Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. febrúar 1990 Tíminn 5 Julíus Sólnes fyrsti ráöherra umhverfismála á íslandi, eftir aö frumvarpiö haföi legiö fyrir þinginu í 1 07 daga: „Mín bíða verk- in mörg og stór“ Frumvarp um breytingu á lögum frá 1969, um Stjórnarráð íslands, þar sem kveðið er á um stofnun umhverfisráðuneytis, var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær. Þar með er Júlíus Sólnes orðinn ráðherra umhverfismála, en frumvarpið var lagt fram á Alþingi 8. nóvember í fyrra og hafði því Iegið fyrir þinginu í 107 daga er það varð að Iögum. „Mér líður mjög vel og er náttúr- lega mjög feginn að það er kominn botn í þetta mál,“ sagði Júlíus Sólnes í samtali við Tímann í gær. „Ég leyni því ekkert að mér finnst þetta vera búið að taka alveg óralangan tíma og það að óþörfu, því að þetta er mál sem allir hefðu átt að geta verið sammála um og hefðu í raun allir átt að sameinast um að koma þessu áfram. Undanfarnar vikur og mán- uði hafa verið koma inn á mitt borð hvert verkefnið á fætur öðru sem menn hafa verið að bíða eftir að ég gæti tekið að mér til úrlausnar. Þannig að það má segja að verkefnin bíði mjög mörg og stór.“ Aðspurður um hvers vegna menn hefðu ekki tekið höndum saman og afgreitt málið, vísaði Júlfus til fram- göngu stjórnarandstöðunnar í mál- inu, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks beittu undir það síðasta málþófi við umræður um frumvarpið. „Stjórnarandstaðan sá flöt á þessu máli, að þarna væri hægt að gera ríkisstjórninni skráveifu og hefur nýtt sér málið til þess ýtrasta í þeim tilgangi," sagði nýskipaður ráðherra umhverfismála. Um leið og Júlíus Sólnes tekur við umhverfismálunum lætur hann af embætti ráðherra Hagstofu íslands. „Það var samþykkt meðal stjórn- arflokkanna að forsætisráðherra fái það ágæta embætti til baka. Þó sé ég dálítið eftir þessu starfsheiti, Hag- stofuráðherra, mér var farið að líka það vel,“ sagði Júlíus. Upphaflega var ráðgert að frum- varpið yrði að lögum fyrir áramót og umhverfisráðuneytið tæki til starfa þann 1. janúar s.l. Úr því varð þó ekki, en mikil andstaða var við frumvarpið innan stjórnarandstöð- unnar. Sömuleiðis voru skiptar skoðanir í röðum þeirra þingmanna er studdu stjórnina um hvort mynda skyldi ráðuneyti umhverfismála, án þess að inn í því frumvarpi væru einnig lagabreytingar, sem nauðsyn- legar eru vegna tilfærslu verkefna til ráðuneytisins frá öðrum ráðuneyt- um. Frumvarp um breytingar á lög- um vegna verkefnatilfærslna til um- hverfisráðuneytisins er nú til með- ferðar í allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis og verður væntanlega tekið til annarrar umræðu í deildinni í byrjun næsta mánaðar. í apríl á síðasta ári lagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra fram frumvarp um umhverfis- mál, en upp úr því var skipuð nefnd með fulltrúum þáverandi stjórnar- flokka, auk Borgaraflokks og Kvennalista, til þess að kanna og koma með tillögur um hvernig best yrði staðið að stofnun umhverfis- ráðuneytis. Eftir ítarlega umfjöllun varð nefndin sammála um að fara þá leið að leggja til að stofnað yrði umhverfisráðuneyti með breytingu á stjórnarráðslögunum, þannig að umhverfisráðuneytinu yrði bætt við í upptalningu ráðuneyta. Jafnhliða Júlíus Sólnes fyrsti umhverfisráð- herra landsins: „Ég sé dálítið eftir heitinu Hagstofuráðherra, mér var farið að líka það vel.“ yrði flutt sjálfstætt frumvarp til breytinga á einstökum lögum vegna flutnings verkefna og stofnana til hins nýja ráðuneytis. Einnig yrði gert ráð fyrir að reglugerð um Stjórnarráðið yrði breytt, og þar nánar kveðið á um verkefni um- hverfisráðuneytisins á sama hátt og gerist um önnur ráðuneyti. Þó að sjálft ráðuneytið hafi verið samþykkt, er enn eftir að afgreiða frumvarpið um tilflutning verkefna og stofnana í kjölfar þess. Búast má við að um það mál verði miklar umræður á Alþingi á næstu vikum og jafnvel mánuðum. Skiptar skoðanir eru á nokkur atriði þar að lútandi, m.a. hversu víðtækt vald ráðuneytið skuli hafa í skipulagi landnýtingar og uppgræðslu lands, cn þeir þættir heyra nú undir landbúnaðarráðu- neytið. - ÁG Könnun meðal sjómanna: 53.000 tonnum fleygt? Niðurstaða könnunar sem Krist- inn Pétursson alþingismaður lét gera meðal sjómanna í desember og janúar sl. gefur til kynna að á síðasta ári hafi um 53 þúsund tonnum af bolfiski verið fleygt fyrir borð hjá íslenskum fiskiskipum. Niðurstöður þessarar könnunar birtust í Morgun- blaðinu í gær. í niðurstöðunum kemur fram að mestu er hent af þorski eða um 26 þúsund tonnum, af ýsu er tæpum 4000 tonnum hent, af karfa er um 9 þúsund tonnum hent, af ufsa fara 6 þúsund tonn út fyrir borðstokkinn og af öðrum tegundum 7,7 tonn. Hjá skuttogaraflotanum var sam- kvæmt könnuninni rúmum 36 þús- und tonnum hent fyrir borð. Þar af var 16 þúsund tonnum af þorski hent fyrir borð, 2,4 tonnum af ýsu, 8,8 tonnum af karfa og 3,5 tonnum af ufsa. Af öðrum tegundum var 5 tonnum hent fyrir borð. - ABÓ Formaður stjórnar verkamannabústaða segir ólöglega leigu verkamamannaíbúða orðum aukna, en Misnotkun á sér stað Ég tel mjög orðum aukið að allt að 10% íbúða í verkamannabústöðum í Reykjavík séu í ólöglegri leigu. íbúðirnar eru hins vegar orðnar á fjórða þúsund og því erfitt að fylgjast náið með þessum málum. Þá er það tilfellið að ekki þarf marga gikki í þessari veiðistöð til að koma óorði á allt kerfíð,“ sagði Páll Magnússon formaður stjórnar verka- mannabústaða í Reykjavík. Frétt Tímans í gær af ólöglegri útleigu verkamannabústaða hefur vakið athygli og mörgum ofbýður slík misnotkun og fyrirlitning á fé- lagslegri samhjálp þegnanna sem í þessu athæfi felst. En hvað hefur stjórn verkamannabústaða gert til að fyrirbyggja þessa misnotkun eða hvað hyggst hún gera? Páll Magnússon sagði að stjórnin hefði reglulega undanfarin ár sent bréf til allra húsfélaga í verka- mannabústöðum og spurst fyrir um útleigu á íbúðum. Frá mörgum hefðu borist greið svör en annars- staðar hefðu þau ekki legið á lausu. Þá hefðu starfsmenn stjórnarinnar gengið eftir svörum. Þegar vitneskja fengist um ólög- lega leigu væri viðkomandi íbúðar- eiganda skrifað bréf þar sem honum væri bent á ólögmæti útleigunnar. „Við gerum það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Ákvæði eru í lögum um að sé þetta í tillögum um niðurskurð ríkisút- gjalda er gert ráð fyrir að ffamlag til lfamkvæmda við Þjóðleikhúsið verði skorið niður um 20 milljónir. Skúli Guðmundsson formaður bygginga- nefndar Þjóðleikhússins sagði í samtali við Tfmann í gær að hann hefði ekki fengið endanlega staðfestingu á hver niðurskurðurinn yrði og því ekki tíma- bært að tjá sig um áhrif þessa. Skúli sagði ennlfemur að endanlegar kostn- aðaráætlanir lægju ekki fýrir og því ekki ljóst hvaða áhrif fýrirhugaður niðurskurður kemur til með að hafa. SSH gert megi gjaldfella áhvílandi lán. Eins má sleppa því að reikna íbúðina upp til verðs samkvæmt vísitölu þann tíma sem íbúðin hefur verið leigð út í óleyfi,“ sagði Páll. Hann sagði að ákveðnar reglur giltu um leigu á verkamannaíbúð- um. Þær væru á þá leið að þyrfti fólk vegna atvinnu sinnar eða af öðrum ástæðum að fara úr byggðarlaginu um stuttan tíma hefði verið leyft að leigja íbúðirnar út til allt að 18 mánaða. Stjórn verkamannabústaða ákveður síðan hæfilegt leigugjald sem miðast við að eigendur fái fyrir afborgunum af íbúðinni og fyrir fyrningu. Páll sagði að erfitt væri að sjá við hinni ólöglegu leigu þar sem verka- mannabústaðir eru orðnir það margir, eða á fjórða þúsund. Því væri ekki loku fyrir það skotið að óprúttnir aðilar gætu komist upp með að misnota þetta. Hann sagði að talið hefði verið að núgildandi ákvæði um að segja upp lánum og reikna ekki verðbætur á íbúðirnar þann tíma sem þær væru í ólöglegri útleigu væru nægjanleg til að koma í veg fyrir misnotkun þessa. Reynslan hefði hins vegar sýnt ann- að og því hefði stjórn verkamanna- bústaða óskað eftir því við félags- málaráðuneytið fyrir alllöngu að ákvæðunum yrði breytt á þann veg að stjórn verkamannabústaða verði heimilt að taka íbúðir af misnotend- um og úthluta þeim á ný. í frétt Tímans í gær kom fram að grunur léki á að allt að 10% íbúða í verkamannabústöðum væru leigðar ólöglega út. Páll dró mjög í efa að misnotkunin væri svo stórfelld en sagði þó að stjórnarmenn hefðu stundum látið sér detta í hug að umbeðnar upplýsingar frá húsfélög- um væru ekki alltaf eindregið réttar. Hann sagði að bornar hefðu verið saman skrár um úthlutanir við íbú- askrár og þannig fundist dæmi um ólöglega leigu. Þá hefðu oft borist umsóknir um verkamannaíbúðir frá fólki sem einmitt byggi í verka- mannaíbúðum og leigði ólöglega. -sá Framkvæmdir viö Þjóöleikhúsiö: ÁHRIF NIÐUR- SKURÐAR ÓLJÓS Ars gamalt bréf frá Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra til forsætisráðherra Tékkóslóvakíu: Mótmæli við hand- töku Václavs Havel Fyrir nákvæmlega einu ári sendi Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra Ladislav Adamec, þá- verandi forseta Tékkóslóvakíu bréf þar sem fangelsun Václavs Havel, núverandi forseta, var harðlega mótmælt. Mótmælin voru send í kjölfar handtöku Havels og annarra andófsmanna, sem minnt- ust dauða Jans Palach á friðsamleg- an hátt fyrir um einu ári. Meðfylgjandi er þýðing á bréfi Steingríms til fyrrverandi forseta Tékkóslóvakíu, dagsett24. febrúar 1989: „Fyrir hönd ríkisstjórnar Islands, vil ég koma á framfæri við ríkisstjórn Tékkóslóvakíu hörðum mótmælum vegna handtöku Václ- av Havel og annarra andófsmanna, sem dæmdir hafa verið til langrar fangelsisvistar vegna þess að hafa á friðsamlegan hátt minnst dauða Jan Palach. Þessar aðgerðir verð- um við að túlka sem brot á mann- réttindum eins og þau eru skil- greind í Helsinkisáttmálanum og Röse - Vínarskjalinu, sem ríki yðar er aðili að. Utanríkisráðherra íslands hefur þegar í ræðu sinni í Vín 17. janúar mótmælt tregðu þeirri sem ríkisstjórn Tékkó- slóvakíu hefði þegar sýnt með því að kæra friðsamlega mótmælendur fyrir alvarlega glæpi, þrátt fyrir yðar eigin loforð 15. janúar. Með vísan í vinsamleg samskipti landa okkar, skora ég á ríkisstjórn Tékkóslóvakíu að leysa Havel og aðra andófsmenn úr haldi.“ - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.