Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 21. febrúar 1990 B ¦ | Iþrótta- og tómstundaráð R' 5S;S Reykjavíkur ^lr Laus staða hjá Reykjavíkurborg Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls er laus til umsóknar. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þarfást, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 2. mars 1990. MINNING Þessi bátur er til sölu Tæp 2 tonn að stærð, byggður 1980, sjósettur 1986, þá með nýrri Volvo Penta dieselvél, vökva- stýri, áttavita, mílumæli, talstöð og dýptarmæli. Ekki sjósettur 1989. Verð kr. 500.000.- eða kr. 400.000.- stgr. Upplýsingar í síma 91-680001 til kl. 17.00 eða í síma 91-41224 eftir kl. 18.00 og um helgar. Orðsending til bænda á fjárskiptasvæðum Þeir bændur, sem eiga rétt á að taka upp sauðfjárhald að nýju haustið 1990 eftir samnings- bundið fjárleysi, þurfa að leggja inn skriflega pöntun á líflömbum fyrir 15. mars n.k. Aðeins þeir bændur koma til greina sem lokið hafa fullnaðar sótthreinsun á húsum og umhverfi. Sauðfjársjúkdómanefnd ákveður hvaðan líffé verður tekið. Reykjavík, 19. febrúar 1990. Sauðfjárveikivarnir, Rauðarárstíg 25, 150 REYKJAVÍK W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í frystikerfi fyrir skautasvell í Laugardal. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 22. febrúar, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 29. mars 1990, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Eyjólfur Kristjánsson Vinur okkar og velgerðarmaður, Eyjólfur Kristjánsson, lést að hjúkr- unarheimilinu Skjóli hinn 11. des. sl. eftir um tveggja mánaða veru þar. Eyjólfur naut þar góðrar umönnunar og var farinn að kunna vel við sigá þessu nýja heimili. Hann beið þess þó með óþreyju að Guðrún kona hans kæmi og byggi þarna með honum eins og fyrirhugað var. En til þess kom þó ekki. Þegar Eyjólfur stóð upp frá eftirmiðdagskaffinu 11. desember síðastliðinn, sagðist hann ætla að fá sér bíl og fara heim á Bergstaðastræti en hné svo út af. Þar með var Eyjólfur Kristjánsson kall- aður burt úr þessum heimi. Eyjólfur fæddist 24. ágúst 1904 að Holtastaðaeyri (daglega nefnd Strönd) við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru Kristján Eyjólfsson, út- vegsbóndi þar, og kona hans, Aðal- borg Kristjánsdóttir. Þau eignuðust sex börn sem nú eru öll látin. Tvær stúlkur, sem báðar hétu Sæbjörg, dóu í bernsku. Jón lést rúmlega tvítugur. Um veturinn 1919 féll snjóflóð á íbúðarhúsið á Strönd og bar það með sér út á sjó. Þeir bræður, Eyjólfur og Kristinn, björg- uðust út um glugga á kvistherbergi og gátu náð í hjálp. Þarna fórst Ragnheiður, systir Eyjólfs, en annað heimilisfólk bjargaðist. Má gera sér í hugarlund hve átakanleg reynsla þetta hefur verið fjölskyldunni. Það mátti m.a. merkja 46 árum síðar þegar Eyjólfi barst sú frétt að sonar- dóttir væri fædd og þar væri komin Ragnheiður. Eyjólfur varð innilega hrærður og glaður og sagði við Gunnu sína: „Getur þetta bara verið satt?" Það voru því aðeins Kristinn og Eyjólfur sem komu til fullorðins- ára af Strandarsystkinunum. Krist- inn lést 16. apríl 1986, 83ja ára gamall. Eyjólfur kvæntist 28. maí 1935 móðursysturokkar, Guðrúnu Emils- dóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði, f. 20. apríl 1913. Foreldrar hennar voru Emil Tómasson og kona hans Hildur Þuríður Bóasdóttir. Sama ár fluttust þau til Reykjavíkur og áttu síðan heima þar og f Kópavogi. Lengst af bjuggu þau á Brúarósi í Kópavogi, en svo nefndu þau hús sitt sem þeir bræður Eyjólfur og Kristinn byggðu sumarið 1945 og flutti fjölskyldan þar inn um haustið. Þetta var reisulegt hús á tveimur hæðum og kjallara. Eyjólfur var mikill áhugamaður um gróður og garðrækt. Hann setti skipulega niður trjáplöntur og blóm og hafði allan sinn búskap á Brúarósi stóran kart- öflugarð og ræktaði rófur, gulrætur og grænmeti langt umfram þarfir heimilisins. Þar rak hann um árabil hænsnabú á Brúarósi og fleiri skepn- ur ól hann stundum, enda einkar natinn við dýr. Allt var þetta gert af miklum myndarskap, þar sem snyrti- mennska, fyrirhyggja og vinnusemi tryggðu góðan árangur. Þau Guðrún og Eyjólfur eignuð- ust tvo syni. Emil Hilmar, f. 9.11.1935, kennari í Lyon í Frakk- landi, og Kristján, f. 19.08. 1942, læknir í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp sonarson sinn, Eyjólf Kjalar Emilsson, lektor í heimspeki við Háskóla íslands. Afkomendur Ey- jólfs og Guðrúnar eru nú átján, allt gott og mannvænlegt fólk. Það var alla tíð mannmargt á heimili þeirra Eyjólfs og Guðrúnar. Þar áttu fjölmargir skjól og athvarf um lengri eða skemmri tíma. Þeir Emil, afi okkar, og Kristinn, bróðir Eyjólfs, áttu þar heimili frá því þeir fluttust suður um og fyrir stríð og meðan báðir lifðu - en Emil lést 1967. Afasystir okkar, Sigríður Tómasdóttir, dvaldi á heimili þeirra síðustu æviár sín og þar til hún dó 1949. Móðursystkini okkar dvöldu mörg langtímum saman á heimili Eyjólfs og Guðrúnar. Já, þeir voru margir sem nutu einstakrar velvildar og rausnar þeirra Eyjólfs og Guðr- únar á Brúarósi. Oft var líkara því að á Brúarósi væri hótel en heimili ef taldir voru þeir sem gistu, borð- uðu og drukku. Það virtist aldrei neitt mál að bæta við einum eða fleirum, þar voru allir velkomnir og fundu það. Þessa nutum við systkin- in í ríkum mæli. Við dvöldum þar öll oftar en tölu verður á komið um lengri eða skemmri tíma og stöndum í ómetanlegri þakkarskuld við þau heiðurshjón, Eyjólf og Guðrúnu. Það sama gilti um börn okkar, þau fundu sig alltaf velkomin á heimili þeirra. Þau elstu, Birgir og Ragna, dvöldu hjá þeim um tíma og áttu þar athvarf þegar þau voru að byrja að standa á eigin fótum í lífinu, fjarri foreldrum sínum. Einhverja tilsögn fékk Eyjólfur hjá einkakennurum eftir barna- skólanám, en lengri varð skólagang- an ekki. Þó var öllum ljóst sem kynntust honum að hann var af- burðagreindur og menntaður maður. Eyjólfur naut því ekki skóla- göngu svo sem hæfileikar gáfu tilefni til. Aldrei vottaði þó fyrir neinni beiskju hjá honum af þeim sökum. g^ TÖLVU. NOTENDUR Við í Prentsmiöjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fvrir tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskíptin. —m l'KI N ISMIDIAN —k \C*>dda\ Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Símí 45000 Það var ekki eðli hans að sýta orðinn hlut eða leggjast í dagdrauma. Hann vann allt það sem hann tók sér fyrir hendur af áhuga og trúmennsku. Fyrst eftir að hann flutti hingað suður vann hann hvaðeina sem til féll. Árið 1946 varð hann verkstjóri hjá Reykjavíkurborg og gegndi því starfi til 1955 að hann réðst sem verkstjóri hjá Kópavogskaupstað. Ekki varð hjá því komist að Eyjólfur yrði kallaður til ýmissa trúnaðar- starfa þótt hæverskur væri. Hann var deildarstjóri við kaupfélag Hér- aðsbúa 1930-36. f skólanefnd Kópa- vogs 1948-55 og í fræðsluráði Kópa- vogs 1956-62. í stjórn Sjúkrasamlags Kópavogs frá 1954 og í bæjarstjórn Kópavogs og var fyrsti forseti hennar frá 1955-62. Hann gegndi ennfremur ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Kópavogskaupstað. Þá var Eyjóífur gjaldkeri Garðyrkjufélags íslands 1957-64 og í stjórn Sambands eggja- framleiðenda frá 1963. Þegar litið er til baka er margs að minnast af kynnum okkar við Eyjólf, þar sem aldrei bar á skugga. Eftir- minnilegt er þegar Eyjólfur og Guðr- ún komu norður á Gjögur 1949 til að vera viðstödd skírn Guðrúnar Emil- íu hinn 24. ágúst en jafnframt var haldið upp á 45 ára afmæli Eyjólfs þennan sama dag. Þau fóru frá Reykjavík til Hólmavíkur með rútu og þaðan áfram með flóabátnum Hörpu sem á sumrin gekk vikulega til Gjögurs og fleiri „þéttbýlisstaða" í Árneshreppi. Var ætlunin að þau stoppuðu í viku og færu síðan á sama hátt heim aftur. „Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða." Vegna veðurs komst flóabáturinn ekki og þegar þau höfðu verið á Gjögri í tíu daga var brugðið á það ráð að fara á báti inn í Naustvík en þaðan á hestum yfir Trékyllisheiði. Hrepptu þau hið versta veður, rigningu og hvassviðri, á heiðinni. Með í ferðinni var Kristján, sonur Eyjólfs og Guðrún- ar, þá nýorðinn sjö ára. Allir urðu blautir og hraktir enda ekki þá til jafngóð hlífðarföt og nú. Kom þarna sem oftar, bæði fyrr og síðar, í góðar þarfir athygli og hyggindi Eyjólfs. Hann fór af hestinum af og til og lét Kristján ganga sér við hlið. Var mál manna eftir á að þarna hefði getað farið verr ef úrræða Eyjólfs hefði ekki notið við. Þótt Eyjólfur hafi ekki farið nema þessa einu ferð norður í Árneshrepp, stoppað þar í tíu daga og aðeins farið um hluta hreppsins þá mundi hann, ekki bara bæjarnöfnin, heldur líka hverjir bjuggu á hverjum bæ og í hvaða röð þeir voru. Sama var ef rætt var um jarðir og ábúendur á Héraði og víðar á Austurlandi, Eyjólfur vissi um þetta allt af undra mikilli ná- kvæmni. Við systkinin höfum spurt okkur þeirrar spurningar hvort Eyjólfur kunni okkur nokkrar þakkir fyrir að minnast hans á þann hátt sem hér er gert. Hann var ekki fyrir orðagjálf- ur. Hins vegar lét hann fólk njóta sannmælis og þess viljum við líka láta Eyjólf njóta. Við minnumst að hoiíum ofbauð stundum skrumið og sýndarmennskan og hafði þá yfir eftirfarandi erindi úr Passíusálmun- Erfisdrykkjur og ónýtt prjál ekki á skylt við þetta mál. Heiðingja skikkjan heimskvleg hæfir kristnum á engan veg. Viljum við gjarnan vera innan þeirra marka sem þarna koma fram. Elsku Gunna frænka. Það hlýtur að vera mikið tómarúm og söknuður sem fráfall Eyjólfs skilur eftir, þið sem áttuð að baki rúmlega 54 ára farsælt hjónaband. Við biðjum að góður Guð gefi þér styrk og þrek til að komast farsællega í gegnum þetta eins og hann hefur gert hingað til. Öðrum aðstandendum Eyjólfs vott- um við innilega samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Blessuð sé minning Eyjólfs Krist- jánssonar. Hilmar F. Thorarensen Guðbjörg K. Karlsdóttir Guðrún E. Karlsdóttir Emil Thorarensen og fjölskyldur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.