Tíminn - 23.02.1990, Síða 7

Tíminn - 23.02.1990, Síða 7
Föstudagur 23. febrúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Háskólinn á Akureyri þarf sjálfstæðan tekjustofn Athyglisverðasta grein, sem ég hefi lesið í Reykjavíkur- blöðunum á þessum vetri, birtist í Tímanum 4. janúar síðastliðinn. Höfundur hennar var ívar Jónsson en fyrir- sögnin var „Háskólinn á Akureyri“. í grein þessari var sagt frá því að háskólinn á Akureyri hefði farið þess á leit við fjárveitingavaldið að fá 210 milljóna króna framlag á fjárlögum 1990 en menntamálaráðherra og fjármálaráð- herra lækkað það í fjárlagafrumvarpinu niður í 78 milljónir. Þeíta sætti að sjálfsögðu hörðum mótmælum og var framlagið hækkað um 20 milljónir í meðferð þingsins. En með því er sagan ekki fullsögð. Fjármálaráðherra og menntamálaráðherra hafa lagt til í nýjum sparnaðartillögum að þessar 20 milljón krónur verði lækkaðar um 5 milljónir eða niður í 15 milljónir. Allar líkur benda til þess að þetta verði til þess að sjávarút- vegsdeild Akureyrarháskólans geti ekki starfað á þessu ári eins og fyrirhugað var. Hafði þó Kaupfé- lag Eyfirðinga gert sitt til að greiða fyrir því að svo gæti orðið með því að leggja deildinni til húsnæði sem væri leigulaust í þrjú ár. Ekki verður þessi niðurskurðar- tillaga rökstudd með því að tor- fundinn hafi verið annar skynsam- legri niðurskurður á útgjaldaliðum menntamálaráðuneytisins. Bygg- ingamefnd Þjóðleikhússins hefur skýrt frá að breytingar þær sem hún vill gera á sal leikhússins muni alltaf kosta 15 milljónir króna. Trúi því hver sem vill en oft hafa útreikningar arkitekta reynst vara- samir undir slíkum kringumstæð- um og því líklegt að kostnaður geti orðið tvöfald\ir eða þrefaldur. Fyrir menntamálaráðherra var næsta auðvelt að fella niður þessar breytingar sem byggingarnefndin hafði fyrirhugað á Pjóðleikhúsinu þar sem hún hafði sætt hörðum mótmælum hinna marktækustu manna og sparað þannig 15 millj- ónir og sennilega tvöfalda eða þrefalda þá upphæð. Framlagið til háskólans á Akureyri var því auð- velt að hækka í stað þess að skera það niður. Akureyrarháskólinn er vafalaust eitt mikilvægasta hagsmunamál landsbyggðarinnar. Ef draga á úr fólksflótta til Reykjavíkursvæðis- ins og afstýra þar fyrirsjáanlegum íbúðaskorti og atvinnuleysi er nauðsynlegt að efla annan stað utan Reykjavíkur sem gæti orðið keppinautur höfuðborgarinnar jafnt efnahagslega og menningar- lega. Háskóli á Akureyri, sem fengi nauðsynlegan stuðning, myndi draga til sín fólk sem annars leitaði til Reykjavíkur. Lítum aðein stuttlega á hvaða þýðingu Reykjavíkurháskólinn hefur fyrir höfuðborgina. Nú eru innritaðir í Háskólann 4500 stúd- entar sem verða sennilega 5000 innan skamms. Fastir kennarar við Háskólann, þ.e. prófessorar, dós- entar og lektorar, eru um 300. Við þetta bætast sennilega álíka margir stundakennarar sem hafa hluta at- vinnu sinnar hjá Háskólanum. Fað er því ekki fjarri lagi að áætla að nemendur og kennarar við Háskól- ann séu talsvert á sjötta þúsund. Mikill meirihluti þessa fólks er fjölskyldumenn, þannig að ekki er fráleitt að tvöfalda þessa tölu, ef telja á í einu lagi alla þá sem eru tengdir Háskólanum. Ótaldar eru svo þær ýmsu þjónustustéttir sem hafa atvinnu vegna þeirra íbúa höfuðborgarinnar sem tengjast Háskólanum. Ef allur þessi mann- fjöldi væri á sérstökum kaupstað myndi hann fara langt í að nálgast Hafnarfjörð eða Kópavog að mannfjölda. En Háskólinn hefur þó ekki meginþýðingu fyrir Reykjavík af þessari ástæðu. Hitt skiptir senni- lega meira máli að hann er mesta mennta- og menningarstofnun þjóðarinnar. Áhrif hans á þjóðlífið eru svo mikil að engin stofnun önnur kemst þar í námunda. Þetta ætti að geta skýrt það hvaða þýðingu það hefur fyrir landsbyggðina að efla Akureyrar- háskóla sem vel stæða og vandaða menntastofnun sem getur keppt við Reykjavíkurháskólann um nemendur og kennara. Það ætti að vera nokkuð ljóst að þetta næst seint með framlögum úr fjárvana ríkissjóði. Hér verður að grípa til annarra ráða og þá kemur mér helst í hug það ráð, sem Guðjón Samúelsson gaf Alexander Jóhannessyni, að tryggja Há- skólanum sjálfstæðan tekjustofn. Á sama hátt þarf Akureyrarháskól- inn að fá sjálfstæðan tekjustofn, hvort sem það verður happdrætti, lottó eða eitthvað annað. Norð- lendingar og brottfluttir Norðlend- ingar þurfa að sameinast um að skapa slíkan tekjustofn. Það á að vera kappsmál þeirra, og raunar allra landsmanna, að á Akureyri rísi vegleg háskólastofnun sem stuðli að jafnvægi byggðarinnar í landinu og styrki menningu þjóðar- innar á margvíslegan hátt. Að síðustu þetta: Á næstu árum mun stúdentum hér fjölga um mörg hundruð. Spurningin er þá sú hvort heppilegt sé eða æskilegt að fjölga e.nn nemendum og kennurum við Reykjavíkurháskóla um mörg hundruð. Stækkun hans myndi ekki reynast þjóðinni ódýrari en efling háskólans á Akureyri, en með henni væri stefnt að heilbrigð- ari byggðaskipan og fjölþættara og auðugra menningarlífi. Minnumst þess í þessu sambandi hvaða áhrif Menntaskólinn á Akureyri hefur haft á menntun og þjóðlíf. Háskóli á Akureyri gæti haft enn meiri áhrif, og þó einkum þegar nýr tími krefst meiri og fjölþættari þekking- ar í atvinnumálum þjóðarinnar og á flestum sviðum öðrum. Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðurlands: Þjóðleg byggðastefna Breytt þjóðfélagslegt umhverfi Misvísun íslenskrar hagstjórnar er aö ganga sér til húöar. Ef við ætlum að njóta stöðu landsins samgöngulega og viðskiptalega, á milli heimshluta, sérstöðu auðlinda landsins, er Ijóst að þjóðin verður að taka upp nýja sambúðarhætti. Sú spurning er áleitin hvort við eigum að nálgast Efnahagsbandalagið eða ekki. Það gætu verið á því verulegir meinbugir að ganga í Efnahagsbandalagið að öllu óbreyttu. Hér er fyrst að nefna sameiginlegan rétt til fiskveiða í íslenskri landhelgi og í öðru lagi sameiginlegan vinnumarkað. Svo getur farið að þessi ágreiningur verði til þess að ísland verði ekki beinn aðili að Efnahagsbandalag- inu. Ljóst er að þjóðin verður að gera víðtækan samstarfs- samning við bandalagið, sem jafngildir því að íslenskt efnahagskerfi aðlagist viðskiptaháttum þess. Þetta verður meginverkefni í íslensku efnahagslífi næstu misser- in. Samhliða þessu verður að tryggja íslenskum atvinnuvegum raunhæf rekstursskilyrði. Sama á við um menningarleg og tæknileg samskipti við aðrar þjóðir. Staða landsins og þróunarstig þjóðfélagshátta á íslandi gefur góðar vonir um að þjóðfélag okkar standist þetta og þjóðin verði hlut- verki sínu vaxin, og nái viðunandi samstöðu við stærri samfélög. Það er ekki nýtt í þjóðarsögunni að þjóðin hafi verið fáliðuð í landi sínu, áður vegna ónógra búsetu- skilyrða en nú of fámenn til að standa undir möguleikum sem landið hefur upp á að bjóða þannig og þeim kröfum sem sjálfstæð þjóðartilvera krefst. Eyður í byggðum landsins geta um síðir myndað skilyrði vegna ónýttra landkosta sem freisti út- lendinga. Viss búsetujöfnun er undirstaða þess að þjóðin geti haldið yfirráðum í sínu landi. Fari svo að stórir hlutar landsins falli úr byggð er ljóst að ekki verður varist að til landsins leiti innflytjendur, þótt síðar verði. Þjóðartilvera íslendinga í strjálbýlu landi gerir byggðastefnu að undirstöðuatriði sjálfstæði þjóð- ar í þessu landi. Framundan eru mikilvægir tímar, þar sem reynir á úrræði þjóðarinnar. Það er ekki hægt að reka þjóðarbúskap með sama hætti og félagsmálastofnanir. íslendingar mega þó ekki hverfa frá mannúðlegri, samfélagslegri þjóðskipan að hætti stærri þjóða. Meginniðurstaðan er sú að ís- lenska þjóðfélagið getur verið prófsteinn á það hvort lítið þjóðfé- lag fær staðist á tímum hinna stóru heilda, þegar landamærin á milli þjóðlanda skipta ekki lengur máli. Liður í þessu er að móta nýja þjóðarstefnu sem markast af að- stöðu þjóðarinnar til að nýta sér tilveru sína í stórri og hreyfanlegri heimsmynd. Á þessu byggist jafnstaða og sjálfstæði þessarar þjóðar á borð við aðrar þjóðir. Þjóðleg byggðastefna Dagleg vandræði í atvinnumál- um sem oftast eru fylgifiskar tví- gengisstefnu íslenskra efnahags- hátta og einkenna stjórnmálameð- ferðina. Þetta daglega strit stjórn- málamanna hefur blindað margan og lokað yfirsýn bestu manna. Við verðum að hverfa frá þessum starfsháttum. íslenskt efnahagskerfi er að komast út úr skeiði mistaka. Nú eru uppi veigamiklar aðgerðir til að byggja upp atvinnulíf lands- byggðarinnar á vegum Atvinnu- tryggingarsjóðs útflutningsgreina og hlutafjársjóðs. í raun og veru brann upp allt eigið fé hinna mörgu landsbyggðarfyrirtækja sem sett voru á stofn til að tryggja atvinnu á landsbyggðinni vegna efnahags- legra mistaka. Reynslan hefur sýnt oftar en einu sinni að fjármagnsleg upp- bygging þorra atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi úti á landi á sér félags- legar rætur í því umhverfi, þar sem stofnað var til þeirra. Ekki eru líkur til þess að þeir sem fjárfesta eingöngu vegna hagnaðarvonar- innar telji það fýsilegan kost að leggja fé sitt í atvinnurekstur, sem auk vonarinnar um að ná endum saman, hefur öðrum þræði það meginmarkmið að halda uppi at- vinnu. Byggðarlegar aðgerðir í atvinnu- málum liggja í því að gera byggðar- lögum kleift að eignast atvinnutæki sem þeim markmiðum að auka byggðafestu, nýta landkosti og tryggja atvinnuöryggi. Hin nýja raunhæfa byggðastefna verður að byggjast á því að treysta undirstöðu þeirra fyrirtækja sem gegna áðurnefndu hlutverki. í þessum efnum verður að gæta þess að ábyrgð á uppbyggingu og rekstri verði í höndum heimamanna og að ekki sé verið að stofna til sam- keppnisfyrirtækja innbyrðis í byggðarlögum, þar sem ekki eru samkeppnisskilyrði fyrir hendi. Hlutverk byggðaaðgerða er að útvega slíkum fyrirtækjum fram- lagalán, sem gegnir hlutverki eigin fjár á meðan fyrirtækin eru að ná eðlilegu jafnvægi um arðsemi. Þetta fjármagn verði vaxtalaust á venjulegum afborgunartíma stofnlána, en breytist eftir það í lengri lán. Sé ekki gripið til þess konar byggðaaðgerða og einhliða arð- semissjónarmið látin ráða mun at- vinnurekstur færast saman í land- inu í fáa stóra bæi. Þessi þróun getur haft kosti svo framarlega sem ekki falli landkostir í órækt, og að byggðaeyður myndist í landinu, sem á síðari áratugum mundu skapa skilyrði fyrir óhamið að- streymi útlendinga. Með endurmótun pólitískra við- horfa verður ekki hjá því komist, þrátt fyrir það meginsjónarmið að þjóðin verði að aðhæfa sig í nýrri heimsmynd, að gæta verður sér- sjónarmiða lands og þjóðar í grimmum heimi tillitsleysis, ella verður þetta litla þjóðfélag gleypt og hlutverk þess verður að vera útkjálki stórrar heildar. í þessum efnum á þjóðleg byggðastefna hlutverki að gegna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.