Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 21. febrúar 1990 DAGBÓK Þátttakendur ¦ námskeiði pípulagningamanna um ofnastillingar. Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari. Guðjón Ketilsson hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Pipulagningamenn á námskeiði um of nastillingar Samband íslenskra hitaveitna og Lagnafélag íslands héldu nú nýverið námskeið fyrir pípulagningamenn á Reykjavíkursvæðinu um stillingu á ofna- kerfi og hvernig eigi að bæta nýtni þeirra. Áður hafði þetta námskeið verið haldið á Akureyri og næst verður það haldið fyrir pípulagningamenn á Suðurnesjum og síð- an víðar um land. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Hreinn Frímannsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verk- vangs og Svavar Óskarsson, verkstjóri hjá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Námskeiðið var haldið í Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrir þessi námskeið hefur verið smíðaður hermir af ofnakerfi, en þar er hægt að framkalla flesta þá hluti sem fyrir geta komið í einu ofnakerfi. Meginefni námskeiðsins er að sýna mikil- vægi þess að ofnar séu rétt stilltir. Á myndinni eru talið frá vinstri: Helgi H. Georgsson form. STÝRR, Sigríður Smith Kvenfélaginu Keðjan, Þórunn Ólafsdóttir Kvenfélaginu Hrönn, Jónína Steingrímsdótt- ir Kvenfélaginu Hrönn, Matthildur Kristjánsdóttir Kvenfélaginu Aldan, Erla Sigurðar- dóttir Kvenfélaginu Hrönn, Gerður Gunnarsdóttir Kvenfélaginu Aldan, Kristín Ólafsdóttir Kvenfélaginu Aldan, Sólborg Marinósdóttir Kvenfélaginu Keðjan, Margrét Björgvinsdóttir Kvenfélaginu Keðjan. Því miður gátu fulltrúar frá Kvenfélaginu Bylgjan ekki verið viðstaddar. Sjómannakvenf élðgin afhenda peninga í Þyrlukaupasjóð Sjómannakvenfélögin í Reykjavík hafa afhent rúmar 200.000 krónur í Þyrlu- kaupasjóð Nemendafélags Stýrimanna- skólans í Reykjavík. Sjóður þessi er til eflingar Björgunarsjóði Stýrimannaskól- ans. Markmið björgunarsjóðsins er að þrýsta á og styrkja kaup á betri og öflugri björgunarþyrlum. Söfnun hefur staðið frá því í ágúst 1989 og hafa borist mörg höfðingleg framlög og loforð um framlög. Nú á næstu dögum fá allir útgerðarmenn og skipshafnir á fslandi bréf frá félaginu með beiðni um stuðning við þetta þarfa mál. Norræntlögfræðingaþing 1990 32. norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Reykjavík 22.-24. ágúst nk. Norræn lögfræðingaþing hafa farið tví- vegis fram hér á landi, árin 1960 og 1975. Á lögfræðingaþinginu verða mörg áhugaverð viðfangsefni til umfjöllunar. Eru þau þessi: Starfsemi umboðsmanna norrænu þjóðþinganna. Upplýsingamiðlun um löggjöf. Norræni félagarétturinn í Ijósi evr- ópskrar lagaþróunar. Refsiábyrgð vegna hættulegrar at- vinnustarfsemi. Nauðung og réttaröryggi á sviði geð- raennar heilsugæslu. Áhættutaka og vandamál í tengslum við hana á vettvangi bótaréttar og refsi- réttar. Mannréttindasáttmálar og norræn réttarfarslöggjöf. Lagareglur og siðferðisviðhorf á sviði líftæknifræði. Er þörf á endurskoðun norrænu samn- ingalaganna? Ábyrgðarreglur vegna tölvustarfsemi. Ölvun við akstur - viðurlög og viður- iagamat. Einkamálameðferð - virkara réttarfar og ný réttarfarsúrræði. Mengun hafsins frá sjónarmiði lands- réttar og alþjóðaréttar. Verðbréfaréttur án verðbréfa - þróun á sígildu réttarsviði. Ofjárhagslegt tjón - bótaréttur og bóta- *¦ ákvarðanir. Réttarreglur er tengjast markaðssetn- ingu á vörum. Eftirlit með opinberri starfsemi með pólitískum og lagalegum úrræðum (hring- borðsumræða). Hópumræður verða um þrjú viðfangs- ~- ' efni: Ágreiningsmál út af forsjá barna. Alþjóðleg yfirtaka á atvinnufyrirtækj- um. Hagsmunaárekstrar í störfum opin- berra starfsmanna og faglegra ráðgjafa. Taflfélag Reykjavíkur: Skákkeppni framhaldsskóla 1990 hefst að Faxafeni 12 föstudaginn 23. febrúar nk. kl. 19.30. Keppninni verður fram haldið laugardaginn 24. febrúar og lýkur á sunnudag, 25. febrúar. Fyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður, hver sveit skal skipuð fjórum nem- endum á framhaldsskólastigi (f. 1968 og síðar), auk 1-4 til vara. Tefldar verða sjö umferðir eftír Monrad-kerfi, ef næg þátt- taka fæst. Að öðrum kosti verður sveitum skipt í riðla, en síðan teflt til úrslita. Umhugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. Umferðataflan verður þannig: Föstudagur23. febrúarkl. 19.30-23.30: 1. og 2. umferð. Laugardagur 24. febrúar kl. 13.00- 19.00: 3., 4. og5. umferð. Sunnudagur 25. febrúar kl. 13.00- 17.00: 6. og 7. umferð. Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkaður. Sendi skóli fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit, o.s.frv. Ekkert þátttöku- gjald. Þátttöku í mótið má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20- 22, í síðasta lagi fimmtudag 22. febrúar. Norræna búsið: Pyrirlestur um Ingermanland Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.30 heldur Toivo Folkesten fyrirlestur um Ingermanland og sögu þess. Með fyrir- lestrinum sýnir hann litskyggnur. Ingermanland, sem liggur fyrir vestan Leningrad við Kirjálabotn, tilheyrði Sví- þjóð-Finnlandi á árunum 1617 til 1704 og íbúar þess eru bæði af finnskum og rússneskum uppruna. í Vásterás í Svíþjóð hefur starfað námshringur innan Landssambands Finnsk-Ingermanlands félagsins. Fyrirles- arinn, Toivo Folkestan, situr í stjórn félagsins. Hann er verkfræðingur að mennt og starfar hjá ASEA í Svíþjóð. Gallerí Sævars Karls: Guðjón Ketilsson sýnir Nú stendur yfir í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, sýning Guðjóns Ketilsson- ar á blýantsteikningum frá 1988 og 1989. Sýningin stendur til 16. mars og er opin á verslunartíma. James Lockhart, hljómsveitarstjóri. Siufóníuhljómsveit íslands: Selma Guðmundsdóttir leikur Píanókonsert Khatsatúríans Tíundu áskriftartónleikar Sinfóm'u- hljómsveitar íslands verða í Háskólabíói nk. fimmtudag, 22. febrúar, og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá verða þrjú verk: Kamarinskayaeftir Mikhail Glinka, Píanókonsert eftir Khatsatúrían og að lokum Sinfónía í C-dúr nr. 9 eftir Schubert. Einleikari í Píanókonsert Khatsatúrí- ans verður Selma Guðmundsdóttir en hún hefur áður leikið verkið með Sin- fóníuhljómsveitinni úti á landi. Einnig hefur hún flutt konsertinn með Sinfóníu- hljómsveit Þrándheims á tónleikum í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún leikur með Sinfóníuhljómsveitinni á tón- leikum í Reykjavík. Stjórnandi hljómsveitarinnar á tón- leíkunum er James Lockhart. Hádegisverðarf undur hjá Sjóréttarfélaginu Hið Islenska sjóréttarfélag boðar til hádegisverðarfundar að Hótel Loftleið- um, Víkingasal (vesturdyr) fimmtudag- inn 22. febrúar nk. og hefst fundurinn kl. 12:00. Fundarefni: Reynslan af björgunar- samningi L.l.Ú., Landhelgisgæslunnar og tryggingarfélaganna frá 1986. Frummæl- andi: Gunnar Felixson aðstoðarforstjóri. Fundurinn er opinn öllum áhugamönn- um um sjórétt. Stjórnin Digranesprestakall Aðalfundur kirkjufélagsins verður í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg ann- að kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verð- ur þess minnst að 15 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Kaffiveitingar. Og að lokum helgistund. KVIKMYNDIR OHNO.IT'S... LAUGARÁSBÍÓ: Buck frændi. Stjömugjöf: 1 1/2 AFÞREYING OG EIGIMEIR Laugarásbíó hefur tekið til sýn- inga nýja gamanmynd, með hinum sívinsæla John Candy f aðalhlut- verki og leikstyrt af John Hughes. Myndin segir frá fimm manna fjölskyldu í Bandaríkjunum. Sam- bandið innan fjölskyldunnar er ekkert upp á það allra besta. Atburðir gerast, sem valda því að foreldrarnir verða að fara burt um tíma og þá vantar illilega barnapíu. í algerri neyð fá þau Buck frænda, feita og kærulausa frændann, sem hugsar um ekkert annað en sjálfan sig. Það gengur á ýmsu og þá helst milli Bucks og heimasætunnar sem er á erfiða aldrinum. Myndin er ágætis skemmtun og þá sérstaklega fyrir hlé, þar sem Candy fer á kostum á köflum. Eftir hlé verður myndin dálítið væmin og langdregin og að mínu mati fer það John Candy alls ekki að vera væminn og vera með einhverja tilfinningafroðu. Aðrir leikarar eru ekki eftirtektarverðir og handrit látlaust. í stuttu máli þá er ræman ágæt. Hægt er að hlæja að henni og sem afþreying er hún ágæt, en skilur nákvæmlega ekki neitt eftir sig. Pétur Sigurðsson MINNING Síra RóbertJack Ég, sem þessi orð festi á blað, var sóknarbarn síra Róberts í aldar- þriðjung, en frá 1955 til 1988 þjónaði hann Breiðabólstaðar- og Tjarnar- nesprestakalli og sat allan þann tíma að Tjörná Vatnsnesi. Síra Róbert var hvers manns hugljúfi og gerði sér engan mannamun. Sá mun dómur þeirra sem kynntust honum og nutu þjónustu hans. Ég stend í þakkar- skuld við síra Róbert og langar mig nú til að það komi fram þegar hann er allur. Svo er mál með vexti að dóttir okkar hjónanna leið af hjarta- sjúkdómi, þá um fermingaraldur, árið 1967, og þrautaráð var að koma henni undir læknishendur erlendis, en þá voru ekki enn hafnar aðgerðir gegn hjartasjúkdómum hér á landi. Síra Róbert var sem kunnugt er skoskur að ætt og uppvexti. Ég leitaði til hans um að fylgja dóttur minni utan til lækninga (faðir hennar var þá nýlátinn) til Skotlands, þar Nokkur kveðjuorð sem gerði yrði á henni aðgerð sem væntanlega lagfærði meðfæddan hjartagalla. Síra Róbert varð góðfúslega við bón minni. Aðgerðin, sem gerð var af færum hjartasérfræðingi í Edin- borg, heppnaðist vel. Dóttir mín, Dýrunn að nafni, hefur eigi kennt sér meins síðan. Þökk sé síra Róbert fyrir hans hlut þar að. Um förina og sjúkravist Dýrunnar ritaði prestur- inn ítarlega grein í ársritið Húna fyrir nokkrum árum. Með því að verða þarna við þeirri bón minni, sem ég hef lýst, sýndi síra Róbert sannarlega hvaða mann hann hafði að geyma. Slíkt gleymist eigi, en geymist í þakklátum huga. Þökk sé honum, megi minning hans lifa, prestsins sem þjónaði víð- lendu prestakalli um langa hríð og ávann sér allra traust. J.B. frá Galtanesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.