Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 14
26 Tíminn' MINNING 100 ára minning: Vigfús Guðmundsson Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu Vigfúsar Guðmundsson- ar gestgjafa frá Eyri í Flókadal, sem andaðist 24. nóv. 1965. Hann var þjóðkunnur merkismaður sem mörgum er enn minnisstæður þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá andláti hans. Vigfús Guðmundsson var fæddur að Eyri í Flókadal þann 25. febrúar 1890. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Eggertsson og Kristín Kláusdóttir, vel metin sæmdarhjón. Guðmundur var frá Eyri og þar bjuggu foreldrar hans, en Kristín var frá Steðja í Reykholtsdal en ættmenn hennar áttu búsetu vestur í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi. Vigfús var elstur fjögurra bræðra. Hinir voru Lárus, bóndi á Eyri, Björn, forstjóri Áburðarsölu ríkis- ins, og Eggert, bóndi á Bjargi í Borgarnesi. Allt voru þetta dugnað- ar- og greindarmenn og kunnir af félagsmálastörfum sínum. Elst barn- anna á Eyri var Guðrún sem andað- ist um tvítugt. Dugnaður og kapp einkenndi Vig- fús strax á æskudögum. Jafnframt mikill félagslegur áhugi. Hann var einn af þeim sem tóku fagnandi á móti ungmennafélagshreyfingunni á fyrsta áratug aldarinnar og bar svip- mót þeirrar hreyfingar til æviloka. Hann var hið mesta hraustmenni og greindur vel. Sérstæður persónuleiki sem gjarnan vildi fara ótroðnar gestgjafi frá Eyri slóðir. Ungur að árum lagðist hann út á vorin með 500 fjár frá Hvann- eyri. Því hélt hann til haga upp við Ok. Ekki skildi hann við hjörðina fyrr en seint í júní og hafði þá markað öll lömbin og rúið ærnar. Á Suðurnesjum stundaði Vigfús róðra á vertíðinni frá 16 ára aldri til tvítugs. Hann er nemandi í Hvanneyrar- skóla 1911-1913 og útskrifast þaðan með góðan vitnisburð. Skólavistin á Hvanneyri varð Vigfúsi mikill ham- ingjutími sem hann minntist jafnan með miklu þakklæti til kennara og skólafélaga sinna. Eftir það leggst hann í víking og er erlendis næstu 5 árin. Hann er fyrsta veturinn hjá stórbónda á Jaðrinum í Noregi, m. a. við fjárhirðingu. Heldur á næsta voru til Bandaríkjanna, þar sem hann stundaði fjárgeymslu og kú- rekastörf í 3-4 ár á hásléttunum austan við Klettafjöllin. Að lokum er haldið til Kanada og dvalið þar við veiðiskap og ýmis önnur störf í 1-2 ár. Sumarið 1918 kemur hann heim til íslands eftir mikið ævintýralíf í 5 ár. Árið 1920 kaupir Vigfús gistihús í Borgarnesi. Þar með hefst gestgjafa- starf og veitingarekstur sem stóð í 40 ár eða til 1960. Þetta varð því ævistarf hans. Kom hann víða við í veitingarekstrinum. En lengst mun nafn hans kennt við Hreðavatn en þar nemur hann land á undan öðrum 1933. Vigfús vann þar brautryðj- andastarf því veitingaskálar með- fram þjóðvegum voru fátíðir á þeim árum. Rekstur þessi gekk vel og Vigfús varð þjóðkunnur af starfsemi sinni. Er leigusamningurinn var út- runninn varð Vigfús að víkja af landi Hreðavatns en upp úr því hófst starfsemi Bifrastar þar. Vigfús var að vanda skjótráður og byggði Hreðavatnsskálann í landi Brekku rétt ofar og hóf þar rekstur 1947 við margfalt betri aðstæður en áður. Þar starfaði hann til 1960. Vigfús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Björnsdóttir frá Bæ í Borgarfirði. Hún dó eftir tveggja ára. Þau áttu eina dóttur - Guðrúnu - er andaðist 10 ára gömul. Var það mikið áfall fyrir Vigfús. Seinni kona hans var Sigrún Stefáns- dóttir frá Eyjadalsá í Bárðardal. Þau eignuðust tvær dætur, Sigrúnu Ásdísi, sem dó 4 ára gömul, og Heiði Önnu kennara sem gift er Birgi Guðjónssyni lækni og eiga þau 3 börn. Sigrún og Vigfús slitu samvistum. Þá eignaðist Vigfús son með Jó- hönnu Kristjánsdóttur sem lengi var ráðskona í Hreðavatnsskála. Hann heitir Guðmundur Gaukur og er starfsmaður í Seðlabankanum, kvæntur Maríu Guðmundsdóttur frá Borgarnesi. Þau eiga 3 börn. Vigfús var börnum sínum mikill og góður faðir sem þau kunnu vel að meta. Tengsl Vigfúsar við fólk víðs vegar um landið voru með ýmsu móti. Einkum þó vegna starfa hans í Framsóknarflokknum og sem veit- ingamanns í 40 ár. Hann var ákaf- lega viðræðugóður og fljótur að kynnast fólki og ekki stóð á fyrir- greiðslunni og hjálpseminni, væri eftir leitað. Þekkti til víðs vegar um landið og fróður í persónusögu. Það var heiðríkja og einlægni í fram- komu hans. Að ýmsu leyti var hann sérvitur og hafði gaman af að fara sínar eigin leiðir. Hann var aldrei að sýnast neitt öðruvísi en hann hann var. Hann var fjölbreyttur persónu- leiki og átti fáa sína líka. Var það ekki einmitt þess vegna sem hann varð svo mörgum minnisstæður? Nú verður hver að svara fyrir sig og ég á von á því að svörin geti orðið með ýmsu móti. Eftir að Vigfús kom heim frá Ameríku 1918 tók hann fljótlega upp störf innan Framsóknarflokks- ins og var þar kunnur baráttumaður til æviloka. Stefna flokksins um nýtt fsland - frelsi þess og framfarir - var óskadraumur Vigfúsar og forystu- mennirnir baráttubræður og vinir úr ungmennafélagshreyfingunni. Saga Vigfúsar innan Framsóknarflokksins er löng og viðburðarík. Hún er hvorki bundin við persónulegan frama né einkahagsmuni. Hún var hugsjónabarátt þess manns sem í æsku eignaðist þann draum að breyta margra alda kyrrstöðu á ís- landi í nútímaþjóðfélag, þar sem velferð þegnanna, jafnrétti og bræðralag ræður ríkjum. Hann var eindreginn félagshyggjumaður en bar jafnframt mikla virðingu fyrir framtaki einstakra dugnaðarmanna sem hann taldi ómetanlega fyrir þjóðfélagið. Sjónarmið þeirra mættu hins vegar aldrei ráða í almennum málum. Eftir að Vigfús settist að í Borg- arnesi 1920 hóf hann þar pólitíska baráttu og sagði íhaldinu hreinlega stríð á hendur. Hann skipulagði þátttöku í fundum og sameinaði menn um tillögur og fékk samþykkt- ar sem komu andstæðingunum illa. Hann hafði forystu fyrir því að fá Bjarna Ásgeirsson í framboð 1923 - ungan og glæsilegan mann, en þeir voru skólabræður frá Hvanneyri. Eftir það var Mýrasýsla öruggt kjör- dæmi fyrir flokkinn meðan Bjarni bauð sig fram. Hann stofnaði Fram- sóknarfélög í héraðinu og barðist fyrir mörgum framfaramálum svo sem byggingu Reykholtsskóla, bætt- um samgöngum og eflingu kaupfé- lagsins. Akranes Gisli Gíslason bæjarstjóri Fjárhagsáætlun 1990 Bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, mun leiða umræður um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans á opnum fundi í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Mikilvægt að menn í nefndum og stjórnum á vegum flokksins mæti. Bæjarfulltrúarnir Framsóknarfélag Ölfuss og Þorlákshafnar Félagsfundur verður haldinn í kaffistofu Glettings sunnudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Kosningarnar í vor. önnur mál. Stjórnin. Keflavík Prófkjör Framsóknarflokksins í Keflavík vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor, fer fram í Félagsheimilinu Hafnargötu 62, sunnudaginn 25. febrúar, frá kl. 11.00-22.00. Uppstillingarnefnd. Sunnlendingar Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundir og viðtalstímar verða: Þriðjudaginn 27. febrúar á Stað, Eyrarbakka kl. 21. Miðvikudaginn 28. febrúar í barnaskólanum, Laugarvatni. Vigfús átti lengi sæti í miðstjóm Framsóknarflokksins og var gjald- keri hans um skeið. Hann átti sæti í blaðstjórn Tímans og tók stundum að sér framkvæmdastjórn á útgáfu hans. Oft hljóp hann í skarðið sem sjálfboðaliði ef nauðsyn kallaði og hann var ekki bundinn við rekstur sinn. Leiðir okkar Vigfúsar lágu saman er ég gerðist erindreki flokks- ins vorið 1939. Hann var þá gjaldkeri flokksins og prédikaði þá sem endra- nær ráðdeild og sparsemi. Ég var nánast eini gjaldaliður flokksins á þeim árum og fyrsti fasti starfsmaður hans. Vigfús mun hafa séð um fjármál flokksins fyrstu þrjú árin sem ég starfaði hjá honum. Þrátt fyrir rýrar tekjur og fjárhagsvanda tókst með okkur gott samstarf og aldrei taldi hann eftir greiðslur til mín. Þvert á móti var hann hissa á að ég skyldi sætta mig við kennara- laun í þessu starfi. Upp frá þessu tókst með okkur einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Því Iengur sem ég kynntist Vigfúsi því meira mat ég drengskap hans, umhyggjusemi og trygglyndi. Mannkostir þessir voru honum ríkulega í blóð bornir. Það átti ég eftir að reyna síðar með ýmsum hætti sem aldrei gleymist. Sívakandi barátta Vigfúsar fyrir málefnum Framsóknarflokksins og hugsjónum hans er mér jafnan í fersku minni. Oft kom hann sem sjálfboðaliði í störf hjá flokknum þegar þörfin var mest, eins og fyrir kosningar. Það munaði um Vigfús og þann baráttuanda sem honum fylgdi. Minnist ég sérstaklega í því sambandi bæjarstjórnarkosning- anna í Reykjavík 1946, er Pálmi Hannesson rektor var kjörinn bæjar- fulltrúi eftir að Framsóknarflokkur- inn hafði engan fulltrúa átt þar næsta kjörtímabil á undan. Einnig haustið 1949 er Rannveig Þorsteinsdóttir lögfræðingur var kjörinn fyrsti þing- maður flokksins í Reykjavík. Það var mitt hlutskipti að vera kosninga- stjóri í báðum fyrrgreindum kosn- ingum og er mér minnisstætt hversu vænt mér þótti um það er Vigfús kom frá Hreðavatni nokkrum vikum fyrir kosningar og vann þar af mikl- um eldmóði þar til yfir lauk. Á þessum árum dreifðu einhverjir Jónasarmenn sögu sem Vigfús hafði gaman af, en þeir voru í sárum eftir 1944 að Jónas var felldur sem for- maður Framsóknarflokksins. Hún var á þá leið að ekki væri framtíð flokksins gæfuleg. Þar væri málum þannig skipað: Að Vigfús hugsaði, Þórarinn skrifaði og Daníel fram- kvæmdi. Var þetta talið heldur fá- tæklegt forystulið. Hentum við þre- menningarnir oft gaman að sögu- burði þessum. Hitt er annað mál að við áttum það allir sameiginlegt að líf okkar var þjónusta við flokkinn. Milli okkar ríkti einlæg vinátta og trúnaðarsamband. Töldum við Þór- arinn mikilvægt að hafa Vigfús með í hverri lotu. Um laun eða eigin frama var aldrei spurt. Þörf flokksins sat fyrir öllu. Vigfús undi sér best í hópi ungra manna og var ætíð vel- kominn þar í sveit, enda æskumaður í hugsun til æviloka. Á flokksþingum og miðstjórnar- fundum gerði Vigfús miklar kröfur um vandaða og skýra stefnumótun flokksins. Stjórnmálayfirlýsinguna vildi hann hafa stutta og einfalda, svo hver maður vissi um markmið flokksins. Stórhugur og framsýni skyldi einkenna stefnuna. Hann átti það til að gagnrýna flokksforystuna fyrir ýmislegt sem honum þótti fara aflaga, ekki á opinberum vettvangi heldur á fundum og þingum flokksins. Allt var þetta af heilindum gert. Sá er vinur er til vamms segir. Þessu var að sjálfsögðu tekið mis- jafnlega. Ýmsum fannst þetta nöldur. Fyrir þetta kölluðum við Þórarinn hann oftlega samvisku flokksins. Hann þjónaði þarna nauð- synlegu hlutverki, því þræluppteknir forystumenn hafa gott af því að heyra hvernig vindurinn blæs. í ára- tugi skrifaði Vigfús í Tímann um áhugamál sín og einnig ferðalög, eftir að hann hóf þau. Hann hafði lag á því að haga orðum sínum þannig að eftir því var tekið. Bak við orð hans bjó vakandi áhugi og sannfæringarkraftur. Jónas Jónsson sagði iðulega um Vigfús: Hann skrif- ar betur en hann talar. Fór enda lofsamlegum orðum um margar greinar hans. Ræður Vigfúsar voru ekki jafnskipulegar eða vel fluttar, nema stuttar stemmningsræður gátu yljað mörgum. Vigfús tók mikinn þátt í störfum Framsóknarfélags Reykjavíkur á 4. og 5. áratugnum, einkum skemmti- samkomum félagsins. Þar innleiddi hann Framsóknarvistina sem spiluð var vetur eftir vetur við mikla gleði og góða aðsókn. Hann kynntist henni úti í Bretlandi ásamt nokkrum öðrum félögum og kom þeim saman um að taka hana upp í félaginu til skemmtunar. Þar heitir hún að sjálf- sögðu Progresswhist. Framsóknar- vist var því hið rétta og sjálfsagða íslenska nafn, enda er takmarkið að komast áfram. Sækja fram. Ekki leið á löngu þar til ýmis félög fóru að pukrast við að taka hana upp en veigruðu sér við að nota hið rétta nafn. Gekk hún lengi vel undir hinum furðulegustu nöfnum sem ekkert áttu skylt við spilið. Þar af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.