Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT BONN - Austurþýsk stjórn- völd og stjórnarandstaðan í Vestur-Þýskalandi hafa hvatt Helmut Kohl kanslara Vestur- Þýskalands til þess að hægja á sér í tilburðum sínum við að sameina þýsku ríkin. Hans Mo- drow forsætisráðherra Austur- Þýskalands sagði að vestur- þýsk stjórnvöld reyndu að beita fyrir sér orðrómi til þess að flýta því að koma á fót gjaldeyr- isbandalagi ríkjanna tveggja sem er mikilvægt skref til sam- einingar. Sagði Modrow réttara fyrir vesturþýsku stjórnina að ganga frá samningum við Pól- verja um óbreytt landamæri Póllands og Þyskalands eftir sameiningu. HAAG - Ferenc Karpati varnarmálaráðherra Ungverja- lands sagði að samningur um að sovéskt herlið yrði að öllu á brott frá Ungverjalandi um mitt ár 1992 yrði undirritaður á laugardaginn. AMRISTAR - Að minnsta kosti 20 manns voru drepnirog 30 aðrir særðust þegar vopn- aðir Shikar skutu á hop manna á markaðstorgi í bænum Abohar í Punjab. MANAGUA -Sandínistar í Níkaragva taka nú mikilvæg skref til þess að tryggja sig og vernda sig fyrir stjórnarskiptin í landinu sem verða 25.apríl. Þeir óttast hefndaraðgerðri Kontraliða. Kontraliða halda samt áfram árásum sínum og segjast ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en að Sandín- istar hafi látið af völdum og að her þeirra verði leystur upp. WASHINGTON - Banda- ríkjamenn hafa sakað Líbýu um að hafa nú þegar framleitt efnavopn og hvatti þjóðir heims að grípa inn í. Leynileg- ar upplýsingar frá Vestur- Þýskalandi herma að nú þegar hafi Líbýustjórn framleitt 30 til 50 tonn eitraðs sinnepgass í efnaverksmiðjunni í Raba en Líbýustjórn hefur neitað þess- um ásökunum. DAR ES SALAAM - Ju- lius Nyerere fyrrum forseti Tansaníu hefur hvatt Nelson Mandela um að taka loforðum stjórnvalda í Suður-Afríku um umbætur varlega. „Mandela er laus úr fangelsi en hann er ekki frjáls“ sagði Nyerere á fjöldafundi sem fagnaði frelsun Mandela. BRUSSEL - Háttsettur bandarískur samningamaður sagði að viðræður Bandaríkja- manna og Sovétmanna um varnarkerfi út í geimnum væru farnar að bera árangur og sagði að Sovétmenn gætu samþykkt að opnuð verði leyni- leg rannsóknarstofa út í geimnum. UTLOND Bardagar háðir í grennd Kabúl, en Najibullah segist hafa allar herstöðvar í Afganistan á valdi sínu: Enn lífsmark með uppreisnarmonnum Mongólai Enn er lífsmark með uppreisnarhermönnum í afganska hernum sem gerðu tilraun til að steypa Najibullah forseta af stóli í fyrradag. Bardagar voru háðir utan við Kabúl í gær þrátt fyrir að Najibullah forseti Afganistan hefði staðhæft að uppreisnartilraunin hefði verið bæld niður. Najibullah fullyrðir að hermenn hliðhollir honum hafi allar herstöðv- ar í Afganistan á sínu valdi, en skæruliðar mujahideen fullyrða að uppreisnarhermenn hafi Bagram her- flugbækistöðina norðan Kabúl á valdi sínu og að Shanawaz Tanai fyrrum vamarmálaráðherra stjómi uppreisn sinni gegn Najibullah það- an. -Hinar hugrökku hersveitir afganska hersins hafa náð fúllkomnum yfir- ráðum yfir öllum herstöðvum. Ég fúllvissa ykkur um að ástandið er eðlilegt um allt land, sagði Naji- bullah í útvarpsávarpi sínu í gær. Ekki er því að fúllu ljóst hvort upp- reisnarmenn halda enn velli, en um miðjan dag í gær skýrðu vestrænir er- indrekar í Kabúl frá því að enn heyrðist skothríð frá Bagram herflug- stöðinni. Orrustuþotur þaðan reyndu að gera árás á forsetahöllina í Kabúl að nýju í gærmorgun, en öflug loft- vamaskothríð hrakti þær á brott. Najibullah sakaði Pakistana um að eiga aðild að byltingartilraun Tanai vamarmálaráðherra. Fullyrti hann að byltingartilraunin væri samsæri Tan- ai, Gulbuddins Hekmatyer leiðtoga Hezb-i-Islami skæruliðasamtakanna og Ieyniþjónustu Pakistana. Þess má geta að í bardögum stjóm- arhermanna trúum Najibullah og uppreisnarhermanna Tanais urði margar opinberar byggingar í Kabúl fýrir skemmdum auk þess sem sendi- ráð erlendra ríkja urðu fyrir skothríð og sprengjum. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani forseti íran: Vestrænir gíslar verða leystir úr haldi í Líbanon Ali Akbar Hashemi Rafsanjani for- seti írak segir að mál vestrænna gísla í Líbanon verði leyst innan skamms, en nú em taldir vera sautján vestræn- ir gíslar í klóm öfgafullra múslíma í landinu. -Tilfmning mín er sú að má gíslana mjakist áfram og leysist, sagði Rafs- anjani í gær. Rafsanjani sagðist vilja leysa vandamálið með gíslana því gísla- málið „ er orðið vopn í höndum Bandaríkjamanna til eð geta styrkt líbanska hryðjuverkamenn“. Af hinum sautján gíslum em átta Bandaríkjamenn. Rafsanjani lagði á það ríka áherslu að Iranar myndu leggja sín lóð á vog- arskálamar til þess að vestrænir gísl- ar fengjust lausir ef Bandaríkjamenn og Bretar myndu hjálpa til við að leysa þrjá írana úr haldi, en þeirra hefur verið saknað í Líbanon frá því árið 1982. Rafsanjani sagði að nýleg Sjeik Mo- hammed Hussein Fadlallah andlegs leiðtoga Hizbollah samtakanna bentu til þess að gíslamir fengju brátt ffelsi sitt. Fréttir hafa borist af því að banda- rísk yfirvöld hafi undanfamar tvær vilcur átt í leynilegum viðræðum við Irana um lausn gíslanna, en Banda- ríkjamenn hafa vísað slíkum fféttum á bug. Úrvalsherdeild út afganska hern- um. Afganski herinn lætur sér ekki nægja að berjast við skæruliða, und- anfarna tvo daga hafa veriö inn- byrðis átök milli hermanna hliðholl- um Najibullah forseta og Tanai fyrrum varnarmálaráðherra. Naji- bullah virðist þó hafa undirtökin. Istanbúl: Þekktur blaöa- maöur skotinn Þekktur trykneskur blaðamaður sem gagnrýnt hefúr mjög allar öfgastefnur í trúmálum og stjóm- málum í Tyrklandi var skotinn til bana á götu í ístanbúl í gær, Hefúr Turgut Özal forseti Tyrklands heit- ið því að ná höndum yfir morðingj- ana. Blaðamaðurinn Cetin Emec var dálkahöfundur í hinu útbreidda dagblaði Hurriyet var skotinn níu sinnum í brjóstið af minnsta kosti tveimur vopnuðum mönnum. Bíl- stjóri Emecs var einnig myrtur. Morð þetta sviptar mjög til morðs- ins á Musammer Aksoy formanni lögffæðingasamtaka í Ankara í janúar, en Aksoy var harður tals- maður lýðræðis í Tyrklandi. Óttast menn nú að öfgamenn séu að hefja herferð gegn hófsömum lýðræðis- sinnum og að morðalda sé í vænd- í svelti Tólf lýðræðissinnaðir andófsmenn hafa hafið hungurverkfall í Ulan Bator höfúðborg Mongólíu eftir að stjómvöld landsins höfðu hafnað kröfúm lýðræðissinnanna um að hundruð embættismanna kommún- istaflokksins segðu af sér. Mongólamir tólf em meðlimir Lýð- ræðissambands Mongólíu sem em stærst hinna fjögurra nýstofnuðu stjómmálahreyfinga sem krefjast af- nám kommúnistakerfisins í Mongól- íu, en kommúnistar hafa verið þar við völd í 69 ár. -Þeir segjast ætla að svelta sig til bana ef ríkisstjómin bregst ekki á sanngjaman máta við kröfúm þeirra, sagði mongóslkumælandi erlendur erindreki í Ultan Bator sem ekki vildi láta nafn síns getið, í símtali í gær. Ólga breiðist út um heimalöndin í Suður-Afríku: Blóðug átök Bophuthatswana Átök og alda skemmdarverka reið yfir heimalandið Bophuthatswana í Suður-Afríku í gær og felldi lögregla að minnsta kosti fimm manns í átök- unum, en fimmhundruð manns slös- uðust. Múgurinn krafðist þess að Lucas Mangope forseti heimalands- ins segði af sér embætti og bætti um betur með því að færa eld að verk- smiðjum, skrifstofúm og bílum í Ma- bopani höfúðstað Bophutthatswana. Átök þessi svipar til þeirra ólgu sem varð í heimalandinu Ciskei í kjölfar byltingar heimavamarliðsins þar, en heimavamarliðið í Ciskei steypti Lennox Sebe hinum illræmda forseta af stóli á sunnudag. Er greinilegt að almenningur í Bophuthatswana er lít- ið hrifnari af sínum forseta því 50 þúsund manns tóku þátt í mótmæla- aðgerðunum gegn Lucasi Mangope. Múgurinn setti upp vegatálma, kveikti í hjólbörðum og grýtti lög- regluna. Lögreglan svaraði með skot- hríð þannig að fimm féllu í valinn eins og áður segir. Ólgan í Ciskei og Bophuthatswana kemur í kjölfar þess að Nelson Man- dela leiðtogi Afriska þjóðarráðsins var sleppt úr haldi, en Afriska þjóðar- ráðið viðurkennir ekki þau tíu heima- lönd blökkumanna sem suðurafríku- stjóm hefúr komið á fót, heldur er stefna samtakanna að sameina Suð- ur-Afríku i eina lýðræðislega heild þar sem hver maður hafi eitt jafnvægt atkvæði án tillits til litarháttar. Þessi boðskapur gengur í íbúa heimaland- anna. Mangope forseti Bophuthatswana lætur engan bilbug á sér flnna þrátt fyrir andófsaðgerðir og segist ekki ætla að láta af völdum „næstu hundr- að árin“, eins og hann orðaði það í gær. Hann er reyndar ekki óvanur byltingartilraunum, því suðurafriskir hermenn bmtu byltingartilraun á bak aftur í Bophutthatswana árið 1988. Þá halda mannvígin áfram í Natal, en þar hafa á þriðja þúsund manns verið drepnir í innbyrðis átökum blökkumanna undanfarin tvö ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.