Tíminn - 28.02.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 28.02.1990, Qupperneq 1
í TÉKKÓSLÓVAKÍU m Tíminn Liðið og fararstjóm kveðja við Laugardalshöllina. fslendingar eiga nú á að skipa leikreyndasta liði í heiminum. Margir spá þessu liði 3. - 4. sæti, en góður árangur er sjötta sætið eða ofar. Tímamynd Pétur Leikreynt lið sem er líklegt til afreka Þijú efstu lið í hveijum riðli komast áfram í milliriðil. Tveir milliriðlar verða. Liðin sex úr A og B riðli leika saman í milliriðli. Sömu sögu er að segja um liðin sem komast áfram úr C og D riðli. Þau lið sem komast t.d. úr C riðli leika við liðin sem komu úr D riðli, en innbyrðis viðureign lið- anna frá í undanriðli gildir í milliriðl- inum. Dæmi: Ef Island vinnur Spán i undanriðlinum, fær Isiand með sér tvö stig og öfúgt. Lið tekur ekki með sér stig sem það hlýtur ef andstæð- ingurinn kemst ekki í milliriðil. Þess vegna er vel hugsanlegt þó að Island tapi fyrir Kúbu að við komum með fúllt hús stiga upp úr undanriðlinum, ef Kúba kemst ekki áfram og við vinnum Júgóslavíu og Spán. A RIÐILL Ungverjaland Frakkland Svíþjóð Alsír B RIÐILL S-Kórea Rúmenía Tékkóslóvakía Sviss C RIÐILL Júgóslavía Spánn fsland Kúba D RIÐILL Sovétríkin Pólland A-Þýskaland Japa Líklegast má telja að þau fjögur lið sem leika um þrettánda til sextánda sæti verði; Alsír úr A riðli, Sviss úr B-riðli, Kúba úr C- riðli og Japan úr D-riðli. Þá líta milliriðlamir tveir svona út; A RIÐILL Ungverjaland Frakkland Svíþjóð S-Kórea Rúmenía Tékkóslóvakía B RIÐILL Júgóslavía Spánn ísland Sovétríkin Pólland A-Þýskaland Það lið sem verður efst í A riðli leik- ur við efsta lið úr B-riðli um heims- meistaratitilinn. Liðin sem lenda í öðm sæti í milliriðlunum leika um bronsið og svo koll af kolli. 25% reglan í undanriðlin- um Hin fræga 25% regla mun gilda í undanriðlinum. Reglan kveður á um að nái eitthvert lið ekki 25% af stig- um í undanriðlinum ( 2 stig) eru mörkin úr viðureignum við það lið ekki tekin með í útreikningi á marka- hlutfalli liðanna. Þessi regla var tekin upp fyrir nokkru, sérstaklega vegna þess að mjög slök lið í keppninni sem komu t.d. frá Asíu áttu það til að berj- ast af krafti í fyrsta leik og svo ekki söguna meir. Þetta gerði það að verk- um að það lið er fékk það hlutskipti að leika við Asíu-liðið í fyrsta leik vann með nokkrum mörkum en önn- ur lið keyrðu hreinlega yfir þau með tíu til fimmtán marka mun. Þetta þótti ekki sanngimi og því var þessi regla tekin upp. Önnur regla í milliriðli Þegar komið er í milliriðil gildir 25% reglan ekki lengur. Séu tvö lið jöfn í milliriðlinum gildir markahlut- fall úr innbyrðisviðureign liðanna. Hafi þar orðið jafntefli gildir heildar markahlutfallið. Sé það jafnt þá gilda fleiri skoruð mörk. Komi það til að bæði liðin hafi skorað jafn mörg mörk þá er varpað hlutkesti um hvort liðið raðast ofar á töfluna. Dugar9. sætiðá Barcelona? Þau lið sem lenda í átta efstu sætun- um tryggja sér rétt til að leika á olympíuleikunum í Barcelona 1992 og jafnframt þátttökurétt í A- heims- meistarakeppninni í Svíþjóð 1993. Ástæðan fyrir þessu er að fjölgað verður liðum sem taka þátt í olymp- íuleikunum. Þau verða sextán í stað tólf. Þessar upplýsingar, sem fengust á skrifstofu HSÍ segja það að níunda sætið getur dugað þjóðum til að kom- ast bæði á olympíuleikana og næstu heimsmeistarakeppni. Verði Svíar og Spánveijar meðal átta efstu þá þýðir það að liðið í níunda sæti kemst áfram því gestgjafar ofangreindra móta hafa þegar þátttökurétt sem gestgjafar. —ES

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.