Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 24. febrúar 1990 VETTVANGUR Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Umframtek ur borgarsjóds Ritstjórnargrein Tímans 21. febrúar sl. fjallaði um „umframtekjur“ borgarsjóðs. Við fjárhagsáætlunarum- ræðuna í síðustu viku sýndum við borgarfulltrúar minni- hlutans fram á að borgaryfirvöld vanáætla alltaf tekjur borgarinnar. Borgin fékk t.d. árið 1988 tæplega tvo og hálfan milljarð meira í tekjur en frumvarpið hljóðaði upp á, eða sem nemur 25% aukningu. Þetta eru tekjur sem embættismannakerfið getur leikið sér með, svo sem til að kaupa jarðir og veitingahús. að sveitarfélag á landinu. Sann- leikurinn er að hann átti að segja allt að þriðjungi meira. í ræðu sinni segir hann orðrétt: „í upphafi þessa kjörtímabils, sem nú er að ljúka, var ákveðið að efla framkvæmdir í Laugardal... og er til að mynda á þessu ári gert ráð fyrir að verja 300 milljónum króna til framkvæmda í Laugardalnum Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar er ekki skrítið þó að tillögur frá borgarendurskoðanda um skipurit yfir fjármálasvið borg- arinnar séu hundsaðar. Embættismannakerfið vill vera frjálst að því að valsa með fjármuni borgarinnar, óháð afskiptum kjör- inna fulltrúa. Augljóst er að stjórn borgarinnar er að þróast með þeim hætti að áhrif kjörinna borgarfull- trúa fara sífellt minnkandi. Ekki talnaglöggur maður Alvarlegast er að æðsti emb- ættismaður borgarinnar er ekki talnaglöggur. Hann er ef til vill fljótur að skynja skop - en tölur, af og frá. Þegar borgarstjóri fylgdi fjár- hagsáætluninni úr hlaði á blaða- mannafundi í Höfða, hældi hann sér mikið af félagsþjónustu borgar- innar og sagði að borgin ráðstafaði þrisvar sinnum meira á íbúa í þennan málaflokk en nokkurt ann- Hvernig sem ég ieitaði í áætlun- inni fann ég ekki nema rúmar 200 milljónir til framkvæmda í Laugar- dalnum. Eina skýringin sem ég fann var prentvilla í gögnum frá garðyrkjustjóra og borgarstjóri kunni ekki betur framkvæmdatölur borgarinnar en þetta. Hvað munar um 100 milljónir þegar þarf að láta hæla sér? Jafnalvarlegt er auðvitað að for- maður umhverfismálaráðs og for- maður íþrótta- og tómstundaráðs, sem er sami maðurinn, Júlíus Haf- stein, skuli ekki lesa ræðu borgar- stjóra betur og leiðrétta manninn. Meðreiðarsveinar borgarstjóra hljóta að vera búnir að gera sér grein fyrir þessum veikleika hans. Þriðja atriðið sem skýrir getu- leysi borgarstjóra í meðferð talna er bygging Borgarleikhússins. Borgarstjóri er formaður bygg- ingarnefndar Borgarleikhússins og á síðasta ári fóru framkvæmdir tæplega 50% fram úr áætlun eða um eitt hundrað og þrjátíu milljón- ir króna. Þetta kalla ég ekki dæmi um góða stjórnun. Ég þarf varla að taka það fram að borgarstjóri fyrir hönd byggingarnefndar sótti ekki um umframfjárveitingu til borgar- ráðs eins og skylda er þegar Ijóst er að fjárhagsáætlun stenst ekki. Vélfryst skautasvell Borgarstjóri er hörundssár og þarf stöðugt að minna á tilveru sína. Öll árin, sem ég hef setið í borgarstjórn, hefur borgarstjóri í lok ræðu sinnar við framlagningu fjárhagsáætlana farið að nöldra um að við í minnihlutanum hældum honum ekki fyrir þessi og hin verkefnin. Þess vegna skoðaði ég nú vandlega áætlunina til að geta hrósað einhverju vegna þess að ég finn að Davíð er eins og barn sem verður að fá athygli og vera hampað. Ég hældi honum fyrir að ætla að framkvæma núna eitt af kosninga- Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins. málum okkar framsóknarmanna, að fella niður húsaleigu sem íþróttafélög hafa þurft að greiða fyrir afnot af íþróttahúsum. Við fjárhagsáætlun 1988 bar ég fram þessa tillögu en þá var henni hafnað, en batnandi mönnum er best að lifa. En engu er samt að treysta. Enn fremur tók ég fram að við framsóknarmenn erum ánægðir með að fá loksins vélfryst skauta- svell. Samt var það með blendnum tilfinningum sem ég hældi þessari framkvæmd vegna þess að inni í áætluninni gerði ég það einnig, en þá var líka inni í áætluninni að hefjast handa við svellið. Ég ætla til gamans að vitna í ræðu Davíðs um málið 1987, þegar hann sakar okkur um óheilindi vegna þess að við teljum ekki upp framkvæmdir, orðrétt segir hann: „Þess er í engu getið að gera á nýtt vélfryst skautasvell, sem mjög hef- ur verið sóst eftir í borginni.“ En hvað gerist? Árin 1987 og 1988 var ekkert framkvæmt við skautasvellið. Síðan við fjárhagsáætlun í fyrra (1989) segir hann orðrétt: „Borgin er að byrja á vélfrystu skautasvelli, sem lengi hefur verið beðið eftir og lokið verður á næsta ári.“ Lýsa þessi dæmi vel þeim dug- andi borgarstjóra og minnisgóða sem fjölmiðlar éta hver eftir öðrum að hann sé? Hefur þessi maður efni á að hæðast að öðrum ráðamönn- um fyrir að þeir séu gleymnir? Hefur þessi maður efni á að dæma aðra fyrir slæma fjármálastjórn? Málið er að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alltaf getað búið til einstaka „gloríu" í kringum borg- arstjórana sína. Á sama hátt reyna sjálfstæðis- menn í Reykjavík að telja fólki trú um að þeir hafi gert Reykjavík að höfuðborg landsins og nánast búið hana til sem slíka, eins og réttilega er bent á í leiðara Tímans. ARNAÐ HEILLA illllllllllllllí lllllllllllll miiiii Sjötugur: E. Þórarinsson Hjörtur Einn kunnasti maður í íslcnskri bændastétt, Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal, er sjötugur að aldri 24. febrúar. Hann fæddist á Tjörn þann mánaðardag árið 1920 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Sigrúnu Sigurhjartardóttur og Þór- arni Kristjánssyni Eldjárn. Tjörn er kirkjustaður og jörðin var prestsetur frá því snemma í kristnum sið á íslandi, allt til ársins 1917. Síðasti prestur þar var Kristján Eldjárn Þórarinsson, afi Hjartar á Tjörn í föðurætt. Sama ætt hefur setið jörðina í 120 ár eða frá því er séra Hjörleifur Guttormsson langafi Hjartar gerðist þar prestur árið 1870. Móðurætt Hjartar er frá Urðum í Svarfaðardal. Móðir hans Sigrún var dóttir Sigurhjartar Jóhannessonar, bónda á Urðum, og fyrri konu hans Soffíu Jónsdóttur. Systkini Hjartar: Þorbjörg, hús- freyja í Reykjavík, Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, forseti íslands 1968-1980, d. 1982, Petrína Soffía, húsfreyja á Akureyri. Að loknu skyldunámi í barna- skólanum í Þinghúsi Svarfdæla á Grund hjá Þórarni föður sínum fór Hjörtur í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1940. Á þeim árum ráku föðursystur hans, þær Sesselja, Ingibjörg og Ólöf, mötuneyti og leigðu út nokkur herbergi fyrir skólafólk í Brekku- götu 11 á Akureyri. Átti margur námsmaðurinn þar öruggt skjól og athvarf hj á þeim hj artahlýj u önd veg- iskonum og þar voru Tj arnarsystkin- in öll til heimilis yfir skólatíma sinn á Akureyri. Hjörtur er fjölgáfaður eins og fleiri ættmenni hans og námsgarpur hinn mesti í skóla, jafnvígur á allar greinar en líklega hefur íslenska, íslenskar bókmenntir, erlend tungu- mál og náttúrufræðigreinar verið eftirlætisgreinar hans og enn leika honum tilvitnanir í Hávamál, Lilju, Cicero og Virgil létt á tungu þegar svo ber undir. Hann mundi hafa skipað með sóma akademískan kennarastól hvert heldur í málvís- bóndi, Tjörn indum, bókmenntum eða náttúru- fræði hefði hann valið einhverja þá leiðina, en heimahagarnir voru og eru honum kærir og sjálfur hefur hann sagt að sér láti betur líkamleg vinna en langar setur inni við skrifborð. Hann kaus sér því nám sem kæmi honum að notum við búskap og hentaði að nokkru áhuga hans á náttúrufræði. Árið 1941 í miðju stríðinu hélt hann til Skotlands til náms í búvís- indum við Edinborgarháskóla. Það- an brautskráðist hann búfræðikandi- dat 1944. Eftir það lærði hann tækni- frjóvgun hjá Bretum sem á þeim tíma voru að þróa nýjar aðferðir við búfjársæðingar. Mun Hjörtur hafa lagt sig eftir þessu með ráði forvíg- ismanna Búnaðarfélags íslands. Heim kominn gerðist hann ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi íslands við búfjársæðingar 1945 og stofnsetti fyrstu sæðingarstöð á íslandi á Grísabóli við Akureyri 1946 á vegum SNE, Sambands nautgriparæktarfé- laga Eyjafjarðar. Má telja hann brautryðjanda í búfjársæðingum hér á landi. Hann var ráðunautur SNE 1946-1949 og stundakennari við sinn gamla skóla, Menntaskólann á Ak- ureyri, 1948-49. Þegarhérvarkomið sögu flutti hann heim í Tjörn 1950 og tók við búskap af foreldrum sínum. En hann kom aldeilis ekki einn því tveimur árum áður hafði hann eignast fallega og góða eigin- konu, Sigríði Árnadóttur Hafstað, bónda í Vík í Skagafirði, Jónssonar og konu hans Ingibjargar Sigurðar- dóttur. Og þar hljóp á snærið fyrir honum því Sigríður er mikil mann- kosta- og atgerviskona sem skipar með sæmd og skörungsskap sinn sess hvar sem er og hefur verið manni sínum styrkur förunautur. Þeim Hirti og Sigríði hefur orðið sjö barna auðið, þau eru: Árni, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, Þórarinn, búfræðingur, járnsmíða- meistari og sagnfræðingur, Ingi- björg, íþróttakennari og bókasafns- fræðingur, Sigrún, sérkennari, Steinunn, félagsráðgjafi, Kristján Eldjárn, búfræðingur, húsasmíða- meistari og bóndi á Tjörn, og Hjör- leifur, búfræðingur og kennari. ÖII hafa þau eignast maka og börn. Heimilisbragur á Tjörn hefur alla tíð verið frjálslegur og skemmtileg- ur. Hjörtur hefur verið börnum sínum góður faðir og félagi og kennt þeim að þekkja og virða náttúruna í kringum sig. Urðu einkum synir hans snemma vel heima í grasafræði og stjörnufræði undir handleiðslu föður síns. Sem dæmi um það má nefna að eitt sinn fóru eldri synirnir, Árni og Þórarinn, og frændi þeirra Þórarinn Sigurgeirsson (og Þor- bjargar) sem þá var í sveit á Tjörn, allir ungir drengir á þeim tíma að keppa í jurtagreiningu á Landsmóti Ungmennafélags Islands. Þeir komu aftur heim með gull-, silfur- og bronsverðlaun í sömu röð og hér var talið. Hjörtur á Tjörn er í engum vand- ræðum með að kasta fram vísu þegar svo ber undir og kemst þá oft skemmtilega að orði. Þessa stöku gerði hann um barnaskarann á Tjörn sem þá var á bernskudögum. Hún heitir Skammdegismorgun á Tjörn. Árni er í fjósi og Ungi* í skóla Imba og Sigrún að máta á sig kjóla Steinunn er enn ekki staðin á fætur Stjáni ersofandi, Hjörleifurgrætur. * Ungi var gælunafn Þórarins (yngri). Á Tjörn er risna góð og gestum veitt vel með alúðlegu viðmóti. Þar er gestkvæmt því margir þurfa að finna húsbændur. Einnig leita þang- að forvitnir ferðamenn, innlendir og erlendir. Alltaf er gott að koma í Tjörn, þar ríkir góður andi, reisn og menningarbragur og margar góðar stundir hefur sá sem þessar línur ritar og hans fólk átt með Tjarnar- fjölskyldunni. Litla sóknarkirkjan er Tjarnar- hjónunum hjartfólgin og láta þau sér mjög annt um hana. Kirkjugarður- inn á Tjörn er einhver hinn best hirti sem maður sér. Hjörtur og Sigríður hafa búið á Tjörn í 40 ár, tvö hin síðustu ár í félagi við Kristján son sinn og Krist- jönu Arngrímsdóttur tengdadóttur sína. Á þessum tíma hafa þau stór- bætt jörðina að húsum og ræktun. Og aftur eru börn að vaxa úr grasi á Tjörn með nýrri kynslóð. Svarfaðardalur er stórbrotin og sérkennilega fögur sveit og Hjörtur ann dalnum sínum mjög. Fyrir miðri sveit gnæfir fjaii Svarfdæla, Stóllinn, tígulegt og grunnmúrað tákn byggð- arinnar. Bóndinn á Tjörn er fastur fyrir eins og Stóllinn. Hann er frið- samur og félagslyndur, en fer sínar eigin leiðir, sjálfstæður í skoðunum og beitir rökum til að skýra þær. Stundum dálítið sérvitur. Hins vegar allra manna hnyttnastur og skemmti- legastur í samræðum, besti félagi og tryggur og góður vinur er hann þeim sem eignast vináttu hans. Hjörtur er félagshyggjumaður sem hefur veitt samvinnuhreyfing- unni og málefnum stéttar sinnar atfylgi sitt. Honum hefur líka verið veittur mikill trúnaður á þeim vett- vangi. Hann var oddviti Svarfdæla 1954-1962. Varamaður á Alþingi 1963-1967. f stjórn Búnaðarfélags íslands frá 1971 og formaður þess frá 1987. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1971- 1978. Formaður Búnaðarfélags Svarfdæla 1952-1954 og 1968-1973. í Náttúruverndarráði 1972-1979. f stjórn KEA, formaður 1972-1987. Mörgum fleiri félagsmálum og trún- aðarstörfum hefur Hjörtur gegnt þó hér verði eigi talin. Má nærri geta að tekið hefur þetta allt mikinn tíma frá búskapnum og valdið miklum fjar- vistum frá heimilinu. Kemur sér þá vel að eiga góða eiginkonu og sam- henta fjölskyldu að bakhjalli. Hjörtur hefur alla tíð verið mikill náttúruunnandi og fjallgöngur hefur hann stundað frá blautu barnsbeini. Enginn annar maður mun nú þekkja betur af eigin raun fjöllin sem girða Svarfaðardal, 1200-1400 metra há, því mörg þeirra hefur hann klifið og þá oft í fylgd með Sigríði eða einhverju barna sinna eða góðum ferðafélögum úr Ferðafélagi Svarf- dæla. Stundum á veturna þegar vel viðr- ar og færi er gott stíga þau Sigríður á skíði sín á Tjarnarhlaði og heim- sækja þannig vini sína á bæjunum í dalnum, oft drjúglanga leið. Hjörtur er vel máli farinn og ritfær í besta lagi og á auðvelt með að greina kjarna hvers máls. Meðal ritstarfa hans er kaflinn um Svarfað- ardal í Árbók Ferðafélags íslands 1973 og Afmælisrit Sparisjóðs Svarf- dæla 1884-1984. Hann hefur verið útgefandi og annar ritstjóri mánað- arblaðs Svarfdæla, Norðurslóð/ Svarfdælsk byggð frá byrjun 1977. Útgáfa Norðurslóðar er kapítuli út af fyrir sig og ber vitni um óvenjulegt framtak og ræktarsemi við heimahagana. Blaðið er mikið framlag útgefenda til menningar í byggðarlaginu. Það er útbreitt meðal Svarfdæla heima og brottfluttra og víðar. Hjörtur og Sigríður hafa frá upphafi borið hita og þunga af útgáfu blaðsins, mest í sjálfboða- vinnu. Áskrifandi Norðurslóðar í öðrum landsfjórðungi komst svo að orði við undirritaðan að blaðið væri gott dæmi um það hvernig menn ættu að rækta garðinn sinn. Hjörtur hefur alla tíð verið járn- karl og hraustmenni þar til nokkur síðustu ár að heilsan hefur tekið að bila. Þrátt fyrir það gengur hann ótrauður að daglegum verkum heima fyrir og rækir með samvisku- semi þau störf í þágu almennings sem honum er trúað fyrir. Við Þuríður sendum afmælisbarn- inu og Sigríði og öðrum í fjölskyld- unni á Tjörn bestu kveðjur og árnað- aróskir með þakklæti fyrir vináttu og margar og ánægjulegar samveru- stundir. Jafnframt þessari kveðju frá sjálfum mér hef ég verið beðinn að skila kærum kveðjum til Hjartar frá stjóm og starfsfólki Búnaðarfélags íslands með þakklæti fyrir langa og góða samveru. Júlíus J. Daníelsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.