Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. mars 1990 Tíminn 13 Austur-Ðarðstrendingar athugið Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn á Reykhólum föstudaginn 2. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þóröarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Guömundur G. Þórarinsson Ólafur Þ. Þórðarson Strandamenn athugið Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn á Hólmavík laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Siglfirðingar Munið hádegisverðarfundinn á Hótel Höfn föstudaginn 2. mars. Framsóknarmenn Siglufirði. Vestur-Skaftafellssýsla Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum. í Brydebúð, Vik, föstudaginn 2. mars kl. 21.00. Stokkseyri - Eyrarbakki Gimli, Stokkseyri, mánudaginn 5. mars kl. 21.00. Stað, Eyrarbakka, þriðjudaginn 6. mars kl. 21.00. Jón Helgason Guðni Ágústsson UnnurStefánsdóttir Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 4. mars n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Viðtalstími L.F.K. Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður Landssambands Framsóknarkvenna, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, þriðjudaginn 6. mars n.k. kl. 15.17. Allir velkomnir. L.F.K. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. HlJ Reykjavík Létt spjall á laugardegi Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun ræða um borgarstjórnarkosn- ingarnar og framboðsmál laugardaginn 3. mars n.k. kl. 10.30 í Nóatúni 21. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn n.k. þriðjudag 6. mars kl. 20.30 í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Framboðsmál. Stjórnin. Guðrún Jóh. ■ SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllillllllllMllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Roseanne með stjörnur í augum Allir þekkja Roseanne Barr hina holdugu. I sjónvarpsþáttunum gengur á ýmsu í heimilislífinu en hjónin virðast þó hin lukkulegustu. Vilja borða góðan og mikinn mat, gera að gamni sínu við krakkana og taka lífinu létt. En í raunveruleik- anum hefur einkalíf leikkonunnar ekki verið neinn dans á rósum. Hún skildi við eiginmann sinn, William Pentland og ætlaði að ganga að eiga grínleikarann Tom Amold. En nýjustu fféttir herma að nú séu ýms vandamál sem geti komið í veg fyrir hjónavígslu þeirra Rose- anne og Toms, og sumir segja að búið sé að afboða brúðkaupið. En í byijun ástasambandsins hjá þeim sagðist Roseanne vera með stjömur í augunum af hamingju og hún vildi halda alveg villt og galið brúðkaup í Las Vegas. Við sjáum hér myndina sem fylgdi með stjömufréttinni, þegar ástin enn blómstraði og Roseanne var í brúð- kaups-hugleiðingum. Sagt er nú að Roseanne sé komin í hörkumegrun, og segist hún ætla að gjörbreyta „týpu“ sinni og helst að skipta um sjónvarpsþátt —eða snúa sér að „stóra hvíta tjald- inu“. Roseanne fékk mjög góða dóma þegar hún Iék í myndinni Roseanne með stjömugleraugun „ Breska leikkonan Joanna Lumley: „Okukona ársins“ og óskahlutverkið Joanna Lumley hlakkar til aðleika Lady Chatterley Leikkonan Joanna Lumley, sem sést hefúr hér í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, er hress og kát á meðfýlgjandi mynd. Nú bætist einn sjónvarpsþátturinn enn við hjá henni, — og þar er um að ræða „óskahlutverkið" hennar. Joanna Lumley hefur verið fengin í að leika Lady Chatterley í sjónvarps- þáttum eftir hinni frægu bók D.H. T . . rence: Elskhugi Lady Chatterl- ey (Lady Chatterley’s Lover). Elsk- hugann, þ.e. Mellors skógarvörð leikur svo Michael Elphick. Þessi bók hneykslaði marga á sínum tíma, — en það er nú löngu liðin tíð. „Ökukona ársins“ En ástæðan fyrir því, að Joanna Lumley stillir sér hér upp við fal- legan bíl er sú, að hún er að til- kynna um verðlaun sem veitt eru á vegum „Women’s Institute” í sam- keppni um titilinn „Ökukona árs- ins“ (Woman Driver Of The Year). Joanna Lumley leikkona flutti þama ræðu, þar sem hún mótmælti af krafti gömlum bröndurum um „kven- ökumenn" og mistök þeirra og klaufaskap, og sagði skýrslur bresku umferðarlögreglunnar styðja þá fullyrðingu sína, að konur væru ekki — og alls ekki — verri ökumenn en karlar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.