Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. mars 1990 Tíminn 5 Verkamannasamband íslands lýsir undrun sinni á málatilbúnaði um Aflamiðlun: Munu draga fulltrúa sinn út náist samkomulag ekki Framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins lýsir furðu sinni á málatilbúnaði í sambandi við stjórn Aflamiðlunar. í fréttatilkynningu sem VMSÍ sendi frá sér í gær kemur fram náist ekki samkomulag um skipan mála fyrir nk. mánudag, þá lýti VMSÍ svo á að stjórn Aflamiðlunar lúti hagsmunum eins aðila, þ.e. LÍÚ og muni þá draga fulltrúa sinn úr stjórninni. í tilkynningunni segir að daginn eftir að stjórnin hafi verið skipuð hafi verið haft eftir Sveini Hjartar- syni hagfræðingi LÍÚ, að LÍÚ ætti tvo fulltrúa í stjórninni og þrátt fyrir Stjórn Aflamiðlunar var skipuð af utanríkisviðskiptaráðherra, fjórum frá hagsmunaaðiium, en síðan var samkomulag um formann stjórnar- innar, er kæmi ekki fram sem fulltrúi neins hagsmunaaðila. og formanni VMSÍ, hafi engin at- hugasemd komið frá formanninum, Sigurbirni Svavarssyni. Fulltrúi VMSÍ og stjórn hefur alla tíð lagt áherslu á að Aflamiðlun væri óháð, með eigin skrifstofu og starfslið. í tilkynningunni segir að LÍÚ hafi gert kröfu um að starsemi miðlunarinnar yrði öll hjá LlÚ og starfsmenn eingöngu þaðan. Fulltrúi VMSÍ lýsti yfir að hann gæti sam- þykkt ráðningu Vilhjálms Vilhjálms- sonar starfsmanns LlÚ enda kæmi annar starfsmaður úr annarri átt. „Þegar sýnt var að ekki náðist sam- komulag um þessa skipan óskaði fulltrúi VMSÍ eftir því sl. mánudag, 5. þ.m. að fundi sem halda átti síðdegis þann dag yrði frestað og tíminn notaður til að finna lausn sem samkomulag gæti orðið um,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að þrátt fyrir fyrirheit um frestun fund- ar hafi formaður stjórnarinnar sagt að samþykkt hafi verið að aflamiðl- un yrði til húsa hjá LÍÚ til reynslu. VMSÍ mun bíða næsta fundar stjórnar Aflamiðlunar nk. mánudag, þrátt fyrir furðuleg vinnubrögð for- manns stjórnar og halda áfram að leggja sig fram um að ná samkomu- lagi um þetta þýðingarmikla mál. Náist hins vegar ekki samkomulag fyrir þann tíma lítur VMSÍ svo á að stjórn aflamiðlunar lúti hagsmunum eins aðila og mun þá draga fulltrúa sinn út úr stjórninni. Sjá einnig frétt bls. 3. -ABÓ að þessu væri mótmælt af ráðherra ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi dagana 26.2 til 2.3 sl.: 1786 tonn seld ytra Á fiskmörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi voru í liðinni viku seld samtals 1786 tonn, fyrir tæpar 217 milljónir króna. Þar af voru 1221 tonn seld á mörkuðum í Bretlandi fyrir um 161 milljón króna. í Hull og Grimsby lönduðu tvö skip rúmlega 205 tonnum og fengust um 26 milljónir króna fyrir aflann. Þetta voru Gjafar VE 600, með 78,8 tonn, meðalverð 125,45 krónur og Gullver NS 12, með 126,6 tonn, meðalverð 130,99 krónur. Af þorski voru 167 tonn, meðalverð 131,30 krónur, af ýsu 12 tonn, meðalverð 159,93 krónur, af ufsa var 1 tonn og af karfa 2 tonn. Grálúðuaflinn var 19,5 tonn, meðalverð 98,41 króna og af blönduðum afla voru rúm 3 tonn, meðalverð 104,54 krónur. Á Bretlandsmarkað voru rúm 1016 tonn seld í gámum fyrir um 134 milljónir króna. Þar af var þorskur 449,8 tonn,meðalverð 135,41 króna, af ýsu voru 277 tonn, meðalverð 151,76 krónur, af ufsa tæp 23 tonn, meðalverð 83,19 krónur og af karfa voru tæp 17 tonn, meðalverð 90,93 krónur. 60 tonn voru seld af kola, meðalverð 158,28 krónur, af grálúðu voru seld 42 tonn, meðalverð 99,13 krónur og af blönduðum afla voru 146 tonn seld, meðalverð 99,46 krónur. í Þýskalandshöfnum lönduðu þrjú skip samtals 565 tonnum. Verðmæti aflans var 55,7 milljónir króna. Þetta voru Engey RE 1, með 270,8 tonn, meðalverð 107,78 krónur, Haukur GK 25, með 152 tonn, meðalverð 96,82 krónur og Gyllir ÍS 261, með 141 tonn, meðalverð 83,16 krónur. Uppistaðan í aflanum voru 507 tonn af karfa, meðalverð 103,45 krónur, 13 tonn voru seld af ufsa, meðalverð 79,85 krónur og af þroski voru seld 7,5 tonn, meðalverð 106,92 krónur. Af blönduðum afla voru 36,8 tonn seld, meðalverð 36,58 krónur. -ABÓ Fjárlög lækka um 2 milljarda í frumvarpi til fjáraukalaga er áætlað að tekjur ríkissjóðs lækki um 2.600 milljónir kr. að mestu vegna minni launahækkana og minni verðbólgu en reiknað var með við fjárlagagerðina. Skatttekj- ur verða um 2.065 m.kr. minni og vaxtatekjur um 535 m.kr. lægri en í fjárlögum. Vegna sömu breytinga á launa- og verðlagsforsendum eiga ríkisút- gjöldin sömuleiðis að lækka um 2.050 m.kr. Auk þess er í frum- varpinu gert ráð fyrir 915 m.kr. sérstökum niðurskurði (sparnaði) á ríkisútgjöldum til að koma að nokkru á móti þeim rúmlega 1.400 m.kr. viðbótarkostnaði sem loforð ríkisstjórnarinnar í sambandi við kjarasamningana eru talin kosta ríkissjóð. Áætlaður halli á ríkis- sjóði hækkar úr 3,7 milljörðum samkvæmt fjárlögum í 4,3 millj- arða samkvæmt frumvarpinu. Við- bótarhallann á að brúa með aukn- um innlendum lántökum. Kjarasamningarnir hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs með tvennum hætti, samkvæmt greinargerð frumvarpsins. Annars vegar lækka bæði tekjur og gjöld ríkissjóðs frá fjárlagaáætlun vegna þess að launa- og verðlagshækkanir verða minni á árinu en reiknað var með við afgreiðslu fjárlaga. Hins vegar féllst ríkisstjórnin á, til að greiða fyrir gerð kjarasamninga, að beita sér fyrir aðgerðum sem kosta ríkis- sjóð um 1,1 milljarð kr. í viðbótar- útgjöld (auknar niðurgreiðslur, hækkun á frítekjumarki tekju- tryggingar og hærri útgjöld vegna greiðsluábyrgðar á launum gjald- þrota fyrirtækja). Ogþarvið bætist loforð um 300 millj.kr. sérstaka lækkun á bensín- og bifreiðaskött- um. Vegna þess að umsamdar launa- hækkanir og áætluð verðbólga verða lægri en ráð var fyrir gert við fjárlagagerðinaminnkaskatttekjur ríkissjóðs um hátt í 1,8 milljarða kr. Þar af er áætlað að; beinir skattar veri um 400 m.kr. lægri en áður var áætlað og tekjur af virðis- aukaskatti verði 900 m.kr. minni. Þá er áætlað að vaxtatekj ur ríkisins lækki um 535 m.kr. Til viðbótar kemur áðumefnd 300 m.kr. sérstök lækkun á bensín- og bílasköttum. Sömu breytingar á launa- og verðlagsforsendum eru á móti tald- ar lækka útgjöld ríkissjóðs um rúmlega 2 milljarða króna. Þar af er drjúgur helmingur vegna lægri launa- og rekstrarkostnaðar. Af áðurnefndum 915 m.kr. sér- stökum niðurskurði eru um 600 m.kr. niðurskurður á fjárfestingar- og viðhaldsverkerfnum. Þessi nið- urskurður skiptist niður á öll ráðu- neytin í misjafnlega stórum og smáum skömmtum. - HEI Verkalýðsfélag A-Húnvetninga: Verðlaun fyrir merki Á síðasta ári auglýsti Verka- lýðsfélag A-Húnvetninga eftir hugmyndum að merki fyrir félag- ið. Alls bárust rúmlega 30 tillögur í samkeppninni og voru þær nær eingöngu frá fólki í A-Hún. Besta tillagan að mati dómnefndar reindist vera frá Guðráði Jó- hannssyni teiknar á Beinakeldu í Torfalækjarhreppi. Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins sem haldinn var á Blönduósi fyrir skömmu var Guðráði afhent 25 þúsund króna viðurkenning fyrir tillöguma, en hugmynd hans prýðir nú þegar skrifstofur Stéttarfélaganna á Blönduósi. ÖÞ. Drög að frumvarpi um stjórn fiskveiöa kynnt Eyjamönnum: Skerðing Eyjabáta við landsmeðaltalið Sjávarútvegsráðuneytið boðaði til almenns fundar í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Tilefni fundarins var að kynna fyrir Eyjamönnum drög að frumvarpi um stjórn fiskveiða. Það er mál manna í Eyjum, þó svo að skiptar skoðanir séu á hinu fyrirhug- aða kerfi, að ráðuneytismönnum hafi tekist vel til við að útskýra hvað í hinu nýja frumvarpi fælist og þær breytingar sem það hefði í för með sér. Þá var á fundinum gerð grein fyrir samanburði á skipum í Eyjum og annarstaðar á landinu. Samkvæmt niðurstöðum sjávarútvegsráðuneyt- isins koma skipin í Vestmannaeyjum í heild, með nýju skipulagi veiða, svip- að út og landsmeðaltalið segir til um. „Ég held að þær óánægjuöldur sem hér voru fyrir hendi áður, hafi lægt töluvert mikið og menn skilji betur hvað hér er á ferðinni," sagði Sigurður Einarsson útgerðarmaður í Eyjum. „Ég er persónulega mjög sáttur við þær kerfisbreytingar sem felast í þessu og tel hið besta mál,“ sagði Sigurður. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Tímann að rétt væri að skip sem hafi verið keypt til Eyja á árunum 1988 og 1989 fá nokkru minni veiðiheimildir en veiði þeirra nemur á árinu 1989. Þessi vandamál koma sérstaklega fram hjá nýjum skipum er komið hafa í stað eldri skipa. Þau eru mun afkastameiri en þau eldri og hafa þar af leiðandi veitt meira á árinu 1989 en aflamark þeirra nemursamkvæmt nýju tillögunum. Halldór sagði að ekki væri um ný vandamál að ræða. „Þetta kom upp þegar sóknarmark var lagt af í rækjunni á sínum tíma. Við urðum að minnka veiðiheimildir skipanna mjög mikið, en margir fjárfest verulega í þeirri trú að þeir gætu sótt óhindrað áfram í rækj- una,“ sagði Halldór. Hann sagði að sama kæmi upp þegar sóknarmarkið yrði nú lagt niður eins gert er ráð fyrir í frum- varpinu. Þá skapist vandamál sér- staklega er varðar þá er nýlega hafa staðið í fjárfestingum. „Það er að sjálfsögðu hægt að leysa málið með því að leiðrétta hlut þessara skipa meir en annarra. Um það eru skiptar skoðanir og niðurstaðan varð sú að deila því sem yrði til skiptanna eftir að sóknarmark hafi verið lagt af nokkuð jafnt milli þeirra er valið höfðu afíamark og þeirra er valið höfðu sóknarmark. Það er með þetta eins og annað að finna þarf mála- miðlun. Hvorthún verðurendanlega sú sem nú liggur fyrir þinginu eða einhver önnur get ég ekki fullyrt um á þessu stigi,“ sagði Halldór. Hann sagði að takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að leysa vanda eins á kostnað annarra. „Sum skip koma illa út og önnur betur. Það er með Vestmannaeyjar eins og aðra staði að það má leysa málið með annars konar útdeilingu, sem þá mun leiða til þess að þeir sem komu betur út, þeirra hlutur mun minnka," sagði Halldór. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.