Tíminn - 24.02.1990, Síða 1

Tíminn - 24.02.1990, Síða 1
Hj úskaparstríð blinda prestsins Um miðbik átjándu aldar var prestur sá í Keldnaþingum á Rangárvöllum, sem Ormur Snorrason hét. Hann þótti góður kennimaður, þótt ekki væri hann mikill lærdómsmaður og gat hann sér hinn besta orðstír. Hann átti nokkur böm sem upp komust, en hér getum við aðeins tveggja sona hans, Vigfúsar og Gríms. Vigfus fór til náms í Skálholts- skóla og varð ungur að aldri prestur að Asi í Fellum, en þjónaði síðan Val- þjófsstaðarprestakalli langa ævi. Hann gerðist brátt búhöldur mikill og um- bótamaður í búnaði, auðugur að lönd- um og lausum aurum og einn mesti fjárbóndi sem verið hefúr í þessu landi fyrr og síðar. Framan af bjó hann að Valþjófsstað, en fluttist gamall að Amheiðarstöðum. Kona séra Vigfúsar hét Bergljót, dóttir séra Þorsteins Stefánssonar, prests á Krossi í Landeyjum. Móðir hennar var dóttir séra Hjörleifs Þórð- arsonar á Valþjófsstað. Hinn sonur séra Orms, sem hér hefúr verið ncfndur til sögu, Grímur, gerðist bóndi á Seljalandi í Fljótshverfí. Hann átti að konu Halldóru, dóttur séra Þorláks Sig- urðssonar á Prestsbakka á Síðu, systur Katr- ínar þeirrar sem hvarf gjafvaxta frá Prestsbakka og fannst aldrei síðan. Dóttir þeirra hjóna hét Hallgerður, fædd við nýstorknaða hraunstrauma Skaftárelda. Faðir hennar dó er hún var bam að aldri, og var þá það ráð tekið að senda hana austur í Fljótsdal, hinum auðuga foðurbróður sínum til halds og trausts. Það hefúr þeim mun fremur þótt ráð að prestshjónin á Val- þjófsstað höfðu reynst mörgum um- komulausum bömum haukur í homi og veitt þeim uppeldi. Hallgerður Grímsdóttir gerðist kvenna fríðust og er ekki ósennilegt að prestur hafí ætlað þessari ungu frændkonu sinni álitlegt gjaforð og virðulegt hlutskipti. En þar mnnu stjómtaumamir honum úr greipum. Um þessar mundir var í Fljótsdal vinnumaður, ættaður austan úr Skrið- dal, Ámi Stefánsson að nafni. Felldu þau saman hugi oj> varð Hallgerður vanfær af völdum Árna og ól honum dóttur vorið 1813. Var hún skírð Guð- ný. Nokkm síðar vom þau Ami og Hallgerður gefin saman í hjónaband, því ekki tjóaði á móti því að rísa, og fluttust þau síðan í húsmennsku niður á Reyðarfjörð. Eftir það vom þau í nær tvo áratugi á ýmsum stöðum um Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og eignuðust allmörg böm. Blindi presturínn Af séra Vigfúsi Ormssyni er það að segja að hann missti sjónina er hann gerðist gamlaður. Hann var em eigi að síður og gekk að þeirri vinnu er honum hentaði og hafði mikla um- sýslu, en embættisstörfin hvíldu mest á aðstoðarpresti hans, séra Stefáni Ámasyni frá Kirkjubæ, sem gengið hafði að eiga eina af dætmm séra Vig- fúsar og fengið prestssetrið, Valþjófs- stað, til ábúðar. Synir séra Vigfúsar, Einar og Guttormur, vom orðnir fulltíða menn, vaskir og at- hafnasamir og höfðu samlög um bú með foður sínum á Am- heiðarstöðum. Árið 1828 andaðist maddaman, Bergljót Þorsteinsdóttir, 67 ára að aldri. Séra Vigfús var þá orðinn 77 ára gamall, alblindur og fótfúinn. Mun flestum hafa þótt sem nú mundi senn lokið sögu þess gamla hefðarklerks og ekki annað eftir en lognværir ellidagar. Svo horfði líka hin fyrstu misseri eftir lát Bergljótar sem það myndi eftir ganga. En nú bar svo til að séra Vigfús minntist hinnar fríðu og föngulegu frændkonu sinnar, sem ung hafði ver- ið falin honum á hendur, þegar hún missti forsjá sína suður f eldsveitun- um. Hún bjó nú í fátækt með manni sínum í Fáskrúðsfirði — þeim sem hún hafði tekið fram yfir efnaðari og farsæli brúðguma, er prestshónin hefðu haft á takteinum handa henni. yorið 1832 fékk séra Vigfús þau hjón, Ama Stefánsson og Hallgerði, til sín að Amheiðarstöðum með fjögur böm. Nítján ára blómarós Ekki verður um það dæmt hvort séra Vigfúsi hefúr í upphafi veriannað og meira í hug en að afla sér vinnuhjúa og búa þessari fjölskyldu góða vist. En óvenjuleg saga var það sem spratt af komu þessa fólks í Fljótsdalinn. Elsta bam þeirra Hallgerðar og Ama, Guðný, var nítján ára er hún kom í Amheiðarstaði. Hún var fríð sýnum, eins og hún átti kyn til. Þess naut séra Vigfús samt ekki vegna Reis séra Vigfús ríðandi úr sæti sínu og fálmaði sig að predikun- arstólnum. blindu sinnar, þótt hann hafi getað gert sér í hugarlund að þar væri komin eft- irmynd móðurinnar, Hallgerðar hinnar fögm, sem f æsku brosti við fóstra sín- um á Valþjófsstað. En annað var það sem ekki gat farið fram hjá séra Vig- fúsi: Guðný Ámadóttir var gáfuð, skáldmælt og svo hraðkvæð að fáir stóðu henni á sporði. Hún hefur seinna verið nefnd Skáld -Guðný. Og hvort sem aðdragandinn hefur verið langur eða skammur, þá er skemmst af því að segja að séra Vigfús, steinblindur og kominn á níræðisaldur, einsetti sér að eiga Guðnýju. Engin vimeskja er til um það hvemig Guðnýju gast að þessari fýrir- ætlun, en vafalaust hefúr hún kosið að hlíta forsjá foreldra sinna, en þau aftur viljað geðjast gamla prestinum. Hall- gerður Grímsdóttir var bróðurdóttir hans og hún átti honum fósturlaun að gjalda. Loks hefúr svo þessi fjöl- skylda, sem barðist I bökkum, séð hylla undir trygga lífsaðstöðu, er þá var mest metið, þegar hjúskapamiál- unum yrði til lykta ráðið. í vonurn var mikill arfur, en leiðin að þeim auði Séra Vigfús Ormsson hugðist 84 ára gamall kvænast tvítugri stúlku. En þar með fór allt í bál og brand

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.