Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 16
ÍMAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvogötu, ________s.2gaz?......... PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF I LEIDINNI O 37737 38737 T rtmiiin LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 Vegaáætlun lögð fram á ríkisstjórnarfundi. Niðurstaðan kemur á óvart: Vegaframkvæmdir í ár svipaðar og í fyrra Framkvæmdir í vegamálum verða svipaðar í ár og á síðasta ári segir Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra, enliann lagði fram endanlega vegaáætlun á ríkisstjórnar- fundi í gær. Þetta er niðurstaðan eftir að búið er að skera niður fé til vegamála um nokkur hundruð milljónir frá upphaflegri áætlun. Samgönguráðherra sagðist ekki vilja eða geta nefnt hversu mikið búið er að skera niður fé til vegamála frá upphaflegri áætlun. Hann sagði að forsendur hefðu breyst svo mikið að erfitt væri að nefna eina tölu í þessu sambandi. „Verðlag kemur til með að hækka talsvert minna milli ára en upphaf- lega vegaáætlunin gerði ráð fyrir. Krónutölurnar eru orðnar úreltar. Þá hefur bensínsala minnkað, en það hefur leitt til nokkurs sam- dráttar á fjármagni í Vegasjóð án þess að niðurskurður komi til. Það er hins vegar alveg ljóst að þarna er um talsvert mikla lækkun að ræða frá vegaáætlun sem var samþykkt í fyrravor. Sú áætlun gerði ráð fyrir verulegri raunaukn- ingu til vegamála milli ára. Það má segja að búið sé að skera þá raunaukningu að mestu leyti í burtu. Það verður svipuðu fjár- magni veitt til vegamála að raun- gildi og var í fyrra.“ Samgönguráðherra var spurður hvort hann væri ósáttur við þá niðurstöðu sem fengist hefði í þessum málaflokki. „Auðvitað hefði maður viljað sjá þarna meira fjármagn. Ég neita því ekki að þetta eru mér viss vonbrigði. Ég held hins vegar að ailir sanngjarnir menn skilji við hvaða aðstæður þessi niðurskurð- ur var gerður. Þar á ég við almenn- an samdrátt í efnahagslífinu og þær sérstöku byrðar sem ríkið hefur orðið að taka á sig í tengsl- um við kjarasamningana. Miðað við það má segja að ekki sé ástæða til að vera mjög óánægður að framkvæmdir til vegamála verða svipaðar milii ára. Maður vill gjarnan gera betur en aðstæðurnar sníða manni þröngan stakk og því verður mað- ur að kyngja," sagði samgöngur- áðherra að lokum. Reiknað er með að þingflokk- arnir fái vegaáætiunina til með- ferðar í næstu viku. Þingmenn sjá um að skipta fjármagni til vega- mála milli kjördæma og ákveða í hvaða framkvæmdir verður ráðist. Samtals fara til vegamála í kring- um 4,5 milljarðar á þessu ári. Gengið verður frá endanlegri tölu á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag- inn. - EÓ Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Seðlabankahússins í gærmorgun og fór allt rafmagn af húsinu. Reykur barst um húsið en engar skemmdir urðu af honum nema í herberginu þar sem taflan er. Rafvirkjar hófu viðgerð um hádegi og var áætlað að henni lyki í gærkvöld. Timamynd Pjciur Seðlabankinn rafmagnslaus og fullur af reyk: Gengið festist í eldi Gengi íslensku krónunnar hélst óbreytt í gær vegna þess að eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Seðla- bankahússins í gærmorgun. Vegna eldsins fór rafmagn af öllu húsinu og reykur barst um það og lá því mest öll starfsemi bankans og annarra stofnana í húsinu niðri og ekki náðist að skrá gengi krónunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðlum áður en ailt stöðvaðist. í Seðlabankahúsinu er vararafstöð en ekki þýddi að gangsetja hana þar sem straumur frá henni verður að fara um aðaltöfluna sem brann. { Seðlabankabyggingunni eru til húsa Reiknistofnun bankanna, Þjóðhagsstofnun og Norræni iðn- þróunarsjóðurinn og lá þar öll starf- semi niðri í gær vegna rafmagnsleys- is. Það eina sem gekk eðlilega fyrir sig í húsinu var seðla- og myntaf- greiðsla Seðlabankans. Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans sagði að gengið hefði verið haft óbreytt í gær en samkvæmt upplýsingum erlendis frá hefðu nánast engar hræringar orðið sem hefðu getað breytt því svo teljandi væri. Hann sagði að þótt röskun vegna rafmagnsleysisins væri óþægileg þá skipti hún engum sköp- um svo framarlega sem eðlileg starf- semi gæti hafist á mánudaginn. Brynjólfur Sigurðsson hag- fræðingur hjá Landsbankanum sagði að þótt beint tölvusamband bankaaf- greiðslna við Reiknistofnun hefði rofnað við brunann í Seðlabankan- um þá hefði það óveruleg áhrif á daglega starfsemi bankanna þar sem allar færslur geymdust í minni af- greiðslutölvanna og þegar samband kæmist á aftur færu málin í rétt horf og upplýsingastreymi hæfist á ný. Ákveðið vinnulag væri þó viðhaft í bönkunum þegar samband við Reiknistofnun rofnaði og hefði minnisblað verið sent öllum af- greiðslum Landsbankans strax í morgun þar sem starfsfólk væri minnt á þessar vinnureglur. Hann sagði að tölvur reiknistofn- unar sem keyrðar eru á nóttunni, hefðu verið búnar að ganga frá og senda um beinlínukerfi til bankaaf- greiðslnanna upplýsingar um stöðu bankareikninga og því hefði öll venjuleg dagleg afgreiðsla bankanna verið með eðlilegum hætti að því undanteknu að bankatölvurnar gátu ekki komið frá sér eða tekið á móti upplýsingum frá Reiknistofnun. Brynjólfur sagðist telja næsta víst að kæmist rafmagnið á fyrir mánu- dagsmorgun yrðu nánast engar trufl- anir á starfsemi bankanna eða óþægindi fyrir viðskiptavini þeirra af völdum rafmagnsleysisins. -sá Gæsluvarðhald Steingríms Njálssonar: Úrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Sakadóms Reykjavíkur frá því á laugardag, þess efnis að Steingrímur Njálsson skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. apríl næstkomandi. Þórir Oddsson rannsóknarlög- regiustjóri sagði að það lægi í hlutar- ins eðli að RLR ræddi ekki mál af þessu tagi opinberlega og gæti ekki greint frá einstökum efnisatriðum málsins. Er verið að kanna hvort Stein- grímur hafi brotið af sér frá því að hann kom að utan í apríl sl. þar til hann var handtekinn í síðustu viku? „Það er eðlilegt að skoða hans feril sérstaklega," sagði Þórir. Sem kunnugt er var Steingrímur Njálsson handtekinn fimmtudaginn 22. febrúar sl. eftir að hafa farið með sjö ára dreng inn á heimili sitt og klætt hann úr yfirhöfn og buxum. -ABÓ Fundur Seðlabanka og viðskiptabanka: Vextir lækka um 3-3,5% Niðurstaða fundar Seðlabank- ans og viðskiptabankanna um þró- unina í vaxtamálum varð sú að eðlilegt sé að vcxtir lækki um 3-3,5% um næstu mánaðamót. Þetta þýðir að almennir skulda- bréfavextir munu lækka úr 22% í 18,5 -19%. Tómas Árnason seðla- bankastjóri sagði í samtali við Tímann að menn hefðu verið sam- máia um þessa niðurstöðu í ljósi verðbólguþróunarinnar. Vextir allra bankanna munu því lækka um mánaðamótin, lækkunin getur þó orðið mismikil þar sem bönkum er óheimilt að hafa samráð sín á milli í ákvörðun vaxta. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.