Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.02.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur£3(. fébrúar 1990 Tíminn 9 amannabústöðum rkamannabústaðakerfísins. a ið na itt :n ur Þar sem 29 þúsund króna húsaleiga er henni fjárhagslega illviöráðanleg svaraði hún auglýsingu í einkamáladálki DV um íbúð til leigu fyrr í vikunni. í ljós kom að íbúðin var sæmileg tveggja herbergja íbúð í Breiðholti. Eigandinn, maður um sextugt, vildi gjarnan leigja stúlkunni íbúðina: „Ég get leigt íbúðina á sextíu þúsund," sagði hann. „Þú getur fengið hana á tíu til fimmtán þúsund á mánuði eða jafnvel minna og ég hef lykil að íbúðinni og kem í heimsókn til þín nótt og nótt," sagði maðurinn. En þetta er ekki einsdæmi: Stúlka sem háskólanemi frétti nýlega af íbúð er gegnum kunningja sem hún hugsanlega gæti fengið leigða. Hún hitti síðan eig- andann sem býr í kaupstað á Norðurl- andi: „Mér líst vel á þig ljúfan og þú getur fengið íbúðina," sagði maðurinn. Þegar stúlkan spurði um leigukjörin sagði íbúðareigandinn að það væri nú ekki aðalmálið. Hann væri athafnamað- ur og kæmi viku- til hálfsmánaðarlega til Túnamynd Pjetnr. Reykjavíkur og dveldi þar frá einum upp í nokkra daga. „Ég kem þá og verð hjá þér hér í íbúðinni og þú býrð í staðinn frítt - greiðir enga leigu og ég læt þig vita með a.m.k. dags fyrirvara áður en ég kem ef þú átt kærasta og þarft að gera einhverjar ráðstafanir áður," sagði þá íbúðareigandinn. -«á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.