Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 10
22 Tíminn lllllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllll KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN: Tónleikar í Bústaðakirkju Þriðju tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins á starfsárinu 1989-1990 verða sunnud. 25. febrúar kl. 20:30 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá er Kvartett eftir Franz Schubert f. flautu, lágfiðlu, knéfiðlu og gítar, einnig Kvartett f. flautu, fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu í D-dúr K. 285 eftir W.A. Mozart. Eftir hlé verður leikið Tríó f. píanó, flautu og fagott í G-dúr eftir Beethoven og Sónata f. flautu, fiðlu og píanó eftir Bohuslav Martinu. Flytjendur eru: Björn Árnason fagott, Halldór Haraldsson píanó, Helga Þórar- insdóttir lágfiðla, Martial Nardeau flauta, Ólöf S. Óskarsdóttir knéfiðla, Snorri Örn Snorrason gítar og Þórhallur Birgisson fiðla. Sýningar á Kjarvalsstóðum um helgina Laugardaginn 24. febr. verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða sýning á form- leysimálverkum úr safni Riis, sem er eitt stærsta einkasafn í Noregi. Hér er um að ræða verk eftir Asger Jorn, Pierre Alchin- sky, Karel Appel, Serge Poliakoff, Lucio Fontana og fleiri frá árunum 1950-1970. í austursal er sýningin Kjarval og landið, verk í eigu Reykjavíkurborgar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Aldarafmælis Pasternaks minnst í MÍR Hinn 10. þ.m. voru liðin rétt 100 ár frá fæðingu rússneska skáldsins Boris Past- emaks. Afmælisins hefur verið og er minnst víða um heim um þessar mundir, m.a. á vegum UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. I tilefni aldarafmælis Pasternaks gengst MÍR, Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, fyrir dagskrá í félags- heimilinu, Vatnsstíg 10, laugard. 24. febr. kl. 15:00. Lesnar verða upp þýðingar nokkurra Ijóða hans og lesið úr „Sívagó læknir“. Þýskur tónlistarmaður, Uve Feschner, leikur á gítar milli atriða. Sýndar verða Ijósmyndir sem tengjast ævi og starfi Pasternaks á sýningu í salarkynnum MÍR. ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Fundur um æskulýðsréttindi í EB, þar sem m.a. verður lagður grundvöllur fyrir æskulýðslöggjöf EB. (Youth Charter). Fundur er haldinn á vegum Æskulýðs- deildar EB (Youth Forum). Frá íslandi Pétur Edvardsson f.h. AUS og ÆS( 22.-24. febr. í Avignon í Frakklandi. Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi Aðalfundur Félags eldri borgara í Kópavogi verður haldin í Félagsheimili Kópavogs í dag, laugardaginn 24. febrúar og hefst kl. 14:00. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á aðalfundinn. Spilakvóld Alþýðubandalagið í Kópavogi mun halda fyrsta spilakvöldið í þriggja kvölda keppni mánudaginn 26. febrúar kl. 20:30 í Þinghól, Hamraborg 11. Allir velkomn- ir. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík held- ur félagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 14:30 stundvíslega. Góð verðlaun. Kaffi- veitingar. Allir velkomnir. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opiö allan sólarhringinn og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa veirö ofbeldi í heimahúsum eöa orðiö fyrir nauögun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. MALMHÚS Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingar- stað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniserað. Upplýsingar gefa: MÁLMIÐJAN SALAN HF. Sími 91-6806' ] j{j|]| [ II Harri í Ásmundarsal Höskuldur Harri Gylfason heldur sýn- ingu í Ásmundarsal 24. febr. til 3. mars 1990. Sýningin verður opnuð laugardag- inn 24. febrúar kl. 14:00. Opið er daglega kl. 14:00-18:00 Gítardúett í Kristskirkju Torvald Nilsson og Símon ívarsson gítarleikarar halda tónleika í Landakots- kirkju kl. 16:00 í dag, laugard. 24. febrúar. Á efnisskrá eru verk frá endur- reisnartímanum og allt fram til vorra daga. Þeir leika ýmist dúetta eða einleik eftir B. Sjunnesson frá Svíþjóð, J. S. Bacn, E. Granados o.fl. Þeir Símon og Torvald munu halda átta sameiginlega tónleika í Svíþjóð í sumar. Torvald Nilsson er kennari í klassískum gítarleik við Sundsgardens Folkhögskola og við Tónlistarháskólann í Malmö, auk tónleikahalds og annarra tónlistarstarfa. Símon ívarsson lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins 1975 og hóf síðan nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg og lauk þar námi 1980. Hann starfaði síðan í eitt ár sem Gítarkennari í Luzern í Sviss, en starfar nú sem gítarkennari við Tónskóla Sigursveins, þar kennir hann einnig kennslufræði. 1987 gaf hann út hljómplötu ásamt Dr. Orthulf Prunner orgelleikara, og eru þeir nú að vinna að gerð annarar hljómplötu. Dagskrá Norræna hússins í tilefni þings Norðurlandaráðs í Reykjavík Sunnudagur 25. febrúar kl. 16:30: Ólaf- ur Kvaran listfræðingur veitir leiðsögn á AURORA sýningunni í sýningarsölum Norræna hússins. Sunnudagskvöld kl. 21:00 eru gestir boðnir velkomnir: Lars Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins og Thorbjörn Fálldin frá Sambandi Norrænu félaganna. Garðar Cortes óperusöngvari syngur og síðan er norsk dagskrá. Mánud. 26. febr. kl. 13:00: Hádegisfyr- irlestur „Island i dag“ BorgþórS. Kjærne- sted (á sænsku og finnsku) Kvikmynd frá Islandi. Sama dag kl. 19:30 flytur Þorbjörn Broddason dósent stutt erindi um fjöl- miðlun á íslandi fyrir blaðamenn frá Norðurlöndum o.fl. Þá er dagskrá með sænska Ijóðskáldinu Tomas Tranströmer kl. 20:30, en hann hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Lesnar verða þýð- ingar á ljóðum hans. Þríðjud. 27. febr. kl. 13:00 er hádegis- fyrirlestur „Islands litteratur". Hjörtur Pálsson cand. mag. (á sænsku) Kvikmynd frá Islandi. Miðvikud. 28. febr. kl. 12:30. Háskólatónleikar: Gunnar Kvaran selló, Gísli Magnússon píanó. Kl. 13:00 sama dag er hádegisfyrirlestur „Islands ókonomi pá korsveje" Dr. Gylfi Þ. Gíslason (á dönsku) Kvikmynd frá íslandi. Fimmtud. 1. mars Id. 13:00: Hádegisfyrirlestur: „Islánningarna". Haraldur Ólafsson dósent (á sænsku). Kvikmynd frá fslandi. Föstud. 2. mars kl. 13:00. Hádegisfyrir- lestur „Kvinnene í det islandske samfun- net“ Ingibjörg Hafstað menntaskóla- kennari (á norsku) Kvikmynd frá íslandi. Útivist um helgina Helgarferðir: Tindfjöll 23.-25. febrúar. Gist í Selinu. Gengið á Tindfjallajökul á laugardag. ATH.: Eina ferðin á Tindfjöll í ár. Brottför á föstudagskvöld kl. 20.00. Þórsmörk í vetrarskrúða 23.-25. febrúar. Nú skartar Þórsmörk í vetrarskrúða. Ekið eins langt og færð leyfir en síðan gengið á gönguskíðum eða farið fótgang- andi síðasta spölinn inn í Bása. Þægilegt gönguskíðaland. Brottför kl. 20.00 á föstudagskvöld. Pantanir og miðar í helgarferðirnar á skrifstofu, Grófinni 1. Sími/símsvari 14606. Dagsferðir sunnudaginn 25. febrúar: Þórsmerkurgangan 4. ferð. Kl. 10.30 Kolviðarhóll - Reykir í Ölfusi. Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Kolviðarhóli yfir Hellisheiði, sem fyrrum var ein fjölfarnasta þjóðleið landsins að vetri til. Farið verður upp Hellisskarð (örnefni tengd því: Öxnaskarð, Gamlaskarð, Efri- vellir, Efraskarð) og gengið eftir Hellun- um yfir Orrustuhólshraun og áfram að Hurðarási. Þar gerist staðfróður Ölfyss- ingur fylgdarmaður. Með heiðarnar að baki verður gengið niður Kamba. Sunnan við Hamarinn, suður á Torfeyri og yfir Varmá að Reykjum. Þar verður tekið á móti hópnum í Garðyrkjuskóla ríkisins og hann leiddur úr vetrarríkinu í hitabelt- isskóg. Brottför kl. 10.30 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Stoppað við Árbæjar- safn. Kl. 13.00: Hellur - Reykir í Ölfusi. Sameinast árdegisgöngunni við Hellur og gengið áfram að Reykjum. Rútan fylgir eftir síðdegisgöngunni. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Stoppað við Árbæjar- safn. Gönguskíðanámskeið sunnudaginn 25. febrúar. Vanur skíðakennari sér um kennsluna. Námskeiðið er hugsað sem framhaldsnámskeið af gönguskíðanám- skeiðinu 28. janúar og eru þeir sem tóku þátt í því hvattir til að mæta. Byrjendur geta einnig bæst í hópinn. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöð-bensínsölu. Ingiberg Magnússon í Gallerí Borg Nýlega opnaði Gallerí Borg, Pósthús- stræti 9, sýningu á verkum Ingibergs Magnússonar. Ingiberg er fæddur 1944. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1965-’70. Hann hefur haldið einkasýningar í Reykjavík, ísafirði, Eg- ilsstöðum, Akranesi og í Kópavogi. Einn- ig hefur Ingiberg tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk hans er að finna í mörgum helstu söfnum landsins. Síðasta ár var Ingiberg útnefnd- ur „Listamaður Kópavogsbæjar". Nú sýnir Ingiberg teikningar og akríl- málverk. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 6. mars. Við opnunina verða tónleikar og upplest- ur. Fríkirkjan í Reykjavík Helgistund kl. 17:00. Leikið verður á orgel kirkjunnar frá kl. 16:45. Miðviku- dag verður morgunandakt kl. 07:30. Org- elleikari Pavel Smid. Fimmtudag kl. 20:30 verður fundur í Kvenfélagi safnaðarins í safnaðarheimil- inu að Laufásvegi 13. Cecil Haraldsson Fundur í Kristilegu félagi heilbrigðisstétta Kristilegt félag heilbrigðisstétta heldur fund mánud. 26. febr. í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20:30. Fundarefni: Heiladauði og siðfræðileg vandamál í Ijósi biblíunnar. 1. Hverju breytir viðurkenning á heila- dauða? 2. Er hætta á misnotkun varðandi heiladauða? Fundarstjóri er sr. Jón Bjarman. Frum- mælendur: Dr. Ásgeir B. Ellertsson yfir- læknir. - Heiladauði frá læknisfræðilegu tilliti. Cand theol. Gunnar J. Gunnars- son: Siðfræðilegt álit. Fundargestir geta að loknum framsögu- erindum borið fram spurningar til frum- mælenda. Allir sem áhuga hafa á þessu fundarefni eru boðnir velkomnir. Frekari upplýsingar gefur sr. Magnús Björnsson framkv.stj. Kristilegs félags heilbrigðisstétta í síma 14327. Þjóðleíkhúsið: Síðasta sýning á „Litlu fjölskyldufyrírtæki" 1 kvöld, laugard. 24. febr. verður síðasta sýning á gamanleiknum Lítið fjölskyldufyrirtæki eftir breska leikskáld- ið Alan Ayckboum, en sýningargestir eru orðnir rúm 11 þúsund eftir 31 sýningu. Ámi Ibsen staðfærði og þýddi leikinn, Andrés Sigurvinsson leikstýrði, Hilmar örn Hilmarsson samdi tónlist og leik- hljóð, Karl Aspelund hannaði leikmynd, Rósberg R. Snædal búninga og Páll Ragnarsson lýsingu. Arnar Jónsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir em í aðal- hlutverkum, en alls koma fjórtán leikarar fram í sýningunni. Ekki geta orðið fleiri sýningar á leikn- um vegna annarra sýninga sem koma þarf að fyrir lokun leikhússins í mars. Þjóðleikhúsið: ENDURBYGGING eftir Václav Havel Endurbygging, nýjasta verk tékkneska skáldsins og forsetans Václavs Havels, var nýlega fmmsýnt í Þjóðleikhúsinu við mikla hrifningu áhorfenda og lof gagnrýn- enda. Höfundurinn var sjálfur viðstadd- ur. Sunnudaginn 25. febrúar verður 5. sýning á verkinu og sú 6. verður fimmtud. 1. mars. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, Jón R. Gunnarsson þýðir leikritið úr frummálinu, Sigurjón Jóhannsson teiknar leikmynd og búninga, Páll Ragnarsson sér um lýsingu og Sylvia von Kospoth um dansatriði. í aðalhlutverki er Erlingur Gíslason, en aðrir leikarar eru Helga E. Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þór Tulinius, Jón Símon Gunnarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jóhann Sigurðarson, María Ellingssen, Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Hákon Waage, Randver Þor- láksson, Edda Þórarinsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Sigurður Rúnar Jónsson leikur á fiðlu á sýningunum. Laugardagur 24. febrúar 1990 SAMTÖK UM VESTRÆNA SAMVINNU: Fundur í Átthagasal Hótels Sögu Christopher N. Donnelly, sérfræðingur NATO í málefnum Sovétríkjanna, verður ræðumaður á sameiginlegum fundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, í dag, laugardaginn 24. febrú- ar 1990. Umræðuefni hans verður: Hem- aðarstefna Gorbatsjovs með sérstöku til- liti til Norður-Atlantshafs. Hann flytur erindi sitt á ensku og svarar fyrirspurnum á eftir. Á undan verður sýnd 30 mínútna norsk heimildarmynd, „Soviet Forces and Activities in the North“. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal í suðurenda Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður klukkan tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og gestum fé- lagsmanna. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Örnólfur Kristjánsson sellóleikarí og Nigel Lillecrap píanóleikari halda tón- leika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar laugard. 24. febrúar kl. 17:00 Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Brahms, Vivaldi og Fauré. Ömólfur stundaði nám við Tónlistar- skóla Kópavogs hjá Páli Gröndal og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunn- ari Kvaran. framhaldsnám stundaði hann við Mannes College of Music í New York og lauk þaðan námi 1988. Nigel Lillecrap stundaði nám við Royal College of Music í London. Örnólfur og Nigel eru kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Aðalfundur Kattavinafélags íslands Kattavinafélag íslands heldur aðalfund sinn aö Hallveigarstööum sunnudaginn 25. febrúar kl. 14:00. Húnvetningafélagið Félagsvist nk. laugardag, 24. febrúar kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Sýning Svólu Að Skólavörðustíg 4a stendur nú yfir sýning á málverkum Svölu Sigurlcifsdótt- ur. Sýningin er opin alla daga kl. 14:00- 18:00 fram til 1. mars. LESENDUR SKRIFA lllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllill Um Tímann og ríkisstyrkina Ég sé það í Tímanum í dag, föstudag 23. febrúar, að ég hef komið gömlum samstarfsmanni mín- um á blaðinu, Oddi Ólafssyni að- stoðarritstjóra, sem ég met mikils, í nokkurt uppnám með hugvekju minni í DV sl. fimmtudag um flokks- blöð og ríkisstyrki. Oddur kallar skrif mín um að Tíminn hafi upp á fátt annað að bjóða en flokkspólitískan áróður „þvætting“ og „áróðurstuggu". Og hann segir skrif mín um blaðastyrki einkennast af hálfsannleika. Hann kveður mig þegja vendilega yfir opinberum styrkjum í formi tolla- eftirgjafar (s.s. á blaðapappír) og opinberra auglýsinga sem komi Morgunblaðinu og DV einkum til góðs. Hvað fyrra atriðið varðar skal ég viðurkenna að ég hef kannski kveðið heldur fast að orði og hef satt að segja svolítið samviskubit út af því (ekki síst vegna þeirra góðu daga sem ég átti á Tímanum fyrir nokkr- um árum). Vissulega býður Tíminn oft upp á ýmislegt vandað efni sem ekki er af flokkspólitísku tagi og þar eru ritfærir blaðamenn (eins og Odd- ur sjálfur, Indriði G. og Atli Magn- ússon) sem sóma mundu sér á hvaða fjölmiðli sem er. En kjarni málsins er hins vegar sá að Tíminn er öðru fremur gefinn út í trúboðsskyni. Hlutverk hans sem málgagns Fram- sóknarflokksins er öðrum hlutverk- um æðra. Þetta sjá allir sem lesa blaðið. Síðara atriðið, samanburðarfræði Odds, er „þvættingur" einn (svo ég noti nú orðalag hans sjálfs). Gagn- rýni mín á ríkisstyrki til blaða lýtur að þeirri augljósu mismunun sem þeir fela í sér. Flokksblöðum er hyglað á kostnað fjölmiðla sem eru óháðir stjórnmálaflokkunum. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir (eins og tollaeftirgjöf á pappír) þar sem allir sitja við sama borð. Ástæðan fyrir því að Morgunblaðið og DV hagnast meira á slíkum stuðningi en önnur blöð er auðvitað stærð þeirra. Og hvers vegna eru Morgunblaðið og DV stór blöð? Ekki vegna tolla- ívilnana! Nei, vegna þess að blöðin bjóða upp á fréttir og annað efni sem fólk með ólíkar stjórnmálaskoðanir getur treyst og notið. Og það ætti að liggja í augum uppi að þessi blöð fá fleiri auglýsingar frá opinberum aðil- um vegna útbreiðslu sinnar. Eitt einkenni hreinna flokksblaða er að þau birta helst ekki efni frá stjórnmálaandstæðingum sínu, Þeir sem fylgjast með Tímanum sjá t.d. afar sjaldan greinar þar eftir menn sem ekki eru framsóknarmenn. Kannski er þess vegna tilgangslaust fyrir mig að biðja aðstoðarritstjór- ann að beita áhrifum sínum til að fá þessa athugasemd mína birta. Það kemur í ljós. Með vinsemd, Guðmundur Magnússon sagnfræðingur llllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllll Valgeir Kristófer Hauksson Fæddur 22. júní 1948 Dáinn 17. febrúar 1990 Kveðja Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Ognúvarum seinan að sýna þérallt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (T. Guðm.) Með þessum orðum Tómasar Guðmundssonar viljum við félagar í Samkór Selfoss þakka Kristófer Haukssyni ánægjulegt samstarf og ljúfmannlegt viðmót. Hann gekk til liðs við kórinn árið 1974 og var ávallt styrk stoð hans svo framarlega sem atvinnuaðstæður leyfðu. Hann naut trausts hjá félögum sínum sem góður og glaðvær félagi og mikilhæfur söngmaður. Má þar til nefna að innan kórsins hefur um árabill starfað tvöfaldur kvartett, nokkurs konar óskabarn kórfélaganna sem við köllum „Litla Sam“. Nú eftir áramótin var skipað í þennan kvartett og var Kristófer þar tilnefndur og æfingar hafnar. Það sýnir kannski best hæfni hans í söng að nú var hann settur í tenórinn en í Samkórnum var hann lykilmaður í bassa. Mátti vart í milli sjá hvor röddin hentaði honum betur. Auk þess var hann fljótur að læra raddir og lagviss. Með fráfalli Kristófers er stórt skarð rofið í raðir Samkórsins. Það mátti líka finna sl. mánudagskvöld sem var æfingakvöld. Þögnin og sorgin hafði yfirhöndina enda féll æfingin niður. En við höldum áfram að syngja. Syngjum honum til heiðurs. Við viljum votta eiginkonu hans og börnum okkar innilegustu samúð, svo og aðstandendum öllum. Blessuð sé minning hans. Samkórsfélagar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.