Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn OtH?f >vr; .V Miövikudagur 7. mars 1990 Anna Ólafsdóttir Björnsson alþm., Guðrún Agnarsdóttir, alþm., og Rannveig Guðmundsdóttir alþm. treystu sér ekki til að horfa á sum atriðanna í myndinni Samtökin Konur gegn klámi með óvenjulega myndbandasýningu: Alþingismönnum var sýnt klámmyndband Samtökin Konur gegn klámi gengust í gær fyrir sýningu fyrir valinn hóp framámanna í þjóðfélaginu og blaðamenn. Sýningin fór fram á Hótel Sögu og myndin sem sýnd var bar hið þýska heiti; Die pissende Analstute. Tíminn mun ekki gera tilraun til að þýða nafn myndarinnar. Ingibjörg Hafstað, einn tals- manna samtakanna sagði að til sýningarinnar hefði verið boðið öllum Alþingismönnum, ríkissak- sóknara, fógetum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og Rannsóknalög- reglu ríkisins. Til sýningarinnar mættu nokkrir af núverandi og fyrrverandi þingmönnum Kvenna- listans, eða þær Guðrún Agnars- dóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson, Árni Gunnarsson og Rannveig Guð- mundsdóttir þingmenn Alþýðu- flokks og þeir Jón Helgason og Guðmundur G. Þórarinsson þing- menn Framsóknarmanna. Auk þeirra kom fulltrúi ríkissaksókn- ara, Egill Stephensen og Helgi Daníelsson fyrir hönd rannsókna- lögreglunnar. Ingibjörg Hafstað segir að til sýningarinnar hafi verið efnt til að vekja athygli á því að hver sem er getur komist yfir klámmyndir og skipti aldur litlu sem engu máli. Einnig léki grunur á að ráðamenn landsmanna gerðu sér ekki fulla grein fyrir hvers eðlis efni fáanlegra klámmynda sé. Þá hefði það valdið nokkrum vonbrigðum hve fáir Al- þingismenn hefðu komið til sýning- arinnar. Tiltekin klámmmynd var fengin frá aðila sem auglýst hefur varning sinn; svokölluð fullorðinsmynd- bönd að undanförnu í smáauglýs- ingadálkum DV. Ingibjörg sagði að fulltrúum framkvæmdavaldsins hefði verið boðið m.a. af þeirri ástæðu að samtökin ætluðu að kæra þetta klámdreifingarmál og væri myndin sönnunargagn. Það hafa þær nú gert. Þann 10. febrúar birtist hér í Tímanum frétt af viðskiptum við fyrrnefndan dreifingaraðila klám- myndbanda. Blaðamaður Tímans pantaði þá mynd með sama hætti og samtökin Konur gegn klámi gerðu í gær og fékk myndina senda heim til sín. Ljósmyndari blaðsins var skammt undan og myndaði þegar klámmyndin var afhent. Þessu frumkvæði Tímans hefur síðan verið fylgt upp af flestum fjölmiðlum og nú síðast af kvenna- hópnum. Þá hefur einn ritstjóra DV lýst því yfir að DV taki fram- vegis ekki við auglýsingum um fullorðinsmyndbönd eða þvílíkt. Konur gegn klámi fóru að fyrir- mælum auglýsinganna í DV um fullorðinsmyndböndin og pöntuðu upplýsingabækling og völdu tvær myndir úr honum sem síðan bárust í pósthólf gegn greiðslu 2000 króna. Frá kvikmyndalegu sjónarmiði var mynd þessi afar frumstæð og bæði mynd og hljóð vægt sagt afleitt. Það var þó ekki það versta því að frá siðferðissjónarmiði var það sem sýnt var af myndinni herfilegt og andstyggilegt. Það sem fram fór var einkum eins konar skoðun á ákveðnum líkamshlutum konu sem framkvæmd var af tveim karlmönnum sem beittu óspart svipuskafti við þessar „athuganir". Svipan var svonefndur níu rófna köttur og af og til var hún einnig notuð til þeirra verka sem slík tól eru sjálfsagt smíðuð til. Myndin mun vera alls 90 mínútna löng en um það bil tíu fyrstu mínútur hennar nægðu fullkomlega til að sýna um hvað hún snýst - misþyrm- ingar sem látið var líta út fyrir að væru fórnarlambinu að skapi. - En hvernig líst fyrrverandi ráðherra dómsmála á það sem hann sá af þessari mynd? Kom honum á óvart hvað þarna fór fram? Jón Helgason Alþingismað- ur: „Ég hef ekki fyrr séð svona mynd og á erfitt með að láta hugarflugið reika. Þó virðist af þessu vera svo, að fyrir peninga sé hægt að leggjast ansi lágt á mörgum sviðum og að því leyti kemur þetta manni kannski ekki svo mjög á óvart, auðvitað býr gróðahyggja þarna að baki.“ Jón Helgason sagði ennfremur að þótt ekki hefði stór hópur Alþingismanna verið viðstaddur sýninguna í gær þá vonaðist hann til að starf Kvenna gegn klámi bæri árangur. „Ég vænti þess að minnsta kosti þótt það sé svo að fyrir sumú þurfi lengi að vinna áður en árang- ur fer að sjást. Þótt manni virðist að auðvelt sé að bæta mannlífið þá er róðurinn oft þyngri að gera það,“ sagði hann. „Það virðist vera talsverður markaður fyrir klámefni því að sakamál sem tengjast því koma alltaf upp reglulega og allmargir dómar hafa fallið í klámmálum undanfarin ár“, sagði Egill Step- hensen fulltrúi ríkissaksóknara eft- ir sýninguna í gær. Egill sagði að í hegningarlögun- um væri dreifing á klámfengnu efni bannaður og hann teldi að fólki væri það almennt ljóst. Hvað væri klám væri hins vegar ekki skilgreint í lögum sem væri bæði kostur og galli: Kostur að því leyti til að það er breytilegt frá einum tíma til annars hvað telja skuli klám. Þannig þurfi ekki að breyta lögum eftir því sem tíðarandi breytist. Gallarnir væru hinsvegar þeir að fólk og jafnvel dómstólar gætu velkst í vafa um hvað telja skuli klám. í lögfræðinni sagði Egill klám þó almennt skilgreint á þann hátt að það sé kynlíf sem afbrigði- legt sé eða öfgakennt á einhvern hátt, og/eða nákvæmar lýsingar á kynfærum eða samförum og kyn- ferðislegum athöfnum með það að markmiði að vekja losta. -sá Tíminn kannar eftirspurninaeftirklámiávídeoleigum: Markaðurinn til staðar Svo virðist sem nægur markaður sé fyrir klámmyndir hér á landi. Tímanum er kunnugt um að á mörgum vídeóleigum á höfuðborgarsvæðinu eru boðnar til leigu klámmyndir í hundraða tali. Þess eru dæmi að í einstaka tilfellum séu klámmyndir það stór hluti af veltu viðkomandi leigu, að ef tekið væri fyrir útleigu þeirra væri ekki rekstargrundvöllur til staðar. Blaðamaður Tímans gerði sér ferð á vídeóleigu sem er „þekkt“ fyrir mikið úrval klámmynda, allt frá nokkuð saklausum „ljósbláum“ myndum upp í myndir er sýna örgustu afbrigðilegheit. Á þessari tilteknu leigu var hægt að fá möppu þar sem kápur klámmyndanna voru geymdar í plasti, en númer við hvert eintak sem passaði síðan við númer á viðkomandi spólu, er geymd var í rekka afsíðis. Blaðamaður fékk að skoða hillumar, þar sem klámið var geymt en mikill meirihluti bannvörunnar var í útláni. Á þeim á að giska tíu mínútum sem dvalið var inn á leigunni komu fjórir aðilar, sem báðu um „bláar myndir“, tveir þeirra báðu um sérstakt efni og urðu frá að hverfa þar sem spólurnar er þeir vildu fá vom í útláni. Sá afgreiðslumaður sem rætt var við á viðkomandi leigu, sagði markaðinn fyrir „bláu myndirnar" vera mun stærri en flestir gerðu sér grein fyrir. Bæði konur og karlar leigðu sér slíkar myndir, þó vissulegar væra þar karlmenn í meirihluta. Vegna mikillar eftirspurnar hefði samkeppnin ■ framleiðslunni sjálfri einnig hamað. Myndgæði klámmynda væm mun betri en þau vora fyrir tveimur til þremur áram síðan og jafnframt væra myndimar mun djarfari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.