Tíminn - 23.02.1990, Síða 4

Tíminn - 23.02.1990, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 23. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT HÖFÐABORG - De Klerk forseti Suöur-Afríku skýröi frá því að næstu daga mum suður- afríska ríkisstjórnin hefja opin- berar viðræöur við Afríska þjóðarráðið. Mun það verða í fyrsta sinn frá því Afrískaþjóð- arráðið var bannað fyrir 30 árum. BEIRÚT — Sprengjur féllu á hverfi kristinna manna í aust- urhluta Beirút örskammri stundu eftir að Samir Geagea leiðtogi Líbönsku hersveitanna sagði að innbyrðis átök krist- inna manna væri lokið og að þeir myndu leysa sín mál í viðræðum framvegis. Sex manns særðust. Michel Aoun hershöfðingi gaf lítið í yfirlýs- ingu Geagea og sagði að samningaviðræður hinna stríðandi fylkinga hefðu siglt í strand. Rúmlega 700 manns hafa fallið í átökum kristinna manna síðastliðnar þrjár vikur. vín — Sovétmenn lögðu fram tillögur um að herir Varsjár- bandalagsins og Nato í Mið- Evrópu yrðu skornir niður í 700 til 750 þúsund manns í hvoru liði. AUSTUR-BERLÍN Austurþýska ríkisstjórnin hefur sett bráðabirgðalög sem kveða á um að allir geti sett upp einkarekstur og leyfa einka- væðingu 10 þúsund fyrirtækja sem þjóðnýtt voru árið 1972. DUBAI — Sþrenging varð í olíuskiþi frá Kuwait sem siglir undir bandarískum fána á Persaflóa og fórust tveir menn. BÚKAREST — Stjórnmál- aflokkarnir í Rúmeníu eru nú í óða önn að undirbúa kosning- ar, þær fyrstu frjálsu í 44 ár, og virðist kosningabaráttan ætla að einkennast af ofbeldi. BUENOS AIRES - Arg entinski herinn segist reiðu- búinn að bæla niður upþþot almennings sem sprottið hafa upp víða um Argentínu vegna vóruskorts. PEKING UTLOND Theodor Hoffmann varnarmálaráðherra Austur-Þýskalands: Theodor Hoffmann varn- armálaráðherra Austur- Þýskalands vill koma á fót sameiginlegum her þýsku ríkjanna ef sameining Þýska- lands verður að raunveru- leika í framtíðinni. Hoff- mann bauð Vestur-Þjóðverj- um til viðræðna um þessar hugmyndir sínar, en hann vill að herinn verði samsettur úr völdum sveitum núverandi herja ríkjanna tveggja. Gerir hann ráð fyrir að herstyrkur þýska hersins verði tiltölulega lítill, 150 þúsund manna léttvopnaðar landhersveitir auk vopnaðrar landa- mæralögreglu. Hins vegar hafnar hann algerlega þeim hugmyndum Nato um að sameinað Þýskaland yrði hluti Nato. - Ég tel að viðræður muni fara fram við varnarmálaráðherra Vest- ur-Pýskalands um þetta mál, sagði Hoffmann á blaðamannafundi í gær og bætti við að slíkar viðræður gætu ekki hafist fyrr en eftir kosningarnar í Austur-Þýskalandi í mars. Nú eru 173 þúsund hermenn í austur-þýska hernum, en aftur á móti eru um 490 þúsund manns í hinum vestur-þýska. Standa herirnir gráir fyrir járnum hvor sínum megin við landamærin og hafa horft inn í byssukjafta hvor annars um langt árabil. - Sameining Þýskalands ætti ekki að verða þröskuldur öryggis í Evr- ópu heldur til þess að brúa bilið, Vestur-þýskur hermaður gefur kollega sínum út austurþýska hernum eld. Ef hugmyndir Theodors Hoffmann varnarmálaráðherra Austur-Þýskalands verða að veruleika munu þessir menn, sem hafa undanfarin ár horft í byssukjafta hvor annars, verða samherjar í sameinuðum her sameinaðs Þýskalands. sagði Hoffmann. Hoffmann sagði að herir ríkjanna tveggja ættu að vera áfram innan hernaðarbandalaganna, Nato og Varsjárbandalagsins. Bandaríkja- menn ættu að hafa hermenn í Vest- ur-Þýskalandi og Sovétríkin her- inenn í Austur-Þýskalandi, þó það væri ekki nema gert í táknrænu skyni. Hins vegar myndu hernaðar- bandalögin leysast upp þegar sam- komulag næðist um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Þá væri rétti tíminn til að mynda sameiginlegan þýskan her. Vill sameinaðan herí sameinuðu Þýskalandi FRIÐARVIDRŒDUR Á BOUGAINVILLE Ný ríkisstjórn Papúa hefur ákveð- ið að hefja friðarviðræður við skæru- liða á eyjunni Bougainville. Þar hafa skæruliðar undanfarin misseri barist fyrir sjálfstjórn og gegn áströlsku námafyrirtæki sem eyjaskeggjar telja að stefnu umhverfismálum eyj- arinnar í voða með námavinnslu sinni. Um hundrað manns hafa fallið í skærum þessum á Bouganville undanfarin misseri. Viðræðurnar munu fara fram á Bougainville einhvern næstu daga, en ekki hefur enn verið ákveðið hvar nákvæmlega þær fara fram. Frá ríkistjórnarinnar hendi munu tveir F.W. de Klerk forseti Suður-Afr- íku sem ætlaði að hitta Mobutu Sese Seko forseta Zaire og leiðtoga fimm annarra blökkuríkia á leiðtogafundi í Zaire á morgun nefur hætt við að mæta á fundinn, en stjórnvöld í Suður-Afríku tóku það skýrt fram að De Klerk væri einungis að fresta fundarhöldunum. De Klerk var boðið að ávarpa leiðtogafundinn og var litið á það ráðherrar taka þátt í friðarviðræðun- um. Það var Rabbie Namaliu hinn nýi forsætisráðherra Papúa sem skýrði frá þessu í gær. f yfirlýsingu forsætisráðherrans segir að skæruliðar hefðu samþykkt að hefja viðræður við hina nýju ríkisstjórn í von um að samkomulagi náist um friðsamlega lausn á baráttu þeirra. - Við höfum hafið viðræður og munum leggja okkur fram um að ná samkomulagi um vopnahlé sem síð- an leiði til enn jákvæðari þróunar, sagði í yfirlýsingunni. Þeir Michael Somare utanríkis- sem viðurkenningu blökkumanna- ríkjanna vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnar Suður-Afríku að leyfa starfsemi Afríska þjóðarráðsins og leysa Nelson Mandela helsta leið- toga þeirra úr haldi. Embættismenn í Höfðaborg vildu ekkert segia um af hverju fundinum var frestað. Hins vegar lögðu þeir mikla áherslu á að De Klerk muni við fyrsta tækifæri funda með leið- ráðherra og Bernard Narakobi fjármálaráðherra Papúa munu taka þátt í viðræðunum fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, en skæruliðaforingj- arnir þeir Francis Ona og Sam Kauona eru fulltrúar skæruliða. Allar líkur eru á að viðræðurnar fari fram í bænum Panguna, en þar skammt frá eru gífurlega stórar kop- arnámur sem ástralskt námafyrir- tæki vinnur. Þær hafa verið lokaðar frá því í maí vegna skæra. Hin nýja ríkisstjórn hefir þegar sagst reiðubúin að kalla 1500 manna herlið frá Bougainville til að sýna friðarvilja sinn. togunum sex þó ekki hafi verið ákveðin dagsetning. Ein ástæoa þess að De Klerk hætti við að fara gæti verið sú að Kenneth Kaunda forseti Zambíu sagðist ekki mæta á fundinn í Zaire ef De Klerk kæmi, þar sem hann teldi suður-afr- íkustjórn ekki hafa gengið nægilega langt í að afnema aðskilnaðarstefn- una í Suður-Afríku. Svíþjóð: Kommúnistar gefa stjórn Carlsons líf Ný minnihlutastjórn Jafnaðar- mannaflokksins virðist vera að fæð- ast í Svíþjóð með hjálp kommúnista sem að líkindum ætla að verja stjórn- ina falli. Ingvar Carlson mun því verði áfram forsætisráðherra, en minnihlutastjórn hans sagði af sér í síðustu viku eftir að efnahagsáætlun flokksins var felld í sænska þinginu. Lars Werner leiðtogi kommúnista skýrði frá því eftir viðræður við Carlson að allar líkur væru á að flokkur hans muni styðja minni- hlutastjórn jafnaðarmanna, en kommúnistar hafa löngum stutt rfkisstjórnir þeirra gegnum tíðina. Hins vegar verður Ingvar Carlson að milda þau atriði efnahagsstefn- unnar sem verst bitna á verkalýð, en þar má telja bann við verkföllum og frystingu launa sem er eitur í beinum kommúnista. F.W. de Klerk fer ekki á leidtogafund í Zaire UMSJÓN: Hallur Magnússon • BLAÐAMAÐUIAÁ,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.