Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. febrúar 1990 Tíminn 25 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staöa deildarstjóra í Handritadeild Landsbókasafns íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í bókasafnsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 10. mars n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. febrúar 1989. Til sölu Norsk skápasamstæða, bæsuð eik, með glasa- skáp og Ijósi. Stærð: Hæð 1,76, br. 2,70 í 90 cm einingum. Upplýsingar í síma 91-765248. Sovétríkin, perestrojka og breytingarnar í Austur-Evrópu Fimmtudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Vadim V. Vasiliev, siðameistari sendiráðs Sovétríkj- anna, flytja erindi á íslensku um þróun og framtíð perestrojkunnar í Sovétríkjunum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Kristján H. Kristjánsson mun sýna litskyggn- ur sem hann hefur tekið í Sovétríkjunum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitinga- hússins Punktur og Pasta að Amtmannsstíg 1, Reykjavík. Ailir velkomnir. Féiag ungra framsóknarmanna Vadim V. Vasiliev í Reykjavík (FUF) Reykjavík Framboðsmál Þriðjudaginn 27. febrúar n.k. verður haldinn fundur í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík kl. 20.30 að Hótel Lind, þar sem ákvörðun verður tekin um framboðslista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Fulltrúaráðsfólk er hvatt til að mæta. Fulltrúaráðið Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur Hádegisverðarfundinum, sem halda átti með Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni á Glóðinni, er frestað af óviöráðanlegum ástæðum. Björk félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni. Guðmundur G. Þórarinsson Keflvíkingar Munið prófkjörið. Höldum Drífu í fyrsta sæti, komum Vilmundi inn. Stuðningsmenn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför Vilhelms Steinssonar bónda, Fögrubrekku, Hrútafirði Aðstandendur lllllllllllHIIIII SPEGILL IHfllllflllllJlllflllllllflllllllllfllllll^ Það þarf gífurlega krafta til að hreyfa þetta 53 tonna flikki úr Sterkastur af öllum Við íslendingar höfum hreykt okkur af Jóni Páli og hans afrekum árum saman og verið sannfærðir um að enginn kæmist með tærnar þar sem hann hefur hælana. En í nýjustu útgáfu af Metabók Guinn- ess í Frakklandi er því haldið fram að sterkasti maður heims sé Frakk- inn Eric Roibin. Nýjasta afrek þessa kraftajötuns er að hreyfa 53 tonna flugvél úr stað og það kom honum í metabók- ina. Önnur afrek hans eru að draga 30 tonna vörubíl 120 metra, iyfta 1750 kílóa jeppa frá jörðu, beygja sex níu tommu nagla - alla í einu - og sitja í skut báts á ofsahraða og halda í bandið sem heldur fimm mönnum á vatnaskíðum. Robin æfir sig með því að mola brotajárn með 26 punda sleggju. Hann álítur að mataræði hans sé orsökin fyrir þessum ofurkröftum en í mál hámar hann í sig eitt og hálft kíló af nautakjöti og skolar því niður með þrem lítrum af bjór. „Mannlegir kraftar eiga sér eng- in takmörk og ég ætla að sanna það fyrir heiminum," segir tröllið. Franski jakinn dregur 5 manns á vatnaskíðum. vona menn geta sparað sér að kaupa tjakk. Síðasti sjens David Bowie hefur tilkynnt hljómleikaferð um heiminn á þessu ári og jafnframt að það verði í seinasta sinn sem hann flytji gömlu lögin sín. Bowie, sem er orðinn 43 ára, hefur átt mörg góð lög í gegnum tíðina en telur tíma til kominn að leggja þau á hilluna og snúa sér að nýjum verkefnum ásamt hljómsveit sinni, Tin Machine. „Þetta verður ekki mín síðasta hljómleikaferð en þetta verður í síðasta sinn sem ég flyt gömlu lögin,“ segir Bowie. Hann ætlar að láta áhorfendur kjósa lögin sem flutt verða og síðan verða þau endurútgefin á næsta ári. Bowie hefur skapað margar kynlegar persónur á yfir 20 ára ferli sínu, þar á meðal Ziggy Stardust og Aladdin Sane. Þessar persónur koma þó ekki til með að birtast á hljómleikaferðalaginu heldur kemur Bowie eingöngu fram sem hann sjálfur. Hjlómleikaferðalagið mun standa yfir frá því í mars og fram í ágúst. Nú fer hver að verða síðastur aðsjáog : avid Bowie flytja gömlu lögin sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.