Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 6
14 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 l Þeir spila í Tékkóslóavakíu GUÐMUNDUR HRAFNKELS- SON, markvörðurinn sem hefur staðið sig frábærlega upp á síðkastið og tekið stórstígum framförum. Hann er nýlega orð- inn 25 ára, eða þann 22. janúar. Guðmundur er í lögreglunni og leikur með FH. Hann á að baki 95 landsleiki. Guðmundur er 191 sentimetrar á hæð og veg- ur91 kíló. LEIFUR DAGFINNSSON er að stíga sín fýrstu spor með lands- liðinu og fer sem þriðji markvörð- urinn til Tékkóslóvakíu. Leifur er markvörður KR og hefur staðið sig ágætlega sem slíkur. Hann hefur leikið 12 landsleiki. Hann er 185 sentimetrar á hæð og 78 kíló á þyngd. Leífur verður 22ja ára þann 18. mars. MÁLMHÚS Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingar- stað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniserað. Upplýsingar gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 JÚLÍUS JÓNASSON er sennilega einn skotfastasti leikmaður landsliðs- ins og þó víðar væri leitað. Framfarir hans á síðari árum hafa verið geysimiklar og í dag er hann leikmaður sem hvaða landslið sem er myndi fágna. Hann leikur með franska liðinu Ansineres. Júlíus er 196 sentimetrar á hæð og 91 kíló. Hann hefur leikið 138 landsleiki. KRISTJÁN ARASON. Af mörgum talinn traustasti maður liðsins, hvort sem er í vöm eða sókn. Hann er fæddur 23. júlí 1961. Kristján leikur með Teka á Spáni og ætti því að þekkja vel til leikmanna Spánverja. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur leikið 222 landsleiki. Kristján er 194 sentimetrar á hæð og vegur 90 kíló. GEIR SVEINSSON „vamarmolinn" er fæddur 27. janúar 1964. Það er hann sem bindur saman íslensku vömina á áríðandi stundum, en er líka ári oft rekinn út af. Hins vegar viðurkenna flestir að leitun er að öðr- um eins vamarmanni. Hann leikur nú með Granollers á Spáni. Hann hefur leikið 178 landsleiki. „Molinn“ er 194 sentimetrar á hæð og vegur 92 kfló. Á myndinni sæki Sang-Hyo Lee að Geir í landsleik í Laugar- dalshöll þar sem íslendingar sigruðu S-Kóreu í desember 1987. ■ JAKOB SIGURÐSSON á afmæli f þessum mánuöi, nánar tiltekiö þann 28. Hann veröur 26 ára. 192 landsleiki hefur hann aö baki. Jakob er einn af iágvaxnari ieikmönnum liösins en hann bætir það upp meö fjölmörgum atriöum. Hann er 181 sendtimetri á hæö og vegur 81 kiló. Jakob starfar sem efnafræöingur og hefur leikiö meö Val svo lengi sem elstu menn muna. Fararstjórn Fararstjóm er ekki síður skip- uð einvalaliði en landsliðið. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI er aðalfararstjóri en með honum em þeir; Ólafur Jónsson vara-formaður HSÍ og íyrrum landsliðsmaður, Gunnar Gunnars- son stjómarmaður úr HSÍ sem jafnframt er blaðafulltrúi liðsins í Tékkóslóvakíu, Jens Einarsson þjálfari markvarða og Jakop Gunnarsson sjúkraþjálfari. A bekknum verða auk vara- manna, Bogda Kowalczyk þjálf- ari sem stjómað hefúr íslenska landsliðinu frá 1983, með ffábær- um árangri. Guðjón Guðmunds- son „Gaupi“ liðstjóri, Stefán Karlsson læknir og Davíð Sig- urðsson aðstoðarmaður þjálfara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.