Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 27. febrúar 1990 DAGBÓK Ingiberg Magnússon í Gallerí Borg Nýlega opnaði Gallerí Borg, Pósthús- stræti 9, sýningu á verkum Ingibergs Magnússonar. Ingiberg er fæddur 1944. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1965-70. Hann hefur haldið einkasýningar í Reykjavík, lsafirði, Eg- ilsstöðum, Akranesi og í Kópavogi. Einn- ig hefur Ingiberg tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk hans er að finna í mörgum helstu söfnum landsins. Síðasta ár var Ingiberg útnefnd- ur „Listamaður Kópavogsbæjar". Nú sýnir Ingiberg teikningar og akríl- málverk. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 6. mars. Við opnunina verða tónleikar og upplest- ur. Sýning Svölu Að Skólavörðustíg 4a stendur nú yfir sýning á málverkum Svölu Sigurleifsdótt- ur. Sýningin er opin alla daga kl. 14:00- 18:00 fram til 1. mars. Góukaffi og bingó IVvOIWIBQOIIiIui Skagfirðingafélagsins Kvennadeild Skagfirðinga-félagsins í Reykjavík verður með góukaffi og bingó fyrir félagsmenn og gesti í Drangey, Síðumúla 35, sunnudaginn 4. mars kl. 15:00. Félags nýmasjúkra Minningarkort félagsins eru til sölu á eftirtöldum stöðum: 1 Kirkjuhúsinu, hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. öskudagur á Lækjartorgi og í Bláfjöllum Á öskudag undanfarin ár hafa börn og unglingar komið niður í miðbæ og brugð- ið á leik, klædd í furðuföt og máluð í framan. Börnin hafa að sjálfsögðu með sér öskupoka sem þau hengja aftan í grandalausa borgarbúa. íþrótta- og tóm- stundaráð mun samkvæmt venju standa fyrir skemmtun á Lækjartorgi þar sem allir sem vilja geta flutt frumsamin skemmtiatriði. I’eir sem vilja koma með skemmtiatriði hafi samband í síma fþrótta- og tóm- stundaráðs 622215. Allt kemur til greina, t.d. söngur, dans, töfrabrögð, eftirherm- ur, hljómsveitir o.fl. Á öskudag verður einnig haldið í „Skíðamót grunnskóla“ í Bláfjöllum i samstarfi við Bláfjallanefnd. Öllum skólum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafa verið sendir þátttökulistar, þar sem börn og unglingar geta skráð sig til keppni. Áður en mótið byrjar verður „kötturinn sleginn úr tunnunni" eins og tilheyrir á þessum degi. Fundur Samtakanna „Líf í Fossvogsdal" Samtökin „Líf í Fossvogsdal“ halda fund í safnaðarheimili Bústaðakirkju þriðjudaginn, 27. febrúar kl. 20:30. Fundarefnið er skýrslan: Athugun á skipulagi í Fossvogsdal,-forkönnun-sem unnin var fyrir Skipulagsstjórn ríkisins af Líffræði-, Raunvísinda- og Verkfræði- stofnun Háskóla íslands. 1 skýrslunni eru teknir fyrir ýmsir þættir og má nefna: 1. Fossvogsdalur með eða án brautar. 2. Höfuðborgarsvæðið með eða án Fossvogsbrautar. 3. Lífríkið í Fossvogsdal. 4. Loftmengun í Reykjavík og einnig í Fossvogsdal. Sérfræðingar háskólans munu mæta á fundinn og kynna skýrsluna. Síðan munu fara fram umræður um ýmis atriði hennar. Skipulagsstjóri kemur á fundinn. Á fundinum mun skýrast hvert stefnir í umræðunni um hraðbraut um Foss- vogsdal. Stjórn samtakanna hvetur dalbúa og aðra áhugamenn um umhverfismál og framtíð Fossvogsdals til að mæta á fund- inn og kynna sér málin. Áfengislaus dansleikur í Ólfusi Föstudaginn 2. mars ætlar áhugafólk um áfengislausar skemmtanir að halda áfengislausan dansleik að Efstalandi i Ölfusi. Pað verður hljómsveitin Karma frá Selfossi sem leikur fyrir dansinum. Panta verður miða fyrirfram (1900 kr. miðinn). Öll skemmtiatriði eru heimatil- búin. Næturverður mun verða framreidd- ur um miðnætti. Björn Kristjánsson hefur innréttað fjósið og hlöðuna hjá sér mjög smekklega og er staðurinn í daglegu tali fólks nefndur „Fjósið". Panta má miða í síma 98-31296 (Linda) og 98-31143 (Geiri og Regína). Allir eru velkomnir. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sfmi Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavfk GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvfk Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aöalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon HnffsdalsvegilO 94-3541 Bolungarvfk Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu115 94-7366 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangl Friðbjörn Níelsson Fffusundi12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Slglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarveig46 96-71688 Akurayri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstfg 18 96-24275 skrifstofa Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyrf Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavfk Sveinbjörn Lund Brúargerði14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðlr Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðlsfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Esklfjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlið 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlfðargötu 4 97-51299 Djúplvogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16 A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamfnsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jón ína og Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 HJARTAVERND 25 ARA - AFMÆLISHEFTI Fræðsla er grundvóllur forvarna IIHIHIIIIIIIIIIIII MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll[liailllllllllllllllllllllllllllllllliliailllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll]llllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllll HJARTAVERND Þetta hefti Hjartaverndar er helgað tuttugu og fimm ára afmæli hjartavernd- arsamtakanna. Efni ritsins er m.a.: Áhættuþættir og æðakölkun sem Sigurður Samúelsson ritarum. Þá segir Nikulás Sigfússon læknir frá Rannsðknarstöð Hjartaverndar og samstarfi við aðra aðila. Listin að lifa er fyrirsögn á grein dr. Þorsteins Blöndal, yfirlæknis á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og sérfræðings við lyflækningadeild Landspítalans. Dr. Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir lyf- lækningadeildar Fjórðungs-sj úkrahússins á Akureyri skrifar grein um háan blóð- þrýsting og „Erfðir og kransæðasjúkdóm- ar“ er fyrirsögn á grein Gunnars Sigurðs- son, yfirlæknis lyflækninga-deildar Borg- arspítala. Dr. Guðmundur Þorgeirsson, sér- fræðingur á hjartadeild Landspítala skrif- ar greinina: Hverjir eru áhættuþættir kransæða-sjúkdóma á Islandi? Þar er sagt frá niðurstöðum úr rannsókn Hjarta- vemdar. Margar fleiri fræðandi greinar eru í blaðinu, svo sem um kólesteról í blóði og kransæðasjúkdóma, sem Jón Þór Sverris- son, hjartasérfræðingur á Akureyri, fjall- ar um, og Magnús Karl Pétursson, sér- fræðingur á hjartadeild Landspítala nefn- ir grein sína „Um blóðsega og segaleys- andi lyf“. Þá ræðir Helgi Guðbergsson, yfirlæknir Atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar um „Hjartað í vinnu og frístundum". Jón Gíslason næringarfræðingur skrifar um mataræði og áhættuþætti kransæðasjúkdóma og dr. Árni Kristinsson, yfirlæknirá Landspítala á þarna greinina: Störf Hjartaverndar í fortíð, nútíð og vonandi bjartri framtíð. Afgreiðsla blaðsins er á skrifstofu Hjartavemdar, Lágmúla 9, 3. hæð. Sími 83755. Hallgrímskirkja Samvera aldraðra er á miðvikudag 28. febr. kl. 14:30 í safnaðarsalnum. Björg Einarsdóttir rithöfundur kemur í heim- sókn. Sýningar á Kjarvalsstöðum um helgina Laugardaginn 24. febr. verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða sýning á form- leysimálverkum úr safni Riis, sem er eitt stærsta einkasafn í Noregi. Hér er um að ræða verk eftir Asger Jom, Pierre Alchin- sky, Karel Appel, Serge Poliakoff, Lurio Fontana og fleiri frá árunum 1950-1970. í austursal er sýningin Kjarval og landið, verk í eigu Reykjavíkurborgar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Fátækur drengur í Ghana skrifar bréf og biftur um aftstoð frá íslandi Bréf Pauls Teyenor frá Ghana er í styttri þýðingu á þessa leið: „Ég vil gjaman eignast pennavin á Islandi, og reyni að skrifa á ensku. Ég er bara 10 ára (það er ógreinilegt, hvort hann er 10 eða 12 ára). Ég á heima i Anomabo (í Central Region). Ég á tvo bræður og eina systur og er annar elsti í röðinni. Mér finnst gaman að fótbolta, borðtennis og blaki. Fyrir rúmu ári dó pabbi minn, og nokkrum mánuðum seinna dó einnig mamma mín. Ég er því munaðarlaus og fátækur og er einn, því að systkini mín eru annars staðar. Ég á ekki peninga fyrir skólagjaldi eða fötum og skóm, ogég væri mjög Jtakklátur ef einhver vildi hjálpa mér. Ég bið guð að blessa ykkur.“ Utanáskrift til Pauls Teyenor er: PAULTEYENOR, C0 DANIEL BOSOMFI, P.O. BOX 10, ANOMABO C/R, GHANA WEST AFRICA í Kaupstaft í Mjódd Halló krakkar! - Kaupstaður í Mjódd og Skátafélagið Segull efna til Öskudagshátíðar miðviku- daginn 28. febr. -öskudag- kl. 10:30 f.h. i göngugötunni í Mjódd. Á dagskrá verður: Hengdur upp heimsins stærsti öskupoki, þrautabrautir, kötturinn sleg- inn úr tunnunni, „pepsi“ kemur í heim- sókn og síðan er verðlaunaafhending fyrir bestu búninga o.fl. „Öll þæg og góð böm velkomin. Munið að vera í hlýjum fötum“, segir í fréttatil- kynningu frá forstöðumönnum öskudags- hátíðarinnar. mœmmm Kristín Guðmundsdóttir Ásbrandsstöðum, Vopnafirði Fædd 27. júlí 1900 Dáin 20. febrúar 1990 „Hún frænka er dáin. Hún fékk hvíldina seint í gærkvöldi,“ sagði Heiðrún kona mín við mig þegar hún hringdi til mín snemma að morgni þriðjudagsins 20. febrúar sl. „Frænka“, sem hún nefndi ávallt svo, var móðursystir hennar sem gekk henni í móður stað frá þriggja ára aldri. Kristín fæddist á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði þann 27. júlí aldamóta- árið og ól þar allan sinn aldur. Hún var næstelst í sex systkina hópi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson, bóndi á Ásbrandsstöð- um og póstur, og kona hans Sesselja Eiríksdóttir frá Hafrafelli í Fellum. Hin systkinin voru: Runólfur, bóndi og póstur á Ásbrandsstöðum, fædd- ur 1899, dáinn 1989. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1898, frá Hrauntanga í Axarfirði, sem lifir mann sinn og býr heima á Ásbrandsstöðum. Halldór, fæddur 1903, bóndi á Ásbrandsstöðum, tví- burabræðurnir Ásgeir og Gunnlaug- ur, fæddir 1905, létust með skömmu miliibili síðla árs 1876, og Sigrún fædd 1910, dáin 1945. Hún var gift Þorstcini J. Stefánssyni frá Rauðhól- um í Vopnafirði. Þau eignuðust tvær dætur, Heiðrúnu og Aðalbjörgu. Kristín ólst upp í foreldrahúsum. Þegar Runólfur bróðir hennar kvæntist tók hann við búsforráðum að hluta, en síðar tóku þau systkinin Halldór, Kristín og Ásgeir við bús- forráðum að hluta af foreldrum sínum. Frá þeim tíma voru í raun tvö heimili á Ásbrandsstöðum, en þó ekki nema eitt, svo samhent var fólkið í búrekstrinum og störfum öllum. Runólfur og Guðrún eignuðust sjö börn sem öll eru á lífi. Þau systkinin Kristín og Halldór tóku tvær dætra Runólfs í fóstur og ólu upp sem sínar dætur, þær Guðnýju, húsfreyju á Torfastöðum í Vopna- firði, og Sigrúnu, húsfreyju á Ás- brandsstöðum. Þegar Sigrún systir þeirra féll frá langt um aldur fram tóku þau Heiðrúnu dóttur hennar einnig í fóstur. Það hefur oft verið mannmargt og gestkvæmt á Ásbrandsstöðum um dagana. Margir hafa átt erindi við póstinn sem átti póstleið norður'að Víkingavatni í Kelduhverfi og austur í Jökulsárhlíð. Frændgarðurinn var líka stór og samband gott milli ættingja. Á Ásbrandsstöðum hefur lengst af verið búið myndarbúi. Þar hefur hagsýni og ráðdeild verið í fyrirrúmi. í kringum 1960 var ráðist í það stórvirki að byggja nýtt íbúðarhús, sem í raun eru tvö hús, sambyggð svo haganlega að samvinna heimil- anna tveggja nýtur sín til hins ítrasta. Þótt Kristín ætti sinn starfsvett- vang öðru fremur á Ásbrandsstaða- heimilinu hleypti hún heimdragan- um milli tvítugs og þrítugs og dvaldi þá um tíma sem vinnustúlka á Reyð- arfirði en einnig hjá læknishjónun- um Aagot og Árna Vilhjálmssyni á Vopnafirði. Margir unglingar, skyldir og vandalausir, hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja sumar- langt við leik og störf á Ásbrands- stöðum. Sum hver mörg sumur. Ég veit að mörgum þeirra er þakklæti í huga þegar þau hugsa til dvalar sinnar þar og ég vil færa „frænku“ sérstakar þakkir barna minna fyrir það að hafa átt þess kost að dvelja þar, kynnast fólkinu og störfum þess og vera þátttakandi í því frjóa lífs- starfi sem unnið er í sveitum landsins. Þrátt fyrir háan aldur var Kristín lengst af fremur hraust og naut þess, sem því miður allt of fáir aldraðir fá að njóta, að geta verið heima. Þar er ekki síst fyrir að þakka bróðurdætr- um hennar Sigrúnu og Kristínu Run- ólfsdætrum, sem hugsað hafa af mikilli nærfærni um eldri kynslóðina og gert henni kleift að eyða ævi- kvöldinu á heimili sínu. Blessuð sé minning Kristínar Guðmundsdóttur. Hermann Hansson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.