Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 23. febrúar 1990 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGG JU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 GARRI Ríkisfjármál og verðbólga Fjármálaráðherra hefur kynnt niðurstöðutölur bráðabirgðayfirlits um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári. Útkoman er sú að halli er á ríkissjóði sem nemur sex milljörðum króna. Slík tala hlýtur að stinga í augu, ef miðað er við niðurstöðutölu sjálfra fjárlaga fyrir árið 1989. Þar var gert ráð fyrir rúmlega 600 milljóna króna rekstrarafgangi. Um það þarf ekki að deila að slík afkoma hjá ríkissjóði er ekki viðunandi, þótt hún eigi sér skýringar sem fjármálaráðherra hefur látið í té. í skýringum hans kemur fram að tekjur ríkissjóðs í beinum tölum talið urðu tveimur milljörðum minni en fjárlög gerðu ráð fyrir fyrir. Þessi tekjulækkun skýrist af almennum samdrætti í þjóðarbúskapnum og engin ástæða til að gera lítið úr þeirri skýringu. Árið 1989 var samdráttarár sem hlaut að koma niður á ríkissjóði með einum eða öðrum hætti. Til viðbótar beinum samdráttaráhrifum og tekju- missi af þeim sökum, varð ríkissjóður að taka á sig útgjöld vegna kjarasamninga á árinu, auk þess sem ákveðið var að auka fjárveitingar til vegamála og atvinnuvega umfram fjárlög. Fjármálaráðherra benti á, að þrátt fyrir þann halla sem fyrir liggur, hefði rekstrarhalli ársins á undan, þ.e. 1988, orðið mun meiri, eða 8,5 milljarðar. Sé litið yfir árin þar á undan var viðvarandi hallarekstur á ríkissjóði 1985, 1986 og 1987 þegar fjármálastjórnin var í höndum Sjáif- stæðisflokksins, þ.á m. Þorsteins Pálssonar. Sér- staklega var ríkissjóðshallinn mikill árið 1986, en þá var hann 6,2 milljarðar, þrátt fyrir að það ár var mikið veltu- og uppgangsár í þjóðarbúskapnum. Fjármála- og tekjuöflunarstefna sjálfstæðismanna á þessum árum réð því að stjórn ríkisfjármála fór úr böndunum og ekkert vafamál að fjármálaráðslag íhaldsins þá hefur skilið eftir sig slóðann fram á þennan dag. Þótt skýringar fjármálaráðherra verði út af fyrir sig teknar til greina um núverandi halla á ríkisrekstri er hallinn eigi að síður talandi tákn um þann vanda sem viðvarandi hallarekstur ríkisins er. Afsökunar- pólitík gengur ekki til lengdar um svo mikilvægan þátt þjóðarbúskapar sem hér um ræðir. Sýndartil- lögur um sparnað duga heldur ekki til neins þegar ráða á fram úr vanda ríkisrekstrar. Það getur endað með því að stjórnendur landsins hætti að gera sér grein fyrir þjóðhagslegu hlutverki ríkissjóðs, þeim verkefnum sem ríkissjóður einn getur valdið í þágu almennrar velferðar og félags- og menningarlegrar uppbyggingar. Vandi ríkisrekstrar, eins og alls annars rekstrar í landinu, stafar af óhæfilegri verðbólgu og þeim ómöguleika sem það er að gera fjárhagsáætlanir í verðbólguþjóðfélagi. Hið eina sem getur tryggt skynsamlega fjárlagagerð og trausta fjármálastjórn ríkisins er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum í heild. Þingmenn skoði klámmyndir Klám og kynferðisglæpir hafa enn á ný orðið viðfangsefni fjöl- miðla og almennings á síðustu dögum. I gærmorgun, þegar Garri var að aka til vinnu hlustaði hann í bflaútvarpinu á þá morgunút- varpsmenn á Rás 2 Ríkisútvarps gera klámið að umtalsefhi og ræddu þeir í þessu sambandi við landskunna kvennalistakonu, Magdalenu Schram. Forsaga máls- ins var sú að í fvrradag hafði dægurmáladeild RUV fengið til sín fjórar eða fúnm kvennalista- konur sem kalla sig „Hópur gegn klámi" til þess að horfa á klám- mynd í beinni útsendingu í útvarpi! Klámmy ndimar höfðu verið keypt- ar samkvæmt smáauglýsingu í DV og eins og fram hefur komið hér í Tímanum þegar fjallað var um þessa óvenju opinskáu dreifingu á klúmi er hún algerlega ólögleg og er til rannsóknar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Pólitísk myndbandasýning Er skemmst frá því að segja að þessi útvarpsbíómynd stóð sem betur fer ekki lengi yfir, og sögðust konurnar allar svo reiðar og sjokk- eraðar að þær mættu vart mæla. Enda sögðu þær raunar fátt annað en það að bráðnauðsynlegt væri að hóa saman alþingismönnum og öðrum helstu ráðamönnum þjóð- arinnar á einn stað til þess að kvennalistahópurinn gegn klámi gæti sýnt þeim þessar myndir. Þá fyrst væri von til þess að eitthvað væri gert í því að klám yrði upprætt á íslandi. Sérstaklega virtust kon- uniar halda að þetta væri rökrétt leið til að uppræta þennan ákveðna dreifingaraðila sem auglýsir sín fullorðinsmyndbönd í gegnum smáauglýsingu í DV. Spyrill dægurmáladeildar spurði þær raunar hvort ekki væri ráð að kæra þetta til RLR áður en efnt yrði til allsherjar klámmyndbanda- sýningar á Alþingi, en slikt þótti þessum ágætu konum ekki líklegt til árangurs. Eins og áður sagði urðu meðlim- ir Klámhópsins svo reiðar að þær máttu vart mæla og því var það að morgunútvarpsmenn sáu ástæðu til að ræða við Magdalenu Schram í gær eftir að hún hafði náð sér að nokkru. Ekki virtist hún þó hafa haft samband við RLR, sem þó mun vera að rannsaka málið, en hélt sér fast við hugmyndina um alþingismannabíó. Klám - kúgun kvenna Hjá Magdalenu kom fram mjög ákveðin hugmyndafræði varðandi klúni, sem orða mætti eitthvað á þessa leið: „Klám er viðurstyggileg niðurlæging karimanna á konum, og stuðlar að því að viðhalda kynjamisrétti í þjóðfélaginu og er því fyrst og fremst kvenfjandsam- legt athæfl." Eitthvað í þessum dúr var efnisinntakið, og ef Garri þekk- ir reynsluheim Kvennalistans rétt er næsta skref röksemdafærslunnar það að þar sem klámið sé kven- fjandsamlegt með þessum hætti hljóti það að vera eitt af tækjum karlmanna til að viðhalda kúgun sinni á konum. Og vegna þess að frelsun kvenna undan kúgun karlmanna er pólitískt markmið kvennalistakvenna verður skiljan- legt hvers vegna klámmyndir á að sýna á pólitískum vettvangi (Al- þingi) frekar, en að kæra slíka dreifingu til Rannsóknarlögregl- unnar. En það ótrúlega gerðist að morg- unútvarpsmaðurinn maldaði í mó- inn og sagðist telja að í fjölmörgum tilfellum væri hlutverkaskipanin í kláminu önnur og það væru karl- mennirnir sem væru niðurlægðir af koiiuni. Slíkl tók Magdalena mjög óstinnt upp og það svo mjög að morgunútvarpsmaðurinn sá sig til- neyddan til að koma með ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Vitn- aði hann til klámmyndar sem hann hafði séð - af tilviljun að sjálfsögðu - í innanhússsjónvarpskerfi á ein- hverju hótelherbergi sem hann var staddur í úti í útlöndum. Magda- lena virtist þó ekki sannfærð af þessu dæmi, en Garri getur hins vegar staðfest að einmitt þessi morgunútvarpsmaður ætti að vita um hvað hann er að tala í þessum efnum. Fyrir nokkrum árum las Garri eftir hann blaðagrein þar sem hann lýsli ferð sinni um Rauða h verfift í Amsterdam í fylgd mellu- dólgs sem útskýrði hinar ýmsu hliðar og útgáfur á þeirri ónáttúru og lauslæti sem þar þrifst. Þetta var hin fróðlegasta grein þar sem klámiðnaðinum í Amsterdam voru gerð ágætis skil á mjög snyrtilegan hátt og af fullii velsæmi. Auk þess er maðurinn menntaður sálfræft- ingur. Kannski mál fyrir RLR Þess vegna hcfur Garri tilhneig- ingu til að trúa því sem þessi ágæti morgunútvarpsmaður sagði, nefhi- lega að sá sjúkleiki og ónáttúra sem gjaman keiimr fram í klámiðn- aðinum sé flóknari en svo að hægt sé að alhæfa að hann sé niðurlæg- ing karla á konum. Á hinn bóginn er því ekki að neita að um leift og slíkt er viðurkennt, fellur um sjálft sig að sjálfkrafa sé hægt að beita klámmy ihIhiii fyrir vagn kvenfrels- isbaráttu og snúa þeim upp í kvennapólitíska baráttusamkomu þar sem alþingismenn fara saman í bíó. Þegar Garri var búinn að aka alla leið til vinnu stóðst það nokkuð á endum að fróðlegum útvarpsum- ræðum um klám var að Ijúka. Þegar hann steig út úr bflnum fannst hoiiuin að eftir allt væri dreifing á klámmyndum sennilega frekar mál fyrir rannsóknarlög- reglumenn en alþingismenn. Garri Sannleikurínn mun gera yður óf rjálsan „Ríkisstyrkir til flokksblaða" er sígilt umræðuefni sjálfstæðis- manna, sem eru duglegir að fría sjálfa sig og málgögn sín frá því að taka við ríkisstyrkjum. En sann- leikurinn er sá að engin blöð þiggja eins mikið frá því opinbera til útgáfu og þau blöð sem styðja og styrkja Sjálfstæðisflokkinn með ráðum og dáð. Skemmst er að minnast þegar fjármálaráðuneytið veitti Morgun- blaðinu syndakvittun fyrir 750 ein- tökum af Mogga, sem ríkisstofnan- ir kaupa. Taka varð út orðið styrk- ur og setja kaup í staðinn og ríkið kaupir eins mikið af Mogga og öðrum blöðum og með nákvæm- lega sama hætti. Guðmundur Magnússon, sagn- fræðingur, geysist um leiðarasíðu DV í gær og er að rífast við Þjóðviljann um einhverja fjöl- miðlastyrki sem Svavar ætlaði að koma á og við í þessu horni skiptum okkur ekki af þeirri stælu. Hégiljur Hins vegar j aplar sagnfræðingur- inn á gamalli og nýrri áróðurstuggu sem samanlögðu fjölmiðlaveldi íhaldsins ætlar aldrei að verða bumbult af. Guðmundur kallar Tímann vinstra blað og hafi upp á fátt að bjóða nema flokkspólitískan áróð- ur, og fyrir hön'' >alesenda ákveður hann eitn að fólki leiðist einhæft trúboð. Vafi leikur á hvort sagnfræðing- urinn les Tímann nokkru sinni, en þykist fær um að kveða upp dóma um innihald blaðsins. Heimildir hans sýnast helst vera álíka upp- lýstir áróðurspennar sem ekki kunna að gera greinarmun á stað- reyndum og eigin hégiljum. Því er logið blákalt í málgögn Sjálfstæðisflokksins, að „flokks- sneplar sem enginn vill lesa" lifi á blaðastyrkjum og allir aðrir eru hvítþvegnir af þeirri synd. Á fjárlögum hverju sinni eru stjórnmálaflokkunum veittir styrk- ir til starfsemi sinnar, og fær Sjálf- stæðisflokkurinn stærri skerf en aðrir vegna stærðar sinnar. Þetta er það sem óvandaðir leigupennar íhaldsins kalla blaða- styrki handa flokksblöðum. Sjálf- stæðisflokkurinn mun veita þessum ríkisstyrkjum til annarrar útgáfu- starfsemi en til Mogga og DV. Ætti nú Guðmundur Magnússon og allur sá skari sem sérhæfir sig í hálfsannleika um blaðastyrki handa flokksblöðum að fara að kynna sér hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn ver sínum framlögum af ríkisstyrknum og hve mikið ríkið og stofnanir þess kaupa af Mogga ogDV. Stærsti styrkþeginn Hvað græðir Morgunblaðið og DV á tollaeftirgjöf á blaðapappír? Eftir því sem blöðin eru stærri að upplagi og síðufjölda fá þau hærri ríkisstyrk í formi tollaeftirgjafar. Reikni svo hver sem betur getur hverjir eru stærstu styrkþegarnir. Auglýsingar frá opinberum stofnunum svo sem ríkisbönkum eru hafðar stærri í Mogga og DV en í öðrum blöðum og birtast þar mun oftar. Sjálfskipaðir sér- fræðingar auglýsingastofa í mark- hópum ráðskast með auglýsingafé skattborgara þessa lands og ákveða í einfeldni sinni að stærð og upplag blaða segi einhliða til um gildi þess að auglýsa í því. Kjaftagleiðir stráklingar á aug- lýsingastofum úthluta meira ríkisfé til fjölmiðla en Alþingi gerir samanlagt. Þarna er enn rann- sóknarefni fyrir áhugamenn um frjálsa fjölmiðlun. Guðmundur sagnfræðingur Magnússon skrifar um styrkjaglaða ráðamenn og leigupenna þeirra og á þá auðvitað við þá sem hann staðhæfir í fáfræði sinni, að starfi við ríkisstyrkt flokksblöð sem ekk- ert erindi eiga á „kjörbúðarlýðræði markaðarins," en þar skilst manni að Moggi og DV eigi sitt athvarf og óðal. Ef þeir sem reka áróðurinn um ríkisstyrktu flokksblöðin hættu að trúa sínum eigin þvættingi og leita staðreynda málsins gæti farið illa fyrir þeim, því sannleikurinn mun gera þá ófrjálsa. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.