Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 16
AUCLÝSINCASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLOTNINGAR Holnorhúsinu v/Tryggvogötu, ________a 28822________ SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF í ueiðinni 37737 38737 Tíminn MrÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Upplýsingarit félagsmálaráðs um Félagsmálastofnun Reykjavíkur: íslenska auglýsingastofan vinnur nú að gerð upplýsinga- bæklings um Félagsmálastofhun Keykjavíkur að undirlagi félagsmálaráðs borgarinnar. Áætlaður kostnaður er tvær iuilljóiiir króna. Eiim liður í gerð ritsins er samanburðar- köpnun er varðar umfang félagslegrar þjónustu í nokkrum sveitarfélögum. I Fulltrúar minnihlutans í félags- raálaráði Reykjavíkur hafa ekki fengið upplýsingar um efni og uþpbyggingu upplýsingaritsins og hafa farið fram á svör hvað það varðar. Kemur þeim spánskt fyrir sjónir að auglýsingastofan sé að vinna að samanburðarkönnun á félagslegri þjónustu sveitarfélaga á kostnað borgarinnar. Elín V. Ölafsdóttir fulltrúi Kvennalistans sagði í samtali við Tímann að sér virtist margt benda til þess að meirihlutinn stefndi að því að gera ritið að áróðursbæklingi til að nota í komandi kosningum og val auglýsingastofu til að vinna verkið benti einnig til þess, en Ólafur Hauksson sem er í forsvari fyrir auglýsingastofuna hvað varð- ar vinnslu ritsins, hafi unnið fyrir S j álfstæðisflokkinn. Undirtektir félagsmálastjóra í viðkomandi sveitarfélögum hafa verið dræmar. Ein ástæðan er sú að þeim þykir óeðlilegt að auglýs- ingastofa standi að slíkri kðnnun, önnur ástæða er sú að þeir telja ógerlegt að bera saman upplýsing- ar af þessu tagi milli sveitarfélaga sem eru mjög misjöfn af stærð og samsetningu íbúa, t.d. hvað varð- ar aldur. Því má svo bæta við að . viðkomandi félagsmálastjórar fengu einungis vikufrest til að safna saman upplýsingum og svara könnuninni. Bragi Guðbrandsson félags- málastjóri í Kópayogi er einn þeirra sem ekki hyggst svara könnuninni. Sagði hann ástæðuna vera þá að honum þætti einkenni- legt að könnuninni staðið, sérstak- lega það að auglýsingastofa skuli vera vinna slík verkefni. Að auki væri nær ógerningur fyrir smærri sveitarfélög að svara þessu því spurningalistinn tæki svo til ein- göngu mið af stórborgarsamfélag- inu í Reykjavík, eins og hann orðaði það. Bragi bætti því við að honum þætti eðlilegra að Félags- málastofnunin sendi eftir slíkum upplýsingum, enda vildi hann hafa gott samstarf við stofnunina. „Ef að Félagsmálastofnunin óskar eft- ir upplýsingum um starfsemina er velkomið að veita þær en mér finnst hæpið að senda upplýsingar af þessu tagi frá sér án þess að vita í hvaða samhengi þær eru kynntar." Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjóri í Reykjavík sagði að á fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár hefði verið ákveðið að verja tveimur milljónum króna í gerð upplýsingaritsins. Aðspurður sagði Sveinn að könnunin hafi ekki verið unnin í samráði við Félagsmálastofnunina, en hann hafi nýlega frétt af því að þessi listi hafi verið sendur út. Ritið væri aftur á móti unnið í náinni sam- vinnu við starfsmenn innan stofn- unarinnar. Um viðbrögð félags- málastjóranna sagði Sveinn: „í mínum huga þurfa þeir ekki að svara þessu. Þetta er eitthvað sem við munum ekki byggja okkar rit á. Ef við viljum vera með saman- burð eða eitthvað slíkt útvegum við upplýsingarnar á annan hátt. Við stjórnum því hvað fer í þetta rit." Ólafur Hauksson sem er í for- svari fyrir gerð ritsins hjá íslensku auglýsingastofunni sagði að ein- ungis tveir aðilar af sex hefðu svarað könnuninni. Ólafur sagði að ekki væri verið að bera saman hluti sem væru í raun ósambæri- legir. Hann bætti því við að í sjálfu sér væri ekki búið að ákveða hvernig ætti að nota upplýsingarn- ar og þetta væri gert til að sjá sérstöðu Reykjavíkur í félagslegri þjónustu. Ólafur vísaði því alfarið á bug að um pólitísk tengsl hafi verið að ræða þegar stofan fékk þetta verk- efni. Ólafur benti á að borgin skipti við fjölda auglýsingastofa og það væri ekki rétt að menn væru látnir gjalda fyrir það að vera sjálfstæðismenn þegar um verkefni af þessu tagi væri að ræða. SSH Verkalýðsfélög verða með verðlagseftirlit Við upphaf fundar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær. A myndinni eru frá vinstri þeir, Sveinn Finnsson framkvæmdastjóri Verðalags- ráðs sjávarútvegsins, Magnús Gunnarsson og Bjami Lúðvíksson fyrir hönd kaupenda, Þórður Friðjónsson oddamaður nefndarinnar og Kristján Ragn- arsson fyrir hönd útgerðarmanna. - Tímamynd Ami Bjama Verðlagsráð sjávarútvegsins: Svar ríkisstjórnar ekki fullnægjandi Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sendi í gærkvöldi, að aflokn- um árangurslausum fundi bréf til Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra. í því kemur fram að svar ríkisstjórnarinnar, sem barst yfir- nefndinni fyrr um daginn, um að komið verði á fót aflamiðlun í tengsl- um við ákvörðun fiskverðs, sé ekki fullnægjandi til að tryggja lausn málsins. í samningaviðræðum innan Verð- lagsráðsins hefur aflamiðlun verið lykilatriði og hefur verið reynt að nálgast samkomulag sem ásættanlegt er fyrir alla aðila ráðsins, auk þess sem það taki tillit til sjónarmiða utanríkisviðskiptaráðherra, eins og segir í bréfinu til forsætisráðherra. „Þannig hefur náðst samkomulag. um að allur ferskur fiskur falli undir aflamiðlun og Verkamannasamband íslands ætti aðild að aflamiðlun- inni." í bréfinu segir að harmað er að ríkisstjórnin skuli ekki geta sætt sig við það samkomulag sem náðst hefur, þannig að yfirnefnd Verðlags- ráðsins geti ákveðið fiskverð með samkomulagi. -ABÓ Dagsbrún og fleiri verkalýðsfélög í Reykjavík hafa ákveðið að ráða sérstakan mann til að hafa eftirlit með verðlagi og taka á móti kvörtun- um frá launþegum ef grunur leikur á að verð á vöru eða þjónustu hefur hækkað óeðlilega mikið. Starfsmað- urinn mun að öllum líkindum hefja störf á föstudaginn á skrifstofu Dags- brúnar. GuðmundurJ. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar segist búast við að öll stærstu verkalýðsfélögin f Reykjavík taki þátt í þessu verðlags- eftirliti. Jafnframt því sem starfs- maðurinn á að taka á móti kvörtun- um og gera sjálfstæðar athuganir á verðlagi, er gert ráð fyrir að hann sinni umfangsmikilli fræðslu og upp- lýsingastarfsemi. Fyrirhugað er að verkalýðsfélögin standi fyrir þessu verðlagseftirliti í næstu þrjá mánuði, en Guðmundur J. segir að þessir mánuðir verði erfiðustu' mánuðirnir. Hann segir jafnframt hugsanlegt að þessu starfi verði haldið áfram ef að reynslan gefur tilefni til þess. „Við erum ekki að fara út í stríð við einn eða neinn, heldur óskum við eftir sem bestu samstarfi við menn," sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að sér virtist að menn tækju almennt vel beiðnum um að verðhækkanir séu teknar aftur. Hann sagðist telja að nú væri meiri skilningur og betri vilji hjá verslunum að taka mið af kjara- samningunum við verðlagningu vara. Hann sagði hins vegar að flest benti til þess að nokkrar hækkanir hefðu orðið í janúar. Það staðfesti þá skoðun sína að gera hefði átt samninganna fyrr. Guðmundur sagði að verkalýðs- hreyfingin hefði vamækt þessi mál hingað til. Verkalýðsfélögin í Borg- arnesi og Keflavík hafa þó sinnt verðlagsmálum allmikið á undan- förnum árum. Guðmundur sagðist binda miklar vonir við þetta starf, en það verður í náinni samvinnu við Neytendasam- tökin og í samráði við Verðlagsstofn- un. Stefnt er að því að fá nokkra tugi manna úr hverju félagi tíl að fylgjast með verðlagi. „Ég held að þetta gæti orðið ansi öflugt ef að félagsmenn verða duglegir að fylgjast með verð- Iaginu," sagði Guðmundur að lokum. -EÓ Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi: Hver eru laun borgarstjóra? Alfreð Þorsteinsson, varaborg- arfulltrúi Framsóknarflokks lagði fram fyrirspurn f borgarráði í gær, þar sem hann biður um að laun og ýmis fríðindi borgarstjóra verði gerð opinber almenningi. Fyrirspurnin er svohljóðandi; „Með þvi að upplýst hefur verið í fjölmiðlum að borgarstjórinn í Reykjavík hafi aðgang að tveimur erabættisbifreíðum, annars vegar Cadillac og hins vegar Pajero jeþpábifreið, á sama tíraa og ráð- herrar í ríkisstjóm láta sér nægja eina bifreið, sýnist fuli ástæða til þess að almenningur verði upplýst- ur nánar um raunveruleg launakjör borgarstjóra. Þvf er spurt: í fyrsta lagi. Hver eru raunveru- leg laun borgarstjóra? í öðru lagi. Hvaða laun önnur þiggur borgarstjóri vegna nefndar- starfa á vegum Reykjavíkurborgar eða í tengslum við hana. Þar á meðal vegna setu í stjórn Lands- virkjunar.? í þriðja lagi. Hvaða reglur gilda um bifreiða afnot borgarstjora og hvemig hafa þessi hlunnindi verið talin fram? í fjórða lagi. Gilda sérreglur um ferðadagpeninga borgarstjóra eða ferðast hann á sömu kjömm og aðrir á vegura Reykajvíkurborgar? í fimmta lagi. Hversu háar greiðslur fékk borgarstjóri vegna ferðalaga 1989? í sjötta lagi. Nýtur borgarstjóri einhverrar risnu utan embættis- skyldu sinnar, t.d. vegna veislu- halda í heimahúsum? -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.