Tíminn - 23.02.1990, Síða 10

Tíminn - 23.02.1990, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 23. febrúar 1990 Austur-Barðstrendingar athugið Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn á Reykhólum föstudaginn 2. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Guömundur G. Þórarinsson ÓlafurÞ. Þórðarson Strandamenn athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Sunnlendingar Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundir og viðtalstímar verða: Þriðjudaginn 27. febrúar á Stað, Eyrarbakka kl. 21. Miðvikudaginn 28. febrúar í barnaskólanum, Laugarvatni. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrír tölvuvínnslu. Smíðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. viöhald og viðgerðir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall mannsins míns, bróður, föður, tengdaföður og afa Guðmundar Magnússonar Sérstakar þakkir færum við þeim sem veittu honum umönnun í langvarandi veikindum. Guð blessi ykkur öll. Svava Bernharðsdóttir Bernharður Guðmundsson Margrét Guðmundsdóttir Kristján Guðmundsson Þórhallur Guðmundsson Unnur Magnúsdóttir Rannveig Sigurbjörnsdóttir Eyvindur Eiríksson Margrét Hjaltadóttir Herdís Pálsdóttir og barnabörn DAGBÓK Ömólfur Kristjánsson sellóleikari og Nigel Lillecrap pianóleikari. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ömólfur Kristjánsson sellóleikari og Nigel Lillecrap píanóleikari halda tón- leika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar laugard. 24. febrúar kl. 17:00 Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Brahms, Vivaldi og Fauré. Örnólfur stundaði nám við Tónlistar- skóla Kópavogs hjá Páli Gröndal og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunn- ari Kvaran. framhaldsnám stundaði hann við Mannes College of Music í New York og lauk þaðan námi 1988. Nigel Lillecrap stundaði nám við Royal College of Music í London. örnólfur og Nigel eru kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir í leikritinu „Kjöt“ í Borgarleikhúsinu, Borgarleikhúsið um helgina 30. þúsundasti áhorfandinn mun vænt- anlega koma í Borgarleikhúsið um helg- ina. Þá verður jafnframt 60. sýningin á Ljósi heimsins í Litla sal leikhússins. Um helgina verða sýningar á Höll sumarlandsins, Ljósi heimsins, Kjöti og Töfrasprotanum. „Leikfélagsskáld“ Samkoma verður í Borgarleikhúsinu þriðjudagskvöldið 27. febrúar. Ýms skáld, þekkt og óþekkt, munu troða upp með Ijóðlist, söng og sitthvað fleira. Eyvindur Erlendsson, leikari og leik- stjóri, hefur undirbúiðsamkomuna. Dag- skráin hefst á sprengidagskvöld kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Laugardagsganga Hana nú Hin vikulega laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, Iaugar- daginn 24. febrúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Molakaffi á boðstólum. Sólin hækkar og æ fleiri taka þátt í bæjarröltinu Sam- vera, súrefni og hreyfing eru lífsgæði sem allir ættu að sækjast eftir. Þjóðleikhúsið: Síðasta sýnlng á „Litlu fjölskyldufyrirtæki“ í kvöld, laugard. 24. febr. verður síðasta sýning á gamanleiknum Lítið fjölskyldufyrirtæki eftir breska leikskáld- ið Alan Ayckbourn, en sýningargestir eru orðnir rúm 11 þúsund eftir 31 sýningu. Árni Ibsen staðfærði og þýddi leikinn, Andrés Sigurvinsson leikstýrði, Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlist og leik- hljóð, Karl Aspelund hannaði leikmynd, Rósberg R. Snædal búninga og Páll Ragnarsson lýsingu. Arnar Jónsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir eru í aðal- hlutverkum, en alls koma fjórtán leikarar fram í sýningunni. Ekki geta orðið fleiri sýningar á leikn- um vegna annarra sýninga sem koma þarf að fyrir lokun leikhússins í mars. LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Galv. stál og stál til klæðningar innanhúss Gott verð Söluaöilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veirð ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hrínginn. Útivist um helgina Helgarferðir: Tindfjöll 23.-25. febrúar. Gist í Selinu. Gengið á Tindfjallajökul á laugardag. ATH.: Eina ferðin á Tindfjöll í ár. Brottför á föstudagskvöld kl. 20.00. Þórsmörk í vetrarskrúöa 23.-25. febrúar. Nú skartar Þórsmörk í vetrarskrúða. Ekið eins langt og færð leyfir en síðan gengið á gönguskíðum eða farið fótgang- andi síðasta spölinn inn í Bása. Þægilegt gönguskíðaland. Brottför kl. 20.00 á föstudagskvöld. Pantanir og miðar í helgarferðirnar á skrifstofu, Grófinni 1. Sími/símsvari 14606. Dagsferðir sunnudaginn 25. febrúar: Þórsmerkurgangan 4. ferð. Kl. 10.30 Kolviðarhóll - Reykir ■ Ölfusi. Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Kolviðarhóli yfir Hellisheiði, sem fyrrum var ein fjölfarnasta þjóðleið landsins að vetri til. Farið verður upp Hellisskarð (örnefni tengd því: Öxnaskarð, Gamlaskarð, Efri- vellir, Efraskarð) og gengið eftir Hellun- um yfir Orrustuhólshraun og áfram að Hurðarási. Þar gerist staðfróður Ölfyss- ingur fylgdarmaður. Með heiðamar að baki verður gengið niður Kamba. Sunnan við Hamarinn, suður á Torfeyri og yfir Varmá að Reykjum. Þar verður tekið á móti hópnum í Garðyrkjuskóla ríkisins og hann leiddur úr vetrarríkinu í hitabelt- isskóg. Brottför kl. 10.30 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Stoppað við Árbæjar- safn. Kl. 13.00: Hellur - Reykir í Ölfusi. Sameinast árdegisgöngunni við Hellur og gengið áfram að Reykjum. Rútan fylgir eftir síðdegisgöngunni. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Stoppað við Árbæjar- safn. Gönguskíðanámskeið sunnudaginn 25. febrúar Vanur skíðakennari sér um kennsluna. Námskeiðið er hugsað sem framhalds- námskeið af gönguskíðanámskeiðinu 28. janúar og eru þeir sem tóku þátt í því hvattir til að mæta. Byrjendur geta einnig bæst í hópinn. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Sunnudagsfyrirlestur Olavs Bö á nýnorsku í Norræna húsinu Sunnud. 25. febr. kl. 15:00 heldur dr. Olav Bö fyrirlestur í Norræna húsinu sem nefnist: „Karakteristiske drag í norsk folketru". Fyrirlesturinn er fluttur á ný- norsku. Olav Bö er fæddur 1918 í Sætesdal í Noregi. Hann var prófessor við Institutt for folkeminnevitskap í Osló og er einn fremsti þjóðfræðingur Norðmanna. Árið 1987 kom út bók eftir hann um yfirnátt- úrulegar verur í norskri þjóðtrú, og hann hefur skrifað fjölda greina og rita um ýmis þjóðfræði. Háskólafyrirlestur í Odda Dr. Olav Bö heldur einnig fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla fslands í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Sankt Olavs historiske rolle“ og verður haldinn mánudaginn 26. febr. kl. 17:15. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Opinn umræðufundur í Odda um sagnfrædirit útkomin s.l. ár Laugardaginn 24. febrúar heldur Sagn- fræðingafélag fslands opinn umræðufund um nokkur sagnfræðirit, sem komu út á s.l. ári. Fundurinn verður haldinn í Odda á Háskólalóð og hefst kl. 14:00. Þar hefur Guðrún Ólafsdóttir dósent framsögu um „Islenskan söguatlas“ 1. bindi, Helgi Þorláksson sagnfræðingur ræðir um „Sögu íslands" 4. bindi, Loftur Guttormsson dósent fjallar um bók Þór- unnar Valdimarsdóttur „Snorra á Húsa- felli“. Höfundum bókanna og ritstjórum er sérstaklega boðið að koma á fundinn og taka þátt í umræðum. Einnig verða almennar umræður þar sem öllum er heimil þátttaka. Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins íslandsnefnd Letterstedtska sjóðsins hefur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu 1990 til íslenskra fræði- og vísindamanna, sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknarskyni. Tekið skal fram, að ekki er um eiginlega námsferðastyrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til íslandsnefndar Letterstedtska sjóðsins, c/o Þór Magnús- son, Pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir 28. febrúar 1990. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. ÍSi;. Mí W%ý; (í;i) HAFNARBORG ■|l Sýning Eiríks Smith í Hafnarborg Sýning í Hafnarborg, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, á hluta listaverkagjafar Eiríks Smith listmálara til Hafnarborgar, stendur enn. Sýningin eropin kl. 14:00-19:00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 25. febrúar. FIN - Félag íslenskra náttúrufræðinga: Umhverfi, gróðurvernd og landnýting Félag íslenskra náttúrufræðinga gengst fyrir ráðstefnu um umhverfi, gróðurvernd og landnýtingu föstudaginn 23. febrúar á Holiday Inn kl. 09:00-17:00. Sérfræðingar á sviði gróðurverndar og landnýtingar munu flytja erindi. Einnig verður fagleg kynning á starfsemi og viðfangsefnum helstu stofnana og ráðu- ncyta er vinna að gróðurverndar- og landnýtingarmálum. Ráðstefnan er öllum opin. Ámesingafélagið í Reykjavík verður með góukaffi sunnudaginn 25. febrúar kl. 15 á Hótel Loftleiðum, Vík. Sunnudagsferðir F.í. 1. kl. 10:30 - Gullfoss í klakabrynju - Geysir o.fl. Skoðaðir ýmsir áhugaverðir staðir á leiðinni. ökuferð, ágæt færð. Farmiðar við bíl. (2000 kr.) 2. ld. 13:00 Skíðagöngunámskeið í Hveradölum Kennd undirstöðuatriði. Farið í skíðagöngu um nágrennið. Leið- beinandi er Halldór Matthíasson. 3. KI. 13:00 Hellisheiði - Skíðaskólinn, skíðaganga. 4. KL. 13:00 Hellisheiði, gengið með vörðum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni. Frítt f. böm með fullorðnum. Far- miðar við bfl. (1000 kr.) Ungmenni 15-20 ára: Verið er að kanna grundvöll fyrir stofnun Ungmenna- deildar F.f. Ef þið hafið áhuga á slíkri starfsemi getið þið mætt í einhverja af sunnudagsferðunum 25. febr. kl. 13:00 fyrir aðeins 500 kr. Vetrarfagnaður F.f. er laugardaginn 17. mars að Borgartúni 32. Pantið tíman- lega. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. helgar- ferð 9.-11. mars. Hægt er að fá árbækur Ferðafélags íslands á raðgreiðslum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.