Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.02.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Sunnlendingar Jón Helgason Guöni Ágústsson Fundur, sem vera átti í kvöld með þingmönnum Framsóknarflokksins, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. m Reykjavík Framboðsmál m Þriðjudaginn 27. febrúar n.k. verður haldinn fundur i fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík kl. 20.30 að Hótel Lind, þar sem ákvörðun verður tekin um framboðslista Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Fulltrúaráðsfólk er hvatt til að mæta. Fulltrúaráðið Framsóknarfólk Sauðárkróki Almennur fundur að Suðurgötu 3, fimmtudaginn 1. mars n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar fyrir árið 1990. Önnur mál. Framsóknarfélag Sauðárkróks. Austur-Barðstrendingar athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Reykhólum föstudaginn 2. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Guðmundur G. Þórarinsson ÓlafurÞ. Þórðarson Strandamenn athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Viðtalstími L.F.K. Guðrún Jóh. Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður Landssambands Framsóknar- kvenna, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, þriðjudaginn 6. mars n.k. kl. 15.17. Allir velkomnir. L.F.K. Framsóknarfóik Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögi n. Keflavík Drífa og Vilmundur hringdu sitt í hvoru lagi í auglýsingadeild og tilkynntu að auglýsing með þeirra nöfnum sem birtist í flokksmáladálki blaðsinssíðastliðinn laugardag, hafi verið settinn án þeirravitundar. Auglýsingadeild. _________________________________________________________________________________Þriðjudagur 27. febrúar 1990 IIHHHIIIHIIIIIII ...................-.................................. ..................................................... Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: HAUMTHJA KR Litlu munaði að sigurgöngu KR- inga í úrvalsdeildinni lyki á sunnu- daginn er Haukar velgdu vestur- bæjarliðinu hressilega undir uggum í Firðinum. KR-ingar unnu þó sigur 91-92 með körfu á síðustu sekúnd- unni. Haukar höfðu leikinn í hendi sér lengst af og leiddu alveg þar til um miðjan síðari hálfleik. í leikhléi höfðu Haukar yfir 44-40. KR-ingar gerðu á kafla í síðari hálfleik 16 stig í röð og leit þvt' út fyrir sigur þeirra í leiknum. Hauk- amir létu það ekki á sig fá og söxuðu jafnt og þétt á forskot KR. Jón Arnar Ingvarsson kom Haukum yfir 91-90 með þriggja stiga körfu þegar 15 sek. voru til leiksloka, en KR-ing- ar áttu síðustu sóknina í leiknum. Henni lauk með skoti Birgis Mika- elssonar, knötturinn skoppaði á körfuhringnum og Anatolij Kovto- um blakaði knettinum ofan í, á síðustu sekúndu leiksins og tryggði KR sigurinn 91-92. Stigin Haukar: Jón Arnar 27, Ivar Ásgríms. 20, Bow 19, Henning 8, ívar Webster 4, Pálmar 4, Eyþór 4, Pétur 3 og Sveinn 2. KR: Birgir 24, Guðni 23, Kovtoum 15, Páll 12, Lárus 6, Axel 4, Böðvar 3, Matthías 3 og Gauti 2. BL Lee stöðvaði Grissom ÍR-ingar sigruðu Reynismenn 74- 56 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn í Sandgerði. Sigur ÍR var öruggur frá fyrstu mínútu og liðið hefur nú unnið 8 leiki í deild- inni. ÍR-ingar hófu leikinn af ákveðni og hleyptu Reynismönnum ekkert áleiðis. Skot Reynismanna rötuðu ekki rétta leið í körfu ÍR-inga og ekki batnaði ástandið þegar ÍR-ingar hófu að leika pressuvörn. Fyrsta karfa Reynis leit dagsins ljós þegar rétt tæpar 10 mín. voru liðnar af leiknum. iR-ingar höfðu þá gert 18 stig. Hér er áreiðanlega um met í deildinni að ræða. Eftir að Reynismenn höfðu kom- ist á blað lifnaði nokkuð yfir þeim og þeir náðu að halda í við ÍR það sem eftir lifði af hálfleiknum. Staðan í leikhléi var 21-34. 1 síðari hálfleik náðu ÍR-ingar mest rúmlega 30 stiga forskoti, en slökuðu nokkuð á þegar á leið og unnu 74-56. ÍR-ingar mættu til leiks í sínum hvíta búningi, þar sem varabúningur liðsins var í notkun af drengjaflokk félagsins. Þar sem Reynismenn voru líka í hvítum búningum voru góð ráð dýr, en úr varð að ÍR-ingar brugðu sér í appelsínugul vesti utan yfir búninga sína. Thomas Lee átti stórleik hjá ÍR í þessum leik, sérstaklega í vöminni þar sem hann hélt David Grissom algjörlega niðri. Auk þess var Lee góður í sókninni í þessum leik. Björn Steffensen átti einnig góðan leik og skoraði bróðurpart stiga ÍR-inga í leiknum ásamt Lee. Ellert Magnússon var bestur Reynismanna, en Grissom komst þokkalega frá varnarleiknum og fráköstunum. Leikinn dæmdu þeir Helgi Braga- son og Leifur Garðarsson og komust þeir vel frá leiknum. Stigin Reynir: Ellert 25, Grissom 15, Sveinn 8, Anthony 4, Jón Ben 2 og Sigurþór 2. ÍR: Björn S. 27, Lee 23, Björn L. 7, Jóhannes 5, Sigurður 4, Eggert 4, Pétur 2 og Gunnar 2. BL Stórsigur hjá ÍBK Frá Margráti Sanders íþróttafréttaritara Tím- ana á Su&umesjum: ÍBK sigraði UMFG 103-63 í úr- valsdcildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöld, en í hálfleik var staðan 42-32 fyrir Keflavík. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik og skiptust liðin á um forystu. Um miðjan hálfleikinn sigu Keflvíkingar fram úr og voru með 10 stiga forystu í hálfleik. Grindvíking- ar voru afspymu slakir í síðari hálfleik og nýttu Keflvíkingar sér það. Fyrstu 5 mín. af síðari hálfleik skoruðu Grindvíkingar eina þriggja stiga körfu gegn 12 stigum Keflvík- inga. Keflvíkingar juku forskotið jafnt og þétt og unnu stórsigur á Grindvíkingum 103-63. Grindvíkingar sem rekið hafa tvo Kana í vetur, tefldu fram þriðja Kananum, sá heitir Darren Fowlkes. Ekki fór mikið fyrir honum í þessum leik, að vísu kom hann til landsins á sunnudag og rétt hafði hitt leik- mennina á æfingu fyrir leikinn. Hann hitti fremur illa, en átti góðar send- ingar. Guðmundur Bragason átti bestan leik Grindvíkinga í fyrri hálfleik, en Rúnar og Steinþór stóðu einnig fyrir sínu. I síðari hálfleik stóð enginn uppúr. Hjá Keflvíkingum var það liðs- heildin sem skóp sigurinn, þeir hafa mikla breidd sem á eftir að koma þeim til góða í úrslitakeppninni. Magnús, Guðjón og Falur hafa tekið miklum framförum í vetur og í lok leiksins tefldu Keflvíkingar varalið- inu fram og stóð það fyrir sínu. Dómarar vom Jón Otti og Krist- inn Albertsson. Stigin ÍBK: Falur 11, Sigurður 8, Albert 1, Ingólfur 2, Einar 6, Magn- ús 10, Guðjón 24, Kristinn 8, Ander- son 18 og Nökkvi 5. UMFG: Bergur 2, Marel 8, Guðmundur 14, Rúnar 11, Guðlaugur 5, Fowlkes 12 og Steinþór 11. Hjálmar Hallgrímsson var í leik- banni og Eyjólfur Guðlaugsson var meiddur. BL Tindastóll náði nú f ram hef ndum Fri Jóhannesl BJarnasyni iþróttafróttarltara Tlmans á Akureyrl: Sauðkrækingar sigruðu Þórsara ■ úrvalsdcildinni í körfuknattleik er liðin mættust á Akureyri sl. sunnu- dagskvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Stólarnir sigu yfir í lokin og sigruðu 101-95. Þórsarar höfðu áður slegið Stólana út úr bikarkeppninni og má því segja að hefndum hafi verið náð fram. Mikill hraði var í leiknum framan af og mikið skorað, en leikmenn kunnu sér ekki hóf og leystist leikur- inn á tímabili upp í hálfgerða vit- leysu, því kunnátta og geta liðanna leyfði ekki þennan gífurlega hraða. Tindastóll hafði 1 stig yfir í hálf- leik 43-42, en Þórsarar tóku góðan kipp eftir hálfleikshvíld og náðu mest 7 stiga forskoti 56-49. Leikur- inn var síðan í járnum allt til leiks- loka, en eins og áður sagði höfðu gestimir betur í lokin og unnu 101- 95. Sturla Örlygsson var yfirburða- maður á vellinum, en Jón Örn Þórsari Guðmundsson lék best heimamanna. James Lee, hinn nýi leikmaður Tindastóls stóð sig einnig mjög vel og fellur hann betur og betur inní leik liðsins. Stigin UMFT: Sturla 29, Lee 27, Sverrir 17, Valur 15, Pétur Vopni 9 og Björn 4. Þór: Jón Örn 21, Guð- mundur 17, Jóhann 16, Konráð 15, Kennard 14, Eiríkur 10 og Ágúst 2. JB/BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.