Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 7. mars 1990 Miðvikudagur 7. mars 1990 Háskólabókasafnið verður 50 ára á þessu ári. Það mun kynna starfsemi sína í„Opnu húsi“ í Þjóðarbókhlöðu næstkomandi sunnudag; Nær þriðja hver bók í geymslu Á þessu ári verður Háskólabókasafnið 50 ára. Safnið hefur fyrir löngu sprengt utan af sér núverandi húsnæði og hefur neyðst til að setja um þriðjung safnsins í geymslur. Flest bendir til að enn líði nokkur ár áður en safnið kemst í Þjóðar- bókhlöðuna margumtöluðu. Núverandi ríkisstjórn gaf fyrirheit um að lokið yrði við byggingu Þjóðarbók- hlöðu á kjörtímabilinu en því líkur árið 1992. Ljóst er að því markmiði verður ekki náð. Menntamálaráðherra hefur iýst því yfir að stefnt sé að því að ljúka byggingunni fyrir 50 ára afmæli lýðveld- isins 17. júní 1994. Lokið er að mestu við ytri frágang á Þjóðarbókhlöðunni, en innan dyra er flest ógert. Á þessu ári var veitt 67 milljónum til bókhlöðunnar, en á síðasta ári var framkvæmt fyrir 120 milljónir. Útboðs- gögn eru tilbúin fyrir næsta áfanga, en óvíst er hvort hann verður boðinn út í heilu lagi þar eð fjárveitingin í ár nægir ekki fyrir honum. Háskólabókasafnið 50 ára í ár Háskólabókasafnið verður 50 ára fyrsta nóvember næstkomandi. Safnið á rætur sínar í bókasöfnum gömlu emb- ættismannaskólanna þ.e. prestaskólans, læknaskólans og lagaskólans. Þegar Há- skólinn var stofnaður árið 1911 tóku þessar deildir við bókakosti gömlu skól- anna. Heimspekideild, sem tók til starfa við stofnun Háskólans, kom sér upp eigin bókakosti. Þegar aðalbygging Há- skólans var tekin í notkun árið 1940 varð loksins kominn grundvöllur fyrir því að sameina söfnin og stofna eitt bókasafn fyrir allan Háskólann. Það var gert og tók Háskólabókasafnið formlega til starfa fyrsta nóvember 1940. Við stofnun Háskólabókasafnsins gaf Benedikt Þórarinsson kaupmaður safn- inu mikið og dýrmætt bókasafn. Bene- diktssafni er haldið sér, en í því eru um átta þúsund bindi. Síðan hefur safninu borist margar góðar gjafir. Þegar Háskólabókasafnið var stofnað var bókaeign þess um 31 þúsund bindi, en nemendafjöldi Háskólans um 280. í dag er bókaeign safnsins um 285 þúsund bindi og fjöldi nemenda um 4300. Fastir starfsmenn eru nú 16. Safnið hefur frá upphafi notið skylduskila, sem merkir að það fær eintak af öllu sem prentað er í landinu. Árlega fjölgar bindum í safn- inu um 10-12 þúsund bindi. Fyrsti háskólabókavörður var dr. Ein- ar Olafur Sveinsson, en árið 1945 tók dr. Björn Sigfússon við starfi hans og gegndi því til 1974 er Einar Sigurðsson núver- andi háskólabókavörður tók við. Nærri þriðjungur safnsins er í geymslum Háskólabókasafnið hefur fyrir löngu sprengt utan af sér núverandi húsnæði. Eins og áður segir eru um 285 þúsund bindi í safninu. Ibyrjun síðasta árs voru þau um 270 þúsund, en þar af voru einungis 105 þúsund í aðalsafninu, 90 þúsund í geymslum og 75 þúsund í útibúum. Háskólabókasafnið rekur 17 útibú í 15 byggingum víðs vegar um borgina. Það eru því aðeins um 38% bóka safnsins í sjálfu aðalsafninu sem verður að telja mjög lágt hlutfall. Einar Sigurðsson sagði það vera mjög óeðlilegt að svo stór hluti safnsins væri utan aðalsafnsins en það þekktist hvergi í sambærilegum bókasöfnum í öðrum löndum. Hann sagði einnig mjög baga- legt hve lesaðstaða væri slæm í safninu. Bætt hefur verið úr henni til bráðabirgða með því að taka hátíðasal skólans undir lesaðstöðu. Þar er nú lestraraðstaða fyrir um 40 manns. Einar sagði að það hefði komið til tals að taka hluta af Þjóðarbókhlöðunni undir geymslur, en til þessa hafa menn talið húsið ekki vera komið nægilega langt til þess að það væri hægt. Landsbókasafn íslands er einnig með stóran hluta af sínum bókakosti í geymsl- um, en þær eru á þremur stöðum í bænum. Svipað ástand er hjá Þjóðskjala- safni íslands. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður sagði að þetta ástandi sé búið að vara lengi. Reynt er að koma sem mestu af íslensku efni fyrir í hillum safnsins, en stór hluti af erlendu efni hefur orðið að setja í geymslur. Þessu fylgir óhagræði því að sækja verður bækur í þessar geymslur þegar beðið er um að fá þær að láni. Finnbogi segir að langt sé síðan þrengsli fóru að há starfsemi safnsins. Þröngt sé um bækurnar en ekki síður um starfsfólk safnsins, sem býr við slæma vinnuaðstöðu. Verið að ganga frá kaupum á tölvukerf i í Þjóðarbókhlóðu Bækur hafa verið tölvuskráðar f Há- skólabókasafninu um nokkurra ára skeið. Nú eru Háskóla- og Landsbóka- safn að kaupa alhliða tölvukerfi sem nýtast mun þegar söfnin flytja í Þjóðar- bókhlöðuna. Þessa dagana er verið að ganga frá samningum um þessi kaup. Háskólabókasafnið ætlar að taka hluta af þessu tölvukerfi í notkun á þessu ári og fyrirhugað er að Landsbókasafnið geri það einnig eftir því sem fjármagn og aðstæður leyfa. Ekki er fullljóst hvað þetta kerfi kemur til með að kosta, en um er að ræða nokkra tugi milljóna. í Háskólabókasafninu eru gerðar heimildaleitir með tölvusambandi við erlenda gagnabrunna, gegn greiðslu. Safnið hefur aðgang að helstu upplýs- ingamiðstöðvum heims, svo sem DIA- LOG kerfinu í Bandaríkjunum, sem býður upp á aðgang að um 500 gagna- brunnum á öllum efnissviðum, DATA- STAR í Sviss, sem er einkum á sviði viðskiptafræði, efna-, lyfja- og læknis- fræði, QUESTEL í Frakklandi og ESA/ IRS á Ítalíu. Gagnabrunnar á geisladiskum eru öfl- ugt hjálpartæki við heimildaleit. Heim- ildaleit á þeim svipar um margt til tölvuleita. í Háskólabókasafni eru til alfræðirit, orðabækur, ýmis bókfræði- gögn o.fl. á geisladiskum og hafa safn- gestir beinan aðgang að þeim, endur- gjaldslaust. CD-ROM geisladiskar eru sömu ættar og CD-A hljómdiskar, en þeir geyma annars konar gögn, þ.e. ritað mál og það þarf annars konar tækni til að nýta þá. Einn CD-ROM diskur getur geymt um 550 megabæti af stafrænum gögnum sem samsvarar um 1500 disklingum eða 270 þúsund blaðsíðum af prentuðu máli. Háskólinn kynnir sig í Þjóðarbókhlöðunni Næstkomandi sunnudag 11. mars milli klukkan 13 og 18 verður „Opið hús“ á vegum Háskóla íslands í Þjóðarbókhlöð- unni. Þetta verður í fyrsta skipti sem Háskólinn nýtir bygginguna. Með „Opnu húsi“ vill Háskóli íslands veita almenningi innsýn í þá starfsemi sem fram fer á vegum hans, hvort sem um rannsóknir, kennslu eða almenna þjónustu er að ræða. Jafnframt vill Háskólinn sinna þörfum framhaldsskóla- nema í námsvali. í „Opnu húsi“ mæta til leiks allar deildir Háskólans ásamt 22 sérskólum landsins og ýmsum þjónustuaðilum með það fyrir augum að veita nemendum í námsvali upplýsingar á sem breiðustum vettvangi. Með samvinnu við sérskólana er Háskólinn að koma til móts við þær breytingar sem orðið hafa á skipulagi framhaldsskólanna, en það er ekki leng- ur sjálfgefið að framhaldsskólanemar og stúdentsefni leiði aðeins hugann að há- skólanámi. Til viðbótar þessari kynningu á náms- framboði skiptast deildir og stofnanir Háskólans frá ári til árs á um að kynna starfsemi sína hver í sínum húsakynnum. í tengslum við þennan hluta „Opins húss“ verður í ár lögð áhersla á að kynna þá starfsemi Háskóla íslands sem tengj- ast Verkfræðideild og Raunvísindadeild, en sú starfsemi fer fram vestan Suður- götu. Til hagræðingar mun Líffræðiskor innan Raunvísindadeildar flytja hluta aðstöðu sinnar í „Opnu húsi“ í ár af Grensásvegi yfir á háskólalóðina. Jarð- fræði- og landafræðiskor er þannig eini kynningaraðilinn sem staðsettur er aust- an Suðurgötu, en skorin kynnir starfsemi sína einnig í eigin húsakynnum í jarð- fræðihúsi, ásamt Norrænu Eldfjallastöð- inni. Myndlista- og handíðaskóli íslands, sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt á þessu ári, verður með myndlistasýningu í bókhlöðunni. Hinir listaskólarnir munu ásamt Háskólakórnum standa fyrir list- viðburðum með jöfnu millibili meðan á kynningunni stendur. Þá býður Háskóla- bíó upp á fríar kvikmyndasýningar þenn- an dag og kynnir nýja sýningarsali hússins. Að auki verða kvikmyndasýn- ingar fyrir börn og í anddyri bíósins munu nemendur í Fósturskóla íslands vera með brúðuleikhús fyrir börn. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.