Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 24. febrúar 1990 Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Þingeyri. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Hólmavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Neskaupstað. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Dalvík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við ÍHeilsugæslustöð- ina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á ísafirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 22. febrúar 1990. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða YFIRSJÚKRAÞJÁLFARA við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. maí n.k. Ein staða DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARA er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní n.k. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Jos Otten yfirsjúkraþjálfari í síma 96-22100. Á undanförnum mánuðum hefur aðstaða til sjúkra- þjálfunar verið endurbætt á sjúkrahúsinu. Upplýsingar um nám og fyrri störf, sendist fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, fyrir 15. mars 1990. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ÞJÁLFUNAR- 0G RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS, EGILSSTÖÐUM Tilboð óskast I að steypa upp og gera fokhelt hús fyrír þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð svæðisstjómar fatlaðra á Austuríandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og er stærð nýbyggingar 385 m2 auk 103 m2 kjallara sem þegar hefur verið byggður. Verktími ertii 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudags 15. mars gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7,20. mars kl. 11.00. INIMKAUPASTOFIMUIM RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK | Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar V ■ V Síðumúla 39, sími 678500 Félagsráðgjafar Laus er staða félagsráðgjafa við hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholtshverfum, Álfabakka 12. Staðan er á sviði meðferðar- og barnaverndar- mála. Upplýsingar veitir Auður Matthíasdóttir yfir- félagsráðgjafi í síma 74544. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir 13. mars næstkomandi. Blindi presturínn hlaut að liggja lun gamla hjónarúmið á Amheiðarstöðum. Verðið sem fyrir þessa lífsaðstöðu þurfti að greiða var ekki annað en verðug hjúkrun blinda prestinum til handa mn nokkur ár af hendi Guðnýjar, og efnuð ekkja var hún síðan álitlegri kvenkostur en snauð ungmær. Böm séra Vigfúsar og tengdasynir, séra Stefán á Valþjófsstað, séra Gutt- ormur i Vallanesi og Sigurður Guð- mundsson á Eyjólfsstöðum, litu ráða- gerð séra Vigfúsar aftur á móti óhým auga og hefúr þeim vafalaust vaxið í augum hve erfðagóssið skarðaðist við slíkt tiltæki. Sló í hina hörðustu rimmu með þeim og séra Vigfúsi, því geðriki var mikið á báða bóga og vildu hvorugir beygja sig. Loks tók séra Vigfús af skarið árið 1833 og mælti svo fyrir að séra Stefán skyldi lýsa með þeim Guðnýju í Valþjófsstaðar- kirkju. Séra Vigfús hafði einsett sér að eiga hana, hvað sem hver segði. Sverfur til stáls Þetta stímabrak varð að sjálfsögðu héraðsfleygt, og geta má nærri að Fljótsdælir hafa fjölmennt til sóknar- kirkjunnar, þegar lýsa átti með gamla prestinum þeirra og skáldkonunni ungu, frænku hans og vinnukonu. Guðsorðinu var hlýtt með andakt, en skynja má að undir niðri kitlaði efl- irvæntingin söfnuðinn. Allir vissu að hér mundi sorfíð til stáls. Þegar séra Stefán hafði lokið embættisverkum í stólnum, stóð hann stundarkom þegj- andi, líkt og á báðum áttum. En séra Vigfúsi tók að leiðast biðin. Reis hann riðandi upp úr sæti sínu, fálmaði sig að predikunarstólnum og drap á hann fingrum til þess að minna tengdason sinn á lýsinguna. En þá var sem stutt hefði verið á fjöður. Báðir synir séra Vigfúsar spruttu á fætur og fómuðu höndum á móti séra Stefáni, er enn stóð óráðinn í stólnum, en kirkjugest- imir hófúst í sætum sínum, teygðu álkumar til þess að sjá sem best hverju fara gerði og risu jafnvel upp til hálfs. Eitt andartak biðu allir í ofVæni. Svo gekk séra Stefán þegjandi niður úr predikunarstólnum. Séra Vigfús skynjaði á svipstundu, þrátt fyrir blindu sína, að hann hafði verið ofúrliði borinn. Hann sortnaði í andliti af bræði, gekk snúðugt ffam á milli kirkjubekkjanna, út úr kirkjunni og til stofú. Einhveijir hafa sennilega fylgt hinum blinda öldungi eftir. Aðrir heyktust í sætum sínum og sátu hnipn- ir eftir, því að mörgum rann til rifja meðferðin á gamla prestinum. Allt eldra fólkið var eindregið á hans bandi. Viðhorf unga fólksins var tví- bentara. — Ef til vill hafa þama verið einhveijir bændasynir, er sjálfir hefðu kosið Guðnýju sér til handa. Eftir messuna sló í harða brýnu í stofúnni á Valþjófsstað, og sat þar hver við sinn keip. „Sensasjón" í héraðinu Á þessum ámm valt á ýmsu um aldur brúðhjóna, svo að mönnum blöskraði ekki allt. Komungir menn kvæntust aldurhnignum ekkjum til þess að setjast í bú þeirra og gamlir karlar bættu sér í munni í ellinni og festu sér ungar stúlkur. Þó var hér ald- ursmunur í meira lagi, sextíu ár, og auk þess var séra Vigfús blindur. En það sem gerði hjúskaparáform hans landfleygust var andstaða sona hans og tengdasona og atburður sá í Val- þjófsstaðarkirkju, sem lýst hefúr ver- ið. Fregnir af honum flugu landshoma á milli og jafnvel meðai Islendinga er- lendis. Um haustið 1833 tók séra Ól- afúr Indriðason á Kolffeyjustað sér penna í hönd og skrifaði kunningja sinum í Kaupmannahöfn tíðindin: „Allir nafnkenndir lifa, ffiður og tryggleiki í hreppnum, en giftingar- sýki mikil, einkum í körlum og kerl- ingum. Þær giftast nú meira en sex- tugar og þeir yfir áttrætt. Einkum gerir séra Vigfús blindi (83 ára) mikla sensasjón í héraðinu. Hann er ffiðlaus af kvensemi og vill með Fandens vold og magt giftast tvítugri bóndastelpu, heldur af neðra plássi, en synir hans og tengdasynir streitast á móti og hef- ur nú gengið svo mikið á um þetta að það aldeilis uden partisk behandling og einungis við að setjast í dramatisk orden væri nóg efhi í artugustu kó- medíu. Séra Stefán daufheyrðist við be- gæringu hans um lýsingar hér í haust, hvar yfir sá gamli, sem áður skalf á beinunum af elli, fékk krafta Hávarðs Isfirðings og reið á tveimur dögum í ófærum veðrum til Vopnafjarðar til að útvega ordre ffá prófasti. Utfallið veit ég ei og nær menn vilja hann af þessu, stingur hann fingrum í eyrun undir ræðu þeirra, er hann vill forbera, en við hina hefúr hann, sem áður vafðist ætíð tunga um tönn, svoddan mál- snilld að stríða við, að prófasturinn í Vallanesi segir hann geti talað sem Demosþenes eða Cicero." Eins og þetta bréf ber með sér vildi séra Vigfús ekki sætta sig við ósigur, heldur reið á fúnd séra Gutt- orms Þorsteinssonar á Hofi og krafðist þess af honum að hann rétti hlut sinn. Hefúr séra Vigfús vænst liðveislu af honum því að hann var mágur hans, bróðir Bergljótar Þorsteinsdóttur, hinnar látnu konu gamla prestsins. Séra Guttormur vildi þó ekki taka af skarið í slíku fjandskaparmáli, sem þetta var orðið. Sennilega hefur hann viljað draga mál þetta á langinn og svæfa það, en skjóta því að öðrum kosti undir úrskurð yfirboðara sinna. Þó er ekki lengur vitað hvemig hann hagaði svörum sínum. En ófúllnægj- andi hafa séra Vigfúsi þótt þau og er heimild um það að hann hafi þessu næst snúið sér til amtmanns og fengið þau svör af hans hendi að skylt væri prófasti að lýsa með þeim Guðnýju, ef hann krefðist þess, og sjálfúr hefði hann getað lesið lýsingu af predikun- arstóli í Valþjófsstaðarkirkju, er séra Stefán tregðaðist við að gera það. Endalok giftingarmála Meðan þessu fór ffarn óhægðist mjög sambúð þeirra feðga, séra Vig- fúsar og Guttorms, sonar hans. Hafði gamli maðurinn á pijónunum að byggja syni sínum út af Amheiðar- stöðum og kom þar að Guttormur hrökklaðist að Geitagerði, er lá undir Amheiðarstaði, og settist þar að án heimildar föður síns. Eru sagnir um það að legið hafi við bardaga milli þeirra feðga út af töðunni á túninu í Geitagerði, er séra Vigfús hugðist flytja brott, þegar Guttormur hafði þurrkað hana. Skar Guttormur bagg- Frá Valþjófstað ana niður af lestinni og lauk þeirri rimmu svo að eftir lágu þeir á vellin- um, þegar séra Vigfús sneri heim með menn sína, að því er sagan segir. Kann þó lýsingin á þessari viðureign þeirra feðga að vera eitthvað ýkt. Hitt fer ekki milli mála að séra Vigfús gerði Áma að ráðsmanni sín- um á Amheiðarstöðum og Hallgerði að ráðskonu og Guðný var þar um kyrrt á heimilinu, sem og önnur böm þeirra hjóna, á meðan prestur beið þess að hann hlyti stuðning laganna til þess að koma ffam vilja sínum um hjónabandið. En séra Vigfús var orð- inn gamall maður og þótt hann hefði eitt sinn haft af miklu að má, þá var honum um megn að heyja þessa sennu til lykta. Hann fékk slag um réttaleyt- ið 1834. Þá um haustið skrifaði séra Ólafúr á Kolffeyjustað kunningja sín- um í Kaupmannahöfn ffamhald tið- inda af hjúskaparstríði blinda prests- ins: „Ég hef ekki ffétt hvað líður um séra Vigfús gamla. Hann hafði fyrir þremur vikum fengið einhvem snert af apoplexie eða kannske paralyse og lá, þá ég síðast frétti, máttlítill eða mátt- laus.“ í þessari kör hvíldi séra Vigfús í sjö ár. Hann andaðist árið 1841, ní- ræður að aldri. Hann hélt þó enn uppi andófi í körinni og lét Áma og Hall- gerði stýra búi sínu enn um stund, en sættum hafði þó verið komið á með gamla manninum og fjölskyldu hans, áður en hann gaf upp öndina. Fjölskylda Ama Stefánssonar fór á tvístring á næstu misserum, og var þó oft margt af því fólki á Hallorms- stað hjá séra Hjálmari Guðmundssyni. Veturinn 1838 — 1839 voru tvær dæt- ur þeirra Áma og Hallgerðar vinnu- konur á Hallormsstað, Guðný og Þóra. Vom þær báðar vanfærar, ólu böm sín með fárra mánaða millibili og lýstu báðar feður menn, er drukknað höfðu. Þóra hafði áður átt tvö böm og nú lýsti hún föður Rafn Benediktsson, sem dmkknað hafði í Vallaneskílum um sumarið. Það faðemi var af sumum vefengt, en niðjar bamsins telja að það sé ekki á rökum reist. Hefur sú sögn lifað meðal þeirra að Rafn muni hafa fyrirfarið sér af hugarmóði vegna þungans, er hann hafði átt með stúlku, sem áður hafði tvívegis alið böm ógift. Hafi það gerst er Rafn var send- ur á Vallanesengjar með vinnukonu einni til þess að hreinsa þar hrossatað. I öðm lagi kunna þeir þá sögu að segja að Þóra hafi unnið afa bamsins, Bene- dikt eldra Rafnssyni, eið að því að bamið hafi verið rétt feðrað og áunnið leyfi hans til þess að það mætti bera nafn hans. Guðný ól einnig son. Hann var nefndur Ami og lýsti hún fðður hans mann, sem drukknað hafði í Lagar- fljóti, Friðrik að nafni, son Hinriks á Hafúrsá, er kallaður var hinn skyggni. Skömmu síðar giftist Guðný mið- aldra manni úr Skriðdal, Bjama Ás- mundssyni að nafni. Vom þau víða um Skriðdal, Skóga og Fljótsdal, stundum við búskap en oftar í vinnumennsku og eignuðust allmörg böm. Á efri ár- um fluttist Guðný suður í Lón með syni sínum, sem Bjami hét og þar bjó lengi á Hvalsnesi og Svínhólum. Hjá honum andaðist Guðný 3. júní 1897 og vantaði þá tvo daga upp á að hún yrði 84 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.