Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 8. mars 1990 Hœkki áburðarverð aðeins um 12% verður Áburðarverksmiðjan rekin með 128 milljón króna tapi: Ákvörðun tekin um áburðarverð í Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins kemur saman til fundar í dag til að taka ákvörðun um áburðarverð. í nýgerðum kjarasamningum var gerð bókun þar sem stjórnvöld lofuðu að áburðarverð hækkaði ekki meira en 12%. Landbúnaðarráð- herra hefur beint þeim tilmælum til stjórnar verksmiðjunnar að áburðarverð hækki ekki meira en 12%. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar, segirað þetta þýði að verksmiðjan verði rekin með 128 milljón króna tapi á þessu ári. Samkvæmt lögum á stjórn verk- smiðjunnar að taka ákvörðun um verð á áburði í samráði við landbún- aðarráðherra. Stjórnin hefur lýst því yfir að áburðarverð verði að hækka um 22% ef verksmiðjan á ekki að Hvað borða íslendingar? Heilbrigðisráðuneyti og Manneld- isráð íslands gangast fyrir umfangs- mikilli könnun á mataræði íslend- inga. Um þessar mundir er að hefjast viðamikil könnun á mataræði landsmanna, sú fyrsta sinnartegund- ar hér á landi. Er könnuninni ætlað að afla upplýsinga um hollustu og séreinkenni íslensks mataræðis, bæði í sveitum landsins og þéttbýli. Könnunin fer fram með viðtali ein- göngu, þannig að verðandi þátttak- endur þurfa ekki að halda dagbók eða skrá niður neyslu sína sjálfir. Þessi háttur er hafður á til að könnunin valdi sem minnstum óþægindum og til að fá sem flesta til þátttöku. Rúmlega 1700 manns, á aidrinum 15 til 80 ára, verða beðnir um að taka þátt í könnuninni og hafa nöfn þeirra verið valin með tilviljunar- kenndu úrtaki úr þjóðskrá. Það er að sjálfsögðu von þeirra sem að þessari könnun standa að sem allra flestir sjái sér fært að vera með þar sem léleg þátttaka rýrir mjög gildi könnunarinnar. Niðurstöður þessar könnunar munu hins vegar geta veitt dýrmætar upplýsingar sem meðal annars munu koma að notum við mótun stefnu í manneldismálum þjóðarinnar. vera rekin með tapi. Landbúnaðar- ráðherra hefur gefið stjórninni ein- föld tilmæli um að verðið hækki um 12%. Hákon var spurður hvort stjórn verksmiðjunnar ætti ekki erf- itt með að hunsa vilja ráðherra. „Jú, en hins vegar er ákaflega erfitt fyrir stjórnina að taka ákvörð- un um að fyrirtækið eigi að tapa 128 milljónum,“ sagði Hákon. Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur Stéttarsambands bænda, sagði að sér vitanlega hefði ekki verið ljáð máls á því af hálfu bænda- samtakanna að áburður hækkaði meira en 12%. Hann sagði að þegar ríkisstjórnin gaf bændum loforð um að áburðarverð hækkaði ekki meira en 12% hefði öllum verið kunnugt um að hækkunin myndi ekki duga til að halda rekstri verksmiðjunnar í jafnvægi. Upplýsingar um 128 millj- ón króna tap í ár ættu því ekki að koma neinum á óvart. Það væri ekki mál bændasamtakanna hvernigstað- ið er við þetta loforð heldur stjórn- valda og stjórnar verksmiðjunnar. „Ef ekki verður staðið við þetta loforð eru forsendur fyrir því sam- komulagi sem gert var brostnar. Umsamið áburðarverð var eitt af forsendunum fyrir því að þetta dæmi gengi upp. Ef að sú forsenda brestur er allur múrinn fallinn," sagði Gunn- laugur. -EÓ Umhverfis* áhrif álvera athuguð Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hefur skipað hóp sérfræð- ing til að vera ráðgefandi um umhverfisáhrif iðjuvera. f upp- hafi er hópnum sérstaklega ætlað að fjalla um áhrif áliðju á um- hverfið. Hópurinn er þannig skipuð: Skúli Johnsen borgar- læknir formaður, Friðrik Pálma- son lífeðlisfræðingur, Guðjón Jónsson efnaverkfræðingur, Hákon Aðalsteinsson vatnalíf- fræðingur, Jón Ingimarsson bygg- ingarverkfræðingur, Jón Ólafs- son haffræðingur og Magnús Jónsson veðurfræðingur. Chamorrofær heillaskeyti Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra sendi fyrir helgina heillaóskaskeyti til frú Violetu Chamorro, nýkjörins forseta Nikaragúa. í skeytinu lét Jón Baldvin í ljós von um að kosning- arnar marki upphaf friðar og lýðræðis í Níkaragúa. Farsóttir í Reykjavíkurumdæmi: 692meðkvef Samkvæmt skýrslum eins læknis, einnar heilsugæslustöðvar og Læknavaktarinnar sf. voru 692 með kvef og aðrar veirusýk- ingar í efri loftvegum og 34 voru með lungnabólgu. Á fimm herj- aði innfluensa, sex voru með skarlatsótt, þrír með einkirninga- sótt, níu með hlaupabólu einn með hettusótt og 110 með iðra- kvef. Akranes: Arctic í gjaldþrot Fiskiðjan Arctic á Akranesi hefur verið tekin til gjalþrota- skipta. Talið er að skuldir fyrir- tækisins nemi um 250 milljónum en eignirnar tæpum 200 milljón- um. Gjaldþrotið er því upp á 50-60 milljón kr. Artic hefur framleitt lagmeti ýmis konar og fékk fyrirgreiðslu úr Atvinnutryggingasjóði í fyrra. Fyrirtækið hefur verið lokað í nokkrar vikur. Deilan um Hatton-Rockall: FORSÆTISRÁDHERRA SVARAR THATCHER Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra hefur svarað bréfi Margrétar Thatcher, varðandi umráða- réttinn á Hatton-Rockall svæðinu. Forsætisráðherra segir í bréfinu, að eftir að hafa rætt innihald þess innan ríkisstjórnarinnar og við utanríkismálanefnd Alþingis, sé það hans trú að nauðsynlegt sé að hlutaðeigandi lönd nái samkomu- lagi um tilkall þeirra til svæðisins. Leggur forsætisráðherra til að þessi leið verði reynd til þrautar áður en einhliða ákvörðun verður tekin. Þá kemur fram í bréfinu og áður hefur verið lögð áhersla á að sam- komulag milli Bretlands og Irlands um landamæri sem liggja um Hatt- on Rockall hafi ekki áhrif á tilkall íslands til svæðisins. Hins vegar kemur fram að for- sætisráðherra meti vilja frú Thatc- her ti! áframhaldandi tvíhliða sam- skipta milli Bretlands og íslands. Segir hann að áframhaldandi sam- skipti löglærðar sérfræðinga gætu Steingrímur Hermannsson verið mikilvæg. Því hefur sendi- herra íslands verið beðinn um ræða við fulltrúa hjá utanríkisráðu- neyti Breta. Margret Thatcher Forsætisráðherra segist í trausti slíkra samskipta vonast til að ágreiningur sá sem nú er til staðar, megi leysast. Bókamarkaðinum í Kringlunni lokið: Stödugur straumur fólks allan tímann „Þetta er eins og að fara á síldina á Sigló, mikil vinna og fjörug, meðan á stendur,“ sagði Kristín Guðbjartsdóttir í samtali við Tímann, en hún er starfsmaður bókamarkaðarins í Kringlunni er lauk á sunnudag. Þó svo hún hafi ekki farið í síld á Siglufirði, sagðist hún hafa lesið sér til um hvernig það hafi verið, auk þess sem hún þekkti vel til. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel og það var stöðugur straumur fólks allt frá opnun,“ sagði Kristín. Frá því markaðinum lauk á sunn- udag, hafa starfsmenn verið að taka þær bækur sem eftir voru saman og senda þær til útgefenda, en endan- legt uppgjör liggur ekki fyrir. Á markaðinum voru um 5000 bókatitl- ar í boði og lauslega áætlað munu um 80.000 bækur verið sendar inn á markaðinn frá útgefendum. Kristín sagði að fólk hafi verið veikast fyrir þjóðlegum fróðleik og ættartölubókum. „Nú erum við ís- lendingar þekktir fyrir ættfræði- grúskið og fólk leitaði mikið eftir slíku og fann margt,“ sagði Kristín. Þá sagði hún að æviminningabækur og þar sem sagt er frá einstaka landshlutum, væri einnig mjög vin- sælt efni. Kristín sagði að allir aldurshópar hefðu komið á markaðinn, og gaman hafi verið að sjá sömu andlitin koma aftur og aftur. Það að fólk hafi farið út með fulla innkaupavagna af bók- um sagði hún ekki óalgengt, en í þeim tilfellum var um að ræða kaup fyrir t.d. skólabókasöfn og barna- heimili. Hún sagði að eini annmarki á þessu fyrirkomulagi væri sá að fólk utan af landi ætti ekki gott með að verða sér út um bækurnar. „Þó það hafi hringt og maður geti selt því einhverjar bækur, þá er það úti í kuldanum," sagði Kristín. -ABÓ Bókamarkaður Félags bókaútgefanda lauk á sunnudag og hefur starfsfólk markaðarins frá því lokað var verið að pakka bókum niður í kassa og senda til útgefenda. Tímamynd pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.