Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 8. mars 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarféiögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 688300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun : Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð í lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ógleymd fortíð Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, sendi Jóni Baldvini Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins, tóninn í grein í Alþýðublaðinu um síðustu helgi. Uppistaða greinar Eiðs er svokallað „sameiningar- tal“, sem er sameiginlegt áhugamál Jóns Baldvins og Olafs Ragnars Grímssonar og felur í sér þá skoðun að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið eigi að sam- einast, verða einn flokkur. Jón Baldvin og Ólafur Ragn- ar gefa sig út fýrir að vera pólitískir raunsæismenn sem ekki sjá muninn á „sósíalisma“ hvors annars eins og hann er í nútímanum. Eiður Guðnason segir réttilega að af hálfú Jóns Baldvins sé þetta tillaga um að „leggja nið- ur Alþýðuflokkinn“, en til þess eru engin rök að hans dómi. Þingflokksformaðurinn tekur svo til orða að ef þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar vilji í eina sæng þá freisti það hans ekki persónulega að liggja þar með þeim og bætir við, að svo muni fleirum farið. Þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins segir að sér virðist formaður sinn, Jón Baldvin, hreinlega hafa gleymt að spyija fólk- ið hvað því fínnist um þetta eða yfírleitt hvort það vilji skríða upp í flatsængina hjá Ólafí og Jóni. Eiði Guðnasyni verður tíðrætt um fortíðina og margra áratuga illindi milli Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins og fyrirrennara þess allt til Kommún- istaflokks íslands. Hann er síður en svo þeirrar skoðun- ar að sameiningartími flokkanna sé upp runninn, hvað sem líður uppgjöri Alþýðubandalagsmanna við þessa sömu fortíð og öll iðrunarmerkin sem þeir sýna nú gagnvart sínum eigin orðum og gerðum í meira en 60 ár. Það er rétt sem Eiður Guðnason er að benda á, að svo lengi hefúr lifað í stalinískri heift frá kommúnistaárun- um að í reynd hafa Alþýðuflokksmenn og Alþýðu- bandalagsmenn verið algerir fjandmenn sem lýst hafa hvorir öðrum með hinum verstu hrakyrðum. Út af fyrir sig kann vel að vera að „sósíalismi“ beggja flokkanna sé svo útþynntur í raun, að ekki taki því að gera skil á milli þeirra lengur. Alþýðuflokkurinn hefúr þróast á afar ein- hæfan hátt, og þó að hann vilji sjálfúr láta bera sig sam- an við sósíal-demókratíska flokka á Norðurlöndum, þá fellur hann ekki inn í þá mynd vegna þröngsýnna þjóð- félagsviðhorfa sinna, þ. á m. landsbyggðar- og bænda- haturs sem ekki ríður við einteyming. Alþýðuflokkurinn er sópdyngja bændahatursins. Alþýðubandalagið er í sárum kenningalegrar upp- lausnar, sem staðið hefúr alllengi, en fékk yfír sig stærri gusu í einu en hollt var, þegar leninisminn hrundi á nokkrum dögum í heimi „sósíalismans“, jafnvel Sovét- ríkjunum sjálfúm. Flokkur sem öðrum fremur hefúr stundað pólitíska þrætubókarlist, hollustu við kenningar og kenningasmiði, lendir auðvitað í vanda þegar reynsl- an dæmir kenningamar kolrangar og kenningasmiðimir em ekki meira virði en sem nemur söluvirði koparsins úr styttunum af þeim á brotamálmsmarkaði. En af grein Eiðs Guðnasonar er ljóst að bið verður á því að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sameinist. Beiskar og innhverfar minningar em lífseigar í báðum fylkingum og mega sín meira en „raunsæisafstaða“ Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars, sú áfstaða að „gleyma for- tíðinni“. iS'' .urrv-i.r iT.f núv .r.c / .) .*> GARRI I skjóli KGB Þær fréttir berast nú frá Sovét- ríkjunum að umbótasinnar fari þar um eins og vorvindar á ökrum og glasnost og perestrjoka standi þar upp úr hverjum manni. Þetta eru út af fyrir sig góð tíðindi og lofsverð. Fer Garri jafnvel að álíta að gamaimennin tvö sem talað var við í Smolensk fari að endurskoða ákvörðun sína og ákveða að deyja ekki strax. Það er nefnilega komin vonarglæta í allan myrkviðinn austur þar, og mun samanlögð fá- tækt þjóðarinnar ekki eiga svo lít- inn þatt í endurreisn hugarfars- ins. í iöndum þar sem aðrar stefnur en kommúnisminn hafa haldið uppi sæmilegum lífskjör- um, er enn frosið fyrir vitin á kommúnistum, en vel getur verið að þeir læri eitthvað af nýjum við- horfum í Sovétríkjunum. Þar hafa þeir löngum haft hitann úr og því líklegt að þeir trúi á umbætur hugarfarsins komi þær frá Sovét. Ólíkt er nú manneskjulegra að trúa á Sovétríkin núna en trúa á Stalín. KGB fann Gorbat- sjov Inn í þá góðu mynd sem kosn- ingarnar hafa birt okkur af Sovét- ríkjunum á liðnum dögum kom svo bandaríska vikuritið Time og birti viðtal við Oleg Gordievskí, landflótta KGB-njósnara. Þar sagði m.a. að Gordíevskí fyndist það sorglegt að leiðtogar Sovét- ríkjanna þyrftu að styðjast við umfangsmikð njósnanet til að tryggja umbætur og nokkurt frelsi. Gordíevski sagði að á átt- unda og níunda áratugnum hefði KGB verið svo til eina óspillta stofnunin í Sovétríkjunum með vel agaða liðsmenn. Því hefði KGB verið þýðingarmikið pólit- iskt apparat fyrir Gorbatsjev. Frá árinu 1984 festi KBG augun á Gorbatsjev sem eina vænlega kandídatinum sem leynilögreglan gat stutt, og sem hún vildi að yrði nýr leiötogi í flokki hrumra og heilsu veilla leiðtoga. Það var KGB sem fann fyrir því að skorti um- bætur, sagði Gordievski. Leyni- Gorbatsjov pusar með garðslöngu KGB á óróasvæðin. þjónustan vissi um hið hrikalega ástand í Sovétríkjunum, og þekkti til aðstæðna betur en nokkur ann- ar. KGB er best upplýsta stofnun- in í Sovétríkjunum um ástand innanlands og utan, sagði Gordievskí. Frá byrjun óskaði Gorbatsjev eftir því að KGB léti honum í té upplýsingar um ástandið. Þannig er Gorbatsjev byggður upp og umbótastefnan stótt í upplýsingar sem KGB veit- ir honum og ríkisstjórninni. Þess ber að geta að KGB er eina stofn- un stjórnkerfisins sem Gorbatsjev hefur ekki endurskipulagt. í flokki með James Bond Þótt fyrrgreindar upplýsingar Gordievskí séu allar góðar og gegnar lætur hann þess engu að siður getið að KGB fylgist með þeim sem eru taldir pólitískt hættulegir. Sá kann að vera mun- urinn að fylgst er með öðruvísi pólitísk hættulegum mönnum en t.d. á dögum Stalins. Þessar fréttir úr Sovétinu eru merkilegar, og varpa auðvitað engri rýrð á umbætur Gorbatsjev. Annar þjóðhöfðingi, Gerorge Bush Bandaríkjaforseti, hefur líka tengst Ieyniþjónustunni í sínu landi, en hann var yfirmaður hennar um tíma. Leyniþjónusta beggja þessara ríkja hafa auðvit- að eldað grátt silfur, en það var ekki fyrr vitað að tveir valda- mestu menn heimsins skuli tengd- ir þeim með þeim hætti, sem hér hefur verið skýrt frá. Lengi hefur það verið lenska hjá þjóðhöfðingj- um að láta sem þeir viti lítið um leyniþjónustur landa sinna, enda starfsemi þeirra talin þann veg vaxinn, að auðvelt sé að fá óorð af þeim. Fréttir okkar af leyniþjón- ustum hefa einkum bundist við njósnir og frásagnir eins og í bók- um John LeCarré, kvikmyndum eins og James Bond, 007 og nú síð- ast Noriega, sem átti að hafa verið á mála hjá CIA. Ekki hefur fyrr heyrst að leyniþjónusta hafi verið orðin svo uppgefin á hallærisleg- um og sjúkum leiðtogum sínum, að viðbættu hörmulegu ástandi þjóðar, að hún hafi af þeim sökum tekið sig fram um að finnan fram- bærilega og umbótasinnaðan mann. Það er svo aftur á móti vonarefni, að völdin spilli ekki Gorbatsjev þannig, að hann falli að ímynd almennings um mann á snærum leyniþjónustu. Boris Jelt- sín, einn frægasti stjórnmálamað- ur Sovétríkjanna um þessar mundir, maður sem sigraði stórt í Sverdlovsk í kosnsingunum á dög- unum, var að árita ævisögu sína í Hollandi, og lét þá þau orð falla að Gorbatsjev væri að breytast og vildi meiri völd og meira tilstand um sína persónu. Það yrði slæm þróun. En hvað eiga menn að gera þegar þeir eru bornir uppi af KGB? Garri IVÍTT OG BREITT Vpeni66.oo Á guðs vegum Of mikið má af öllu gera- líka hinu góða. Er nú svo komið, að sögn Tímans, að efhahagssérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þeim miklu fulgum lausaijár sem saftiast saman í bankakerfinu. Spamaðurinn er orðinn svo geig- vænlegur að bankamir eru að springa utan af sparifénu og hræðsla um þenslu, launaskrið og vaxta- lækkun heíur gripið um sig. Einstaklingar og fyrirtæki hafa dregið vemlega úr lántökum, enda mörg þeirra fyrirtækja sem mest fá lánað komin á hausinn eða að þrot- um komin. Innleggið í peningastofnanimar mundi hafa enn geigvænlegri áhrif ef ríkissjóðurinn væri líka hættur að taka lán. En svo er ekki eins og al- þjóð veit. Púkkað er undir hallann á landssjóðnum með lántökum og kemur það sér einkar vel fyrir lána- stofnanir sem annars vissu ekkert um hvað ætti við öll innlánin að gera, og vöxtum er haldið uppi í skikkanlegum prósentum. Kækur Svo er að skilja að peningstofn- anir og fleiri hafi tekið ótæpilega er- Iend lán síðustu misserin. Nú hefur ríkissjóður fengið bróðurpart þessra lána að láni og er manni sagt að það sé mikil dyggð hjá þeirri sameign þjóðarinnar að taka fremur innlend lán en erlend. Af Títnaumfjöllun um hin æðri fjármál sýnist að það sé einhvers konar kækur hjá sumum hverjum að taka lán ef það stendur til boða. I útlöndum er fjármagnið mjög útbært til þeirra sem teljast vera borgunarmenn og hafa því peninga- stofnanir og jafnvel einkafyrirtæki fengið sér lán umfram þarfir og ekki reiknað með öllu spariinnlegginu þar ofan í kaupið. Af þessu nýtur ríkissjóður svo góðs og flokkast aukagetan undir innlend lán og allir eru lukkulegir. Undur efnahagslífs- ins Haft er eftir sérfræðingum, að ef sparifjárkúfurinn mikli færi inn í al- menna lánamarkaðinn með tilheyr- andi vaxtalækkunum, mundi þensl- an og launaskriðið sem af því leiddi stefna forsendum kjarasamninga í voða. Ein af forsendum kjarasamninga var að lækka vextina til að spoma við verðhækkunum. Nú er hætta talin á að ein for- senda bresti vegna þess að vextir gætu lækkað vegna spamaðar. Hins vegar æðir verðlag á vöm og þjón- ustu upp á við og er orðið í meira lagið flókið fyrir leikmenn að skilja þau efnahagsundur sem sérffóðir em að útlista. Ottinn við vaxtalækk- un stafar af hættu á þenslu en hins vegar á vaxtalækkunin að stuðla að lækkun vöm og kostnaðar. Erlend lán em talin innlend ef þau em tekin i einhverju bríaríi og lánastofnanir vita ekkert hvað á við þau að gera þar til rikissjóðshallinn kippir þeim vandræðum í liðinn. En undrið mesta er það, að lofs- verður spamaður og bankainnlegg er allt í einu orðið efnahagslífinu stórhættulegt, sérstaklega núllinu í kjarasamningunum, og má nú hvorki spara né sólunda og er farið að verða vandlifað í því efnahags- lega umhverfi sem líkist tómarúmi æ meir. Haft er fyrir satt að vegir guðs séu órannsakanlegir og svo sýnist einnig vera um peningastreymið, sem kannsi er svo bara á guðs veg- um eftir allt saman. OO mnr,ritmrui rue;. ioíí. I.'TiUIU Ir'.liU,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.