Tíminn - 23.02.1990, Qupperneq 16

Tíminn - 23.02.1990, Qupperneq 16
NÚTÍMA FLUTNINGAR Hofnarhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 : 680001 —636300 PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF í LEIÐINNI 37737 38737 Tíniinn FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Heilbrigðiskerfið kostaði sautján milljónum króna til fóstureyðinga á síðasta ári: Tvær fóstureyðingar að meðaltali á dag Samkvæmt upplýsingum Landlæknisembættisins voru gerðar 654 fóstureyðingar hér á landi, eða tæplega tvær aðgerðir að meðaltali á dag. Langflestar þeirra voru framkvæmdar á kvennadeild Landspítalans, en meðaltals- kostnaður við hverja fóstureyðingu þar er um 26.000 krónur. Miðað við þessar tölur var heildarkostnaður heilbrigðiskerf- isins vegna fóstureyðinga á síðasta ári um 17 milljónir króna. Nokkru fleiri fóstureyðingar voru fram- kvæmdar á árinu 1988, eða 673 og á tímabilinu frá 1981-1985 var670 fóstrum eytt að meðaltali hvert ár. Tölur um kostnað við fóstureyð- ingar eru fengnar hjá áætlanadeild Ríkisspítalanna, en nákvæmir út- reikningar þar að lútandi liggja ekki fyrir. Innifalið í þeim 26.000 krónum, sem áætlað er að hver aðgerð kosti, eru viðtöl við lækna og félagsráðgjafa fyrir aðgerð, svo og svæfing, aðgerð og lega inn á sjúkrahúsi ef það reynist nauðsyn- legt. Þessar upplýsingar komu fram í svari Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar al- þingismanns á þingi í gær. Ásgeir Hannes segist þeirrar skoðunar að ríkið eigi ekki að greiða kostnað við fóstureyðingar. Tala fóstur- eyðinga sé óeðlilega há og ekki Ásgeir Hannes Eiríksson þingmaður. eðlilegt að félagsráðgjafar í mörg- um tilfellum beinlínis hvetji fólk til að leggja út í slíka aðgerð. Hann hefur nú í smíðum frumvarp þar sem meðal annars verður lagt til að fóstureyðingar verði háðar strangari takmörkunum en nú er. „Ég tel að ríkið eigi ekki að greiða fóstureyðingar," sagði Ás- geir í samtali við Tímann í gær. „Þetta er ekki læknisaðgerð. Þetta er andhverfan við læknisaðgerð. Þó aðgerðin sé framkvæmd af læknum er þarna verið að taka líf, en ekki vernda. það eða hlúa að þvf, eða lækna eða líkna á nokk- urn hátt. Samt sem áður er greitt fyrir þessa þjónustu úr almanna- tryggingakerfinu á nákvæmlega sama hátt og þegar verið er að vernda líf, hlúa að lífi eða lækna fólk. Þetta finnst mér vera kjarni málsins." Þingmaðurinn sagðist vera þeirrar skoðunar að draga ætti úr svokölluðum félagslegum fóstur- eyðingum, en þær eru fram- kvæmdar þegar félagslegar að- stæður viðkomandi eru taldar það slæmar að ekki sé verjandi að barnið komi í heiminn undir þeim kringumstæðum. „Til þess að það sé sanngjarnt þarf að búa fólki, sem stendur frammi fyrir þessari örlagaríku ákvörðun, aðra kosti. Þeim þarf að standa til boða aðstoð til þess að eiga börnin, annaðhvort til þess að koma þeim á legg eða til annarra foreldra. Það er fjöldinn allur af fólki sem býr í barnlausu hjónabandi og vill taka að sér lítil böm,“ sagði Ásgeir Hannes Ei- ríksson. - ÁG Nefnd á vegum landbúnaðarráö- herra leggur fram róttækar tillögur: LAUSAGANGA STÓRGRIPA ÓLEYFILEG Nefnd sem landbúnaðarráð- herra skipaði í byrjun síðasta árs til að gera tillögur hvernig megi minnka umferð búfjár á vegum, leggur til að lausaganga stórgripa verði bönnuð. Nefndin telur hins vegar þýðingarlaust að setja slíkt bann á lausagöngu sauðfjár þar eð útilokað sé að framfylgja því. Á árunum 1986-1988 fórust 320 kindur og 130 hross í umferðinni. Ætla má að í þessum 450 slysum hafi bónusmissir bifreiðaeigenda numið verulegum fjárhæðum og með tilliti til þess má ætla að tryggingafélögin nái inn með hærri iðgjöldum svipaðri upphæð og þau greiða í bætur fyrir búfé. í lögregluskýrslum kemur fram að oft eru bifreiðar stórskemmdar eða ónýtar eftir slík umferðar- óhöpp einkum þegar hross eiga í hlut. Einnig hafa orðið slys á mönnum. Mál þetta hefur verið allmikið til umræðu á liðnum árum og hefur m.a. verið rætt á fundum Stéttar- sambands bænda. Nefndin telur brýnt að banna alla lausagöngu hrossa og gerir í því sambandi beina tillögu um breytingu á búfjárræktarlögum. Eftir að búið er að breyta lögunum t þessa veru verður farið með öll umferðarslys sem hross valda sem hver önnur umferðarslys og hest- aeigendur mega búast við að verða sektaðir ef sannað þykir að þeir hafi ekki hirt um loka hestinn inn í girðingu. Nefndin telur hins vegar þýðing- arlaust að leggja til bann við lausa- göngu sauðfjár því útilokað sé að framfylgja því. Lagt er til að skipuð verði önnur nefnd sem geri tillögur um hvort, hvar og hvenær hægt verði að koma á slíku banni á sauðféð. Mikið var rætt um girðingar í nefndinni. Hún varð sammála um að girðingar með vegum hefðu takmarkaðan tilgang og alls engan nema að hlið verði sett á vegina sjálfa þar sem girðingunum sleppir. Lögð var áhersla á að girða fjær vegum en hingað til hefur verið gert. -EÓ Eins og sjá má var fólk ekki að kaupa eina eða tvær bækur í Kringlunni í gær. Fólk varð að sýna þolinmæði þvi löng biðröð var eftir afgreiðslu. 'iímainynd pjetur f$i.ryt*AN Fjölmenni á fyrsta degi sameiginlegs bókamarkaðar bókaforlaganna: Gera reyfarakaup á bókamörkuðunum Gífurleg sala á bókum hefur verið á bókamörkuðum sem ýmis bókafor- lög hafa staðið fyrir undanfarna daga. f Kringlunni stendur nú yfir sameiginlegur bókamarkaður for- laganna og er svo að sjá sem bóka- þjóðin hafa alls ekki fengið nægju sína um jólin því bókstaflega hefur verið fullt út úr dyrum. Þetta hlýtur að vera kærkomin búbót fyrir bóka- forlögin því bóksala fyrir síðustu jól var með minna móti. Hægt er að gera mjög góð kaup á bókamörkuðum. Bækur sem fyrir jólin voru seldar á nokkur þúsund krónur fást nú keyptar á nokkur hundruð krónur. Hægt er að fá heimsbókmenntir eins og Faust eftir Goethe á 200 krónur. íslenskir skáldjöfrar fara á litlu hærri upphæð. Það þarf því engan að undra að fólk skuli flykkjast á markaðina. Svo mikill fjöldi var í Kringlunni í gær að margir urðu að bíða í upp undir hálf tíma eftir að fá afgreiðslu. Margt fólk kaupir tugi bóka á mörkuðunum. Blaðamaður Tímans varð t.d. vitni að því í gær er ung kona keypti á fimmta tug bóka. Árni Einarsson hjá Máli og menn- ingu sagði að bókamarkaður síns forlags hefði gengið mjög vel og betur en búist var við. Hann sagði það í sjálfu sér ekkert undarlegt að markaðirnir blómstri því að verðið á bókunum væri hlægilegt og fólk gerði sér ljósa grein fyrir að það gæti gert þar mjög góð kaup. Afgreiðslufólk á mörkuðunum sem Tíminn ræddi við sagði hugsan- legt að einn og einn væri strax farinn að huga að næstu jólum. Greinilegt er t.d. að fólk kaupir mikið af barnabókum. Hvað svo sem fólk ætlar að gera við bækurnar er Ijóst að nú stendur yfir bókavertíð sem hugsanlega má jafna við sjálfa jóla- vertíðina. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.