Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 4
JENNY SARAH HELGIN Laugardagur 3. mars 1990 , éí11'x \ LUCY Þær einu í heimi Walton-systumar, eða „Sexbur- amir frá Liverpool, eins og þær eru oft kallaðar, þær Sarah, Lucy, Jenny, Ruth, Kate og Hannah urðu 6 ára 18. nóvember sl. Þær eru orðnar það ffægar, að Liverpool-búar jafna þeim við Bítlana, sem til þessa hafa verið mestu stjömur borgarinnar. Nú er meira að segja að koma út bók um sexburana og foreldra þeirra. Bókin heitir „The Waltons" og er skrifúð af Robert Ettinger, rithöfundi sem er fjölskylduvinur og hefúr fylgst með allri atburðarásinni, frá því áður en bömin fæddust og fram til dagsins í dag. Sexburarnir — Sjálf- stæðir einstaklingar með ólíkan smekk Foreldramir, Janet og Graham Walton, hafa reynt að haga uppeldi sexburanna þannig að telpumar lifðu sem eðlilegustu lífi, en yrðu ekki einhverjir sýningargripir. „Sexburar" er ekkert vinsælt orð hjá Walton-fjöl- skyldunni. Það er takmarkið hjá for- eldrunum að dætumar þroskist sem sjálfstæðir einstaklingar. Þær syst- umar em t.d. aldrei alveg eins klæddar, enda segir mamma þeirra að þær hafi ólikan smekk. Þegar, þau Janet og Graham Walton, vom bæði komin á fertugs- aldur og höfðu ekki eignast böm í 10 ára hjónabandi, þá leituðu þau að- stoðar hjá sérfræðingum og Janet gekkst undir fijósemis-meðferð. Hún bar árangur og þau hjónin urðu glöð þegar þeim var tilkynnt það, en þegar þau fengu að vita að Janet gengi með sex böm þá urðu þau kvíðafúll. Fyrsta árið erfiðast Bömin fæddust í Liverpool og allt gekk vel, þó að telpumar sex væm ekki alveg hraustar. Einkum var Lucy litla lasburða, en hún fædd- ist með sjúkdóm sem hijáir oft böm fædd fyrir tímann, lungu hennar vom ekki fullþroskuð en hún komst yfir það með góðri hjálp lækna. Fyrsta ár sexburanna höfðu for- eldramir ýmislega aðstoð, og þau vom bæði í bamsburðarfríi allt árið. Þegar fyrsta árið var liðið og bömin vom farin að dafha fór faðirinn aftur að vinna. Hann vinnur sem húsamál- ari, aðallega innandyra, og viðhald og breytingar á íbúðum. Janet segir frá reynsiu sinni í sjónvarpsþætti og gefur góð ráð Janet hefúr ekki unnið úti síðan telpumar fæddust, en hún hefúr verið með útvarpsþætti og hefúr nú viku- legan þátt hjá Granada sjónvarps- stöðinni sem heitir „Toddler’s Tips“. Hún gefúr góð ráð um heimilishald og bamauppeldi. Sjálf segist Janet hafa reynt að vera sem mest sjálf- bjarga við umönnun dætranna og því fúndið upp á ýmsum tímasparandi aðferðum við umhirðu og þvott bamafatanna og mataræði bamanna. Hún segir frá reynslu sinni í þættin- um og svarar fyrirspumum og bréf- um. „Það var stór áfangi þegar dæt- umar byijuðu i skóla,“ segir móðirin Nú er að byija annað skólaár sexburanna, en þær fóru fyrst í for- skóla 5 ára. Þeim er skipt í bekki, og em tvær saman í bekk. Það létti mjög lífið fyrir Janet þegar þær byrjuðu i skóla, þvi að skóladagurinn er samfelldur hjá þeim og því fær hún talsverðan tíma fyrir sig, en slíkur lúxus þekktist varla fyrstu 5 árin. Það hefur verið sóst eftir því að fá myndir af sexburunum til að aug- lýsa ýmsar vörur, og hafa foreldram- ir valið úr það sem þeim hefúr litist best á, en aldrei þó þannig að það hafi orðið neitt álag á litlu dætumar. Það var blaðamaður og ljós- myndari frá vikublaði sem fékk að fylgjast með sysfrunum sex einn dag rétt fyrir afmælið þeirra og fara með fjölskyldunni i ferð frá Wallasey, þar sem hún býr, á ferju um Mersey- ána yfir til Liverpool. Sexburasystumar eru aldrei eins klæddar og hver þeirra á sín áhugmál:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.