Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn 9 hnleioslustýringu og öflugt styrkjakerfi: u n a n r á b ;t I vera fleiri en 300, e£ bústærð er yfir 800 grísir er ekki greiddur neinn styrkur. Alifuglarækt er ekki styrkt. Styrkurinn getur að hámarki numið tæpum fimm milljónum á hvert ársverk eða um tíu milljónum á hvert bú á hverju sex ára tímabili. Bændur sem eru undir 40 ára og hefja framkvæmdir innan fimm ára eftir að þeir taka við búi, fá sérstakan aukastyrk, sem nemur 8,75% af bygg- ingakostnaði og 5% af öðrum styrkhæf- um fjárfestingum. í viðbót geta bændur fengið styrki til að hætta ræktun á ákveðnum hluta akranna, styrki til að draga úr framleiðsl- unni, breyta búskaparháttum bæði með tilliti til offramleiðslu og umhverf- isverndar, styrki til skógræktar, styrki til að hætta að búa ef þeir eru orðnir 55 ára gamlir. Einnig eru greiddir í vissum tilvikum beinir tekjustyrkir. Aukid frjálsræði á næstu árum Stefnt er að stórstígum breytingum á landbúnaðarstefnu EB í tengslum þær breytingar sem verða á bandalaginu árið 1992. Verðmyndun landbúnaðarafurða innan EB verður í auknum mæli ákveðin af framboði og eftirspurn og þýðing opinberrar verðlagningar mun fara minnkandi. Framkvæmd innri markaðar mun hafa í för með sér aukna samkeppni milli bænda, og erfiðar mun verða hér eftir að framkvæma ýmsar stuðningsað- gerðir við landbúnaðinn. Pjóðirnar sem undirrituðu GATT- samkomulagið ræða nú um breytta land- búnaðarstefnu með það að markmiði að auka frelsi í viðskiptum með búvörur. Þjóðirnar hafa þegar ákveðið að auka ekki styrki til landbúnaðar meira en orðið er og stefna að því að draga úr þeim á komandi árum. Sama má segja um tolla og niðurgreiðslur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.