Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 15
c\rsr\> 'rniniT Laugardagur 24. febrúar 1990 Tíminn 27 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll MINNING Hllliii' ............................................................................. ......................................................I....II.......... ..........Illlllll........ ..................I................................................... .................................... ................................ ...........................Illll.........................Illillll........................II........ hefur félagsvist náð mestri út- breiðslu, þótt rangnefni sé. Vigfúsi þótti þetta hart og gerði óspart grín að þeirri viðkvæmni að geta ekki nefnt vistina réttu nafni. Er spila- mennsku var lokið hófst dans og söngur nokkra stund, einnig undir stjórn Vigfúsar. Skúli Guðmundsson alþingismaður, sem þar var tíður gestur, orti brag sem allir sungu við raust: „Hér eru allir orðnir hýrir, eins og líka er von. Pessum vikivaka stýrir Vigfús Guðmundsson. “ Þetta var svo endurtekið aftur og aftur með ýmsum tilbrigðum við mikil fagnaðarlæti allra, ekki síst stjórnandans. Pólitíkin var Vigfúsi háleit hug- sjón sem verðskuldaði fjárframlög, ómælda vinnu, en þó fyrst og fremst staðfestu og þolgæði. Að missa aldrei sjónar af framtíðarmarkmið- inu þótt stundum gæfi á bátinn. Réttlátt og heilbrigt þjóðfélag þar sem jöfnuður býr var framtíðarsýn hans. Hugsjón sinni var Vigfús trúr til æviloka. Mér er minnisstætt að síðasta sumarið sem hann lifði - 1965 - dvaldi hann hjá okkur Önnu á Akranesi í nokkra daga. Það hafði hann raunar gert áður af og til, enda mikill aufúsugestur. Við ræddum um nokkra sameiginlega kunningja í Reykjavík sem ég hafði ekki séð Iengi. Spurði égm.a. um einn þeirra, hvað væri af honum að frétta. Vigfús svaraði: „Ég hef ekki talað við hann lengi og langar ekki til þess, því upp á síðkastið hefur hann talað svo illa um Framsóknarflokkinn." Vigfúsi þótti tíma sínum illa varið með því að hlusta á slíkt raus. Áhugamál Vigfúsar voru marg- þætt fyrir utan pólitíkina. Má þar nefna bókmenntir, sögu þjóðarinnar og ferðamál. Aldamótaskáldin sá hann í miklum frægðarljóma og kunni góð skil á verkum þeirra. íslendingasögurnar lærði hann í æsku. Hann staðfesti bókmennta- áhuga sinn með útgáfu á tímaritinu Dvöl í mörg ár. Dvöl var upphaflega fylgirit Nýja dagblaðsins, en þegar hún slitnaði úr tengslum við það hóf Vigfús útgáfuna. Dvöl varð mjög vinsæl undir stjórn Vigfúsar og keypt víðs vegar um landið. Þótti þetta hið ágætasta bókmenntatímarit. Hann fékk til liðs við sig unga menntamenn og margir rithöfundar skrifuðu í Dvöl. Þannig gat Vigfús rétt mörg- um ritfærum æskumönnum hjálpar- hönd og kunni vel við sig í hópi þeirra. Af þessu hafði hann mikla ánægju. Einn af aðstoðarmönnum Vigfúsar var Þórarinn Guðnason læknir, þá nemandi í Háskóla íslands. Hann minnist Vigfúsar við andlát hans með þessum orðum m.a.: „Það var á Dvalarárum Vigfúsar sem kynni okkar hófust. Við gripum í það í tómstundum okkar nokkrir námsmenn að létta undir með hon- um við útgáfustarfið og hef ég ekki trú á að nokkur okkar sjái eftir þeim stundum eða þyki þeim hafa verið illa varið. Vasaskildingar fyrir auka- störf komu sér vel og bókmenntadútl var sannarlega eftirsóknarverðara en þrautleiðinleg tímakennsla. Og samvinnan við ritstjórann var með ágætum." Ég hygg að þessi orð sýni vel hug þeirra ungu manna sem lengst og best stóðu með Vigfúsi að útgáfu Dvalar. Vigfús hafði lag á því að láta allt bera sig sem hann kom nærri, einnig tímarit. Sjálfur lagði hann ómælda vinnu í útbreiðsluna og bókhaldið hafði hann einfalt. Hann gaf lítið fyrir það sem hann kallaði „skriffinnsku". Vigfús var mikill ferðamaður og stofnaði fyrstur manna ferðaskrif- stofu á íslandi, ásamt Einari Magn- ússyni menntaskólakennara. Mörg síðustu æviárin notaði hann nokkra mánuði á vetri hverjum til ferðalaga um ókunn lönd. Heimsótti hann mörg lönd í öllum álfum heims og skrifaði fróðlegar greinar um ferðir sínar. Síðustu 10 ár ævi sinnar skrif- aði Vigfús og gaf út fjórar bækur. Þær voru þessar: Umhverfis jörðina - ferðaþættir úr öllum álfum heims, 1955. Framtíðarlandið - ferða- minningar frá Suður-Ameríku, 1958. Æskudagar-endurminningar, 1960, og Þroskaárin - endur- minningar, 1962. Bækur Vigfúsar eru hinar merkustu og geyma mikinn fróðleik um framandi lönd og þjóðir. Æviminningarnar gefa skýra lýsingu á samtíð höfundar, félagsmálahreyf- ingum þeirra tíma og fjöldamörgum samtíðarmönnum. Frásögnin er ein- læg og hispurslaus, eins og hans var vandi. Áhugi Vigfúsar á ljóðum var mikill. Kom það m.a. fram í því að árið 1964 gaf hann út fallega ljóða- bók með úrvali af kvæðum frænda síns - Þorbjörns Björnssonar - sem ungur flutti úr Reykholtsdalnum til Ameríku og tók upp skáldaheitið Þorskabítur. Hann var eitt af kunn- ustu skáldum íslendinga í Vestur- heimi. Þrátt fyrir umsvifamikinn rekstur lengi ævinnar var Vigfús enginn gróðamaður og hafði engan áhuga fyrir því. Hann tók ekki þátt í neinum fjáraflaplönum þótt hann ætti á því kost. Hins vegar sýndi hann alltaf í störfum sínum ráðdeild og sparnað, en fyrirleit óhóf, prjál og eyðslusemi. Með því móti komst hann vel af fjárhagslega og bjó ætíð við góð efni en lifði einföldu lífi. Andleg verðmæti og almenna menntun mat Vigfús mikils og taldi að þar mætti aldrei vanrækja neitt. Þetta væri eitt af grundvallaratriðum sjálfstæðrar þjóðar. Ljóðaþekking hans var mikil. Hann átti auðvelt með að læra ýms kvæði góðskáld- anna og hafði þau jafnan tiltæk við ýms tækifæri. Mest dáði hann Steph- an G., Þorstein Erlingsson og Einar Ben. Þessi kvæði voru honum sér- staklega hugleikin: Fjallið Einbúi eftir Stephan G., Brautin eftir Þor- stein Erlingsson og þetta erindi Ein- ars Ben. var trúarjátning hans og óður til lífsins: Veri blessað vort víðsýna fámenna Frón. Hvílík framtíð þess bömum með stórleita sjón, yfír vélar og vinnandi hendur. Peirra von standi hátt. Þeirra vegur er beinn. Þeim er veröldin opin, sem staðist gat einn. Það er einbúaviljinn, sem harður og hreinn á að hefja til vegs þessar strendur. Samherjar, vinir og vandamenn blessa minningu Vigfúsar Guð- mundssonar á 100 ára afmælinu. Minnast með þakklæti þess sem hann var samtíð sinni og þess for- dæmis sem hann gaf með lífi sínu og starfi. Daníel Ágústínusson Helga Thorberg: Ho... H0...H0... Litlir karlar sem hlæja hátt Nokkrar athugasemdir vegna pistils O.Ó. „Kvennapen- ingar“ sem birtist í Tímanum 30. janúar ’90. Enda þótt bréf mitt birtist í seinna lagi kemur það væntanlega ekki að sök. O.Ó. er sennilega enn í hláturskasti, ef ekki yfir hugmynd- inni um kvennabankastarfsemi þá að einhverju öðru heimskulegu sem veltur upp úr „svona“ kerlingum. O.Ó. getur ekki orða bundist eftir viðtal við undirritaða um kvennabankastarfsemi í Morgun- blaðinu 28. janúar sl. Hann lætur sem hann skilji ekki um hvað málið snýst og snýr út úr og afbakar hugmyndina svo eftir stendur skrípaleikur. Hann fer háðugum orðum um að konur munu reka banka svo miklu gáfulegar og manneskjulegar, hæðist að skilvísi kvenna og siðferðilegur styrkur í fjármálum gerður að brandara. Heimskulegast finnst honum þó að nú þegar aðrir bankar eru að sameinast - koma þessar vitlausu kerlingar og vilja fleiri banka! Hohohohohohoh ... og áfram er haldið með kallahláturinn. O.Ó. kemur fyrst og fremst upp um sjálfan sig með skrifum sínum. Fyrir það fyrsta skín í gegn hvað hugmyndir kvenna fara í taugarnar á honum. Geðvonskan vellur undir. Hann afhjúpar að hann tilheyrir hópi karla sem kallast „litlir kallar". Þar sem þetta sam- heiti er nýyrði verður útskýring á hugtakinu að fylgja með. Einkenni lítilla kalla eru nokkur og geta orðið mjög sýnileg. Hér skulu rakin þau helstu. Litlir kallar hlusta ekki, allra síst á konur. Þeir neita að skilja það sem konur eru að segja og reyna að snúa út úr orðum þeirra og gera þær hlægileg- ar. Þeir tala niðrandi um konur og hugmyndir þeirra. Þessir litlu kall- ar vilja ekki bæta stöðu kvenna. Þeir líta á leiðir sem konur reyna að fara til að bæta stöðu sína sem beina ógnun við þá sjálfa persónu- lega - og fyllast hræðslu og óörygg- iskennd. Spurningar eins og; „Hvað verður þá um litla mig?“ verða mjög áleitnar. Við skulum nú líta á pistil O.Ó. þar sem ofannefnd dæmi verða ljóslifandi. Hann telur starfsemi kvennabanka enn eina hlið á ten- ingnum í „stríðinu" fyrir aðskilnaði kynjanna. O.Ó. er strax kominn með stríðsöxina á loft til að verjast og berjast. Leiðir til að jafna hlut kvenna til móts við hlut karla eru túlkaðar sem „aðskilnaður“. Hon- um stendur greinilega ógn af því að sjá konu sem jafnoka sér-við hlið. Állavega má ekki fara þessa leið - og ekki bendir hann sjálfur á neina aðra. Á að ætla O.Ó. að vilja ekki jafnrétti í reynd? Háðuglega skrif- ar O.Ó. um skilvísi kvenna og segir að tryggingin fyrir endur- greiðslum sé hinn gífurlegi sið- ferðilegi styrkur í fjármálum sem konur búi yfir. O.Ó. er í sjálfu sér vorkunn. Hann er orðinn svo samdauna því virðingarleysi sem tíðkast í fjár- málum þjóðarinnar að skilvísi er eitthvað sem fólk hlær að. Fólk gleymir líka svo fljótt. Hver man lengur að það var almenningur sem varð að greiða hátt í milljarð þegar Hafskipsmenn kollsigldu í strand og ríkisbankinn fékk að eiga tapið? Hver borgar brúsann þegar hundruð fyrirtækja hafa nú farið á hausinn? Hvar lendir tapið? Er ekki öllum sama? Siðferðilegur styrkur í fjármálum er eitthvað sem bara er hlegið að. Nú gildir að kaupa og eyða. Hafa þetta sem þægilegast. Borga með korti og kortið er borgað með yfirdrætti í bankanum. Isss ... ekkert mál. Nýjasta vopnið í samkeppni bank- anna - er að bjóða fólki hærri yfirdrátt. Flott. Þá getur fólk eytt meiru án þess að eiga fyrir því. í viðtalinu við undirritaða komu aðeins fram tölulegar staðreyndir og ummæli mín um skilvísi kvenna hafði ég eftir forseta Kvennabank- ans. Þar kemur fram að konurnar standa í skilum með lánin sín. Hlægilegt eða hvað? Enda veitir bankinn ekki lán í allar áttir með veði í íbúðum hinna og þessara. Bankinn tekur áhættu með lántak- anda. Þess vegna er hvert lán skoðað mjög gaumgæfilega. Bank- inn þarf fyrst og fremst að sannfær- ast um að lánið komi þeim að notum sem það er ætlað, sé arðbær fjárfesting og stefna bankans er ekki að lána sem flestum. Þetta getur hljómað ankannalega fyrir marga í dag! O.Ó. finnst heimskulegt að fjölga bönkum, nú þegar bankar eru að sameinast. En ég spyr: Hvers vegna eru bankarnir nú að sameinast? Var það kannski upp- haflegt markmið þeirra? Nei, varla. Ástæðan fyrir sameining- unni er að þá bar af leið. Þeir hugðu ekki að sér heldur þöndust út um allt - án þess að þörf væri fyrir þá. Menn eru loks að bregðast við því í dag, enda þótt allir hafi vitað að bankar hér væru löngu orðnir of margir. En þegar leggja á slíkar valdastofnanir niður eins og banka þá tekur það nú tíma að gera viðhlítandi ráðstafanir. Það er ekki hlaupið að því að minnka báknið. Upplýst var að bankastarf- semi hér á landi er sú dýrasta sem þekkist í heiminum! Vonandi skil- ar þessi fækkun og „hagræðing“ í bankakerfinu okkur ódýrari bankarekstri. Kvennabankastarfsemi kemur ekki fjölgun eða fækkun banka við. Þar er um að ræða bankastarf- semi, starfsemi sem getur vel átt heima innan þeirra banka sem fyrir eru - eins og reyndar kom fram í viðtalinu. O.Ó. vill ekki hlusta. Hann kýs að lesa tóma vitleysu út úr þessu viðtali. í viðtalinu er einmitt sagt frá því að konur hafi fengið banka til liðs við sig til að vinna eftir sínum hugmyndum. Nefna má að „virtir" bankar eins og t.d. Barclays Bank og Credit Lyonnais eru þeirra á meðal. Eins og gefur að skilja eru aðstæður mismunandi í hverju landi og starfsemin tekur mið af því. O.Ó. getur ekki látið vera að senda ágætri konu frá Hong Kong tóninn, sessunaut mínum á ráðstefnunni. í augum hennar sá hann ekkert ann- að en dollaramerki. Reyndar var myndatextinn brenglaður (eins og gerist gjarnan í dagblöðum) því þessi mynd var ekki af ráðstefnu Kvennabankans heldur ráðstefnu B.P.W. kvenna (Business and Professional Women) sem 1200 konur frá 76 þjóðlöndum sóttu. Þessa ráðstefnu heimsótti forseti Kvennabankans og hélt kynningu á bankastarfsemi á þeirra vegum víðs vegar í heiminum. Konan frá Hong Kong er forseti B.P.W. klúbbsins í sínu landi þar sem konur eru að leggja sitt af mörkum til að bæta sinn hag og annarra. f ár eru þær að vinna gegn ólæsi, fjármagna heilsugæslustöð í Mex- íkó til að hlúa að heilsu fólksins þar, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er því ekki fulltrúi þess fjárplógsveld- is og gróðabrasks sem fram fer í hennar landi, eins og O.Ó. kaus að gera hana. Þessi kona á heiður skilinn fyrir mikið og gott starf í þágu kvenna, karla og barna í sínu heimalandi og víðar. Ég verð að hæla O.Ó. fyrir reikningskúnstir. Hann gat fundið út að ef konur ættu 1% skráðra eigna í heiminum ættu karlar 99%. Vel af sér vikið. Hann segir reynd- ar að það hafi verið margendurtek- ið í viðtalinu en það eru hans ofsjónir. O.Ó. slítur síðan þessar stað- reyndir úr samhengi og spyr sak- leysislega hver eigi þau 60% hlutabréfa sem karlmenn eiga ekki í henni stóru Ameríku. Ja, mér dettur nú í hug, án þess að vita það (enda bara vitlaus kerling) hvort þau gætu verið í eigu fyrirtækja - nú eða erlendra auðhringa. Nei, ég segi nú bara svona. O.Ó. tæpir á erfðaréttarlögum úti í hinum stóra heimi. Að sjálf- sögðu er ekki búið að leggja niður erfðaréttinn í USA eða á Vestur- löndum. Það má hins vegar upplýsa að ef kona á fyrirtæki þá er algeng- asta ástæðan fyrir því sú, að hún hefur erft það. Ef kona stjórnar einnig fyrirtækinu þá er venjuleg- asta skýringin sú að enginn var bróðirinn til að taka við af föðurn- um. O.Ó. klykkir síðan út með hug- myndinni að í framtíðinni verði farið að slá kvennamynt sem muni verða gjaldgengari en karlamynt. Þetta var nú það eina sem var nýtilegt í skrifum hans. Ég er strax farin að leita að heppilegri Ijós- mynd sem gæti prýtt milljónkróna- seðilinn! En alvara málsins er að málefni kvenna brenna á konum og þau eiga skilið vitrænni umfjöllun en O.Ó. bauð hér upp á. Því verða ritstjórar Tímans að gera sér grein fyrir. Annars mun Dagblaðið Tím- inn daga uppi sem athvarf fyrir „Iitla kalla“. Dagblað sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára verður að sinna málefnum kvenna og hlusta á konur. í fram- tíðinni verða hugmyndir ekki síað- ar eftir þeirri aðskilnaðarstefnu hvort konur eða karlar bera þær fram. En það er eins gott að gera sér grein fyrir því sem fyrst að í framtíðinni verður engin þörf fyrir litla kalla. Þeir munu engu hlut- verki gegna - verða óþarfir og ósýnilegir. Ómur framtíðarinnar eru raddir kvenna og karla, boð- berar nýrra hugmynda, leiða og framfara, sem munu leiða til far- sælla lífs allra kvenna, karla og barna. Það geta allir séð, sem treysta sér til að horfast í augu við sann- leikann, að staða kvenna og léleg kjör eru smánarblettur á stjórnar- fari karla. Það má deila um leiðir til að lagfæra misrétti í samfélag- inu. Mér finnst það eðlileg krafa að konur sem vilja leita leiða til að vinna að bættum hag kvenna (og þar með allra), þær eiga betra skilið en útúrsnúninga, rangtúlkan- ir, háð og spott. Sá tími er liðinn að konur sitji stilltar og prúðar undir slíkum háðsglósum og kalla- hlátrum. Þær vita nefnilega betur. Athugasemd ritstjóra Ef þetta tilskrif Helgu Thorberg, þar sem hún gerir manni upp skoðanir og innræti eftir sínu eigin geðslagi, flokkast undir „vitræna umfjöllun" er undirritaður afskap- lega sáttur við að tilvitnuð skrif séu ekki bendluð við það hugtak.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.