Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 8. mars 1990 Fimmtudagur 8. mars 1990 T íminn 11 Hugmyndir um breytingar a lögum og reglugerð um Stjornarraðið leiða af ser valdatogstreitu a milli stjornmalamanna og embættismanna: Spornað við „já“-ráðherrum? Nú liggja fyrir þingflokkum á Alþingi, skýrsla þar sem fjallað er um væntanleg- ar breytingar áiögum og reglugerð um Stjórnarráð íslands. Plagg þetta er loka- niðurstaða nefndar sem skipuð var af forsætisráðherra í fyrra og starfaði undir forsæti Jóns Sveinssonar lögfræðings. Nefndin hafði það að markmiði að fækka ráðuneytum og stuðla að sparnaði og hagræðingu í stjórnkerfinu, m.a. með verkefnatilfærslu milli ráðuneyta. í drögum að lagafrumvarpi frá nefnd- inni er lagt til að vald og ábyrgð ráðherra og aðstoðarmanns hans verði aukin og jafnframt ör dregið úr áhrifum og mikil- vægi embættismanna innan stjórnkerfis- ins. Þessu hafa ráðuneytisstjórar þegar mótmælt harðlega og má búast við hagsmuna árekstrum á milli embættis- manna -,,já-ráðherranna“ og hins pólit- íska valds í kjölfar þessa frumvarps- draga. Tilgangurinn, hagræðing og fækkun ráðuneyta Gefin eru nokkur höfuðmarkmið með þeim breytingum, sem lagðar eru til í lagafrumvarpinu. Þar ber fyrst að nefna fækkun ráðuneyta, sem á að styrkja stöðu hvers og eins innan stjórnkerfisins. í öðru lagi er gerð tilraun til að endur- skipuleggja innra stjórnkerfi ráðuneyta með það að markmiði að stuðla að hagræðingu og sparnaði í stjórnsýslu ríkisins, m.a. með því að færa til og sameina skyld verkefni. í þriðja lagi er lagt til í frumvarpinu aukið vald og ábyrgð hvers ráðherra á sín sviði. í því sambandi verður reynt að styðjast við þá megin reglu að máí beri ekki undir tvo eða fleiri ráðherra, eða ríkisstjórnina í heild. Jafnframt því sem lögð eru til aukin völd ráðherra, er stefnt að því í frumvarpinu að afmarka betur starfssvið og hlutverk aðstoðarmanna þeirra. Lagafrumvarp nefndarinnar var borið undir fjölda aðila og þar á meðal ráðu- neytisstjóra núverandi ráðuneyta. í niðurlagi frumvarpsdraganna segir að ráðuneytisstjórarnir allir, að undanskild- um Birni Friðfinnssyni, leggist gegn þeim megin breytingum sem nefndin Íeggur til. Bjarni er einn þeirra manna er skipuðu nefndina sem samdi frumvarpið, en eitt af þeim atriðum sem hafa verið gagnrýnd, er að nefndin skyldi eingöngu skipuð fulltrúum stjórnarflokanna og ráðuneytin sjálf ættu ekki þar fulltrúa. Vegið að hagsmunum Stjórnarráðsstarfsmanna Með frumvarpinu er lagt til að dregið verði úr völdum „embættismannaveldis- ins“ og hin pólitísku völd efld. Þannig er mælt fyrir um að forsetaskipun ráðuneyt- isstjóra, skrifstofustjóra og deildarstjóra verði úr gildi numin og æviráðning starfsmanna stjórnarráðsins jafnframt afnumin. Ráðuneytisstjórar verði ráðnir Eftir Árna Gunnars- til sex ára í senn, en aðrir startsmenn ráðuneytis, þar með taldir skrifstofu- stjórar og deildarstjórar, skulu ráðnir með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Gert er ráð fyrir að fellt verði niður gildandi lagaákvæði þess efnis að ekki þurfi að auglýsa stöður skrifstofustjóra og déildarstjóra, ef starfsmaður ráðu- neytisins er ráðinn í þau störf. Verði frumvárpið lagt fram og samþykkt, þarf þess vegna eftir þessa breytingu að auglýsa allar stöður skrifstofu- og deild- arstjóra. Hverjir eiga að stjórna? Þessar breytingar hafa mætt harðri gagnrýni innan sjálfs Stjórnarráðsins. Ráðuneytisstjór- ar, að frátöldum Birni Friðfinnssyni, skiluðu sameiginlegri álitsgerð um lagafrumvarpið og einnig hver um sig athugasemdum vegna hugmynda um verkefnatilflutning milli ráðu- neyta. í sameiginlegri álitsgerð ráðuneytis- stjóranna segir að það sé ámælisvert að stefna að grundvallarbreytingu með auknum pólit- ískum áhrifum á stjórnsýsluna, en takmarka að sama skapi valdsvið embættismanna. Þar er sömuleiðis lagst gegn afnámi æfiráðningar Stjórnarráðstarfsmanna og það sagt engan vegin samrýmast þeim grundvallar markmið- um um stöðugleika, samræmi og aðhald embættismanna gagnvart pólitíkusum innan Stjórnarráðsins. Með afnámi æviráðningar- innar sé boðið upp á hættu á hentistefnu og auknum pólitískum áhrifum. Þessi viðbrögð hafa að vonum vakið nokkra furðu og menn spurt sig að því hvorir eigi að stjórna, þeir sem réttkjörnir umbjóðendur fólksins í landinu velja til þess, eða embættis- menn og starfsmenn ráðuneyta, sem eiga að þjóna pólitískt kjörnum fulltrúum. Aukin völd aðstoðarmanna Samkvæmt lagafrumvarpinu verður ráðherra heimilt að ráða til sín einn aðstoðarmann fyrir hvert ráðuneyti, sem hann fer með. Um leið er valdsvið aðstoðarmanns aukið og heimilað að fela honum yfirstjórn tiltekinna faglegra verkefna innan ráðuneytisins og rita undir stjórnvaldserindi. Þetta fellur ráðuneytisstjórum lítt í geð og er varað við breytingunum með þeim orðum að mikilvægt sé að ekki skapist ruglingur á milli starfssviða pólitískra aðstoðar- manna og fastra starfsmanna ráðuneyta. Aðstoðarmenn eigi með öðrum orðum að vera pólitískir starfsmenn og ráðnir í því skyni að styrkja starf ráðherrans við pólitíska stefnumörkun og framkvæmd pólitískra aðgerða. Þeir eigi þess vegna alls ekki að fást við embættisverk. Byggða- og samgönguráðuneyti, valdamikil eining Með lagafrumvarpinu er stefnt að því að ráðuneytin verði ellefu í stað þrettán, þrátt fyrir að stofnað hafi verið sérstakt ráðuneyti umhverfismála og boðaðar eru allnokkrar breytingar á verkefnum ráðuneyta. Hagstofan verður flutt undir forsætis- ráðuneytið og verður þar sem sjálfstæð stofnun, í stað þess að vera ráðuneyti eins og nú er. Embætti blaðafulltrúa verður lagt niður og ríkislögmaður kem- ur undir ráðuneytið frá fjármálaráðu- neytinu. Til fjármálaráðuneytisins frá forsætisráðuneytinu fara hins vegar Embætti húsameistara ríkisins og Fram- kvæmdasjóður. Þá hverfur Byggðastofn- un til nýs ráðuneytis, byggða- og sam- gönguráðuney tis. Þetta nýja ráðuneyti kemur til með að verða einn af stærstu bitunum í Stjórnar- ráðinu, verði af samþykkt þessara laga eins og þau eru nú lögð fram. Ráðuneyt- ið tekur við flestum verkefnum núver- andi samgönguráðuneytis og til þess flytjast einnig mjög margir af málaflokk- um félagsmálaráðuneytis, sem gert er ráð fyrir að lagt verði niður. Þar má telja stjórn sveitarfélaga og tekjustofnar þeirra, framfærslumál, húsnæðismál, Húsnæðisstofnun ríkisins, Byggingar- sjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna, Brunamálastofnum, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Bjarg- ráðasjóður og Lánasjóður sveitarfélaga. Beinagrind af verkefnalista umhverfisráðuneytis Frá samgönguráðuneyti til umhverfis- ráðuneytis er síðan stefnt að því að flytja málefni er varða varnir gegn mengun sjávar, Landmælingar íslands og Veður- stofuna. Fram kemur nokkurs konar beinagrind af verkefnalista umhverfis- ráðuneytisins, sem stofnað var á dögun- um. Þannig fær ráðherra umhverfismála frá menntamálaráðherra; náttúruvernd- armál, friðun og verndun villtra dýra og fugla, dýravernd og húsfriðun, Náttúru- verndarráð, Náttúrufræðistofnun og Húsfriðunarnefnd. Embætti veiðistjóra kemur frá landbúnaðarráðuneyti og skipulags- og byggingarmál, Skipulags- stjóri ríkisins og skipulagsstjórn frá fé- lagsmálaráðuneyti. Þá eiga að koma til umhverfisráðuneytisins frá heilbrigðis og tryggingamálaráðuneyti mál er varða meðferð eiturefna og varnir gegn skað- legri geislun, heilbrigðiseftirlit, Holl- ustuvernd ríkisins, Eiturefnanefnd og Geislavarnir ríkisins. Félags- og heilbrigðis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Félagsmálaráðuneytið mun hverfa samkvæmt frumvarpinu, en stofnað verður sérstakt heilbrigðis- og félags- málaráðuneyti. Uppistaðan í verkefnum þessa ráðuneytis eru mörg af fyrri verk- efnum heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðneytisins og ýmis verkefni er áður heyrðu undir félagsmálaráðuneytið. Til ráðuneytisins koma frá menntamála- ráðuneyti, unglinga- og barnaverndarráð og frá fjármálaráðuneyti flyst Lyfjaversl- un ríkisins. Þá er gert ráð fyrir að núverandi iðnaðarráðuneyti og viðskiptaráðuneyti hverfi undir sama hatt og heiti eftir breytinguna iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti. Til þess flytjast frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, mál er varða vá- tryggingastarfsemi, tryggingaeftirlit og Viðlagatrygging íslands. Eftirlit og upp- setning mælitækja og vogaráhalda flytj- ast frá dóms og kirkjumálaráðuneytinu, en frá viððskiptaráðuneyti hverfa mál er varða útflutningsbætur og hverfa þau undir fjármálaráðuneytið. Uppistaðan í verkefnum ráðuneytisins verða eftir sem áður þau viðfangsefni sem nú heyra undir iðnaðarráðuneytið og viðskipta- ráðuneytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.