Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 27. febrúar 1990 Tíminn 13 k^RARIK Hk RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús við Rimakot í Austur- Landeyjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með fimmtudeg- inum 1. mars 1990 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn 14. mars 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðun séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 90001 aðveitustöð við Rimakot.“ Reykjavík 22. febrúar 1990 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast á Lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Lyflækningadeildin telur 32 rúm og er henni skipt í 2 einingar, sín með hvorum deildarstjóra. Á þeirri einingu, sem við nú óskum eftir deildar- stjóra á, er bráðaþjónusta og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma o.fl. Staðan veitist frá 1. júní. Umsóknarfrestur ertil 31. apríl 1990. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunar- framkvæmdastjóri, Sonja Sveinsdóttir í síma 96- 22100 (271). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Auglýsing frá utanríkis- ráðuneytinu Umsækjendur um þátttöku í hæfnisprófi, sem haldið verður á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir umsækjendur um störf hjá stofnuninni, eru minntir á að umsóknarfrestur rennur út 9. mars n.k. Því er æskilegt að umsóknir berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars n.k. Til undirbúnings undir prófið er umsækjendum bent á að kynna sér bækur um Sameinuðu þjóðirnar sem eru fyrirliggjandi á Landsbókasafn- inu. Prófið verður haldið í húsakynnum Háskóla ís- lands 10.-11. maí 1990. Reykjavík, 26. febrúar 1990. r i-\*r ivixovi a Sovétríkin, perestrojka og breytingarnar í Austur-Evrópu Fimmtudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Vadim V. Vasiliev, siðameistari sendiráðs Sovétríkj- anna, flytja erindi á íslensku um þróun og framtíð perestrojkunnar í Sovétríkjunum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Kristján H. Kristjánsson mun sýna litskyggn- ur sem hann hefur tekið í Sovétríkjunum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitinga- hússins Punktur og Pasta að Amtmannsstíg 1, Reykjavík. Allir velkomnir. Félag ungra framsóknarmanna Vadim V. Vasiiiev i Reykjavík (FUF) Faðir Tiffany er heim- ilislaus ónytjungur Góð maga- og rassæfing, segir Judy, og Lindsey Ann er hin ánægðasta Judy Landers ráðleggur ungum mæðrum: „Gerið líkamsæfing- ar með barninu!“ Faðir söngkonunnar ungu, Tiff- any, yfirgaf hana og móður hennar þegar hún var aðeins 14 mánaða gömul og skipti sér mest lítið af henni í uppvextinum. Jim Darwish, faðir Tiffany, hef- ur í gegnum tíðina reynt að komast hjá óþægindum á borð við það að vinna fyrir sér og hefiir flækst á milli ættingja og vina og sest upp hjá þeim þar til þeir hafa gefist upp og hent honum út. Fyrir einu og hálfii ári flutti hann inn í geymslu í fasteignasölu sem vinur hans rekur. Starfsfólk fasteignasölunnar var orðið ansi þreytt á íbúa geymslunnar þar sem það komst ekki í geymsluna fyrr en Darwish var kominn á fætur, en hann er víst ekki árrisull maður. Steininn tók þó úr þegar hann réðst á eina skrifstofústúlkuna af því hann hélt að hún hefði verið að tala um hann þegar hún sagði að einn af við- skiptavinum fasteignasölunnar væri fifl. Hann réðst á hana, sneri upp á handlegg hennar og sló hana í gólf- ið. Þá var starfsfólkinu nóg boðið og bauð eigandanum að velja á milli þeirra og Jim Darwish. Darwish fékk að fjúka. Að sögn starfsfólksins voru myndir af Tiffany uppi um alla veggi í geymslunni og faðir hennar grobbaði og talaði um hana látlaust. Tiffany kom einu sinni að heim- sækja foður sinn en það var að kvöldi til eftir lokun. Söngkonan unga er moldrík en telur að vonum að henni beri ekki að sjá fyrir föður sínum sem yfirgaf hana þegar hún var smábam. Tiffany er rík en hefur betra við fé sitt að gera en ey í í land- eyðuna föður sinn Judy Landers er ffæg sjónvarps- stjama í söng- og dansþáttum, en þó er Audrey, tvíburasystir hennar, líklega enn þekktari, því að hún var um tíma ein af DALLAS-stjömun- um. Nú nýlega varð Judy mamma í fyrsta skipti og hún og eiginmaður hennar, Tom Niedenfúer „baseball- leikari“ eignuðust fallega dóttur. Judy sagðist hafa þyngst um yfir 20 pund á meðgöngutímanum, svo að hún var ákveðin í að byija fljótlega á æfingum til að ná sínum fyrra vexti. Hún fór í hollan og skyn- samlegan megmnarkúr og byrjaði á léttum magaæfmgum og fótlyftum. En það var oft að Judy gekk illa að fá ffið til að stunda líkamsrækt- ina, því að Lindsey Ann, en það heitir litla dóttirin, fór þá eitthvað að láta í sér heyra, svo að Judy tók hana upp. Þetta varð til þess, að mamman fór að búa til æfingar, þar sem hún gat lofað þeirri litlu að vera með. Það líkaði henni vel, og það varð úr þessu sameiginlegur leikfimitími hjá þeim mæðgunum! Her sýnir Judy Landers æfingar, sem eru ætlaðar til að „endur- heimta mittið“. Hún aðvarar þó mæður að þær megi ekki gera þessar æfingar kröftuglega, heldur hægt og rólega. Annað geti verið slæmt fýrir bamið. Síð- an heldur hún baminu ýmist upp við öxl sérog styðurvið höfuðið, eða lætur það sitja í örmum sér. „Og faríð gætilega að öllu!“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.