Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. febrúar 1990 Tíminn 5 Málefni Austur-Evrópu í sviðsljósinu: MNG NORDURLANDA- RÁDS SETT í DAG Þing Norðurlandaráðs verður sett klukkan tíu í dag í Háskólabíói. Tekið verður tU við almennar umræður að loknu kjöri Páls Péturssonar í embætti forseta Norðurlanda- ráðs. Búist er við að umræðumar muni m.a. snúast um afstöðuna til Evrópubandalagsins og EFTA, en einnig um samskipti Norðurlandanna við Sovétríkin og Austur-Evrópu. Á fundi forsætisráðherra Norður- landanna sem haldinn var með blaðamönnum í gærkvöldi var m.a. rætt um það með hvaða hætti Norðurlönd sem heild gætu stutt og eflt lýðræðisþróunina í Austur Evr- ópu almennt og í Eystrasaltsríkjum Sovétríkjanna sérstaklega. Stein- grímur Hermannsson benti á að þessi þróun væri vissulega farin af stað, með fjárfestingum og sam- vinnu um ákveðin verkefni milli einstakra fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndum annars vegar og Austur-Evrópu hins vegar. Slík sam- skipti þyrfti einnig að taka upp á vettvangi Norðurlandaráðs og taldi hann að Norræni fjárfestingalána- sjóðurinn gæti í því sambandi gegnt mikilvægu hlutverki. Þá kom fram á fundinum í gær að talsverður áhugi er, einkum hjá Svíum, á því að auka frelsi í flutningi vinnuafls milli Eystrasaltsríkja Sov- étríkjanna og Norðurlandanna. Tal- ið er hugsanlegt að slíkt gæti m.a. gerst í gegnum Nordjobb, sem er vinnumiðlun norrænna ungmenna. Fyrirfram er búist við að þróunin í Evrópu verði meðal helstu um- ræðuefna á þessum fyrsta degi þingsins. Þar er annars vegar átt við sameiningu Evrópu í eitt efnahags- svæði og hins vegar um atburðina í Austur-Evrópu. Umræða um al- þjóðamál hefur aukist í Norður- landaráði á seinni árum. Umræður um samskiptin við Sovétríkin hafa t.d. aukist verulega eftir að Gorbat- sjov forseti Sovétríkjanna bauð full- trúum frá Norðurlandaráði til Moskvu. Nú hefur verið ákveðið að nefnd á vegum ráðsins fari í heim- sókn til Moskvu og Eystrasaltsríkj- anna á vormánuðum. Á fundi for- sætisráðherranna í gærkvöldi kom fram að full eining er um þessa heimsókn. Einnig er fyrirhugað að nefnd á vegum Norðurlandaráðs fari í næsta mánuði til fundar við fulltrúa frá Evrópuráðinu. Um 860 manns taka þátt í störfum þingsins á einn eða annan hátt, þar af koma um 700 erlendir gestir. Talið er að um 180 blaðamenn muni flytja fréttir frá þinginu þar á meðal einn eða tveir frá Sovétríkjunum. Mikil óvissa hefur verið um þátt- töku Svía í þinginu, en eins og kunnugt er hefur verið stjórnar- kreppa í Svíþjóð undanfarna daga. Samkvæmt nýjustu fréttum mun ný stjórn jafnaðarmanna taka við völd- um í dag. Óvíst er hversu margir ráðherrar úr nýju stjórninni koma til landsins. Ljóst er þó að Ingvar Carlsson forsætisráðherra mun ekki koma. Kjörnirfulltrúar Svía í ráðinu komu hins vegar í gær. Ekki er búist við að stjórnarkreppan í Svíþjóð hafi veruleg áhrif á störf þingsins. í gær héldu fastanefndir á vegum Norðurlandaráðs fundi þar sem fjall- að var um þær tillögur sem verða lagðar fyrir þingið og einnig um önnur mál sem verða ekki rædd á sjálfu þinginu. Fyrsta mál á dagskrá þingsins í dag er kjör Páls Péturssonar í em- bætti forseta Norðurlandaráðs. Síð- an hefjast almennar umræður sem standa allan daginn. Venja er að almennar umræður standi í tvo daga, en að þessu sinni verður einn dagur látinn nægja. Hugsanlegt er talið að umræðan muni teygjast eitthvað fram á kvöldið og hafa verið gerðar ráðstafanir til að bregðast við þeim möguleika. Menn eru hins vegar ákveðnir í að ljúka umræðunni í dag. Á morgun verður tekið til við ræða um og afgreiða tillögur frá einstökum nefndum. Byrjað verður á tillögum frá efnahagsnefnd og laganefnd. Á fimmtudaginn verða afgreiddar tillögur frá menningar- málanefnd, samgöngunefnd og um- hverfismálanefnd. Pinginu lýkur síð- an á föstudag, en þá verða fjárlög Norðurlandaráðs afgreidd. - EO Paul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur kom til landsins í gær með þotu frá danska hernum. Hér sést hann á Reykjavíkurflugvelli, og virðist lítt hrifinn af veðrinu. Timamynd Pjetur Wm ■* ****!*.>. t *w,,*4 <*+*■*** ******i*V%llíi émmW' Rauðakrosshúsið: Isalgefur 500.000 kr. Á meðfylgjandi mynd afhendir Jakob R. Möller Önnu Þrúði Þor- kelsdóttur, varaformanni Rauða kross íslands, 500.000 kr. til starf- semi Rauðakrosshússins að Tjarn- argötu 35. Árið 1988 tók framkvæmda- stjórn ísals upp þá nýbreytni að hætta að senda viðskiptavinum jólagjafir, en verja svipaðri upp- hæð til þess að styrkja samtök sem liðsinna fólki sem einhverra hluta vegna á í erfiðleikum. Fyrir síðustu jól varð neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, Rauðakrosshúsið, fyr- ir valinu. Rauðakrosshúsið er opið allan sólarhringinn og hefur nú verið starfrækt í rúm 4 ár. Þar er boðið upp á þríþætta þjónustu: f fyrsta lagi neyðarathvarf þar sem gesta- komur frá upphafi starfsins eru orðnar yfir 470, í öðru lagi síma- þjónustu fyrir börn og unglinga og eru skráð símtöl nú milli 200 og 300 á mánuði og í þriðja lagi má nefna þjónustu við daggesti því að margir unglingar og fullorðnir leita ráð- gjafar án þess að gista. Stækkun Búrfellsvirkjunar: Þrettán tilboð í þrjá verkhluta Þrettán tilboð bárust í þrjá verk- hluta véla- og rafbúnaðar vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar. Fjögur tilboð bárust í hverfla, rafala og fylgibúnað, sjö tilboð bárust í afl- spenna og tvö tilboð í rofabúnað. Lægsta tilboð í hverfla, rafala og fylgibúnað kom frá CMEC í Kína og hljóðaði það upp á tæpar 599 millj- ónir króna eða um 61,15% af kostn- aðaráætlun. í aflspenna átti EFAC- EC í Portúgal lægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á rúmar 58 milljónir króna, kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 49 milljónir króna. í rofabúnað var lægsta tilboðið frá Siemens AG í V-Þýskalandi, tæpar 184 milljónir króna eða 92,34% af kostnaðarverði. Tilboðin verða nú könnuð með tilliti til útboðsgagna og borin endan- lega saman. -ABÓ Bar lambi í febrúar Á bænum Grund í Reykhólasveit bar mórauð ær þann 20. febrúar sl. móflekkóttu hrútlambi. Að sögn húsfreyjunnar Lilju Þórarinsdóttur er þetta óvanalega snemmt þar í sveit. Hún sagði að svo snemma hafi ær ekki borið hjá henni, en komið hafi fyrir að ær hafi borið síðari hluta mars mánaðar eða í byrjun apríl. Að sögn Lilju hefúr mikil ótíð verið allt frá áramótum og snjóalög mikil. Þá væru túnin hjá henni þakin svelli og sagði hún að hætta væri á að þegar leysti yrðu túnin kalin. Lilja hefur um 250 kindur og 14 kýr, þar af eru 7 þeirra mjólkandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.