Tíminn - 23.02.1990, Side 8

Tíminn - 23.02.1990, Side 8
J > • Föstudagur 23. febrúar 1990 Föstudagur 23. fébruar 1990 8 Tíminn Tíminn 9 Ásgríms- son xr* Hér má sjá glæsilegt nýlegt fjölbýlishús í Grafarvogi í Reykjavík, byggt innan verkamannabústaðakerfisins. tveggja ára barn sem vinnur við verslun- arstörf og er launuð samkvæmt taxta, hefur 54 þúsund á mánuði í laun en fær auk þess meðlag með barninu sem er um 9 þúsund kr. en greiðir rúmar 8 þús. kr. fyrir barnagæslu. Stúlkan býr í leiguíbúð og greiðir fyrir hana 29 þúsund kr. á mánuði. Hún hefur því um 25 þús. kr. til að fæða og klæða sjálfa sig og barnið. Stúlka þessi skildi við mann sinn á síðasta ári. Eftir að bú þeirra hafði verið gert upp kom tveggja milljóna króna skuld í hlut stúlkunnar. Hún hefur sótt um íbúð í verkamannabústöðum en biðtíminn er langur. Á meðan verður hún að búa í leiguhúsnæði. Þar sem 29 þúsund króna húsaleiga er henni fjárhagslega illviðráðanleg svaraði hún auglýsingu í einkamáladálki DV um íbúð til leigu fyrr í vikunni. í ljós kom að íbúðin var sæmileg tveggja herbergja íbúð í Breiðholti. Eigandinn, maður um sextugt, vildi gjarnan leigja stúlkunni íbúðina: „Ég get leigt íbúðina á sextíu þúsund," sagði hann. „Þú getur fengið hana á tíu til fimmtán þúsund á mánuði eða jafnvel minna og ég hef lykil að íbúðinni og kem í heimsókn til þín nótt og nótt,“ sagði maðurinn. En þetta er ekki einsdæmi: Stúlka sem er háskólanemi frétti nýlega af íbúð gegnum kunningja sem hún hugsanlega gæti fengið leigða. Hún hitti síðan eig- andann sem býr í kaupstað á Norðurl- andi: „Mér líst vel á þig ljúfan og þú getur fengið íbúðina," sagði maðurinn, Þegar stúlkan spurði um leigukjörin sagði íbúðareigandinn að það væri nú ekki aðalmálið. Hann væri athafnamað- ur og kæmi viku- til hálfsmánaðarlega til Tínianiynd Pjetur. Reykjavíkur og dveldi þar frá einum upp í nokkra daga. „Ég kem þá og verð hjá þér hér í íbúðinni og þú býrð í staðinn frítt - greiðir enga leigu og ég læt þig vita með a.m.k. dags fyrirvara áður en ég kem ef þú átt kærasta og þarft að gera einhverjar ráðstafanir áður,“ sagði þá íbúðareigandinn. -sá Leigubrask í verkamannabústöðum Rökstuddur grunur leikur á að veru- legur fjöldi íbúða í verkamannabústöð- um, jafnvel allt að 10% slíkra íbúða í Reykjavík séu leigðar út á almennum leigumarkaði án samþykkis Fram- kvæmdanefndar um byggingu verka- mannabústaða. Talið er að milli þrjú— og fjögur hundruð íbúðir séu þannig leigðar út og sumar hverjar hafa þannig verið leigðar út um árabil, sumar á okurleigu. Þar sem ólöglegt er að leigja íbúðirnar án samþykkis framkvæmdanefndar þá eru íbúðirnar yfirleitt leigðar með því skilyrði að leiguverð sé ekki talið fram á skattaskýrslu leigutaka. Þar með er ótrúlegt að leigusalar telj i fram leigutekj- ur á sínum skattaframtölum. Þannig virðast verkamannabústaðir vera orðinn umtalsverður hluti hins svarta leigu- markaðar á höfuðborgarsvæðinu. Heyrst hefur að þriggja herbergja íbúð í verka- mannabústað í Breiðholti sé leigð út á 60.000,00 krónur á mánuði - sextíu þúsund krónur. Félagslega kerfið misnotað íbúðum í verkamannabústöðum er úthlutað fátæku fólki, eða sú er að minnsta kosti hugsunin. Meginhluti and- virðis íbúðanna, eða jafnvel allt andvirði þeirra er lánað á niðurgreiddum vöxtum til langs tíma og er því svartur hagnaður leigusalanna miklum mun meiri en lög- legur og skattlagður arður þeirra sem leigja íbúðir á opnum markaði og fyrir opnum tjöldum. Tíminn hefur rætt við fólk sem leigir íbúðir í verkamannabústöðum og eitt var sameiginlegt með fólkinu öllu: Ekk- ert þeirra vildi koma fram undir nafni þar sem það óttaðist að missa húsnæðið og hafa síðan í engin hús að venda. Nokkuð var misjafnt hvernig aðdrag- andi að leigumálinu hafði verið. Sumir höfðu fengið íbúðina á leigu eftir að hafa séð auglýsingu í dagblaði, skoðað íbúð- ina og í framhaldi af því gert tilboð. Aðrir höfðu fengið íbúðina til leigu hjá kunningjum eða gegnum kunningja sem þekktu íbúðareigendur. í öllum tilfellum var um fyrirframgreiðslu að ræða en misjafnt fyrir hve marga mánuði hún var. Leigan var yfirleitt svipuð og gerist og gengur á leigumarkaðnum með nokkrum undantekningum þar sem um var að ræða hreint okur. Dæmi um slíkt er að tveggja herbergja íbúð er leigð á yfir fjörutíu þúsund og þriggja herbergja íbúð á sextíu þúsund eins og fram kemur hér að framan. Sameiginlegt var með öllum þessum leigumálum að við upphaf þess var það skilyrði sett að leiguupp- hæðin yrði ekki gefin upp til skatts. Sem dæmi um ósköp venjulega svarta útleigu á íbúð í verkamannabústað höf- um við þar sem ung hjón leigja tveggja herbergja íbúð í Hólahverfi í Breiðholti. Maðurinn hefur leigt íbúðina í þrjú ár og borgar nú 38 þúsund á mánuði en leigusalinn hefur tilkynnt að frá 1. mars hækki leigan í 45 þúsund eða að fjöl- skyldan geti tekið pokann sinn. Allt neðanjarðar og kolsvart Það á semsagt að hækka leiguna upp fyrir það sem almennt fæst fyrir svipaðar íbúðir sem leigðar eru fullkomlega lög- lega. Ólafur Gránz hjá Leigumiðlun húseigenda sagði að algengt leiguverð fyrir þriggja herbergja íbúðir væri um 33-37 þúsund kr. á mánuði. Ólafur sagði að hjá Leigumiðlun hús- eigenda væri það regla að hafa ekki milligöngu um leigu á íbúðum í verka- mannabústöðum nema að fyrir lægju tilskilin leyfi frá stjórn verkamannabú- staða og öllum lögum og reglum um leigu á þeim væri fullnægt. Algeng leiga fyrir tveggja herbergja íbúðir væri 8-10 þúsund kr. og fyrir þriggja herbergja íbúðirnar þetta 14-15 þúsund. Ólafur sagði að full þörf væri á að stjórn verkamannabústaða tæki af skarið og kæmi því rækilega á framfæri hvaða lög og reglur giltu um leigu á verka- mannabústöðum. Þannig yrði komið í veg fyrir að fólk tæki slíkar íbúðir á leigu í góðri trú og lenti síðan í vandræðum ef eitthvað kæmi upp á. í gildandi lögum um byggingasjóð verkamanna og um verkamannabústaði segir að tilgangur sjóðsins sé að annast lánveitingar til bygginga félagslegra íbúða með það að markmiði að bæta úr húsnæðisþörf láglaunafólks. Takmarkaður eignarréttur Réttur til að kaupa íbúðir í verka- mannabústöðum er bundinn ákveðnum skilyrðum sem eru m.a. að tekjur séu ekki ofan ákveðinna marka, að umsækj- endur eigi ekki íbúð fyrir eða samsvar- andi eign. Um sölu á íbúðunum eru ákvæði um að stjórnir verkamannabústaða á hverj- um stað annist ráðstöfun þeirra, hvort sem íbúðirnar eru nýjar eða notaðar. Eignar- og ráðstöfunarréttur íbúðareig- enda er því takmarkaður í lögunum og eins í reglugerðum. Sama er að segja um leigu á íbúðum í verkamannabústöðum. Um hana segir í 65. grein laga um þessi mál frá 1988: „Ekki er heimilt að leigja íbúð í verka- mannabústað án samþykkis stjórnar verkamannabústaða og er leigusamning- ur ella ógildur. Stjórnin getur bundið samþykki sitt til útleigu skilyrðum um fjárhæð leigunnar og leigutíma. Ef ekki er farið eftir settum reglum er heimilt að gjaldfella lán þau sem greinir í 66. grein laga þessara.“ Andi laganna um verkamannabústaði er því sá að íbúðir í verkamannabústöð- um séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá efnaminni í þjóðfélaginu og að einmitt þessar íbúðir skuli því ekki vera vett- vangur fyrir brask einstaklinga. Þær eru hluti af samhjálparkerfinu og því ekki ætlast til að fólk í þokkalegum álnum geti komist yfir þær, hvað þá heldur að fólk noti þær til að hagnast með þeim á kostnað fátæks fólks eftir að eigendur sjálfir hafa komist sæmilega í álnir. Árið 1982 kom upp kvittur um ólög- lega leigu á verkmannabústöðum og þá Iét þáverandi stjórn verkamannabústaða hefja könnun á málinu. Þeirri könnun var, eftir því sem næst verður komist, aldrei lokið og niðurstöður fengust engar. Biðtími eftir íbúð í verkamannabú- stöðum er all langur og meðan beðið er á fátækt og lágt launað fólk ekki annars úrkosti en að leita á leigumarkaðinn og þar tíðkast ýmsir siðlausir viðskiptahætt- ir þó að sem betur fer sé það langt í frá einhlítt. Nefnum hér dæmi þótt það tengist ekki beinlínis ólöglegri leigu á verkamannabústöðum: Vandi láglaunakonu og sérkennileg húsaleiguinnheimta Ung stúlka; einstæð móðir með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.