Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. mars 1990 Tíminn 3 Afmælisrit gefið út í tilefni af 60 ára afmæli forseta íslands: Sjóður æskunnar til ræktunar lands- Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, verður sextíu ára 15. april næstkomandi. Til að minnast þessara tímamóta og sýna forsetanum virð- ingar- og þakkiætisvott fyrir farsælt og heilladijúgt starf í þágu íslenskrar þjóðar hafa fjölmargir velunnarar hennar tekið höndum saman um að gefa út vandað afmælisrit henni til heiðurs. í það skrifa nær sextíu skáld, rithöfundar og ffæðimenn og er allt efnið áður óbirt. Ekki voru höfundum settar strangar skorður um efiiisval, en í ljósi þess að Vigdís Finnbogadóttir hefur verið óþreytandi að hvetja til uppbygging- ar og ræktun lands og lýðs og hlúa að gróðri og lífi var ákveði að sameigin- legt þema alls efhisins skyldi vera „ræktun" í víðasta skilningi þess orðs. Því hefur afmælisritinu verið gefið nafnið Yrkja. Tekist hefur samstarf fjölda fólks og félaga til þess að Yrkja megi verða að veglegri afmælisgjöf til forseta landsins, og er öll vinna við undir- búning og útgáfu ritsins gefin. Öllum landsmönnum er gefinn kostur á að taka þátt í að færa forsetanum ógleymanlega gjöf með því að gerast áskrifendur að ritinu. Nöfn áskrif- enda verða skráð á heillaóskalista sem afhentur verður forsetanum með fyrsta eintaki Yrkju. Allur ágóði af sölu ritsins verður lagður í einn sjóð, sem að ósk Vigdis- ar Finnbogadóttur verður færður ís- lenskri æsku til þess að hún rækti land sitt og er stefht að því að sjóður- inn verði svo öflugur að hann geti um ókomin ár staðið straum af kaupum á hjáplöntum handa öllum grunnskóla- bömum í landinu á hveiju vori. Að lokinni níu ára grunnskólagöngu ætti hver unglingur að upplifa það að sjá ungar plöntur er hann gróðursetti við upphaf náms vera öflug tré. Sjóður- inn mun bera sama nafn og afmælis- ritið og nefnast Yrkja - sjóður æsk- unnar til ræktunar landsins. Skógræktarfélag íslands, Skógrækt Vegna fréttar af sex- tugsafmæli Sverris Hermannssonar. Athugasemd í Tímanum á laugardaginn 3. mars segir Sverrir Flermannsson í viðtali við blaðið að hann hafi ekki fengið neina kveðju ffá Sjálfstæðisflokkn- um á sextugsafmæli sínu þann 26. febrúar sl. og bætti við „hann ræður nú ekki við allt. Það eru svo margir sem verða sextugir.“ Hér er hallað réttu máli. Þingflokk- ur sjálfstæðismanna sendi Sverri af þessu tilefrii bókargjöf sem Halldór Blöndal, varaformaður þingflokks- ins, færði honum í afmælinu með ámaðaróskum á þessum tímamótum. Er vonandi að Sverrir njóti vel því verið gæti að hann hafi gleymt þessu því honum barst mikið af kveðjum og gjöfum. Maður ræður nú ekki við allt. F.h. þingflokks sjálfstæðismanna Ólafur G. Einarsson formaður Júlíus Sólnes fær ráöuneyt- isstjóra Forsætisráðherra hefur falið Hall- grími Snorrasyni hagstofustjóra að veita nýstofnuðu umhverfisráðu- neyti forstöðu ásamt Hagstofu ís- lands, þar til staða ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytis hefur verið veitt. ríkisins og skólar landsins munu sjá til þess að af framkvæmdum geti orð- ið og hafa umsjón með þeim. Sam- kvæmt landslögum má verja tveimur skóladögum ár hvert til landgræðslu- starfa og hefur menntamálaráðherra ákveðið að skólamir verji einum kennsludegi ár hvert til líffræði- og vistfræðikennslu þar sem gróðursetn- ingin fellur inn í. Afmælisritið verður um 300 síður að stærð og verð þeirra til áskrifenda kr. 2.500. Allir sem að ritinu standa hafa gefið til þess vinnu sína. í Yrkju skrifa alls 56 skáld, rithöfundar, lista- og ftæðimenn um hin fjölbreytileg- ustu efni. Ritstjórar em Heimir Páls- son, Jónas Kristjánsson, Njörður P. Njarðvík og Sigríður Th. Erlends- dóttir. Tryggvi Ólafsson listmálari hefur gert mynd sem mun prýða kápu bókarinnar. -EÓ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands aðstoöar hér íslensk börn við að gróðursetja tré. SVEITARSTJORNARKOSNINGAR 26. MA11990 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd 1. Auglýsing um framlagningu kjörskrár skal birt fyrir 2. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 3. Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri berist oddvita yfirkjörstjórnar, bréflega, eigi síðar en 4. Sveitarstjórnarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfirkjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en 5. Kjörskrá skal liggja frammi til og með 6. Framboðsfrestur rennur út 7. Framlengdur framboðsfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi rennur út 8. Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir 9. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist 10. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskár rennur út 11. Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi síðar en 12. Sveitarstjórn boðarfund til afgreiðslu á kærum fyrir 13. Sveitarstjórn úrskurðar kærur og undirritar kjörskrá eigi síðar en 14. Yfirkjörstjórn auglýsir, hvenær kjörfundur hefst fyrir 11. mars/22. mars (kaupst./bær) 25. mars 13. apríl 21. apríl 22. apríl 27. apríl 29. apríl 31. mars 11. maí 14. maí 15. maí 18. maí 23. maí 15. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. 16. Kjörstjórn tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál getur varðar, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. 17. Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara á undan kosningum. 18. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. 19. Yfirkjörstjórn setur notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni, þegar kosning er óbundin. 20. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta (í Reykjavík yfirborgardómara) innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. 21. Yfirkjörstjórn eyðir innsigluðum kjörseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum, hafi kosning verið kærð, þegar kosning er óbundin, sbr. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.