Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 11
HELGIN 19 SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL •áf/v' og uppkomin böm höfðu lýst ein- dreginni ánægju sinni þegar hann til- kynnti að hann hefði í hyggju að kvænast aftur. Ekki komu trygginga- svik heldur til greina. Kona hans átti hús í Weston sem var fimm sinnum verðmætara en þetta og vantaði síst peninga. Auk þess hafði Sharon ver- ið þar heima með dætrum sínum þeg- ar kveikt var i húsinu. Sharon kom til Denver til að ganga ffá útför manns síns og þar ræddi lögreglan við hana, sýnilega þjakaða af sorg. Hún sagði að á þeim stutta tíma sem þau Glen hefðu verið gift hefði hann aldrei minnst á neinn sem gæti hafa haft ástæðu til að myrða hann. Óvæntjátning Þegar Thomton-lögreglan fann ekkert til að rekja áfram í málinu var það afhent Elaine Tygart og Glen Trainor rannsóknarlögreglumönnum til nánari rannsóknar. — Hvemig á að leysa morðmál þegar ástæðan er hvorki rán, afbrýði, óvinir né pening- ar og engin vitni em að neinu? spurði Elaine félaga sinn. —- Um hvað ann- að getur verið að ræða? — Eg veit það ekki, svaraði Trai- nor henni. — Okkur er borgað fyrir þetta, svo við skulum reyna. Hann stakk upp á að þau fæm til Weston og ræddu aftur við ekkjuna. Hún hefði verið illa fyrir kölluð við útforina. Ef til vill hefði Glen sagt henni eitthvað sem gæti rifjast upp’ fyrir henni. Þau hittu Sharon heima og tjáðu henni að þau væm að leita að vís- bendingum um morðingja manns hennar og spurðu hvort hún vildi ræða samband þeirra. Sharon var mjög samvinnuþýð og sagði ffá öll- um kynnum þeirra Glens og sam- bandi en viðurkenndi að ef til vill hefði það verið nokkur fljótfæmi að gifta sig strax. Búsetuvandamálið hefði einnig verið þrándur í götu en það hefði ef til vill leyst með tíman- um. Samtalið stóð fram undir kvöld- mat og þá vora dæturnar orðnar svangar og Sharon stakk upp á þvi að þau fæm öll út á bitastað og fengju sé //>" H' « • /' W'Jt&MÉÉá Ekki er aö sjá annað en allt leiki í lyndi hjá Sharon og Glem Harr- elson á þessri mynd. Þau kynnt- ust í síma en hjónabandið var skammvinnt pítsur. Telpumar sátu saman við borð en Sharon og lögregluparið við ann- að. Elaine tók eftir því að Sharon virtist eitthvað miður sín, hafði litla matarlyst og svaraði spumingum að- eins stuttaralega, þveröfugt við það sem hún hafði gert fyrr um daginn. — Er nokkuð að? spurði Elaine. — Slepptirðu einhveiju eða ertu hrædd við einhvem? Það var hreinlega eins og Sharon leystist upp við spuminguna. Skyndi- lega datt upp úr henni: — Ég get ekki lifað við þetta lengur. Gary Adams myrti hann. Sektarkenndin bugaói Þetta kom lögreglufólkinu ger- samlega á óvart og þau vom rétt búin að átta sig nóg til að spyija hver Gary Aadms væri þegar Sharon bætti við: — Gary myrti fyrri manninn minn, Perry Nelson. Orðlaus yfir þessum óvæntu upp- lýsingum, höfðu Elaine og Trainor samband við lögregluna í Weston sem kom telpunum fyrir og handtók Sharon. Óráðlegt þótti að láta Sharon halda áffam að tala á bitastaðnum, heldur yrði að lesa henni rétt hennar og gera formlega skýrslu. Sharon vildi ekki nýta sér rétt sinn til að þegja og játaði fuslega fyr- ir lögreglunni hvemig þau Adams höfðu lagt á ráðin um morðið á Nel- son til að koma í veg fyrir að hún missti húsið. Öllu erfiðara reyndist henni að skýra morðið á Glen Harrelson. Það hafði ekki verið vegna peninga held- ur endumpptekins sambands hennar við Gary Adams. Það hafði verið hann sem vildi Glen feigan en hún hefði samþykkt það og afhent Adams lykilinn. Síðan var Gary Adams handtek- inn og hann kaus að þegja. Athugað var hvort Sharon kynni að hafa greitt honum fyrir að myrða Glen en hann reydist aðeins eiga 22 dollara í reiðu- fé og níu á ávísanareikningi. Sharon viðurkenndi hins vegar að hafa greitt honum þijár milljónir fyrir hitt morð- ið. Sharon og Adams vom ákærð fyrir tvö morð að yfirlögðu ráði. Þeg- ar það fféttist vildu blaðamenn vita hvemig Elaine og Trainor hefðu fengið hana til að játa. — Við vitum það varla, svaraði Trainor. — Hún var alls ekki undir gmn. Við voram bara að leita upplýs- inga og höfðum ekki hugmynd um samband hennar við Adams. Fréttamenn fengu viðunandi skýringu hjá MacDonald afbrota- ffæðingi: — Sumir geta lifað með sekt sinni, aðrir ekki. Trúarsannfær- ing hefur sitt að segja og ég geri ráð fyrir að Sharon sé sterktrúuð kona. Sumir játa af því sektarkenndin þjak- arþá. Furðusaga um morð Aðspurður hvemig kona með trú- arreynslu Sharon sem var gift presti, gæti lagt á ráðin um morð tveggja eiginmanna sinna, varð afbrotaffæð- ingurinn orðlaus. Hann sagði að und- arlegir hlutir gerðust og sagði þeim sögu af breskri konu sem giftist aftur ári eftir lát manns síns. Mikið gekk af matnum úr brúðkaupsveislunni og einn gestanna spurði hvað hún ætlaði að gera við matinn. — Ég geymi hann ffam að útfor- inni, svaraði brúðurin. Það var talin kaldhæðnisleg skrítla en hálfum mánuði síðar lést nýi eiginmaðurinn. Þá kom í ljós að fyrri maðurinn hafði líka látist af völdum rottueiturs. Þann 5. júní 1989 var Sharon Harrelson dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Perry Nelson og tveimur dögum síðar hlaut hún sama dóm fyrir morðið á Glen Harrelson. Mánuði síðar hlaut Gary Starr Adams sömu dóma fyrir sömu sakir. Þau eiga ekki möguleika á náðun fyrr en hún verður 83 ára og hann 85 ára. Öskudagur - Grímuböll A 30 gerðir af grímubúningum. T.d. Batman, Superman, Zorro, Ninja, Sjóræningja, Hróa, Trúða, Hjúkrunar, Strápils, Fanga, Indíána, Kúreka, Kokka, Sveppa, Músa. Hattar: Kúlu, Töfra, Pípu, Bast, Mexikana, Indíána. Einnig: Fjaðrir, bogar, byssur, sverð, gieraugu, andlitslitir o.fl. o.fl. Pantið tímanlega fyrir öskudaginn. Póstsendum. Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 8. S. 14806. Umboðsmaður ríkisskip á Eskifirði Skipaútgerð ríkisins óskar að ráða umboðsmann á Eski- firði frá og með 1. apríl 1990. Viðkomandi þarf að hafa yfir að ráða vörugeymsluhúsnæði og tækjum til að afgreiða skipin. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1990. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í Reykjavik í síma 91-28822. ^ Skipaútgerð ríkisins j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.