Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn 13 Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miövikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Almennur félagsfundur verður haldinn í Hlégarði, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Áríðandi fundur vegna breyttrar stöðu í framboðsmálum. Fjölmennið. Stjórnin Borgarnes - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut4, Borgarnesi, föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður haldinn laugardaginn 24. febrúar n.k. á Glóðinni og hefst kl. 12.00. FrummælandiverðurGuðmundurG. Þórarins- son, alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni. Guðmundur G. Þórarinsson Keflavík Prófkjör Framsóknarflokksins í Keflavík vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor, fer fram í Félagsheimilinu Hafnargötu 62, sunnudaginn 25. febrúar, frá kl. 11.00-22.00. Uppstillingarnefnd. Slll Gfsli Gíslason bæjarstjóri Akranes Fjárhagsáætlun 1990 Bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, mun leiða umræður um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans á opnum fundi f Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Mikilvægt að menn í nefndum og stjórnum á vegum flokksins mæti. Bæjarfulltrúarnir T Ö L V U N O T E N D u R Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir evðublaða íyrir tölvuvínnslu f prentsmiðjan —«. \C^dda\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 SPEGILL Barátta gegn fíkniefnum Leikkonan fræga, Kirstie AIl- ey, sem nú leikur eitt aðalhlut- verkið í Staupasteini, hefur skorið upp herör gegn kókaíni. Sjálf seg- ist hún hafa verið viti sínu fjær í tvö ár af kókaínneyslu. „Ég byrj- aði að neyta kókaíns þegar ég var 24 ára og starfaði sem innanhúss- arkitekt. Það tók smám saman völdin í lífi mínu og á tímabili eyddi ég 400 dollurum á viku í neysluna," segir Kirstie Alley, sem tókst að brjótast úr viðjum efnisins af eigin rammleik. Nú heldur hún fyrirlestra í skólum þar sem megininntakið er: „Eitur- lyfjaneysla kemur ekki bara fyrir fólk. Þetta er meðvituð leið til lífsflótta." Heimili Kirstie Alley stendur opið unglingum sem lent hafa í erfiðleikum vegna fíkniefna og segja má að hún og maður hennar reki eins konar unglingaathvarf. Kirstie Alley vann bug á fíkn sinni og aðstoöar nú aðra. Hin 64 ára gamla Margie Searles er á viö heila vík- ingasveit með skúringaföt- una. Hafðu þetta, skepnan þín! Margie Searles er 64 ára gömul amma en hikaði ekki við að koma ungri stúlku til hjálpar þegar hún varð fyrir hrottalegri árás. Atburð- urinn átti sér stað í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Margie var að koma út úr húsinu sínu með skúr- ingafötu og skrúbb því hún ætlaði að þrífa málningu af gangstéttinni. Þá sá hún hvar karlmaður réðst að ungri stúlku og sneri hana niður í götuna. Sú gamla brást hin versta viö, rauk yfir göluna og barði óþokkann í höfuðið með fötunni. Hann lét sér ekki segjast en sagði Margie að koma sér á brott hið snar- asta. Margie reiddi þá fötuna aftur til höggs og sló hann enn fastar. Það dugði. Arásarmaðurinn sleppti stúlkunni og skjögraði að girðingu og stóð þar með gullkeðju og háls- men í höndunum sem hann hafði rifið af stúlkunni. Margie skipaði honum að afhenda sér fenginn. Þá komu tveir öryggisverðir af sjúkra- húsi í nágrenninu hlaupandi og þá lagði þrjóturinn á flótta. Margie var ákveðin í að hann skyldi ekki sleppa og hljóp því á eftir honum og elii hann að auðri lóð þar sem hann faldi sig í hávöxnum gróðri. Hún stöðvaði lögreglubfl sem kom að- vífandi, benti lögreglumönnunum á felustað árásarmannsins sem náðist brátt. f ljós kom að sauma þurfti þrjú spor í höfuð mannsins efúr höggið með fötunni. „Hann átti ekki betra skilið og ég sé ekki eftir að hafa barið hann. Ég mundi gera það sama aftur hve- nær sem er," sagði Margie ákveðin þegar hún frétti af áverkanum. „Ég var ánægð þegar ég sá óþokkann dreginn inn í lögreglubflinn. Ég vona bara aö hann fái það sem hann á skilið." Heimili Kirstie AUey er opið unglingum sem eiga í baráttu við fíkni- efni. Ofjarl Rambos Mamma mín er sú eina sem hefur eitthvað í Rambo að segja, hún er miklu harðari af sér en ég, segir Sylvester Stallone um hina skrautlegu móður sína. Hún legg- ur stund á stjörnufræði og lófa- lestur, er að læra á píanó hjá 90 ára gamalli blindri konu og starf- ar sem umboðsmaður fyrir kven- kyns fjölbragðaglímukappa og boxara. Hún verður fljótt leið á hlutunum, þannig að næstu viku er hún vís til að fara að læra steppdans. Hún er nú búin að láta skrá sig á flugnámskeið á orrustu- vélar úr seinni heimsstyrjöld. Mamma Sylvesters hefur lát- ið hafa eftir sér ótímabærar yfir- lýsingar um Stallone og þá sér- staklega eiginkonur hans fyrrverandi. Ef honum líkar það ekki er það bara verst fyrir hann, segir sú gamla og lætur sig hvergi. Sylvester Stallone ásamt móður sinni sem hann hefur enga stjórn á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.