Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 23. febrúar 1990 Hestamenn geta innan eins árs keypt tölvudiska með upplýsingum um allt sem vitað er um íslenska hestinn frá árinu 1923: Tölvuvædd hrossarækt Innan nokkurra mánaða munu hestamenn og aðrir áhuga- menn um hrossarækt eiga kost á mjög greinargóðum og ítarlegum upplýsingum um íslenska hrossarækt frá árinu 1923, en þá hófst skipulögð skráning á sýningahrossum. Mönnum gefst m.a. kostur á að fá þessar upplýsingar á tölvutæku formi. Kristinn Hugason og Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautar hafa undanfarið unnið að því að yfirfara gagnabanka Búnaðarfélags Islands um íslenska hestinn. Dr. Þorvaldur Árnason byrjaði á þessu starfi fyrir nokkrum árum, en hann hannaði á sínum tíma aðferð til að reikna út kynbótaeinkunn sem þykir hafa sannað gildi sitt. Kristinn sagði að stefnt væri að því að gera stórátak í skráningamálum. Hann segir þetta auðvelda mikið starf hrossaræktun- armanna í framtíðinni. Verið er að yfirfara allan gagnabankann sem hefur að geyma tölulegar upplýsing- ar um hrossin. Einnig er ætlunin að tölvufæra allar ritaðar upplýsingar um sýnd hross frá upphafi eða frá því að Theodór Arnbjörnsson hrossaræktarráðunautur hóf skipu- lega skráningu sýningahrossa árið 1923. Ætlunin er að selja disklinga með upplýsingum um kynbótaeinkunn hrossanna. Búist er við að þessar upplýsingar liggi fyrir í næsta mán- uði. Einnig er stefnt að því að menn geti fengið keypta disklinga sem hafa að geyma upplýsingar um dóma yfir hrossunum, en þar koma fram ítarlegri upplýsingar en hægt er að fá í Hrossaræktinni sem Búnaðarfélag íslands gefur út. Vonast er til að búið verði að endurskoða allan gagnabankann í lok þessa árs. Búið er að taka upp nýtt númera- kerfi eins og kunnugt er af fréttum. Búið ér að aðlaga kerfið frostmerk- ingum og öðrum færslum um hross, þar á meðal útflutningsvottorðum. Kristinn segir að búast megi við að frostmerkingar stóraukist á næstunni og þar með verði miklu meira öryggi í allri ættfærslu. Kristinn segir að sú aðferð sem notuð sé við útreikning á kynbóta- einkunn sé búin að sanna sig vísinda- lega. Einkunnin breytist ár frá ári og tekur mið af nýjustu upplýsingum um hrossin. Fyrsta spá um hest er byggð á upplýsingum um foreldra og frændgarð, en fyrsta mat kemur þegar búið er að afkvæmaprófa hrossið. Meðan afkvæmin eru fá er mikil óvissa í einkunninni. Eftir því sem þeim fjölgar verður öryggið meira, t.d. er orðið mikið að marka einkunnina þegar afkvæmi eru orðin fleiri en 20. -EÓ Hestfolaldið Völsungur frá Árbakka; hreinræktaður Svaðastaðahestur, undan stóðhestinum Röðli 1053 frá Akureyri. Folald undan Rððli 1053, fætt á Árbakka vorið 1990, er m.a. í verðlaun á vetrarmóti Geysis. Hestamannafélagið Geysir: Annað vetrarmótið Annað vetrarmót hesta- mannafélagsins Geysis í Rangár- vallasýslu verður haldið á laug- ardaginn. Vetrarmót Geysis er stigamót þar sem keppnishestar safna stigum milli móta og er sigurvegari sá sem flest stig hefur að loknum fjmm mótum en síðasta mótið verður í maí. Á öllum mótunum eru veitt verð- laun í tölti, skeiði og tölti í barna- flokki og þrír efstu hestar í tölti fá í vor veglega eignarbikara. Þá fær eigandi stigahæsta hestsins einnig folald í verðlaun, en það er hross- aræktarbúið á Árbakka á Landi sem gefur folaldið. Fyrsta vetrarmót Geysis var hald- ið í janúar sl. og urðu þessi hross þá í efstu sætunum: Sandra frá Hala, Gustur frá Vindási og Silfurblesa frá Svaðastöðum. Þau hross standa því best að vígi í stigakeppninni, en alls fá tíu efstu hross í hverju móti stig. Þátttaka á mótunum er bundin við að eigendur keppnishrossa séu félag- ar í Geysi, en knapar mega vera hvaðanæva að. Mótið á laugardaginn hefst klukk- an fjórtán og það fer fram á Hellu. Forsvarsmenn Eurocard kynna ákvörðun um minni hækkun á þjónustugjaldi Tímamynd: Ami Bjarna Kortafyrirtækin draqa úr hækkunum Eurocard á íslandi, Kreditkort hf., hefur ákveðið að faila frá fyrrí ákvörðun sinni um 20% hækkun á þjónustugjöldum, þ.e. kortagjöldum almennra korta og áskriftargjöldum. Þessi í stað hækka þessir liðir um 10% eða ails um 270 krónur á ári. Stjórn Yisa íslands hefur einnig ákveðið að draga úr boðuðum hækkunum. Þessi ákvörðun var tekin í fram- haldi af viðræðum forráðamanna Kreditkorta við forystumenn Al- þýðusambands íslands og fleiri aðila og í ljósi breyttra forsendna í efna- hags- og peningamálum vegna ný- gerðra kjarasamninga. Kreditkort hafa ákveðið að al- mennt kortagjald hækki úr 1500 krónum í 1650 krónur og mánaðar- legt útskriftargjald Ivækki úr 100 krónum í 110 krónur. Einnig hefur verið ákveðið að falla alveg frá fyrirhugaðri hækkun á korttrygg- ingargjaldi. Gullkort munu hins veg- ar hækka eins og tilkynnt hafði verið úr 5400 krónur í 7000 krónur. ítrek- unargjald mun einnig hækka eins og áður var ákveðið, úr 150 krónum í 250 krónur. Árgjöld almennra korta Visa ís- lands munu hækka um 100 krónur og verða 1600 krónur. Þetta er 6,7% hækkun, en eldri hækkun var um 20%. Hækkun á árgjaldi Gullkorta og Farkorta, sem og á útskriftar- gjöldum verður óbreytt. Þá hefur stjórn Kreditkorta ákveðið að hætta að notast við óútfyllta víxla til tryggingar á úttekt- arskuldum korthafa hjá fyrirtækinu. Þessi í stað verður notast við trygg- ingarvíxla með ákveðinni upphæð sem miðast við úttektarheimild innanlands og utan. Á næstu tólf mánuðum verður öllum óútfylltum víxlum skipt út fyrir nýja víxla um leið og kort eru endurnýjuð. -EÓ Öryggi í óbyggðaferðum: Ekki með f erðabanni Flutningsmenn þingsályktunartUlögu um öryggi í óbyggða- ferðum mæla ekki með ferðabanni eða því að loka svæðum fyrir ferðafólki nema í undantekningartilfellum. Lagt er til að ríkisstjórninni sé falið að gera ráðstafanir til að bæta öryggi þeirra sem ferðast í óbyggðum með því að samræma og setja reglur og lög eftir því sem við á og með því að skipuleggja fræðslu; ráðgjöf og upplýsingar til ferðafólks. bent á að það sé í allra þágu að bæta öryggi ferðamanna sem leggja leið sína í óbyggðir og fyrirbyggjandi Við undirbúning málsins er mælt með að haft verði samráð við samtök áhugafólks um ferðalög og slysa- varnir. Flutningsmenn tillögunnar eru Kristín Einarsdóttir, Hjörleifur Guttormsson, Jón Helgason, Kol- brún Jónsdóttir, Stefán Valgeirsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Karv- el Pálmason og Friðjón Þórðarson. í greinargerð með tillögunni er Gjafir til bókasaf ns Háskólans á Akureyrí Bókasafni Háskólans á Akureyri hafa borist ýmsar góðar gjafir að undanförnu. Dr. Ivka M. Munda gaf bókasafninu ritverk sín um botngróður við strendur íslands. Ole Lindquist gaf rit um hagfræði og skyldar greinar og Jón Jónsson hefur gefið rit um jarðfræði. Gauti Arnþórsson hefur gefið nokkra titla tímarita í læknisfræði, þau munu berast safninu áfram. Krist- ján P. Guðmundsson og Þórður Jónsson hafa gefið forða af tímarit- inu Ægi. Á bókasafnið því Ægi frá upphafi, en það er mikilvægt t.d. vegna kennslu í sjávarútvegsdeild. Ættingjar Júlíusar Kr. Ólafssonar hafa gefið safninu tímaritaforða um guðspeki og andleg efni. Við stofnun sjávarútvegsdeildar, 4. janúar síðastliðinn, færði Sigfús Jónsson bæjarstjóri, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, Haraldi Bessasyni rektor, kr. 250.000 er skyldu renna í bókakaupasjóð Há- skólans á Akureyri. Við sama tæki- færi afhenti Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri gjafabréf að upphæð kr. 200.000 til bókakaupasjóðsins frá Útgerðarfélagi Akureýringa. Mun þessum peningum að ósk gefenda, verða varið til kaupa á ritum vegna sjávarútvegsdeildar- aðgerðir af ýmsum toga sé ódýrasta og besta ráðið. Þá er bent á að kanna megi hvort til greina komi að hægt verði að kaupa sér vátryggingu fyrir leitarkostnaði, í einhverjum tilvik- um, þegar um sérstaka ævintýra- mennsku er að ræða. Hins vegar má efnahagur fólks ekki vera ráðandi um það hverjir geti ferðast um óbyggðir sér til yndisauka og í því sambandi bent á að í sumum löndum sé vátryggingarupphæðin svo há að það er varla á færi hins almenna borgara að kaupa slíka tryggingu. Flutningsmenn benda m.a. á eftir- farandi atriði sem hafa ber í huga þegar fjallað er um öryggi í óbyggða- ferðum. Að efla fræðslu fyrir ferða- menn, innlenda sem erlenda, starf- rækja tilkynningarþjónustu í núver- andi eða breyttu formi og benda á að sameina megi tilkynningarþjón- ustu og ráðgjöf t.d. um leiðarval og útbúnað. Hvort setja þurfi skýrari reglur um - akstur í óbyggðum, merkja akstursleiðir og koma upp viðvörunarskiltum á hættulegum stöðum, m.a. við ótrygg vöð á ám. Þá þurfi að vera til heimild til að banna ferðalög inn á tiltekin svæði við sérstakar og afbrigðilegar að- stæður. Margar af þeim hugmyndum sem fram hafa komið til að bæta öryggi í óbyggðum krefjast ekki breytinga á lögum, heldur betri skipulagningar og samræmingar, og að settar verði reglur á grundvelli núgildandi laga. Æska Norður- landa þingar Norðurlöndin og Austur-Evrópa, umhverfismál og jafnréttismál verða meginumræðuefni árlegs Norður- landaráðsþings æskunnar er haldið. verður í Reykjavík, í tengslum við 38. þing Norðurlandaráðs, dagana 24. til 26. febrúar nk. Þingið sækja fulltrúar frá ungliðas- amtökum þeirra stjórnmálaflokka á Norðurlöndum sem fulltrúa eiga í Norðurlandaráði, ásamt fulltrúum norrænna samstarfssamtaka unglið- ahreyfinganna og fulltrúum frá ung- liðadeildum Norrænu félaganna. Áætlaður fjöldi fulltrúa frá Norðurlöndum er 70 talsins, en um 10 íslendingar munu sitja þingið, sem fram fer í ráðstefnusölum ríkis- ins í Borgartúni. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.