbúnaðarmálum í öllum löndum innan EB, með það að markmiði að ná fram nauðsynlegri þróun í landbúnaði EB. Lagt var til að stofna sérstakan sjóð til að fjármagna þessa stefnu. í öðru lagi var lagt til að koma á fót sameiginlegri verð- og markaðsstefnu, sem byggist á sameiginlegum aðgerðum fyrir einstakar vörur. Einnig var lagt til að stofna sérstakan sjóð til að fjármagna kostnaðinn við þessa stefnu. Þessi stefna náði fram að ganga upp úr 1970. Til að standa undir þessari stefnu var stofnaður sameiginlegur sjóður er nefn- ist FEOGA, sem skiptist í þróunardeild, sem fjármagnar kostnað við byggða- stefnuna og tryggingadeild, sem sér um fjármögnunáverð-ogmarkaðsstefnunni. Lágmarksverð og þröskuldsverð EB valdi í upphafi þann kost að byggja upp sameiginlega markaðsstefnu fyrir mismunandi afurðir. Um er að ræða marga mismunandi þætti, en sá mikil- vægasti er sá að á vegum EB er markað- inum stjórnað til að tryggja á þann hátt að bændur nái ákveðnu verði fyrir afurð- ir sínar. Einnig er grundvöllur ýmissa aðgerða á markaðinum greiðsla beinna styrkja til bænda í þeim tilgangi að tryggja þeim ákveðin laun. Ráðherra- nefnd EB ákveður ár hvert verð á landbúnaðarafurðum innan bandalags- ins. í fyrsta lagi er ákveðið svokallað „leiðbeinandi verð", sem er það verð sem bændur eiga að hafa möguleika á að ná á markaðinum, og í öðru lagi er ákveðið svokallað „lágmarks verð", sem er 10-20% undir „leiðbeinandi verði" vörunnar. Það er lágmarks innflutnings- verð. Sé innflutningsverð vöru lægra en „þröskuldarverð" er lagður ofan á það breytilegur skattur þannig að „þröskuld- arverði" er náð. Við útflutning eru greiddar útflutningsbætur, sem eiga að brúa bilið milli verðlags í EB og heims- markaðsverðs. Ofantaldar reglur gilda fyrir korn, sykur, mjólkurvörur, kjöt og alifuglaafurðir. Ráðherranefnd EB ákveður verð á landbúnaðarafurðum fyrir 1. apríl ár hvert, samkvæmt tillögum frá Stjórnar- nefndinni. Tillögur um nýtt verð byggj- ast á þeirri verðlagsþróun sem hefur átt sér stað á liðnu markaðsári, þróun í tekjum bænda og stöðunni á fjárlögum EB svo og markaðsaðstæðum. Hags- munasamtök bænda í EB (COPA) hafa lengi farið fram á að nákvæmari reglur verði settar um verðlagningu afurðanna. Kvótakerfi komið árið 1984 Kvótakerfi hefur lengi verið við lýði innan EB. Það var sett á mjólkurfram- leiðslu árið 1984. Til að örva mjólkur- neyslu innanlands eru ýmsar vörur niður- greiddar s.s. skólamjólk, smjör, ís, mjólkur- og smjörnotkun í bakaríum, undanrenna og undanrennuduft sem notað er í fóður. Útflutningsbætur eru greiddar á smjör, undanrennuduft, ný- mjólkurduft, ýmsa osta og feiti til Mið- austurlanda. Það kvótakerfi sem gildir í mjólkur- framleiðslunni á að gilda a.m.k. til ársins 1992. Árið 1983 er notað sem viðmiðun- arár. Framleiðendum er tryggt ákveðið -verð fyrir mjólkurkvóta sinn. Um það bil helmingur aðildarlanda EB hefur fram- leiðendakvóta en hinn helmingurinn hef- ur mjólkurbúakvóta. Ef þeir framleiða umfram kvóta, þá greiða þeir skatt á hvern lítra sem nemur umsömdu verði. Þar sem mjólkurbúakvótinn hefur verið valinn, þá er kerfið heldur sveigjanlegra en ella, þar sem mjólkurbúið getur deilt ónýttum fullvirðisrétti til þeirra fram- leiðenda sem fóru yfir sinn framleiðslu- rétt. Árið 1987 var gefin út tilskipun um að kaupa skyldi upp 3% af kvóta hvers lands á næstu tveimur árum. Úr sjóðum EB var ráðstafað ákveðinni upphæð á hvern lítra til þessarar ráðstöfunar. Árin 1987-89 var ákveðið að lækka fullvirðis- réttinn enn frekar um 5,5% vegna mark- aðsaðstæðna. Heildarkvótinn hefur því verið lækkaður um 10,5% frá árinu 1984. 2200krónastyrkuráhverjakind Stuðningsaðgerðir ríkisins við fram- leiðslu og markaðssetningu á kindakjöti samanstanda af opinberrí verðlagningu, styrkjakerfi og útflutningsbótum. Grunnverð á kindakjöti var árið 1989 346.50 kr/kg (gengi DKR 9.25) á meðan verð á íslensku kjöti var um mitt ár 1989 á DI: 365,35 kr/kg. Grunnverðið er leiðrétt vikulega til að geta tekið mið af árstíðabundnum breytingum á markaðs- verði. Framleiðendur sem hafa umfram 10 kindur (ær sem hafa átt lömb einu sinni eða oftar) fá greiddan styrk á hverja kind. Styrkurinn tekur mið af þeim mismun sem fyrir hendi er á grunnverði til bónda og markaðsverði á hverjum stað (EB er skipt upp í 7 markaðssvæði). Styrkurinn var árið 1987 sem svarar 2200 íslenskum krónum á hverja kind. í Bretlandi er ekki greiddur styrkur á hverja fullorðna á, heldur á hvert lamb sem kemur til slátrunar. EB flytur inn u.þ.b. 20% af heildar- neyslu kindakjöts. Á innflutninginn er lagður 10% innflutningstollur samkvæmt samkomulagi við innflutningslönd. Byggðastefna andspœnis off ramleiðslu Byggðastefna var tekin upp innan EB eftir 1970. Árið 1972 voru teknir upp þrenns konar styrkir, þ.e. uppbyggingar- styrkur, styrkur til að hætta búskap og styrkur varðandi ráðunautaþjónustu. Árið 1975 hófst uppbygging styrkja- kerfis innan landbúnaðarins í EB sem hafði ákveðna byggðastefnu að mark- miði. í upphafi var ákveðið að styrkja landbúnað á sérstaklega erfiðum svæðum, sbr. fjallabændareglugerðina. Síðan hafa verið settar ýmsar reglur sem hafa að markmiði að leysa mismunandi vandamál s.s. varðandi skurðgröft og þurrkun lands á írlandi. í byrjun þessa áratugar fór offram- leiðsluvandamál að hafa áhrif á ákvarð- anatöku varðandi byggðastefnuna. Það hafði í för með sér að dregið var úr styrkjum, sérstaklega til mjólkurfram- leiðslu og svínabúskaps. Árið 1986 var ákveðið að endurskipu- leggja þá sjóði EB sem höfðu að mark- miði að fjármagna byggðastefnu og fé- lagsmálapólitík EB. Jafnframt var ákveðið að stórauka framlög til þeirra. Sjóðunum er ætlað það markmið að veita auknu fjármagni til vanþróaðra svæða, styrkja iðnaðarsvæði sem eiga erfitt uppdráttar, berjast gegn atvinnu- leysi, auka atvinnu til ungs fólks, örva æskilega þróun í landbúnaði og styrkja dreifbýlið. Fjárfestingastyrkir og styrkir til að draga úr framleiðslu Fjárfestingastyrkir eru greiddir út á nýjar fjárfestingar sem hafa verið sam- þykktar samkvæmt ákveðinni endur- bótaáætlun. Áætlunin verður að sýna fram á að tekjur aukist sem svarar 10% ! á hvert ársverk á búinu. Gerðar eru mismunandi kröfur til þeirra bænda sem fá fjárfestingastyrki. Þeir þurfa að hafa landbúnað sem aðalatvinnu. Þeir sem fæddir eru eftir 1958 skulu hafa aflað sér búfræðimenntunar. Allar greinar fá fjárfestingarstyrki, þó geta þeir fallið niður ef offramleiðsla er orðin verulegt vandamál. Hámörk eru sett á þá bústærð sem fær styrki. Á kúabúum mega kýr ekki vera fleiri en 40 hjá einyrkjum og 60 á félagsbúum. Sláturgrísir mega ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.