Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 2. mars 1990 llllllllllllllllllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Aðalsteinn Jóhann Eiríksson Fæddur 30. október 1901 Dáinn 27. janúar 1990 Kveðja að heiman Aðalsteinn var fæddur í Krossavík í Þistilfirði. Foreldrar hans voru Páll Eirikur Pálsson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Þau fluttu til Þórshafnar 1905. Vorið 1913 flutti Aðalsteinn að frumkvæði móður sinnar til for- eldra minna, Kristjáns Þórarinsson- ar og Ingiríðar Árnadóttur í Laxár- dal, en þá um haustið fluttu þau í Holt. Átti Aðalsteinn þar heima fram yfir tvítugsaldur. Eitt hans fyrsta verk í sveitinni var að passa kvíaærnar. Ásamt félaga sínum, Kjartani Ólafssyni, síðar húsameistara í Reykjavík, sem var fjórum árum yngri, byggði hann byrgi úr grjóti og torfi á háum hóli, þar sem þeir félagar gátu fylgst með ánum. Enn sjást merki um þetta mannvirki. Aðalsteinn vandist öllum venju- legum sveitastörfum á þessum árum, við heyskap þar sem allt var unnið með handverkfærum, hey bundið í bagga og flutt heim á hestum eða sett saman og ekið á sleðum að vetri. Engjarnar voru víðs vegar um land- areignina, nær eða fjær bæjum. Þá má nefna alla hirðingu búfjár, göng- ur og smaianir haust og vor, hjásetu á sauðburði og ýmsa aðdrætti og ferðalög á hestum. Þá kynntist Aðal- steinn frábærum fjörhesti sem hann gleymdi aldrei. Gekk hann að öllum þessum störf- fyrrverandi skólastjóri um með áhuga og dugnaði. Þegar Aðalsteinn hafði lokið tveggja vetra námi á Eiðum réðst hann farkennari í Þistilfirði haustið 1921, aðeins tvítugur að aldri. Það kom þá þegar í Ijós að hann hafði frábæra hæfileika til að kenna. Börnin dáðu hann og virtu og for- eldrarnir hrifust af framkomu hans. Næsta vetur hóf Aðalsteinn nám í Kennaraskólanum undir stjórn séra Magnúsar Helgasonar. Jafnhliða náminu stundaði hann kennslu. Að loknu námi í Kennaraskólanum gerðist hann kennari við Miðbæjar- skólann og síðar Austurbæjarskól- ann í Reykjavík á árunum 1924- 1934. Á þessum árum fór hann náms- ferðir til Norðurlanda og kynnti sér m.a. söngkennslu í skólum. Hann kenndi mikið söng, var góður söng- maður og spilaði ágætlega á orgel. Hann var sannfærður um það að söngur væri mannbætandi náms- grein. Um þessar mundir safnaði hann ásamt Páli ísólfssyni og fleirum og bjó undir prentun 3 hefti af skólasöngvum. Fljótlega varð hann áhrifamaður í félagsskap kennara og barðist fyrir aukinni menntun þeirra og bættum kjörum. Hann var einn af stofnendum Sambands íslenskra barnakennara. Skrifaði hann þá um skólamálin í Skinfaxa og Menntamál og hvatti eindregið til þess að byggja heimavistarbarnaskóla í sveitum fyr- ir einn eða fleiri hreppa í samein- ingu. Þegar forstöðumenn skóla- mála við ísafjarðardjúp hugðust byggja heimavistarskóla á Reykja- nesi réðu þeir Aðalstein skólastjóra við skólann. Flutti hann þá vestur með fjölskyldu sína 1934. Mun Aðalsteinn hafa ráðið miklu um byggingu skólans og allt innra starf, í góðri samvinnu við heimamenn. Ýmsar nýjungar voru þar í gangi. Gott orð fór af skólanum og Aðal- steinn naut virðingar og vináttu góðra manna. Á Reykjanesi fékk hann aðstöðu til þess að hafa dálítinn búskap. Þar rættist sá draumur að eiga góða og vel alda reiðhesta. Átti hann þar einnig önnur húsdýr. Taldi hann það ómetanlegt fyrir börnin að umgang- ast dýrin og kynnast þeim og náttúru landsins. Þegar Aðalsteinn hafði veitt Reykjanesskóla forstöðu í 10 ár (1934-1944) flutti hann til Reykja- víkur og hóf störf sem fulltrúi á Fræðslumálaskrifstofunni 1944- 1948. Árin 1948 og 49 var hann aftur skólastjóri á Reykjanesi. Sama ár var hann settur námsstjóri héraðs- og gagnfræðastigs skóla og sérstak- lega falið eftirlit með fjármálum og eignum skólanna. 1953 var hann skipaður í nefnd til að athuga náms- efni, námstíma og námsbækur barna- og gagnfræðastigsins. Hann vann þá að löggjöf um skólakostnað. Árið 1955 varð Aðal- steinn fjármálaeftirlitsmaður skóla og gegndi því embætti til 1. ágúst 1980, er hann lét af störfum sem opinber starfsmaður eftir langt og árangursríkt starf í þágu skóla og uppeldismála í landinu. 1 þessu starfi fékk hann mörg tækifæri til að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri og til- lögum í framkvæmd. Hann gjör- þekkti skólahald um allt landið og heimsótti skóla og forráðamenn þeirra, og var oft til kvaddur þegar vanda bar að höndum. Hæfileikar hans til að stjórna og skipuleggja ásamt staðgóðri þekkingu komu þá oft að góðu haldi. Það kom oft í hans hlut að koma með tillögur og úrræði sem aðrir gátu sameinast um og sætt sig við. Mætur maður sagði eitt sinn um Aðalstein „að hann leysti hvers manns vandræði". Skóla- og fræðslumál voru Aðal- steini hjartans mál. Hann fór ekki dult með það að hann taldi að skólinn ætti ekki aðeins að vera fræðslustofnun heldur einnig upp- eldisstofnun sem ætti að ala upp gott fólk. Nemendur sem ástunduðu heilsusamlegt líferni og ræktuðu mannkosti og manngildi. Aðalsteinn var gæfumaður í einkalífi, átti góða og ástríka eigin- konu, Bjarnveigu Sigríði Ingimund- ardóttur, sem bjó fjölskyldunni vist- legt og ánægjulegt heimili þar sem börn þeirra og barnabörn mættu hlýju og ástúð. Þau hjónin áttu fimm mannvænleg börn. Þau eru: Auður, gift Ásgeiri Valdimarssyni verkfræðingi. Páll Ingimundur, fyrrv. skólastjóri á Reykjanesi, kvæntur Guðrúnu Haf- steinsdóttur kennara. Þór Aðal- steinn verkfræðingur, kvæntur Önnu Brynjólfsdóttur. Halla, gift Sveini Þórarinssyni, bónda í Kolsholti. Helga María, gift Magnúsi Ingólf- ssyni framkvæmdastjóra. Aðalsteinn var sem eldri bróðir og vinur okkar systkinanna í Holti og þau elstu voru í skóla hjá honum þegar hann var kennari í Þistilfirði. Undirritaður dvaldi hjá þeim Aðalsteini og Bjarnveigu einn vetur og naut umhyggju þeirra og vináttu sem aldrei brást. Alltaf síðan var komið við hjá þeim þegar komið var til Reykjavíkur. Það var eftirminnilegt og hrífandi að heyra Aðalstein minnast æskuár- anna í sveitinni. Það var hlýr, fagn- andi og þakklátur hugur sem fylgdi máli. Fólkið, sveitin, landið sjálft og lífríki þess leið honum ekki úr minni. Þá gerði hann áætlanir um að koma norður, „heim“ eins og hann komst að orði. í ágústmánuði 1960 komu þau hjónin norður í heimsókn með dótt- urbörn sín, Aðalstein, síðar lækni, sem nú er látinn, og Eddu. Var þá ekið inn í Dalsheiði svo langt sem komist varð á bíl móts við Krubbna- sel. Aðalsteinn rifjaði þá upp öll hin fjölmörgu örnefni, sem hann þekkti svo vel áður og heilsaði sem gömlum, kærum vinum, og kom í leiðinni að smalabyrginu sínu og fann ilminn úr grasinu, þar sem áður lágu „smaladrengsins léttu spor“. Sumarið 1980 komu þau norður Aðalsteinn og Bjarnveig ásamt yngstu dóttur sinni, Helgu Maríu. Var þá lagt upp í ferðalag til heiða 2. júlí. Þátttakendur auk Aðalsteins voru Helga María, Marta, kona Aðalsteins læknis, og við Árni bróðir minn. Ekið var á jeppa inn á móts við Dalsheiðarkofa. Þrír hestar voru með í ferðinni. Gist var í kofanum um nóttina og farið heim næsta dag. Veður var kyrrt og fagurt, loftið tært og hreint, bjart yfir fjöllunum allt um kring og blágresið skartaði sínu fegursta í brekkunni sunnan við kofann. Ferðafélagarnir nutu ferðar- innar eins og best varð á kosið. Kom Aðalsteinn heim sæll og glaður, óþreyttur eins og ungur væri. Sumarið 1982 dvöldu þau Aðalste- inn og Bjarnveig nokkra daga hjá dóttursyni sínum Aðalsteini lækni á Þórshöfn og Mörtu konu hans. Lögðu þeir nafnar og Marta upp í ferðalag til heiða 19. júlí. Fylgdar- maður var Friðgeir Guðjónsson, vanur gangnamaður. Ekið var á jeppa inn á Krókavatnshæð og stigið þar á hesta sem voru með í för. Gist var í Hvammsheiðarkofa. Næsta dag var haldið inn að Hafralónum og síðan heim. Ákjósanlegt ferðaveður var báða dagana. Okkur var það bæði gleði- og undrunarefni hvað Aðalsteinn naut sín vel á þessu ferðalagi og var lítið þreyttur þegar hann kom heim. Var líkast að hér væri á ferð maður á besta skeiði en ekki áttræður öldungur. Það sem hér hefur verið sagt vitnar um órofa tryggð og aðdáun Aðalsteins á æsku- stöðvunum. Hér sannast sem oftar að „römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til.“ Aðalsteinn var fjölhæfur hæfi- leikamaður, svipmikill persónuleiki, þéttur á velli, röskur og léttur í hreyfingum, háttvís og virðulegur og vakti athygli hvar sem hann fór. Hann var hugsjóna- og athafnamað- ur, afkastamikil! og ósérhlífinn, ákveðinn í skoðunum og hreinskil- inn, skapríkur og tilfinninganæmur, og kunni vel með að fara, farsæll og hagsýnn stjórnandi, þekktur skóla- maður, skyldurækinn og samvisku- samur embættismaður sem ávann sér almennt traust og virðingu. Allir þeir sem kynntust drengskap hans og mannkostum kveðja hann með þakklátum, hrærðum huga. Við systkinin í Holti sendum þér Bjarnveig og skylduliði öllu hjartan- legar samúðarkveðjur. Þórarinn Kristjánsson, Holti Fæðingarheimili Reykjavíkur - nýtt símanúmer Föstudaginn 2. mars breytist símanúmer Fæöingar- heimilis Reykjavíkur. Nýja símanúmerið er 622544 HVERJU SPÁÞAUUM ÚRSLÍHN? Einar Ásgeirsson 10 Einar var aðeins með 3 rétta síðast og það honum ekki á óvart. Hann sagðist hafa reiknað með að vera annað hvort með 11-12 rétta eða 2-3. Hann sagðist hafa tekið að sér að verma botnsætið í leiknum til að byrja með, en bætti við að nú færi hann að skoða vandlega hvaða spá aðferðum keppinautar hans beittu. Einar hafði aðeins rétta sigurleik Chelsea, sigur Derby og jafntefli Leeds og WBA. 'Spá Einars í 9. leikviku: IX, 1, 1,2, 1, 1, 1, IX, 12, 12, 12, X2. Qj fjEzEzr—li Stefán r Stefánsson 14 i ^~~~=zdS£ Stefán fór flatt á leikjum sem áttu að vera öruggir, en ekki var hann einn um það. Hann var því þokkalega ánægður með árangurinn, en var svekktur út í Leeds fyrir að gera jafntefli. Stefán hafði fyrirfram gert ráð fyrir heimasigri Leeds sem öruggustu úrslitunum á seðlinum. Leikirnir sem Stefán klikkaði á voru ósigur Aston Villa og Man. City og jafnteflin hjá C. Palace, Leeds, Sheffield U. og Wolves. Spá Stefáns í 9. leikviku: X2, 1, 1, 2, 12, IX, 1, X2, IX, 12, 1, 2. Gróa stöðug með sína 7 rétta og var nú nokkuð ánægð með miðað við aðstæður. Hún sagðist vonast til þess að áfram yrði frost og sagði það hafa áhrif til góðs fyrir sig. Hún náði ekki réttum úrslitunum í tapleik Aston Villa, jafntefli Luton, tapleik Millwall, og jafnteflis- leikjum Sheffield United og Luton í 2. deild- inni, en þessi lið síðasttöldu voru bæði á heimavelli. Spá Gróu í 9. leikviku er þessi: IX, 1, 1, 2, 12, 12, 12, X2, 1, 1, 1, X2. Sigurður heldur enn forystunni, var með 6 rétta í síðustu viku og var sérlega ánægður með að hafa gert ráð fyrir sigri Wimbledon á Aston Villa. Hann var þó miður ánægður með mörg önnur úrslit á síðasta seðli. Sigurður hafði ekki rétta jafteflið hjá C.Palace, tap Man. City, tap Millwall og jafnteflisleikna í 2. deildinni hjá Leeds, Sheffield U. og Wolves. Spá Sigurðar í 9. leikviku er þessi: X2,1,1, X2, IX, 12,1, IX, 12, 2, 1, 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.