Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. febrúar 1990 Tíminn 3 Ein af brotalömum heilbrigðis- og dómskerfisins brátt úr sögunni. Tók 12 ár að fá 12 milljónir: Gert er ráð fyrir að vísir að vistunardeild fyrir geðsjúka afbrotamenn taki brátt til starfa. Landlæknisembættið ásamt fleiri aðilum hafa stefnt að því í 12 ár að koma slíkri deild á laggirnar en fjárveitingar hafa ekki fengist fyrr en á fjárlögum þessa árs þar sem 12 milljónum var veitt til þessa verkefnis. Sú upphæð mun fara í rekstur deildarinnar en ráðstafanir hafa þegar verið gerðar varðandi húsnæði. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að um væri að ræða svokallaða réttarlæknisfræðilega deild þar sem hægt væri að vista afbrotamenn sem ekki eiga heima, ef svo má segja, í almennum fangelsum. Er þar fyrst og fremst um að ræða geðsjúka afbrotamenn og menn sem þurfa sérstaka öryggisgæslu. Hingað til hafa slíkir menn verið sendir utan til vistunar og nú eru tveir einstaklingar vistaðir erlendis. Deildin mun starfa í tengslum við geðdeildir sjúkrahúsanna. Ólafur sagði að oft á tíðum hefði náðst góður árangur í meðferð slíkra sjúkl- inga erlendis en þegar þeir hefðu komið heim hefðu mál þeirra farið úrskeiðis vegna vanhæfni kerfisins. „Sennilegasta ástæðan fyrir þessu er sú að hér mætir fólkinu ekki sá meðferðarandi sem er nauðsynlegur heldur gæsluandi, eins og er í fang- elsum. Dýr meðferð erlendis hefur oft á tíðum verið til einskis vegna skorts á faglegri þekkingu hér heima." Ólafur sagði jafnframt að stofnun slíkrar deildar væri veigamikið atriði og mikilvægt væri að fá fólk til starfa sem hefði þekkingu og reynslu við störf á þessu sviði. Aðspurður sagði Ólafur að væntanlega yrði leitað til íslendinga sem hefðu unnið á slíkum stofnunum erlendis. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra sagði að stofnun slíkrar deildar hefði verið lengi á döfinni og Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra. á næstu dögum yrði endanlega geng- ið frá þeirri hlið er snýr að húsnæði undir deildina. „Ég hef álitið að stofnun slíkrar deildar sé samstarfs- verkefni dómsmálaráðuneytisins og Ólafur Ólafsson, Iandlæknir. heilbrigðisráðuneytisins. Það er ekki hægt að flokka þetta sem heilbrigðis- stofnun og alls ekki sem fangelsi því samkvæmt lögum er óheimilt að hafa ósakhæfa afbrotamenn í fang- elsi. Sú leið hefur því verið farin að stofnunin verði þannig uppbyggð að hún geti þjónað því hlutverki að vera bæði gæslustofnun eftir því sem við á og einnig heilbrigðisstofnun, í þeim skilningi að þar munu starfa geðlæknar, sálfræðingar og aðrir sem sinna meðferð einstaklinga eftir því sem við á." Umræða um vanhæfni kerfisins hér á landi til að vista geðsjúka afbrotamenn eða afbrotamenn sem þarfnast sérstakrar meðferðar hefur verið mikil að undanförnu í kjölfar handtöku Steingríms Njálssonar, margdæmds kynferðisafbrota- manns. Sem kunnugt er dæmdi Hæstiréttur Steingrím árið 1988 til tólf mánaða fangelsisvistar og 15 mánaða vistunar á viðeigandi stofnun. Slík stofnun er ekki til hér á landi og var Steingrímur sendur til Svíþjóðar. Að tólf mánuðum liðnum ákváðu læknar að senda hann heim en þegar hingað kom var ekki um það að ræða að viðeigandi meðferð eða gæsla væri til staðar. Að lokum fór það svo að Steingrímur fékk félagslegt húsnæði hjá Reykjavíkur- borg án sérstaks eftirlits. SSH Akranes: Minkur á sjó Skipverjar á Höfðavík AK 300 fengu óvæntan gest um borð nýlega. Eftir fjóra daga á sjó var fangaður minkur í matarbúri togarans sem þá var staddur á svokölluðum Melsekk, um 90 sjómílur frá landi. Árni Einarsson skipstjóri sagði í samtali við Tímann að minkurinn hefði væntanlega komið um borð úr grjótgarðinum við höfnina á Akra- nesi og síðan skotist niður undir þiljur og inn í matarbúrið þar sem skipverji rakst á hann í einni hill- unni. Vélstjóri og háseti tóku sig til og smíðuðu gildru úr mjólkurkassa, þannig að spotti var bundinn við skrúfjárn sem hélt uppi fellihlera á einni hlið kassans. Minkurinn var síðan tældur í kassann með fiskúr- gangi. Árni sagði að minkurinn hefði ekki verið farinn að gæða sér á neinu í búrinu en allur kosturinn var athugaður gaumgæfilega. Minkur- inn var þó mjög sprækur þegar hann náðist og hvæsti ferlega fyrstu dag- ana þegar einhver nálgaðist búrið. Svo gerðist það að hann var dauður einn morguninn þegar komið var að honum. Árni sagðist hafa grun um að einhver skipverjanna hafi komið honum fyrir kattarnef, nema þá að hann hafi étið yfir sig því það hafi verið vel hugsað um hann. „Hug- myndin hjá mér var að fara með hann í land og láta útgerðina stoppa hann upp, minkurinn hefði sómt sér vel á hillu í brúnni." Þegar Árni var spurður að því hvort ekki hafi verið hægt að geyma hræið af minkinum í frysti sagði hann að kokkurinn hefði þvertekið fyrir það. SSH Breyttar tillögur ríkisstjórnar um niður- skurð ríkisútgjalda ræddar í þingflokkum: reyttar áherslur en sama fjárhæð TUIögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á niðurskurði ríkisútgjalda hafa verið ræddar í þingflokkum stjórnarflokk- anna síðustu daga, en í þcini er áfram gert ráð fyrir að ríkisútgjöld lækki um 915 milljónir króna, eins og gert var ráð fyrir í fyrri tillögum. Þessar tillögur eru gerðar í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Tillaga í byggingarnefnd Reykjavíkurborgar: Dagsektir vegna Hamarshússins í gær var lögð fram tillaga í byggingarnefnd Reykjavíkur þess efnis að byggingarfulltrúa verði falið að innheimta nú þegar dagsektir, nær 9 milljónir króna, af þeim aðil- um sem bera ábyrgð á því að Ham- arshúsið við Tryggvagötu er enn ekki komið í það horf sem bygging- arnefndarteikningar sýna. Gunnar H. Gunnarsson fulltrúi Alþýð- ubandalagsins bar fram tillöguna. Málinu var frestað og því vísað til athugunar hjá byggingarfulltrúa. Forsaga málsins er sú að 30. júlí 1987 gaf byggingarnefndin fram- kvæmdaraðilum, Uppbyggingu hf. og Ólafi Björnssyni, húsasmíða- meistara, frest til 26. ágúst 1987 til að ljúka við níu verkþætti varðandi frágang hússins og lóðarinnar, að viðlögðum dagsektum sem voru tíu þúsund krónur á dag. Staða málins í dag, nærri þremur árum síðar, er þannig að mörgum af þeim þáttum sem nefndin taldi upp, og sumir hverjir eru öryggisatriði, hefur ekki verið sinnt. SSH Uuömundur Agústsson þing- flokksformaður Borgaraflokks sagði í samtali við Tímann að Borgara- flokksmenn væru mjög sáttir við þessar tillögur og hrifnir af því ef menn vildu skera eitthvað niður. „Við erum sáttari við þær tillögur sem eru núna uppi á borði, en þær sem voru," sagði Guðmundur. Nefndi hann sérstaklega í því sam- bandi að fallið hafi verið frá niður- skurði upp á 10 milljónir til íþrótta- mála. „Mér er nokkuð sama um að skorið sé niður hjá Þjóðleikhúsinu," sagði Guðmundur. Eiður Guðnason þingflokksfor- maður Alþýðuflokks sagði að tillög- ur þessar hafi lítillega verið ræddar á þingflokksfundi og stæði þing- flokkurinn að þessum niðurskurði. Einhverjar athugasemdir við til- færslur vill þingflokkurinn þó gera sem Eiður vildi ekki tjá sig um og sagði að formaður flokksins Jón Baldvin Hannibalsson myndi gera fjármálaráðherra grein fyrir niður- stöðu þingflokksins. „Það strandar ekkert á okkur í þessu efni," sagði Eiður. Hjá fimm ráðuneytum, verður niðurskurðurinn hinn sami og í fyrri tillögum. Þessi ráðuneyti eru utan- ríkis-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-, félagsmála-, og heilbrigðis og trygg- ingarmálaráðuneyti. Breytingarnar sem lagt er til að gerðar verði eru þessar. Útgjöld til æðstu stjórnar ríkisins sem lækka áttu um 70 milljónir, verða skorin niður um 83 milljónir króna sam- kvæmt nýju tillögunum. Hvað við- gerðir á Bessastöðum varðar, er nú áætlað að framkvæmdafé verði skor- ið niður um 75 milljónir króna af þeim 200 sem fara áttu til verksins á árinu, en í fyrri tillögum var ákveðið að skera framkvæmdafé til viðgerða niður um 50 milljónir króna. Alþingi á hins vegar að spara 6 milljónir í stað 20 milíjóna og Ríkisendurskoð- un á að spara 2 milljónir króna. Hvað einstökum ráðuneytum við- kemur verður breytingin þessi: í menntamálaráðuneytinu átti sam- kvæmt fyrstu tillögum að minnka útgjöld um 124 milljónir, en nú á ráðuneytið að minnka útgjöldin um 96 milljónir. 30 milljóna niðurskurð- ur í framhaldsskólum hefur verið lækkaður um þrjár milljónir, í 27 milljónir. Við þetta er að bæta að þessi niðurskurður á að ná til 22 skóla víðs vegar um landið í stað 7 skóla áður. Þá hefur verið hætt við skerðingu til Háskólans á Akureyri. Niðurskurður upp á 10 milljónir til ýmissa íþróttamála, sem var í gömlu tillögunum hefur verið felldur út í nýju tillögunum og horfið hefur verið frá því að lækka uppgjör við sveitarfélögin um 10% eða 30 millj- ónir króna. Við bætist liður sem ekki var í fyrri tillögum, en það er niðurskurður á útgjöldum vegna breytinga á Þjóðleikhúsi um 20 millj- ónir króna. í fjármálaráðuneytinu eykst niðurskurðurinn verulega eða um 34 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að í fjármálaráðuneytinu verði 124 milljónir króna sparaðar í stað 90 milljóna. Skerða á framlag til Stjórn- sýsluhússins í Borgarnesi um 17 milljónir í stað 11 milljóna. Þá á ráðstöfunarfé ríkisstjórnar að lækka um 40 milljónir í stað 20 milljóna. Liður er nefnist stofnkostnaður launa og verðlagsmála á að lækka um 20 milljónir. í dómsmálaráðuneytinu hefur niðurskurðurinn verið minnkaður um 18 milljónir, úr 66 millj. í 48 millj. Hætt hefur verið við að láta lögregluna í Reykjavík spara 8 millj- ónir og 12 milljónum verður varið til að kaupa leitarratsjá, en til þess verks voru áður ætlaðar tvær millj- ónir króna. Iðnaðarráðherra á að lækka fram- lög í orkusjóð um 20 milljónir. Heildarniðurskurðurinn í sam- gönguráðuneytinu er sá sami eða 140 milljónir og enn stefnt að því að draga úr vegaframkvæmdum sem nemur 75 milljónum. Breytingar eru á framlögum til hafnarmála en þau lækka um 20 milljónir en ekki 30 milljónir og flugmálastjórn á að spara 13 milljónir í stað þriggja áður. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.