Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 12
20 HELGIN Laugardagur 3. mars 1990 FÓLK Sérstæður málarekstur í Frakklandi: Sonur kærir móöur sína fyrir að hafa yfirgefið sig og vill skaöabætur gifst 17 árum fyrr og skipt um nafn. Hann þrælaðist í gegnum síma- skrána og loks tókst honum að komast að því hvar hún býr. En þegar loks rann upp það augnablik sem hann hafði beðið eftir alla ævi, urðu vonbrigðin enn sárari en allt sem á undan var gengið. „Ég á eng- an son,“ sagði móðirin og skellti símanum á. Bréfum hans var ekki svarað. Hann fór til Bretagne i janúar 1988 og bankaði upp á hjá henni og manni hennar, sem nú er kominn á eftirlaun. Þegar Joel loks sá móður sína augliti til auglitis brast hann í grát. „Ég var sem lamaður. Ég gat ekki talað. Ég beið eftir að hún sýndi einhver viðbrögð, tæki skref í áttina til mín, og þá hefði ég verið ánægð- ur. En hún gerði það ekki,“ segir Joel. Maðurinn hennar sakaði Joel um að vera bara að fara fram á að fá peninga en það segir hann að hafi aldrei hvarflað að sér. Hefndarhugurinn vaknar En það var þessi ásökun um pen- ingana sem loks varð til þess að Jo- el fylltist hefndarhug í garð móður sinnar. Sérfræðingar segja að þó að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að sonur ákæri móður sína skv. frönskum lögum, megi höfða mál á hendur sérhveijum þeim sem veld- ur annarri persónu skaða. I janúarmánuði sl. fóru fram yfir- heyrslur í málinu og þar flutti lög- fræðingur þá vöm móðurinnar að hún hefði ekki verið fær um að ann- ast bamið. Hún hefði ekki átt ann- arra kosta völ en að skilja það eftir hjá systur sinni. Móðir Joels hefur ekki verið til- leiðanleg að ræða þetta sérstæða mál við blaðamenn en hefúr þó gef- ið í skyn að sonur hennar sé að gera úlfalda úr mýflugu, að hennar áliti, og að hún geri sér vonir um að dómaramir komist að sömu niður- stöðu þegar þeir fella úrskurð í mál- inu. Þegar þau mæðginin sáust fyrst fyrir tveim ámm sagði hún: „Þú fékkst fóstur. Hvaða máli skiptir það þig hver mamma þín var? Þetta kemur fyrir fjöldann allan af böm- um.“ „Alltof auðvelt fyrir mæður að yfirgefa böm sín“ Það er einmitt þetta sem skelfir Joel Coutant. Á hverju ári em þús- undir barna yfirgefin og vita aldrei hveijir foreldrar þeirra em. „Það er alltof auðvelt fyrir mæður að yfir- gefa böm sín,“ segir hann. Það skiptir hann engu máli hvort hann vinnur eða tapar í málarekstr- inum. Joel Coutant bíður þessarar lífsreynslu aldrei bætur. Hann segir þennan málatilbúnað ekki vera í sína eigin þágu. „Enginn dómsúr- skurður getur nokkum tíma gefið mér aftur það sem ég hef aldrei átt,“ segir hann. Það var hatur en ekki ást sem rak Joel Coutant loks til þess að hitta móður sína augliti til auglitis eftir 37 ár. Þegar hann var kornabarn hafði hún yfirgefið hann, þegar hann var orðinn fullorðinn hafn- aði hún honum. Nú er í uppsiglingu dóms- mál sem á eftir að komast í sögulegar lagabækur. Joel hefur ákært móður sína fýrir að hafa valdið honum sársauka og kvöl í æsku — og reyndar alla ævi. Skilinn eftir 9 mánaða gam- all í umsjá móðursystur Coutant er póstmaður í Tours í Frakklandi og eftir því sem tímar hafa liðið hafa sárindi hans vaxið fremur en hitt. Hann var aðeins níu mánaða gamall þegar móðir hans skildi hann eftir í umsjá systur sinn- ar. Síðan hann komst til vits og ára hefúr hann varið tímanum í að leita uppi móður sína, sem hann reyndar átti alltaf von á að kæmi einn góðan veðurdag til að sækja hann. Þegar hann loks fann móðurina í litlu þorpi á Bretagne-skaga, þar sem hún býr nú gift og hefúr byggt upp nýtt líf, varð fátt um kveðjur. Nú er Joel sjálfúr giftur og á þrjú böm, en hann hefúr gert kröfúr um ~ að fá skaðabætur sem nema sem svarar rúmlega hálfri milljón ís- lenskra króna frá þessari rosknu konu sem hann heldur fram að hafi eyðilagt líf hans. Það eru ekki pen- ingamir sem hann er að sækjast eft- ir, ef hann vinnur málið ætlar hann að gefa féð til góðgerðastarfsemi fyrir böm. í staðinn vill Coutant vekja athygli á því hvaða afleiðing- ar það hefúr fyrir einstakling að vera hafnað. Hann er líka að leita að ástæðunni til síns eigin dapur- lega og bitra lífs. Dreymdi stöðugt um endur- fundina við móðurina Þegar Joel Coutant var bam vissi hann ekki annað um móður sína en það sem hann sá á gamalli ljós- mynd, þar sem hann segir að hún hafi verið bráðfalleg, „alveg eins og Marilyn Monroe". Marie-Josep- hine Coutant var ógift þegar hann fæddist og vann fyrir sér sem af- greiðslustúlka á bar. Þegar hún fór burt lofaði hún systur sinni að hún kæmi aftur til að sækja soninn. í mörg ár trúði hann staðfastlega að einn daginn myndi hún birtast til að taka hann að sér. Hann dreymdi stöðugt um þá endurfúndi. Þégar hann var lítill hljóp hann vongóður að glugganum í hvert skipti sem hann heyrði bíl nálgast. Skólagang- an varð fyrir stöðugum truflunum og töfum og hann slóst við krakka sem sögðu honum að mamma hans kæmi aldrei aftur. Þegar komið var ffarn á unglingsár sannfærði hann sjálfan sig um að móðir hans væri á sjúkrahúsi eða í fangelsi og gæti þess vegna ekki heimsótt hann, þrátt fyrir að móðursystir hans legði fast að honum að gleyma henni. Fékk andúð á móðursystur sinni Hann snerist m.a.s. svo öndverð- ur gegn móðursystur sinni fyrir þessa ráðleggingu að hann fór að fyrirlíta hana, þó að hún hefði fætt hann og klætt og veitt honum ástúð. „Nú geri ég mér grein fyrir að ég hefði í staðinn átt að fyrirlíta móður mína sem yfirgaf mig, ekki frænku mína sem gerði allt það fyrir mig Joel Coutant er giftur og á sjálfur þrjú böm. En sú staðreynd að móðir hans vildi aldrei hafa neitt með hann að gera hefur valdið honum sálarangist alla ævi. Móður Joels finnst hann gera úlfalda úr mýflugu. Hún segir það sama koma fýrir fjöldann allan af bömum og hann varð fyrir. sem lítil efni hennar leyfðu," segir hann og röddin brestur af geðshrær- ingu. „En það eina sem mig langaði til var að finna mömmu.“ Hugsunin um að hafa upp á móð- ur sinni leitaði stöðugt á hann, en það var ekki fyrr en Joel var orðinn 18 ára að honum varð eitthvað ágengt. Þá náði hann sambandi við lögfræðing sem hafði unnið fyrir móður hans. Joel bað lögfræðing- inn fyrir bréf þar sem hann sagði mömmu sinni hvað hann saknaði hennar mikið og þarfnaðist hennar. Hann fékk aldrei svar. Þegar lögfræðingurinn sagði hon- um^ð hún hefði enga löngun til að hitta hann gerði hann tilraun til að fremja sjálfsmorð, aðeins 19 ára gamall. Jafnvel á meðan hann Iá á sjúkrahúsinu var honum gefið sama ráðið og fyrr — einfaldlega að gleyma henni. En þegar hér var komið sögu var leitin að móðurinni orðin að óviðráðanlegri þráhyggju. Hann segir að vitneskjan um að hann ætti móður einhvers staðar, en sem hann hefði samt sem áður aldr- ei séð og verið hindraður í að hitta hefði verið orðin óbærileg. „Ég á engan son“ Fyrir þrem árum komst Joel Cout- ant svo að því að móðir hans hefði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.