Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. mars 1990 Tíminn 7 llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Glímt til þroska Sigurður Sigurmundarson frá Hvítárholti Sköpun Njálssögu Brennu-Njálssaga hefur lengi átt sér gælunafnið Njála og jafnan verið nefnd því. Það er eitt með öðru sem sannar vinsældir þessarar bókar og ítök hennar í hugum þjóðarinnar. Margt hefur verið ritað um Njálu og á seinni áratugum ber þar mikið á hugleiðingum um líklegan höfund sögunnar. Hafa þar komið fram ýmsar hugmyndir. f þeirri umræðu ber hæst ritgerðir Barða Guðmunds- sonar sem eru heillandi lestur, ritað- ar af lærdómi og snilld. Nú er komin snotur bók um sköpun Njálssögu. Höfundurinn er þjóðkunnur gáfumaður. Skoðun hans er sú að þegar sagan er færð í letur í núverandi mynd hafi hún verið byggð á ýmsum munnmælum sem lifðu um fyrri tíðar menn. Hann hafnar þeirri skoðun að hinar merk- ari fornsögur séu hreinn skáldskapur þó að sumar séu það. Og vitanlega eru þær allar mótaðar af lífsreynslu og lífsskilningi höfundar síns, þess sem færði þær í letur. Það hefur gengið á ýmsu hvaða skoðanir hafa verið vinsælastar um þetta. Þegar til eru tvær gerðir af sömu sögu, eins og Gísla sögu Súrs- sonar, hafa fræðimenn reynt að meta hvor væri eldri og þó ekki orðið sammála um það. Hitt er minna rætt að sagan hafi verið sögð og lifað svo á vörum manna þar til tveir sögumenn sem kunnu hana færðu hana í letur án þess að vita hvor um annan. Sigurður Sigurmundarson er sam- mála Barða um það að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálu. Hann minnir á að Skúli Guðmunds- son á Keldum hafi fyrstur manna eignað Þorvarði Njálu og hugsað sér að frændlið þeirra Keldnahjóna, Hálfdanar og Steinvarar, hafi falið honum að færa söguna í letur. Eðlilega rifjar Sigurður upp ýmsar röksemdir Barða. Enda Jjótt mönn- um þyki þær lítið sanna hver fyrir sig er það næsta áhrifamikið hversu margt Barði hefur dregið saman til að styðja mál sitt. Vitanlega er sumt í þessum mál- flutningi heldur lítils virði. Barði taldi það „vafalaus rittengsl" þar sem segir í Sturlungu að hrafnar tveir flugu með þeim Hrafni og Eyjólfi er þeir fóru að Oddi Þórar- inssyni og í öðru lagi í Njálu er hrafnar fylgdu Skarphéðni og Högna Gunnarssyni til hefnda eftir föður Högna. „Varð það æfaforn trú, að gifta fylgdi slíku fyrirbæri í hernaði". Fyrst það var ævaforn trú gat frásögnin verið studd við þá trú í bæði skiptin. Ef sagt væri í nútíma- sögum af svörtum ketti sem óheilla- spá er ekki víst að um rittengsl væri Sigurður Sigurmundarson. að ræða. Jafnlíklegt að í bæði skiptin væri kötturinn sóttur beint í þjóð- trúna. Sigurður leitar ákveðins atriðis úr sögu og lífsreynslu Þorvarðar til að móta frásögu hans af skilnaði þeirra bræðra, Gunnars og Kolskeggs. „Ríkust verður honum í huga þrautagangan, að sverja virðulegum kirkjuhöfðingja utanferð sína og gefa upp landsréttindi Noregskon- ungi í hendur. - Með slíkan örlaga- dóm í huga verður honum hugsað til þess, er hann við skipshlið horfði til lands og leit grænar hlíðar þess, sem brátt myndu hverfa sjónum. Þá kveður við rödd djúpt í brjósti hans og augun tindra: Fögur er hlíðin - En þá hverfðist hugur hans að svar- daganum og Allra heilagra messu 1263 - Og önnur rödd dýpra í sál hans kvað þá við: „Ger þú ei þann óvina fögnuð -. Hvorki mun ég á þessu níðast og engu öðru, því er mér er tiltrúað." Þessi bók Sigurðar Sigurmundar- sonar er enn eitt dæmi um það hve fornsögur okkar lifa enn í huga og hjarta okkar og hver lífsfylling ýms- um verður að glíma við þær og njóta þeirra. Og verði það enn um sinn óráðin gáta hver var höfundur eru þar andlegar þrautir sem enn um sinn geta stækkað afreksmenn sem leita þar lausna. H.Kr. Illlllllllllllllllllllllll LEIKLIST Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Dansað við innkaupavagn. Úr sjónleiknum Vagnadans, eftir Kára Halldór og leikhópinn Fantasíu. Timamynd: Árni Bjarna. „Fantasía", hópur áhugaleikara, sýnir Vagnadans (í leit að hjómi), sjónleik án orða eftir Kára Halldór og leikhóp- inn. Leikstjóri: Kári Halldór Sýningarstaður: Leikhús Frú Emilíu, Skeifunni 3 í leikhúsi Frú Emilíu, næstu húsa- röð fyrir neðan Grensásveg, getur að líta þessa dagana óvenjulegan sjónleik. Varla hægt að tala um leikrit, miklu heldur um dans eða nútímaballett - og látbragðsleik því ekki er mælt eitt einásta orð meðan á sýningu stendur. Leikurinn sýnir áhorfanda hvernig nútímafólk upplifir markaðshyggj- una - neysluna, dansinn við inn- kaupavagnana. í hálfrökkri í dálitlu salarrými með upphækkuðum sætaröðum fyrir enda birtast í upphafi leiks átta kappklæddar manneskjur með vasa- Ijós og finnur hver sinn markaðshlut á strjálingi á gólfinu, terpentínu- brúsa, öldós, skó. Þetta fólk, sem bar vitni um óvissu og leit, hefur fundið vöruna, markaðinn, og fyllist þá kuldalegu sjálfsöryggi, það stork- ar áhorfendum með hæðnishlátri og blindandi ljóskeilunum. Auk hins strjála varnings eru leikmunir inn- kaupavagnar af stærri gerðinni, skipulega stillt upp við vegginn á aðra hönd, og fyrir enda hanga rammar samsvarandi við hæð hvers þessara neytenda um sig. Með drembilátum hreyfingum og sjálfsöruggum gera dansendur sig heimakomna í aukinni birtu og við tónlist sem sveiflast milli þróaðs popps og nútímadjass, þeir hengja af sér yfirhafnir á veggi og taktfast og fasmikið tekur þetta fólk að dansa hópdansa og einmennings- dansa við innkaupavagnana svo ágætlega að færa mætti upp í Kringlu-Hagkaupum á hverju föstu- dagssíðdegi hinum fjölmörgu helg- arviðskiptavinum til geðbóta. Ekki síður en hinir kunnuglegri viðskipt- avinir stórmarkaðanna stíga dansar- ar Vagnadans sín víxlspor, brjóstvit- ið hvíslar um fjötra og vekur angist og óútskýrða þörf fyrir að hlaupa burt. En það er ekki fyrr en neytand- inn vill rísa upp frá allsnægtaborðinu að hann finnur að einhvers er vant. Að hann kemst ekki burt. Að hlut- imir stjórna honum ekki síður en hann þeim. í sal Frú Emilíu hlaupa dansarar blint á veggi, eftir skamm- vinnt fullnægjuskeið, umbrot sem verða fálmkenndari uns þeir stillast og boða örvæntingu með danstilþrif- um, þeir hafa týnt sjálfum sér. Þeir em hlutir, meðfærilegir, þeir eru vara. Fálmkennd leit að frelsi og í framhaldi af henni örvænting er endurtekið stef í sjónarspilinu Vagnadansi. Nú blasa fullkomnir fáráðlingar við áhorfendum um hríð, situr hver í sínum innkaupavagni, örvitar sem skoða eigin líkama án nokkurs skilnings. Síðan hefur orðið til vísir að nýrri sjálfsvitund innan óyfirstíganlegs kerfis. Fólkið rís upp og stígur fram á gólfið, það tekur að skoða hvert annað, uppgötvar náungann með nýjum hætti, og svo hlutina, yfirhafnir sínar og inn- kaupavagna. Það rigsar með vagna sína um salinn, stríðlyndara og óstyrkara en það áður var meðan það ekki þekkti takmörk sín. Vitandi um óbrjótanlegan ramm- ann umhverfis eigin sjálfsmynd leita neytendur frelsisþrá sinni útrásar með því að skapa af einhvers konar frjálsræði hver úr öðrum það sem þarfirnar bjóða, þar með kúgar hinn sterkari hinn veikbyggðari til að láta að duttlungum hans. Slíkan mynda- styttuleik hafa dansararnir í frammi um stund af mikilli fimi og samstill- ingu. En þegarofbeldi manna í milli hefur þannig verið byggt inn í sam- félagskerfið gerist enn ófyrirsjáanleg framvinda, sjálf tæknin gerist í krafti glundroðans voldugri nokkrum ein- stökum manni. Tónlist umturnast í yfirþyrmandi valdboð sem kallar til hlýðni við sig sjálfa án tilvísunar á nokkurt vit eða mannlegt samneyti. Einstaklingarnir flýja inn í ímyndað einkalíf og þrengja þar með að sjálfum sér langt umfram það sem veggirnir gerðu er hin fyrri hvörf urðu í lífsdrama þeirra: hinar sál- rænu varnir eru nú veggir: sýndar- mennska, sólgleraugu, skræpótt „unisex" föt, ferðatæki með síbylju upp við eyrað og stöð á mann - eða snælda- - til að hlusta á. Dansinn breytist, án þess að nokkur fái rönd við reist, í léttgeggjaðan Hrunadans - dansararnir í gervimenn, gínur, og að lokum í vélbrúður, sem kunna það ráð eitt við ómótstæðilegu sálar- flökti, að stinga sjálfum sér í inn- kaupapoka, draga hann á höfuð sér og kæfa sig. Að svo komnu hafa hlutir og menn runnið saman í eitt. Vagnadans er annað leikverkið sem leikhópurinn Fantasía setur upp. Hópurinn er einstaklega sam- hentur og verk það sem lýst hefur verið allt mjög fagmannlega unnið. Hver hreyfing, hvert látbragð var agað svo að hvergi bar út af, svo mjög sem þetta sjónarspil reynir á samhæfinguna. Auk þess sem verkið býður upp á talsverða einstaklings- tjáningu, t.d. í áðurnefndri lýsingu á endurfæðingu. Formbundin og markviss tjáning þessarar sýningar ber með sér og vekur með nýstárlegum hætti að- kenningu með áhorfandanum um sams konar frelsi og sýningarbrúð- urnar í salnum vantaði svo sárlega í lokin - meðan öndin blakti þeim í brjósti. Það er dýrmæt reynsla og góð áminning. María Anna Þorsteinsdóttir IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII LESENDUR SKRIFA ..................................................................................................................... ............................................................. .......................... ................................. ..........................................................................Illil...................1111...................II............................1111 „Lítil eru geð guma“ Fyrir fyrri heimsstyrjöld fluttu Bretar inn frá nýlendunum megnið af matvælum sem neytt var í landinu. Þetta hafði næstum komið þeim á kaldan klaka þegar kafbátahernaður Þjóðverja náði hámarki. Síðan hafa þeir varið gífurlegum fjármunum til að efla landbúnaðinn. Við getum gert okkur í hugarlund hvort fólkið sem framleiddi matvælin hafi verið á háu kaupi, og svo.mun enn vera nema ríkin ausi fjármunum í fram- leiðsluna og greiði hana niður til neytenda. Mér flaug í hug á dögun- um þegar ég keypti hrísgrjónapakka að ekki muni fólkið sem plantar hrísgrjónunum vera á háu kaupi. Hvað gerist ef þriðji heimurinn rís upp úr eymdinni? Verður þá hægt að fá matvæli fyrir brot af eðlilegum framleiðslukostnaði? Nú heyrast þær raddir frá hag- fræðingunum í Háskóla íslands að hægt sé að spara 10 eða 15 milljarða króna og jafnvel töluvert af vega- gerðinni með því að flytja inn land- búnaðarvörur. Þá eiga þeir við vörur sem búið er að framleiða með gífur- legum styrkjum og síðan greiddar niður þar á ofan þegar svo stendur á að framleiðslan verður um of. Hvaða framtíð er í að setja traust sitt á slíkan innflutning? Ég heyrði nýlega einhvem ske- leggan mann spyrja hvað væri kennt í Háskóla íslands. Tæplega er það saga, því að þá þekktu þeir hvernig Bretum gafst matvælainnflutningur- inn í fyrri heimsstyrjöldinni. Það alvarlegasta við þennan áróður há- skólamannanna er að ef við förum að setja allt okkar traust á innflutn- ing á hálfgerðri gjafavöru, leggst landbúnaðurinn niður. Þá verða fleiri atvinnulausir en bændurnir. Hér verður enginn landbúnaður stundaður nema hann fái svipaða fyrirgreiðslu og landbúnaður ná- grannalandanna. Á mínum yngri árum heyrðust ekki svona bamaleg- ar úrtöluraddir frá ungum háskóla- mönnum. Sennilega er lsland of stórt fyrir menn sem em „lítilla sanda, lítilla sæva“. D.V. er nú búið að reka sinn áróður gegn ísienskum landbúnaði í nokkra áratugi. Þess verður greini- lega vart að hann er farinn að bera árangur. Fáa mun í fyrstu hafa gmnað að hálærðir hagfræðingar féllu fyrir þessu órökstudda stagli. Svo má lengi ljúga að lýðir fari að trúa. „Lífið er það sem ekki ætti að vera“. Þetta er haft eftir þýska heimspekingnum Schopenhauer, eftir að hann hafði árangurslaust reynt að ráða lífsgátuna. Mér hefur dottið í hug að þessir ungu bölsýnismenn í Háskólanum gætu afgreitt málin með svipuðum hætti og sagt: „íslenskur landbún- aðuar er það sem ekki ætti að vera“. Steinar Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.