Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn 13 Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Almennur félagsfundur verður haldinn í Hlégarði, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Áríðandi fundur vegna breyttrar stöðu í framboðsmálum. Fjölmennið. Stjórnin Borgarnes - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut 4, Borgarnesi, föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður haldinn laugardaginn 24. febrúar n.k. á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarins- son, alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni. Keflavík Prófkjör Framsóknarflokksins í Keflavík vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor, fer fram í Félagsheimilinu Hafnargötu 62, sunnudaginn 25. febrúar, frá kl. 11.00-22.00. Uppstillingarnefnd. Guðmundur G. Þórarinsson Gísli Gíslason bæjarstjóri Akranes Fjárhagsáætlun 1990 Bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, mun leiða umræður um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans á opnum fundi í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Mikilvægt að menn í nefndum og stjórnum á vegum flokksins mæti. Bæjarfulltrúarnir TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Hin 64 ára gamla Margie Searles er á við heila vík- ingasveit með skúringaföt- una. Hafðu þetta, skepnan þín! Margie Searlcs er 64 ára gömul amma en hikaði ekki við að koma ungri stúlku til hjálpar þegar hún varð fyrir hrottalegri árás. Alburð- urinn átti sér stað í Ffladelfíu í Bandaríkjunum. Margie var að koma út úr húsinu sínu með skúr- ingafötu og skrúbb því hún ætlaði að þrífa málningu af gangstéltinni. Þá sá hún hvar karlmaður réðst að ungri stúlku og sncri hana niður í götuna. Sú gamla brást hin versta við, rauk yfir götuna og barði ójx)kkann í höfuðið með fötunni. Hann lét sér ekki scgjast cn sagði Margie að koma sér á brott hið snar- asla. Margie reiddi þá föluna aftur lil höggs og sló hann enn fastar. Það dugði. Árásannaðurinn sleppti stúlkunni og skjögraði að girðingu og stóð þar með gullkeðju og háls- men í höndunum sem hann hafði rifið af stúlkunni. Margie skipaði honum að afhenda sér fenginn. Þá komu tveir öryggisverðir af sjúkra- húsi í nágrcnninu hlaupandi og þá lagði þrjóturinn á flótta. Margie var ákveðin í að hann skyldi ekki sleppa og hljóp því á cftir honum og elti hann að auðri lóð þar sem hann faldi sig í hávöxnum gróðri. Hún slöðvaði lögreglubfl sem kom að- vífandi, benli lögrcglumönnunum á felustað árásarmannsins sem náðist brátt. í ljós kom að sauma þurfti þrjú spor í höfuð mannsins eftir höggið með fötunni. „Hann átti ekki belra skilið og ég sé ekki eflir að hafa barið hann. Ég mundi gera það sama aftur hve- nær sem er,“ sagði Margie ákvcðin þegar hún frétti af áverkanum. „Ég var ánægð þegar ég sá óþokkann dreginn inn í lögreglubflinn. Ég vona bara að hann fái það sem hann á skilið.“ SPEGILL Barátta gegn fíkniefnum Ofjarl Rambos Sylvester Stallone ásamt móður sinni sem hann hefur enga stjórn á. Mamma mín er sú eina sem hefur eitthvað í Rambo að segja, hún er miklu harðari af sér en ég, segir Sylvester Stallone um hina skrautlegu móður sína. Hún legg- ur stund á stjömufræði og lófa- lestur, er að læra á píanó hjá 90 ára gamalli blindri konu og starf- ar sem umboðsmaður fyrir kven- kyns fjölbragðaglímukappa og boxara. Hún verður fljótt leið á hlutunum, þannig að næstu viku er hún vís til að fara að læra steppdans. Hún er nú búin að láta skrá sig á flugnámskeið á orrustu- vélar úr seinni heimsstyrjöld. Mamma Sylvesters hefur lát- ið hafa eftir sér ótímabærar yfir- lýsingar um Stallone og þá sér- staklega eiginkonur hans fyrrverandi. Ef honum líkar það ekki er það bara verst fyrir hann, segir sú gamla og lætur sig hvergi. Leikkonan fræga, Kirstie All- ey, sem nú leikur eitt aðalhlut- verkið í Staupasteini, hefur skorið upp herör gegn kókaíni. Sjálf seg- ist hún hafa verið viti sínu fjær í tvö ár af kókaínneyslu. „Ég byrj- aði að neyta kókaíns þegar ég var 24 ára og starfaði sem innanhúss- arkitekt. Það tók smám saman völdin í lífi mínu og á tímabili eyddi ég 400 dollurum á viku í neysluna," segir Kirstie Alley, sem tókst að brjótast úr viðjum efhisins af eigin rammleik. Nú heldur hún fyrirlestra í skólum þar sem megininntakið er: „Eitur- lyfjaneysla kemur ekki bara fyrir fólk. Þetta er meðvituð leið til lífsflótta.“ Heimili Kirstie Alley stendur opið unglingum sem lent hafa í erfiðleikum vegna fíkniefna og segja má að hún og maður hennar reki eins konar unglingaathvarf. Kirstie Alley vann bug á fíkn sinni og aðstoðar nú aðra. Heimiii Kirstie Alley er opið unglingum sem eiga í baráttu við fíkni- efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.