Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. febrúar 1990 Tíminn 5 Forsendna kjarasamninganna gætt sem sjáaldurs augna: Verðlagseftirlit verkalýðs byrjað „Verðlagseftirlit Dagsbrúnar og fleiri verkalýðsfélaga tek- ur til starfa í dag og mun verða við lýði næstu þrjá mánuði. Bækistöð þess verður hér á skrifstofu Dagsbrúnar að Lindargötu 9 og hefur sérstakan síma sem er 62 42 30. í þeim síma verður tekið á móti kvörtunum og fyrirspurnum milli kl. 9 og 12 alla virka daga," sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar í gær. við Neytendasamtökin, verðlags- stjóra og viðskiptaráðuneytið. Auk þess er ætlunin að a.m.k. tveir menn frá hverju verkalýðsfélagi taki að sér ásamt fjölskyldum sínum að fylgjast með almennu verðlagi út frá eigin heimilishaldi og miðli þeim upplýs- ingum til eftirlitsins sem mun grípa til ráðstafana verði tilefni til. „Við munum einnig fylgjast náið með ýmsum þjónustuliðum jafnt hjá opinberum stofnunum og einkaaðil- um auk þess að fylgjast með vöru- verði í smásölu og heildsölu. Upplýs- Auk Dagsbrúnar standa að þessu framtaki nú í byrjun; Iðja, félag verksmiðjufólks, Framsókn, Starfs- mannafélagið Sókn, Félag íslenskra rafvirkja, en búist er víð að þorri verkalýðsfélaga í Reykjavík og BSRB muni eiga aðild að eftirlitinu þegar fram í sækir. Einn starfsmaður hefur verið ráð- inn vegna eftirlitsins. Hann heitir Leifur Guðjónsson en honum til aðstoðar verða tveir viðskiptafræð- ingar; annar frá ASÍ en hinn frá BSRB. Náið samstarf verður haft ingar eru þegar farnar að berast - t.d. um mjög mismunandi verð á þjónustu tannlækna og annarra sér- fræðinga," sagði Guðmundur J. Guðmundsson í gær. Stjórn BSRB samþykkti í gær ályktun um þessi mál og í henni segir m.a. að sú samstaða sem náðst hafi í þjóðfélaginu um þau meginmark- mið kjarasamninganna að tryggja kaupmátt launa, draga úrfjármagns- kostnaði og minnka verðbólgu, hafi þegar leitt til þess að víða hafi verið dregið úr fyrirhuguðum hækkunum eða þær felldar niður. Þá hvetur BSRB alla landsmenn til þess að taka þátt í aðhaldi og verðgæslu og minnir ríkisvald, sveitastjórnir og atvinnurekendur á skuldbindingar þeirra í tengslum við kjarasamningana. Þá er og mótmælt óeðlilegum hækkunum á bygginga- vísitölu. f gær var einnig gerð eftirfarandi samþykkt í Verðlagsráði: „Oheimilt er að hækka taxta vegna hvers kyns útseldrar vinnu eða þjónustu tengdri henni frá því sem var 31. desember 1989 hjá eftirfarandi starfs- og atvinnugrein- um: Endurskoðunarþjónustu, tölvu- þjónustu og þjónustu kerfisfræð- inga, tæknifræðinga, arkitekta, rekstrarráðgjafa, múrara, trésmiða, veggfóðrara, pípulagningarmanna, málara og verkamanna í byggingar- iðnaði. Taxtar eins og þeir voru 31. des- ember 1989 vegna útseldrar vinnu og þjónustu ofangreindra aðila skulu frá og með deginum í dag (22. febrúar) gilda sem hámarkstaxtar. -sá Reiðubúinn að gef a út reglugerð Utanríkisráðherra segist vera til- búinn til að gefa út reglugerð um aflamiðlun, ef stjórn hennar er skip- uð einum fulltrúa frá hverjum hags- munaaðila og oddamanni sem aðilar eru sammála um. Þetta kom fram hjá ráðherra á fundi í Ólafsvík í fyrrakvöld. Samkvæmt þessu kæmi einn aðili frá eftirtöldum aðilum, þ.e. útgerðarmönnum, sjómönnum, fiskvinnslu, fiskverkafólki. A fundinum kom fram sú tillaga að í stað aflamiðlunar þá yrði ákveð- inn hlutur í aflaheimild báts útflutn- ingskvóti og að sá hlutur væri fram- seljanlegur. Utanríkisráðherra tók undir þessa tillögu en sagði að hún gæti ekki komið til framkvæmda fyrr en öll fiskiskip væru komin á afla- mark. -ABÓ Prófkjör á Selfossí Laugardaginn 3. mars nk. kl. 10-21 verður Framsóknarflokkurinn á Selfossi með opið prófkjör um skipan sæta á B-listanum við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Kosið verður að Eyrarvegi 15. Olíuleki: Rannsókn er lokið Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr lokið rannsókn á olíulekanum sem varð úr olíutönkum á Gunnólfsvík- urfjalli og verður málið sent ríkis- saksóknara í dag. Bogi Nilsson rann- sóknarlögreglustjóri vildi ekkert segja til um hvað rannsóknin hefði leitt í ljós. Málið yrði að skoðast hjá ríkissaksóknara sem síðan tæki frek- ari ákvarðanir í málinu. -ABÓ 3 geðsjúkir vistaðir ífangelsum Þrír aðilar sem dæmdir hafa verið til vistar á viðeigandi stofnunum vegna geðveilu afplána dóma sína í fangelsum hér á landi. Þetta kom fram í svari Óla Þ. Guðbjartssonar dómsmálaráðherra í gær, við fyrir- spurn Guðrúnar Agnarsdóttur um félagslegar aðgerðir fyrir fanga. í ræðu dómsmálaráðherra kom fram að færa mætti rök að því að samkvæmt núgildandi lögum um refsivist geðsjúkra afbrotamanna, væri ekki ætlast til að þeir væru vistaðir á sérstökum stofnunum. Það kom einnig fram í máli ráðherrans að ekki er gert ráð fyrir á fjárlögum þessa árs, verði heimilað að kaupa húsnæði er leysi hegningarhúsið við Skólavörðustíg af hólmi. Aðbúnað- ur á Skólavörðustígnum er mjög slæmur, en húsið var í upphafi byggt sem bílageymsla, eða bílaþvottastöð fyrir lögregluna. Að sögn dómsmálaráðherra er unnið að því að finna lausn á þessu vandamáli, en verði af kaupum á öðru húsnæði verður að gera það-í samráði við fjárveitinganefnd Al- þingis. Hámarkstala fanga sem hægt er að vista í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg er 25, en þess eru dæmi að þar hafi setið inni 30 manns í einu. - ÁG Blysför á65ára skátaafmæli Skátafélagið Hraunbúar í Hafhar- firði hélt upp á 65 ára afmæli sitt ¦ gærkvöldi með eftiruiiiiiiiicguin hætti. Farin var blysför frá Frí- kirkjunni að Álfafelli (íþróttahús- inu við Strandgötu) Góð þátttaka var ¦ blysi'örinni, enda skátastarf ávallt verið öflugt í Hafnarfirði og ekki virðist ætla að verða lát á því. Hraunbúum var formlega afhent ný lóð undir félagsheimili á Víði- Staðasvæðinu. Tímiunynd Pjenir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.